Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar þjónusta Iðnrekendur — Útgerðarmenn — Bændur Notfærið ykkur nýjungar í íslenskum iðnj aði. Látið heit-zinkhúða hlutina og forðist tæringu og viðhald Tæknilegar upplýs- ingar um meðferð efnis og smíðahluta veittar á tæknideild fyrirtækisins. Stálver h / f Funahöfða 1 7 sími 83444. Hringnótaskip Óskum eftir að taka á leigu, 1 til 200 tonna hringnótaskip, leigutími 1 til 2 mánuðir, skipið þarf ekki að hafa síldveiðileyfi. Fasteignamiðstöðin, Austurstræti 7, s. 14120. Bátar til sölu 6 — 7 — 1 1 — 20 — 30 — 38 —46 — 51 — 55 — 88 — 90 — 230 tn. Einnig opnir bátar af ýmsum stærðum. Höfum sérstaklega verið beðnir að útvega 80 —100 tn. stálbát og 2—300 tn bát fyrir góða kaupendur. Aðalskipasalan, Vesturgötu 1 7. Símar 26560 og 28888. Heimasímar 75511 og 51119. Skagafjörður Aðalfundur sjálfstæðisfélags Skagfirðinga verður haldinn í Sæborg Sauðárkróki (Aðalgötu 8) þriðjudaginn 6. sept. n.k. kl. 9 síðdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Ungir sjálfstæðismenn í Austur-Húnavatnssýslu JÖRUNDUR FUS boðar til fundar í Félagsheimilinu (litla sal) föstudaginn 2. september kl. 20:30. Fundarefni: — Þing SUS í Vestmannaeyjum 16. —18. september. Full- trúar frá stjórn SUS munu koma á fundinn og skýra frá væntanlegu þinghaldi. — Staða ungra sjálfstæðismanna í A-Hún. og starf fyrir kosningar. — EYJÓLFUR KONRÁÐ JÓNSSON alþm. mun koma á fundinn og svara fyrlrspurnum fundarmanna. JÖRUNDUR FUS. — Höfum ekki Framhald af bls. 15 stækka, en dýrasti hluturinn í öllum flugvöllum eru brautirnar” Gautaborg í áætlun í haust — Við höfum ekki minnzt á Norðurlandaflugið ennþá. „Við höfum fullan áhuga á þvi að efla samgöngurnar við skandinavíu og höfum lagt vaxandi áherzlu á að fá fleiri Skandmava til að heimsækja ís- land Við höfum aukið flugið til Skandinavíu með því að bæta Stokk- hólmi inn í áætlunarflugið og í haust byrjum við að fljúga til Gautaborgar aftur eftir sjö ára hlé Meiningin er að halda Gautaborgarfluginu árið um kring. „Já í innanlandsfluginu hefur orðið mjög veruleg farþegaaukning á þessu ári, um 15% En því miður er innan- landsflugið rekið með tapi þrátt fyrir það, að þar erum við með eldri tæki, sem verulega hafa verið afskrifuð Ástæðan fyrir þessu eru fyrst og fremst verðlagshöft Það er hins vegar staðreynd að með samanburði við svipaðar flugleiðir að vegalengd til á hinum Norðurlöndun- um, þá eru fargjöldin hér innanlands allt að því helmingi lægri en á sam- bærilegum flugleiðum i Noregi, Sví- þjóð ogDanmörku ” — Hvað með fragtina í innan- landsflugi? „Þar hefur ekki orðið nein aukning Þar kemur að sjálfsögðu til bætt vega- kerfi og svo óvenju mildur vetur ” — Þú talar um eldri tæki. Hvað með endurnýjun? „Það er engar áætlanir að döfinni um endurnýjun í innanlandsfluginu Þrátt fyrir 15% farþegaaukningu I innanlandsflugi er halli á rekstri þess. Þá er einnig rétt að geta þess, að Bretlandsflugið hefur mjög aukizt í ár og er nú að rétta úr kútunum aftur eftir þorskastrlðið." — Hafa Flugleiðir nú sömu hlut- deild í Skandinavlumarkaðinum og Loftleiðir og Flugfélagið höfðu áður? „Ef átt er við Ameríkuferðir Skandi- nava um ísland þá hafa þær minnkað Við erum háðir þeim kvöðum að vera með sömu fargjöld og SAS og því hafa þessír flutningar minnkað verulega Hins vegar er mjög vaxandi áhugi á íslandi í Skandinavíu og hefur Skandi- navluflugið að því leytinu farið heldur vaxandi." — Þessi fargjaldakvöð. Er hún hindrun fyrir Flugleiðir? „lATA-aðild