Morgunblaðið - 01.09.1977, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.09.1977, Qupperneq 12
IWORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1, SEPTEMBER 1977 * Bragi Asgeirsson: VII Biennalinn í Rostock Sídari grein Susanne Kandt-Horn, Austur-Þýzkalandi: Konur, mávar og steinar 1972/3 Ando Keskkjula, Sovétríkjunum: Ljósgeislar I múrsteinsbygg- ingunni 1975. — Þegar rætt er um sam- skipti þjóða á milli má til glöggvunar minnast fleygra orða Pablo Casals er hann við- hafði einhverntímann með vís- un til hlutverks listarinnar á vettvangi mannlegra sam- skipta: „Ég efli þá von mann- anna, að einhvern tíma verði þeir allir bræður og skipti með sér öllum gæðum, — gagntekn- ir óumræðilegri tilfinningu jarðneskrar hamingju". Slík ummæli mikilmennisins eru hafin yfir allt pólitískt dægur- þras og almennt lýðskrum — annað mál er að hve miklu leyti þetta er framkvæmanlegt. Persónulega finnst mér þetta ganga heldur brösótt á jarðar- kringlunni hvað svo sem póli- tíkin nefnist á þessum stað eða öðrum. Meginkjarninn er sá, að það er jafnan ávinningur af öllu lifandi alþjóðlegu samstarfi og ég tel að við íslendingar þyrft- um að kynna myndlist okkar miklu víðar og gera það á skipu- legri hátt — í slíku felst mikil landkynning. — Austur-Þjóðverjar hafa mikinn áhuga á auknum sam- skiptum við íslendinga á mynd- listarvettvangi í náinni framtíð, t.d. með því að fýlla listahöll Rostoekborgar íslenzkum myndverkum á góðum sýn- ingartíma á milli Biennal-ára. Einnig hafa þeir áhuga á að setja upp veglega sýningu á austur-þýzkri myndlist í Reykjavík. Þeir hafa þegar sýnt í höfuðborgum allra Norður- landa og að jafnaði í veglegustu sýningarsölum borganna. Þá hafa Austur-Þjóðverjar mikla löngun til varðandi næsta Biennal að fá ljósmyndir og fyrirlestra um fslenzka byggingarlist, forna sem nýja og íslenzka þjóðhætti, auk kynningar á íslenzkri list almennt. Ég er þess fullviss að við höf- um alls ekki ráð á að hafna slíku kostaboði um menningar- leg samskipti, enda værum við þá menn minni en frændur vor- ir á Norðurlöndum. Rétt er að geta þess, að Austur-Þjóðverjar eiga nokkra framúrskarandi myndlistarmenn er hafa vakið athygli í Vestur-Evrópu og eiga sumir þeirra verk á hinni miklu „Dokumenta“-sýningu í Kassel I ár en henni lýkur 2. október. Er hér um að ræða stærsta sam- safn nýlista sem sett er upp á einum stað í Evrópu (e.t.v. að Biennalinum i Féneyjum undanskildum) og gerist það á fjögurra ára fresti, en að þessu sinni seinkaði framkvæmdun- um um eitt ár. Engir íslending- ar munu ennþá hafa átt verk á Dokumenta-sýningunni nema máski Erró, sem er þó fulltrúi Parfsarskólans, svo og íslend- ingarnir í Amsterdam og senni- lega verða þeir að teljast full- trúar Konsept-skólans holl- enzka. Rostoek-Biennalinn í ár hefur þann svip fyrri sýninga að vera ærið misjafn, — framlag ein- stakra þjóða skiptist á að vera sterkt og áhrifamikið eða slakt og máttlaust og virðist hér ekki lúta neinni reglu né afgerandi metnaði um aukin gæði frá einni sýningu til annarrar. En jafnan eru þó góðir hlutir innan um í öllum deildunum en ég var hér að sjálfsögðu að fjalla um