Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 Hollenzki markvörðurinn Jan van Beveren frá PSV Eindhoven grfpur inn f leikinn er lslendingar léku við Hollendinga á Laugardalsveliinum í fyrrasumar. I gær varð þessi frábæri markvörður að sjá á eftir knettinum í markið hjá sér og var það í fyrsta sinn sem skorað er hjá hollenzka landsliðinu sfðan í september f fyrra. FYRST GLUNDROÐI - SfÐAN AKVEÐNI Islenzka liðið sýndi stórgóðan leik í seinni hálfleik Frá Ágústi I. Jónssyni, blaðamanni Mbl. í Nijmegen. LANGTfMUM saman í seinni hálfleik landsleiks Hol- lands og lslands í gærkvöldi var hlutverkum snúið við. Mátti ekki á milli sjá hvort liðið var silfurliðið frá síðustu heimsmeistarakeppni, og hvort var lið áhuga- manna norðan frá fslandi. fslenzku piltarnir léku snilld- arlega knattspyrnu — hafa sjaldan leikið betur og er þá langt til jafnað. Eftir að hafa verið 3—0 undir í leikhléi skoraði íslenzka liðið um miðjan seinni hálfleikinn, en Hollendingar fengu gefins vítaspyrnu á síðustu sekúnd- um leiksins og skoruðu úr henni, þannig að úrslitin urðu 4—1, hollenzkur sigur, en eigi að síður mjög gðð frammistaða hjá fslenzka liðinu. Ásgeir Sigurvinsson er sannar- lega leikmaður i fremstu röð, og var hann heilinn í leik íslenzka liðsins í gærkvöldi. Ætti undirrit- aður að gefa einkunn fyrir þenn- an leik væri 5 fyrir snillinginn frá Standard Liege I minnsta lagi. Ásgeir var fyrirliði liðsins sem þarna lék 100. landsleik íslands, það var Ásgeir sem skoraði mark íslands í þessum leik á 21. mínútu seinni hálfleiks úr vítaspyrnu. Mark íslendinga kom þannig að Teitur Þórðarson gaf góða send- ingu inn fyrir vörn Hollendinga eftir mirtök varnarmanna. Ásgeir Sigurvinsson eygði strax mögu- leika, brunaði framhjá varnar- manninum Johnny Dusbaba, sem hafði það eitt úrræði að leggja Ásgeir með mjaðmahnykk. Dóm- urinn gat ekki orðið annar en vítaspyrna. Ásgeir tók hana sjálfur og skoraði af öryggi í markhornið uppi hægra megin, án þess að Jan van Beveren, markvörður Hollendinga, kæmi við neinum vörnum. Dusbaba, sá er brá Asgeiri, lék þarna sinn fyrsta landsleik og var rétt ný- kominn inná þegar hann braut á Ásgeiri — var það hans fyrsta verk á vellinum. Ásgeirs þáttur Sigurvinssonar var mikill í þessum leik, en alls ekki má gera lítið úr frammistöðu hinna leikmanna liðsins. Guðgeir Leifsson stóð sig t.d. eins og hetja í leiknum og víst er að hann verð- ur ekki lengi atvinnumaður i knattspyrnu, án félags, eins og raunin hefur verið undanfarið, svo margir sáu góða frammistöðu Guðgeirs að honum hlýtur að verða boðinn góður samningur fyrr en síðar. Marteinn Geirsson var klettur- inn í vörn íslenzka liðsins — hann bregzt aldrei og greinilegt er að íslenzku atvinnumennirnir i Bel- gíu kunna allir sitt fag. Janus Guðlaugsson heldur allt- af ró sinni, þótt hann hafi aðeins fjóra landsleiki að baki. I fyrri hálfleik þegar hálfgerður glund- roði var í leik íslendinga hélt hann sínu striki og ekki var til að hann bæri mikla virðingu fyrir andstæðingunum, eins og þvi mið- ur of margir Islendinganna gerðu. Hörður Hilmarsson, hefur verið umdeildur að undanförnu, en með frammistöðu sinni gegn Hol- landi tryggði hann landsliðssæti sitt. Hörður sást að vísu lítið í fyrri