Flugfélagsins hefur bæði kosti og galla Hún kemur I veg fyrir að við getum farið þarna inn með undirboð, en hins vegar erum við inni I mjög fullkomnu tölvukerfi SAS, sem nær ógjörningur væri að vera án Þannig er þetta eiginlega akademísk spurning fyrst og fremst." Innanlandsfargjöld of lág — Og frá Skandinavlu hingað heim. En eitt er víst; að þegar endurnýjunin á sér stað og auðvitað kemur að henni, þá verður með tilliti til fjármagnskostn- aðar að hækka fargjöldin um 50% af þeirri ástæðu einni saman. Það er annars furðulegt fyrirbæri að við skulum neyddir til að reka innan- landsflugið með tapi á sama tíma og ríkið hefur veitt okkur ábyrgðir, sem við þurfum að standa skil á. Það er hreint furðuleg mótsögn í þessu." — En þegar að endurnýjun kem- ur. Hvaða tegundir koma þar helzt til greina? „Ég tel að hreinar þotur i innan- landsflugi séu ekki í sjónmáli Hins vegar er til stærri og fullkomn- ari gerð af F 27, sem væri mjög æskilegt að stefna að Ég tel mjög sennilegt að það sé sú flugvél sem kemur til með að henta bezt sem arftaki þeirra, sem við nú notum " — 0 — — Og til að koma okkur niður á jörðina svona í lokin. Hvernig er . fjárfiagsafkoman á þessu á*i? „Það má segja, að við töpum fé sex mánuði ársins og hinir sex mánuðirnir fari í að bæta þetta upp Staðan nú miðað við sama tíma í fyrra er heldur lakari og ég á þess vegna von á lakari útkomu þetta árið en var i fyrra, en það varð hagnaður af reglulegri starfsemi fyrirtækisins 462 milljónir króna " — Er fyrirsjáanlegt hvorum meg- in við núllið þið lendið? „Enn eru eftir fjórir mánuðir af árinu og framundan eru miklir óvissutímar Ég vil því ekki vera uppi með neina spádóma " fj — Verkalýðsfél. r í Arnessýslu Framhald af bls. 18 hallir rísa og nýir bankar eru settir á fót! Síöan eru útlánavextir hækkað- ir til að standa undir síauknum reksturskostnaði bankanna og tryggja þeim milljóna gróða-, á sama tíma og alþýðu manna er neitað um smávægilega fjármuna- fyrirgreiðslu til nauðsynlegustu þarfa. Sú ríkisstjórn, sem slíkt ástand hefur skapað og engan umbóta- vilja sýnir, á að víkja — rjúfa þing strax i haust og gefa þjóðinni kost á að velja sér aðra forystu- menn. — Þing norrænna Framhald af bls. 18 Norðurlöndunum. í sambandi við þingið var dag- ana 19,—22. ágúst haldin í Nor- ræna húsinu sýning á ýmsu sölu- og auglýsingaefni, sem þátttöku- félögin hafa gefið út, ásamt til- heyrandi upplýsingum. Að þinginu loknu ferðuðust flestir þátttakendanna um Suður- land og til Vestmannaeyja. Næsta þing norrænna sam- vinnutryggingafélaga verður haldið i Kaupmannahöfn árið 1980. — BSRB Framhald af bls. 3 koma saman til fundar upp úr næstu helgi og yrði staða samn- ingamálanna þar rædd. Það er stjórn og samninganefnd BSRB, sem vald hefur til þess að boða til verkfallsaðgerða. Til verkfalla getur þó ekki komið, nema sátta- semjari ríkisins hafi lagt fram sáttatillögu, sem greitt hafi verið atkvæði um í allsherjaratkvæða- greiðslu, og sé hún felld getur verkfall fyrst komið til fram- kvæmda. - Frystihúsi BÚH Framhald af bls. 3 lagi. Það hefur verið brestur í því hér“. Starfsfólk frystihúss Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar fékk upp- sagnarbréf í gærmorgun. Fyrir- tækið lét verkalýðsfélögin íHafn- arfirði fylgjast með málinu og það skýrði gaumgæfilega fyrir þeim og fólkinu ástæður þessara ráð- stafana. ,,Ég held að það sé ekki ofmælt af mér,“ sagði Guð- mundur Ingvason, „að allir hafi tekið mjög vel í þessar ráðstafanir og skilið það að þetta er vanda- mál, sem verður að ráðast gegn og mun væntanlega skila sér til mik- illa hagsbóta fyrir umbjóðendur vérkalýðsfélaganna." Samt er þetta mjög sárt að þurfa að stöðva húsið, en hjá því verður ekki kom- izt á meðan breytingarnar fara fram.