heildarsvipinn. Trúlega mun verða á þessu breyting á næstu sýningum sé tekið mið af efldum fram- kvæmdum, sem speglast í fyrir- hugaðri stækkun listahallarinn- ar. Þá hafa einnig komið fram hugmyndir um að senda sýn- ingar einstakra ianda áfram víðar um A-Evrópu — jafnvel Biennalinn allan! Ekki hefur þurft að kvarta um aðsókn á síðustu Biennala, hún hefur vaxið jafnt og þétt og 100.000 gesta markinu er löngu náð. I ár virtist ætla að verða metaðsókn með 10.000 gesti fyrstu dagana, og voru forráða- menn að vonum himinlifandi yfir þeirri þróun mála. Þetta er að sjálfsögðu ótrúleg aðsókn þegar þess er gætt að í Rostock- borg eru einungis rúmlega 200.000 íbúar, en taka verður tillit til þess að þarna er þétt- býlt og að þangað er stöðugur straumur ferðalanga frá austri og vestri og þetta er mikil ráð- stefnuborg. Búi maður á aðal- hótelinu, „Interhotel Warnow," sér maður þar ferðalanga frá öllum heimshornum „allra þjóða kvikindi", ef svo má að orði komast, — og allar tegund- ir af hörundslit. — Það hefur takmarkaða þýðingu hér að lýsa einstökum deildum á Biennalinum einnig vegna þess að enginn deild skaraði áberandi framúr, þetta Ragnhild Butenschön, Noregi: Stefnumót. var Biennal jafnaðarins með, svo sem fyrr greinir, góðurn hlutum innan um. Hvað íslenzku deildina snerti vakti hún sérstaka athygli og ánægju fyrir það, að við vorum nú mættir í fyrsta skipti með allar aðalgreinar frummynd- lista: Teikningar, málverk, höggmyndir og grafík. Auk þess þótti hún sú heillegasta og virkasta til þessa, sem var sam- dóma álit í opinberum málgögn- um, svo og I einkaviðræðum við fulltrúa í alþjóðlegu nefndinni. Það verður þó aó segjast, að hér hefur frekar tilviljun ráðið en markviss uppbygging, þar eð svo margir höfnuðu þátttöku, og við eigum góða möguleika til að bæta hér um betur á næstu sýningu 1977, — færi vel á að hefja undirbúning hennar sem fyrst. Mér hafa borizt nokkrir list- dómar sem skrifaðir hafa verið um sýninguna og leggi maður saman þessa fyrstu blaðarýni fengu flestir einhverja umsögn. Athuga verður að upptalningin eru persónulegar skoðanir þeirra er listrýni rita en yfir- leitt var mest fjallað um sýningardeildirnar í heild og munaði þar um hve vinsamlega var ritað um framlag Islands. Kjartan Guðjónsson, Gunnar Örn og Sigurður Örlygsson virt- ust vekja einna mesta athygli af málurunum, einkum og aðal- lega fyrir litameðferð. Framlag Kjartans var eitt það skemmti- legasta sem ég hef séð frá hans hendi og naut sín að auki^mjög vel i upphengingu. Matthea Jónsdóttir fékk og vinsamleg ummæli vegna geðþekks „orna- mentalsks" myndstils. Högg- myndir Guðmundar Benedikts- sonar vöktu og athygli enda var hann mættur með sterkustu höggmyndasamstæðu, er ég minnist þess að hafa séð frá hans hendi og var mikil prýði að. Örlygur Sigurðsson fékk hrós fyrir sitt framlag, einkum fyrir mynd sína af Eiríki Kristóferssyni sk>pherra. ma- frá hendi eins nafntogaðasta portrett-málara Dana, Victor Borckdorff, en þess manns er Framhald á bls. 11 Ipsen/Jacobsen, Danmörk: Harlem 1976. Hans Platschek, V-Þýzkalandi Indælt kvöld 1972.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.