hálfleiknum, en í þeim seinni fann hann taktinn i leikn- um og lék Hoilendingana oft grátt á miðjunni, með þeim Ásgeiri og Guðgeiri. Svo haldið sé áfram að telja upp íslenzku leikmennina þá virkaði Sigurður Dagsson óöruggur í markinu framan af, var tauga- óstyrkur og má skrifa þriðja mark Hollendinganna á hans reikning. Var Sigurður heppinn að sleppa með aðeins eitt útsölumark i fyrri hálfleiknum, en í seinni hálf- leiknum könnuðust menn við Sigga Dags og aðeins úr víta- spyrnunni í lokin tókst Hollend- ingum að koma knettinum fram- hjá honum. Gísli Torfason slapp vel frá sínu í þessum leik, án þess þó að eiga toppleik. Hann var í erfiðri stöðu gegn föstum og sterkum fram- vörðum Hollands, en af skynsemi gerði hann marga góða hluti í leiknum. Ólafur Sigurvinsson virkaði i meira lagi æstur í byrjun leiksins og fór glannalega í lipra andstæðingana — seldi sig. Kunnu Hollendingar að notfæra sér bráðræði hans, og komu mörg hættuleg upphlaup þeirra í gegn- um Ólaf. í seinni hálfíeiknum komst Ólafur í gang og gerði fáar vitleysur í vörninni og var virkur í sókn. Árni Sveinsson virkaði nokkuð þungur í þessum ieik, en átti nokkrar mjög góðar sendingar. Framherjar islenzka liðsins voru í erfiðri aðstöðu í fyrri hálf- leiknum, mest var um hlaup en lítil kaup hjá þeim Teiti og Inga Birni. Það voru hollenzku fram- herjarnir og íslenzku varnar- mennirnir sem voru í sviðsljósinu þá, en ekki þeir Teitur og Ingi. í leikhléi var Inga skipt út fyrir Ásgeir Elíasson og komst hann allvel frá sínu hlutverki. Um miðjan seinni hálfleikinn var svo skipt á Teiti og Matthíasi og var blóðugt að sjá Matthías misnota eitt bezta tækifærið í leiknum á lokaminútunum. Mörk Holiendinga Það voru Islendingarnir sem byrjuðu með knöttinn og gerði Guðgeir Leifsson sér lítið fyrir og lék á eina fimm Hollendinga áður en Hollendingar náðu í knöttinn og byggðu upp sína fyrstu sóknar- lotu. Geels skaut þá framhjá og stuna leið frá brjósti islenzku blaðamannanna. Guðgeir var hreinlega negldur niður af Wim Suurbuer í byrjun leiksins og það var strax greinilegt að Hollend- ingar ætluðu ekkert að gefa í þessum leik. A 6. mínútu skoruðu þeir mark sem dæmt var af vegna rangstöðu og Johnny Rep átti síðan hörku- skot í hliðarnetið — þetta voru greinilega stórhættulegir and- stæðingar, svo ekki sé meira sagt. Fyrsta mark Hollendinga kom siðan á 14. mínútu. Rene van Kerkhof komst framhjá Ólafi Sigurvinssyni, sem fór of óðslega í hann. Gaf Kerkhof vel fyrir markið og Wim van Hanegem kom þar á fullri ferð og þrumu- fleygur háns frá- vítapunkti var algjörlega óverjandi fyrir Sigurð. Aðeins þremur minútum síðar kom annað mark leiksins. íslend- ingar höfðu sloppið með skrekk- inn er Hollendingar tóku fjórar hornspyrnur í röð, en í fimmtu tilraun þeirra varð markinu ekki forðað. Nú var það Willy van de Kerkhof sem átti sendingu á Ruud Geels inn í vítateiginn og skoraði Geels „skemmtilegt" mark með hjólhestaspyrnu. Johnny Rep bætti þriðja markinu svo við á 21. mínútu leiksins eftir ljót mistök Islendinganna. Mis- tókst Sigurði Dagssyni að slá knöttinn frá, Hollendingar komu knettinum aftur fyrir markið, þar sem Sigurður og Gísli Torfason lentu saman. Slik mistök not- færðu Hollendingar sér, að þessu sinni Rep