Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 Lislamaðurinn, Bencdikt Gunnarsson, og framleiðandi glugganna skoða teikningar af kirkjugluggun- um. Ljósm. Heimir Stígsson Keflavíkurkirk j a prýdd nýjum steindum gluggum GAMLA kirkjan i Keflavik, sem byggð var 1914, hefur nú fengið steinda glugga og var lokið við að koma þeim fyrir á þriðjudagskvöld. Það eru 18 stórir gluggar, 12 í kirkjuskip- inu og 6 í kórnum. Það er Systrafélag kirkjunnar, sem hefur beitt sér fyrir og gefið gluggana, en listamaðurinn er Benedikt Gunnarsson listmál- ari. Verkið var unnið í hinu þekkta verkstæði Oidtmans- bræðra í Þýzkalandi og hefur Ludovieus Oidtman verið hér við annan mann við að koma gluggunum fyrir. Ásta Árnadóttir, sem er í glugganefnd kirkjunnar, veitti blaðinu þær upplýsingar, að þetta verkefni hefði verið lengi á döfinni. Systrafélagið hefði verið stofnað 1964 til að efla kirkjuna, og hefðu áður verið gefnir bekkir, hluti í orgelinu o.fl. þegar miklar viðgerðir fóru fram á kirkjunni 1965. Efndi systrafélagið til minning- arsjóðs vegna kirkjuglugganna, sem ýmsir hafa gefið i minn- ingargjafir, stórar og smáar. En gerð glugganna er mikið og dýrt átak. Kvaðst Ásta ákaflega ánægð með árangurinn. Glugg- arnir séu mjög fallegir og sterk- ir, og setji mikinn svip á kirkj- una. Ætlunin er að hafa innan skamms hátíðarmessu í kirkj- unni af þessu tilefni. Mbl. hafði samband við Bene- dikt Gunnarsson og spurði hann hvort steindu gluggalista- verkin fjölluðu um sérstök við- fangsefni. Hann sagði að hver um sig sækti eitthvað í helgi- siðahald kirkjunnar, þar sem notaðir eru ákveðnir litir eftir kirkjuhátiðum. Til dæmis er skírskotað í tveimur samstæð- um gluggum til hvítasunnu- hátíðarinnar, en þá er notaður rauður litur, sem jafnframt er litur andans og píslarvottanna sagði hann. í einum er ríkjandi blár litur, litur Krists og Maríu, sem jafnframt á að minna á hið ójarðneska og guðdómlega. Glugginn þar sem hvítur litur Starfsmaður frá verkstæði Oidtman leggur síðustu hönd á fsetningu nýju glugganna I Keflavfkurkirkju. er ríkjandi táknar jóladaginn, en sá litur er jafnframt notaður á páskadag og við kirkjuvígslur og táknar hreinleika, heilag- leika og sakleysi. Græni litur- inn táknar vor og von og vöxt hins andlega lífs o.s.frv. — Verkin eru sjálf byggð upp í geometriskum formum, ekki ströngum þó. Ég reyni að milda þau. Benedikt sagði að í ráði væri að láta skýringar fylgja glugg- unum, annað hvort að þær mætti sjá við hvern glugga eða að gefinn verði út bæklingur með skýringum um kirkjuhald- ið og tákni glugganna. Hann kvaðst hafa lokið við uppdrætt- ina s.l. sumar og farið svo utan til Linnich í Þýzkalandi og ver- ið við meðan verkið var unnið þar. Þetta hefði verið ákaflega heillandi verkefni. Þetta væri i fyrsta skipti sem hann hefði unnið listaverk I þetta efni, og hefði hann nú fengið ýmsar hugmyndir i framhaldi af því. Ludsvikus Oidtman kom einnig hingað með steinda glugga, sem fyrirtæki hans hef- ur framleitt i kapellu systranna í Garðabæ, og er að setja þá upp. Þing norrænna samvinnutrygg- ingafélaga haldið hér á landi DAGANA 18.