Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 3 Frystihúsi BUH lok- ad á meðan endur- skipulagning f er fram 130 manns sagt upp störfum af þeim sökum í 6 til 8 vikur Frystihús Bæjarútgerðar Hafnarf jarðar ÚTGERÐARRÁÐ Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar ákvað á fundi sín- um ( fyrrakvöld, að framkvæma mjög róttækar breytingar á starf- semi frystihúss bæjarútgerðar- innar og rekstri þess ( heild. Ástæðurnar eru, að vandamál frystihússins eru meiri en hinn almenni vandi, sem nú steðjar að frystiiðnaðinum í landinu og á Suðvesturlandi. Af þessum sök- um var öllu starfsfólki frystihúss- ins, um 130 manns, sagt upp störf- um ( gær, en nokkrir starfsmenn eru hálfsdagsfólk og lætur þvi nærri, að uppsagnirnar hafi náð til um 110 starfa sé miðað við heilsdagsstörf. Guðmundur Ingvason, fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, skýrði Morgun- blaðinu frá þessu í gær. Hann kvað mjög mikinn hallarekstur hafa verið á rekstri frystihússins það sem af væri þessu ári. „Við höfum dregizt aftur úr tæknilega, “ sagði Guðmundur „og rekstrar- lega einnig miðað við hús fyrir vestan og norðan. Getum við ómögulega setið lengur undir þvi, að í hvert skipti, sem eitthvað bjátar á í þessum iðnaði á þessu svæði, komi í fjölmiðlum með réttu, að stór hluti vandamálsins sé, að húsin hafi ekki verið í takt við tímann, hvorki tæknilega né rekstrarlega. Þvi er löngu fylli- lega ástæða til að taka þetta til gagngerrar endurskoðunar og endurbóta." Guðmundur kvað þetta þýða það, að ætlunin væri að breyta ýmsu í húsinu, koma upp kæli- geymslum, bæta og auka pökkun- ar og snyrtiaðstöðu — „í fáum orðum sagt, að gera okkur hæfari til að dreifa vinnslunni á hráefn- inu á lengri tima án þess að gæði þess rýrni og framleióa það i sem verðmætastar pakningar eins og markaður segir til um á hverjum tíma.“ Það er von forráðamanna fyrir- tækisins, sagði Guðmundur Ingvason, að endurskipulagning fyrirtækisins taki eins skamman tíma og frekast er kostur. Hann kvað ekki unnt að segja til um það, hversu langan tima endur- bæturnar taki. Væntanlega þyrfti að flytja til vélar og tæki og þar sem allt slikt væri orðið það gam- alt, vissi enginn, hvað upp kæmi, þegar það yrði flutt, þótt viðhald hafi i raun verið gott allan tím- ann. „Við vonum þó að stöðvunin vari ekki lengri tima en 6 til 8 vikur.“ í frystihúsinu starfa um 130 til 140 manns. Er það ekki allt heils dags fólk. Fjöldi starfanna við frystihúsið sé miðað við heildags- störf er 110. Annars staðar í fyrir- tækinu vinna að auki um 200 manns, i saltfiskdeild og skipum Bjarútgeróarinnar. Guðmundur sagði að ætlunin væri að keyra saltfiskvinnsluna eins og frekast væri kostur á meðan á þessu stæði og því yrði unnt að útvega ein- hverju af starfsfólki frystihússins vinnu þar. Togararnir munu áfram leggja upp hjá fyrirtækinu og Guðmundur sagðist vona að það tækist að vinna hann í salt- verkun fyrirtækisins og losna við hann á innanlandsmarkaði. Flest starfsfólk frystihússins er á eins mánaðar uppsagnarfresti og hættir því ekki fyrr en um næstu mánaðarmót. Guðmundur sagðist hins vegar vonast til að unnt yrði að hefjast handa við breytingarnar mjög fljótlega, m.a. til þess að starfsfólk fyrirtækisins verði sem allra stytztan tíma at- vinnu- og launalaust. „Við ætlum okkur að fara gaumgæfilega í gegnum allan reksturinn og tæknihliðar málsins til þess m.a. að fyrirtækið geti staðið við skyld- ur sínar við starfsfólkið, eigendur fyrirtækisins og þjóðfélagið í heild. Þar með getum við skilað því bezta, sem búast má við af okkur á hverjum tima.“ „Tap á rekstri fyrirtækisins á þessu ári hefur verið geysilega mikið“ — sagði Guðmundur Ingvason, framkvæmdastjóri — „og reksturinn mjög erfiður. Er það þó varla eingöngu út af þessu. Þar eru ákveðnar ástæður, sem liggja að baki, sem að mörgu leyti voru óviðráðanlegar. M.a. má þar nefna, er leggja varð gamla Maí í ársbyrjun og Júní bilaði á sama tima. Þá höfðum við mjög litið hráefni í janúar og febrúar og urðu þeir mánuðir okkur þvi mjög erfiðir í rekstri, þar sem við m.a. völdum þann kost þá að segja starfsfólki ekki upp.