sem skoraði af stuttu færi. Staðan var orðin 3—0 og sessunautur minn stundi: Þeir verða komnir með 10 áður en yfir lýkur. En svo varð ekki. Of mikil viröing fyrir andstæðingunum: Það var greinilegt i upphafi leiksins að of mikil virðing var borin fyrir silfurmönnunum frá siðustu heimsmeistarakeppni. Vörnin var filöt og þótt mörk Hol- lendinga yrðu aðeins þrjú í fyrri hálfleiknum, þá var það ekki ís- lenzku leikmönnunum að þakka, að þau urðu e.cki fleiri. Tvívegis bjargaði þversláin okkur og einu sinni söng í stönginni eftir hörku- skot. Það var greinilegt að Hollend- ingarnir gáfu allt í leikinn. Allir reyndu greinilega að standa sig sem bezt til þess að tryggja sér landsliðssæti hjá hinum nýja ein- valdi þeirra, Ernst Kappel. Þótt okkar menn væru að reyna að brjóta niður múrinn allan fyrri hálfleikinn, þá komust þeir ekk- ert. Hollendingarnir voru einfald- lega alltof góðir. Það var athyglis- vert að Hollendingarnir léku aldr- ei langt með knöttinn, strax var sent á næsta mann með eldsnögg- um spyrnum eða löngum snúningssendingum, kannski yfir þveran völlinn. Hollendingarnir vissu ævinlega hvar samherja var að finna, okkar menn þurftu ævinlega að leita að lausum manni. Hjá islenzka liðinu vantaði alla hvatningu milli leikmanna í fyrri hálfleiknum, og þann neista sem oft hefur orðið að báli í lands- leikjum undanfarinna ára. En þetta átti eftir að breytast. Nýtt lið inn á völlinn í seinni hálfleik Þó svo að aðeins ein breyting væri gerð á íslenzka liðinu í leik- hléi var eins og nýtt lið hlypi inn á völlinn. Ásgeir Sigurvinsson lék nú framar en hinir miðjumenn- irnir drógu sig aftar. Reynt var að byggja upp sóknarlotur frá marki og leikið upp kantana. Fyrst og fremst var lífinu þó tekið með meiri ró en áður. Hollendingun- um var leyft að sækja upp undir vitateig en þar var tekið á móti þeim. Kom þessi leikaðferð ekki á óvart — hún hafði verið fyrirskip- uð allan leikinn, en í fyrri hálf- leiknum tókst ekki að útfæra hana. En i seinni hálfleiknum var meiri ró yfir islenzku leikmönn- unum og í stað skyndisókna sem maður hafði búizt við í hálfleikn- um var leikurinn nú í jafnvægi. Hlutverkum hafði verið skipt — islenzka liðið hafði í fullu tré við það hollenzka. Á 15. mínútu seinni hálfleiksins náði hollenzki markvörðurinn rétt að slá knöttinn aí höfði Teits, en Árni Sveinsson náði knettin- um og lenti fyrirgjöf hans ofan á þverslá. Mark Ásgeirs Sigurvins- sonar kom svo aðeins mínútu síð- ar, eins og áður er greint frá. Var þetta fyrsta markið sem Hollend- ingar fá á sig síðan í september í fyrra, er þeir gerðu óvænt 2—2 jafntefli gegn George Best og félögum frá Norður—Irlandi hér I Hollandi. Hollendingar létu óvænta og sí- aukna mótstöðu íslendinga fara i skapið á sér og gerðust grófari er leið á leikinn. Máttu þeir sannar- lega þakka fyrir að fá ekki mark á sig á 37. mínútu hálfleiksins, er Asgeir Sigurvinsson gaf frábæra sendingu út á Árna Sveinsson. Árni var sjálfur í markfæri, en gaf þó á Matthías Hallgrimsson sem á einhvern óskiljanlegan hátt skaut framhjá fyrir'opnu marki. Varð hornspyrna úr — eina horn- spyrna íslands i leiknum. Janus Guðlaugsson afstýrði marki undir lok leiksins er hon-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.