—19. ágúst s.l. var haldið að Hótel Sögu i Reykjavík 12. þing norrænna samvinnu- tryggingarfélaga. Þing þessi eru haldin þriðja hvert ár, þannig að þau eru haldin á 15 ára fresti I hverju Norðurlandanna. Þingið sóttu nú 58 fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum og 14 frá Islandi, og voru fulltrúar mættir frá 10 tryggíngafélögum sam- vinnumanna á Norðurlöndunum. Kvöldið áður en þingið hófst hafði stjórn Samvinnutrygginga og Líftryggingafélagsins And- vöku boð að Hótel Sögu, þar sem stjórnarformaður félaganna, Er- lendur Einarsson, forstjóri, ávarpaði hina norrænu gesti og bauð þá velkomna til landsins. Formaður undirbúningsnefnd- ar þingsins, Jón Rafn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Líftrygg- ingafélagsins Andvöku, setti þingið og minntist Iátinna þátt- takenda, þ.á.m. Asgeirs heitins Magússonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Samvinnutrygg- inga og Andvöku. Helztu umræðuefni þingsins voru sem hér segir: 1. Greinargerð um starfsemina { þátttökulöndunum s.l. þrjú ár. Framsögumaður: Jón Rafn Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Andvöku. 2. Tilgangur og markmið — sjálfsgagnrýnið mat á trygg- ingastarfsemi, byggðri á sam- vinnugrundvelli. Framsögumað- ur: Klas Back, forstjóri Folksam i Svíþjóð. 3. Tölvunotkun sem hjálpar- tæki við sölu trygginga og gildi slíkrar þjónustu. Framsögumað- maður: Seppo Sarlin, sölustjóri Pohja í k'innlandi. 4. Atvinnulýðræðið innan sam- Tveggja lítra fema hækkar um 32 krónur - smjörstykk- ið hækkar um 123 krónur FRAIVILEIÐSLURAÐ landbúnað- arins hefur nú auglýst nýtt verð á mjólk og mjólkurvörum sem tek- ur gildi frá og með deginum í dag. Hver lítri af mjólk I lítra- pökkum hækkar samkvæmt því um 18 krónur og kostar nú 92 krónur. Mjólk 1 2ja Itr. fernum hækkar um 32 krónur hver ferna og kostar því 184 krónur 1 smá- sölu. Smjör í fyrsta verðflokki og pakkað 1 'A kíló stykki hækkar um 123 krónur og kostar hvert stykki 671 krónu 1 smásölu. Rjómi í hvarthyrnum hækkar um 26 krón- ur hver hyrna, og kostar eftir hækkunina 215 krónur. Skyr, pakkað eða ópakkað, hækkar um 27 krónur hvert kilö og kostar hvert kíló því 211 krónur. Ostur 45% í heilum og hálfum stykkj- um hækkar um 140 krónur hvert kíló og kostar því eftir hækkun- ina 1.062 kr. hvert kíló. Aðrar mjólkurvörur hækka til- svarandi en hækkun á nautakjöti, sem að réttu hefði átt að taka gildi í dag, dregst eitthvað, þar sem ekki hefur aó fullu verið lok- ið frágangi á nýja verðinu. Verð- breyting þessi stafar eins og áður hefur komið fram af almennum hækkunum rekstrarkostnaðar undanfarið og eru laun þannig nú hækkuð í verðlagsgrundvelli landbúnaöarins til samræmis við breytt laun á vinnumarkaði, 2‘A% vegna sérkrafna og um 18 krónur á mánaðarlaun auk vísitöluáhrifa 1. september. Heildarhækkun mjólkur og mjólkurvara er 77'A% vegna launabreytinga en laun i grundvellinum hafa verið óbreytt frá 1. marz sl. 17% af heildar- hækkuninni eru tilkomin vegna hækkunar á verðlagi annarra rekstrarliða en launa í grundvell- inum. 5'á% af hækkuninni er vegna hækkunar á vinnslu og dreifingarkostnaði, sem var siðast breytt i júlí sl. Gera má ráð fyrir að einhverjar