“ — Aflaskýrsla Framhald af bls. 23 um í dag, því að loka á frystihús- inu á staðnum. Fólk trúði því ekki að til þess arna myndí koma hér, fyrr en staðreyndirnar blöstu við, þar sem flestir íbúanna vinna að út- gerð og fiskvinnslu. Það er von manna að sem fyrst rætist úr þessu ástandi, og í ljós komi hvað í raun valdi slíkri uppgjöf, að talið er hagkvæmara að senda tog- arann Jón Vidalín með aflann til Færeyja óunninn en vinna hann hér heima. Hann var með 40—50 tonn eftir 10 daga sjóferð og það af þorski. —Ragnheiður. — Mikil samkeppni Framhald af bls. 19 fyrirbæri hjá okkur. Venju- lega komum við með eina til tvær nýjar „typur" af eldhús- skápum á ári. — Á íslandi ríkir míkil samkeppni í innréttingastarf- semi, en verðið er svipað á þeim íslenzku og erlendu. Við erum tveir sem erum með íslenzkar innréttingar, en fimm aðilar eru með inn- flutning á innréttingum. — 20% af starfsemi JP innréttinga eru endurbætur og það sem mér finnst at- hyglisverðast er að um 50% viðskiptavinanna eru við fólk utan af landi, þá sérstaklega frá Austur- og Vesturlandi en einnig Vestmannaeyjum — Það eina sem ég kvarta yfir er ónóg fyrir- greiðsla hjá ríkinu, sagði Jón °étursson að lokum. —Hey til Noregs Framhald af bls. 40 líkað mjög vel og þegar væri kom- in pöntun um 500 tonn og hugsan- legt væri að frekari pantanir bær- ust. Guðbjörn sagði ekki væri enn að fullu búið að semja um verð á heyinu en þó væri ljóst að til bænda yrði verðið mjög hagstætt miðað við það verð, sem fengist fyrir hey hér innanlands. Að- spurður um, hvort flutningskostn- aður á heyinu kynni að hindra franhald á þessum útflutningi, sagði Guðbjörn að hann sæi engin merki þess. Ekki væri að visu enn vitað hver flutningskostnaðurinn yrði en skip i millilandasiglingum væri það oft tóm á útleið að mögu- legt ætti að vera að ná hagstæðum samningum um flutningana. Sem fyrr sagði er það KFK í Dan- mörku, sem kaupir heyið en gert er ráð fyrir að þvi verði skipað upp í Noregi og það selt til bænda þar. Gerði Guðbjörn ráð fyrir að í fyrstu yrði heyið keypt af bænd- um í Eyjafirði en kæmu pantanir um meira þá yrði það flutt frá Suð—Vesturlandi. Við vitum að bæði Hollendingar og Norðmenn kaupa árlega mikið af heyi erlendis frá og hjá fóður- verzlunarfyrirtækjum erlendis eru viðskipti með hey engu minni en verzlun með fóðurbæti. Við á íslandi ættum því að hafa góða möguleika til að framleiða hey til útflutnings, ef okkur tekst að framleiða það á hagstæðu verði, því vel verkað hey héðan er tals- vert betra en það hey, sem er á boðstólum erlendis, sagði Guð- björn. — Saklaus Framhald af bls. 40 ára gamlan, og við yfirheyrslur viðurkenndi hann brot sitt. Hinum manninum var þá strax sleppt úr gæzluvarðhaldi en hann hafði þá setið inni í fimm sólar- hringa saklaus. Að sögn Þóris Oddssonar, deildarstjóra við Rannsóknarlögreglu rikisins, þóttu við upphaf rannsóknarinn- ar nægar ástæður til þess að hneppa manninn í gæzluvarðhald, þar sem stúlkan benti eindregið á hann jafnframt því að ýmsar lik- ur bentu til sektar hans, þótt ann- að kæmi á daginn. Fordæmi eru fyrir því að menn hafi fengið greiddar skaðabætur fyrir að sitja í gæzluvarðhaldi að ósekju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.