“ „Hinu verður ekki neitað,“ sagði framkvæmdastjóri BÚH, ,,að vandamálin eru mjög mikil og í raun fyrir löngu orðið timabært að takast á við þau. Endurskoðun- in var samþykkt samhljóða af öll- um útgerðarráðsmönnum og sem betur fer er mjög góð samstaða um það að menn gera sér grein fyrir að þarna sé um rekstrariegt vandamál að ræða, sem verður að leysa. í því eru Hafnfirðingar mjög málefnalegir og lita einung- is á þetta sem rekstrarlegt vanda- mál og blanda ekki saman við það óskyldum hlutum.“ Um útgerðarráðsfundinn sagði Guðmundur Ingvason að á honum hafi hann lagt fram tillögur um það, hvernig snúast ætti gegn þessum vanda, hvað gera ætti. Þær tillögur voru að sjálfsögðu bókaðar og á þær var fallizt. Eru þessar bókanir alllangt mál, rök- studdar greinargerðir og tillögur. „Málin hafa nú i langan tima ver- ið skoðuð niður í kjölinn og þetta er okkar sameiginlega niður- staða.“ Að lokum spurði Morgúnblaðið, hvort Bæjarútgerð Hafnarfjarðar fengi einhverja aðstoð frá rikis- valdinu við þessa endurskipu- lagningu fyrirtækisins. Guð- mundur Ingvason, framkvæmda- stjóri svaraði: „Við vitum ekkert um það. Við aðeins vónumst til, að menn geri sér grein fyrir þvi, að þegar slik vandamál koma upp og einnig þegar menn vita að þetta svæði allt saman er orðið á eftir tímanum, tæknilega og rekstrar- lega og þegar menn vilja takast á við vandann og leysa hann, þá séu allir ábyrgðir aðilar í þjóðfélag- inu með þann skilning á málinu, að unnt sé að leysa vandann. Það eitt get ég sagt, að ég ber engan kvíðboga fyrir því að það takist ekki.„ Að sjálfsögðu fer það ekk- ert milli mála að í okkar tækni- legu og rekstrarlegu breytingar er það rauður þráður, að við stefnum að því að hefja rekstur hér eins fljótt og kostur er með ákvæðisvinnufyrirkomulagi og teljum að þá verði búið að endur- bæta húsið það mikið að grund- völlur sé fyrir sliku fyrirkomu- Framhald á bls. 26 Samningamál opinberra starfsmanna: Sveitastjórnir vilja bíða eftir ríkinu Starfsmannafélögin vilja samflot með ríkisstarfsmönnum BÆJARSTARFSMENN vfðs vegar að af landinu voru í gær á sáttafundi með fulltrúum sveitar- félaga í Lögbergi, húsi lagadeild- ar Háskóla Islands. Á fundinum buðu fulltrúar sveitarfélaganna að beðið yrði með samningsgerð við bæjarstarfsmenn á meðan BSRB gengi frá samningum við rikið. Vitnuðu þeir til þess sem áður hafði tíðkazt, að bæjarfélög- in hafi venjulega undirritað kjarasamninga við viðsemjendur sfna eftir að samið hefur verið við ríkisstarfsmenn. í gærkveldi var gefið kvöld- verðarhlé og samningamenn boðaðir aftur til fundar siðar um kvöldið. í gær var haldinn sam- eiginlegur fundur samninga- nefnda allra bæjarstarfsmannafé- laga og sátu hann 50 fulltrúar. Fundurinn samþykkti einróma eftirfarandi ályktun: „Sameiginlegur fundur samn- inganefnda bæjarstarfsmanna, haldinn í Reykjavík 31. ágúst 1977, samþykkir að skora á ríkis- stjórn og sveitastjórnir að ganga þegar til samninga um kjaramálin á þeim grundvelli, að launakjör opinberra starfsmanna verði sam- bærileg við það, sem nú er hjá öðrum launþegum í þjóðfélaginu. Fagnar fundurinn góðri sam- stöðu bæjarstarfsmanna og ríkis- starfsmanna í yfirstandandi bar- áttu og heitir á alla opinbera starfsmenn að standa fast á rétti sínum í þeirri örlagaríku kjara- deilu, sem samtökin eru nú í.“ Að sögn Kristjáns Thorlacius, formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, hefur enn ekkert nýtt tilboð komið frá samninga- nefnd ríkisins. Hann kvað stjórn og samninganefnd BSRB myndu Framhald á bls. 26 Þormóður Runólfsson látinn ÞORMÓÐúR Runólfsson, gjald- keri, Siglufirði, lézt á þriðjudag tæplega 46 ára, er hann var að laxveiðum (Fljótaá. Þormóður Runólfsson átti sæti i bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og einnig var hann í bæjarráði. Hann var ritstjóri Siglfirðings, blaðs sjálfstæðismanna i Siglu- firði, og einnig ritaði hann fjöl- margar greinar í Mbl. Eftirlifandi eiginkona Þormóðs er Gerða Pálsdóttir og áttu þau 4 börn. LITSJÓNVARPSTÆKI Úrvalstæki, búin öllum tækninýjungum, svo sem línulampa og viðgerðareiningum. Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum. Hagstæðir afborgunarskilmálar. Verð: 20" tæki kr. 255.265 22" tæki kr. 300.625 26" tæki kr. 339.515 FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Sendum bæklinga, ef óskað er. H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.