breytingar kunni að verða gerðar á þessu verði mjólkurvara 15. október n.k. eða fyrr þar sem þá rennur út bráðabirgðasamkomu- lag það sem náðist í sexmanna- nefnd um þann grundvöll, sem þetta verð byggir á. Þá er liklegt að nýtt verð á kindakjöti verði auglýst um miðjan þennan mán- uð Verkalýðsfélögin í Árnessýslu: Lokun frystihúsanna afleiðing stjómarstefnu ALMENNU verkalýðsfélögin í Arnessýslu héldu sameiginlegan stjórnarfund 28. ágúst sl. i kjölfar uppsagnar starfsfólks í frystihús- um í sýslunni, og var það ástand þar til umræðu, svo og sala togara á erlendum markaði meðan þetta ástand varir. Svohljóðandi álykt- un var samþykkt: Sameiginlegur fundur stjórna almennu verkalýðsfélaganna i Ár- nessýslu haldinn á Selfossi 28. ágúst 1977, telur það mjög alvar- legan hlut að frystihúsin á félags- svæðum félaganna skuli hafa sagt upp öllu verkafólki og að togar- arnir sem keyptir voru sem at- vinnuleg bjargráðatæki, selji — með samþykki stjórnvalda — afl- ann óunninn úr landi og mótmæl- ir fundurinn alveg sérstaklega þeirri ráðstöfun. Fundurinn mótmælir þeim fjar- stæðukenndu fullyrðingum frystihúsaeigenda og stjórnvalda að erfiðleikarnir i rekstri og af- komu frystihúsanria séu vegna kauphækkana síðustu kjarasamn- inga. Ennþá er kaup fiskvinnslu- fólks alltof lágt og staðreynd að í þau störf fæst ekki annað fólk en það, sem ekki á kost á annarri vinnu, sem það hefur aðstöðu til að stunda. Höfuðorsök ástandsins i rekstrar- og afkomumálum fyrsti- húsanna er afleiðing ihaldsstefnu núverandi ríkisstjórnar, sem með aðgerðum sínum í efnahagsmál- um þjóðarinnar hleður undir dekurbörn sín — braskara— og heildsalastétt — en hefur bjarg- ræðisatvinnuvegi þjóðarinnar að olnbogabarni. Útgerð og frystihúsarekstur er lífæð sjávarþorpanna i Árnes- sýslu. Sé á þá æð skorið blasir dauði við i atvinnulifi þorpsbúa. Mistökin eru hjá stjórnvöldum landsins og þeim sem ráðstafa fé þjöðarinnar. Yfirbygging þjóðfélagsins er í engu samræmi við íbúatölu lands- ins og fjarhagsstöðu. Bankakerfið þenst út ár frá ári, risavaxnar banka- og verslunar- Framhald á bls. 26 Utanríkisráð- herrar Norður- landa hittast í Helsinki Utanríkisráðhérrafundur Norð- urlanda verður haldinn i Helsinki dagana 1. og 2. september n.k. Er hér um að ræða reglulegan haust- fund ráðherranna, þar sem fjallað verður um ástand alþjóðamála með sérstöku tilliti til 32. allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna sem hefst hinn 20. september n.k. Auk Einars Ágústssonar, utan- ríkisráðherra, sækir fundinn frá utanríkisráðuneytinu Hörður Helgason, skrifstofustjóri, en einnig sitja hann af íslands hálfu Tómas Á. Tómasson, fastafulltrúi islands hjá Sameinuðu þjóðun- um, og Ingvi Ingvason, sendi- herra. Svipmynd frá þinginu. \// V#//VSÁ i HH-m* iWi Hxtsikftrv>s H tSf U'l VV.A vinnutryggingafélaganna. F’ram- sögumaður: Kjell Holler, forstjóri Samvirke i Noregi. Að lokum fóru svo fram hring- borðsumræður um tryggingasvik, og voru þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum nema islandi, en tryggingasvik hafa að undan- förnu aukizt talsvert á hinum Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.