Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. S^PTEMBER 1977 Höfum ekki náð þeim árangri í Atlantshafs- fluginu semviðætluðum „Víð erum nú búnir að vera í Atlantshafsfluginu síðan 1952. eða í 25 ár. og okkur hefur tekizt undanfarin tíu ár að halda nokkurn veginn okkar hlut. Og þó ég viðurkenni að samkeppnin fari harðnandi og að við búum ef til vill við eitthvað lakari stöðu nú en áður, þá vona ég að okkur takist með árvekni og útsjónarsemi að halda einhverjum þeim hlut i þessu flugi, sem nægir til að halda rekstrinum gangandi." Það er Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða hf., sem þannig svarar spurningu minni um það, hvort hann til langrar framtiðar sjái Flugleiðum stað í áætlunarflugi yfir Atlantshaf- ið. Reyndar kom þessi spurning ekki til fyrr en eftir að við höfðum fjallað um flugrekstur Flugleiða vítt og breitt, en fyrsta spurningin, sem ég beindi til Sigurðar, var þessi: — í ársskýrslu Flugleiða fyrir 1976 segir Öm Ól. Johnson, aðal- forstjóri. m.a.: „Það er því Ijóst, að hin jákvæða fjárhagsafkoma, sem náðist á árinu, hefur fengizt með ýtrustu nýt- ingu tækja og framleiðslu, sem aftur var möguleg vegna sameiningar flug- félaganna Ljóst er einnig, að ekki verður komizt miklu lengra á þeirri braut Jákvæð fjárhagsafkoma á yfir- standandi ári (þ e 1977 — innskot Mbl) og þeim næstu, mun því krefjast mikillar varfærni og hagsýni á öllum sviðum. sérstaklega þegar þess er gætt að allur reksturskostnaður fer ört hækkandi samfara ört vaxandi sam- keppm í flugrekstri. sérstaklega á Atlantshafmu Eigi okkur að takast að halda hlut okkar í alþjóðlegu flugi, er okkur jafn- framt nauðsynlegt að ná auknum flutn- ingum. en það mun reynast erfiðara nú i hinni hörðu samkeppni við stór flug- félög sem oft eru rekin með miklum rikisstyrkjum, og mun krefjast elju og órofa samstöðu innan félags okkar ef vel á að fara Hvernig hefur svo til tekizt á þessu árí? „Þetta ár," segir Sigurður Helga- son." hefur verið lakara en síðastliðið ár. þar sem við höfum ekki náð þeim árangri í Atlantshafsfluginu, sem við gerðum ráð fyrir, en ástæða þess er fyrst og fremst mjög aukin samkeppni Nýtingin í ár hefur verið aðeins lak- an en á siðasta ári, en við höfum verið með meiri flugvélakost; einni DC 8 meira yfir sumarið en við vorum með 1976 Aukningin í fluginu hefur ekki verið í samræmi við þessa viðbótar- flugvél Á þessu ári hefur samkeppnin í Atlantshafsfluginu harðnað samfara of lágum fargjöldum, þannig að gera má ráð fyrir að velflest félög í Norður- atlantshafsfluginu séu með taprekstur á þeirri leið " Fyrstu viðbrögðin heldur jákvæð — Og nú á að lækka fargjöldin enn? „Já Framundan eru þáttaskil. hvað það varðar að í lok september ganga í gildi lægri fargjöld Vegna þessa ríkir mikil óvissa " — Þið Flugleiðamenn höfðuð bú- ið ykkur undir samkeppnina frá Laker? „Að vissu leyti má segja, að við höfum búið okkur undirflug Lakers, en svar okkar var ekki síður hugsað við aukinni samkeppni frá leiguflugfélög- um, sem hafa náð til sín stækkandi hluta af Norðuratlantshafsmarkaðnum. Okkar viðbrögð felast í tveimur nýj- um fargjaldaflokkum, sem voru til þess ætlaðir að reyna að vega upp á móti þessari samkeppni og til að hækka eitthvað okkar nýtingu. Með hækkandi tilkostnaði er erfitt að lækka fargjöldin nema þá með því að ná ennþá betri nýtingu. Árangur þess- ara viðbragða okkar er aðeins að byrja að sýna sig og hann er heldur jákvæð- ur." — Heldur þú, að þetta haldi, þeg- ar skriðan kemur i lok september? „Við vonum, að okkur takist með þessum viðbrögðum okkar að halda okkar hlut Nú ríkir talsverð óvissa um það, hvað verður með þessi nýju fargjöld, sem eiga að taka gildi Dómsmálaráðu- neytið bandaríska hefur mótmælt þeim með þeim rökum, að með þeim sé verið að vega að tilveru leiguflugfélag- anna Og flugmálayfirvöld hafa ekki afgreitt málið " — En Laker er kominn í gegn. „Eftir því sem ég hef frétt, þá hefur Laker farið fram á verulegar breytingar á þeim skilyrðum, sem honum voru sett, aðallega til rýmkunar Ég hef lika séð frá honum verulegar áhyggjur hans vegna þeirrar sam- keppni, sem hann sér fram á með nýjum fargjöldum flugfélaganna " — Hvernig metur þú þá stöðuna f þessum efnum? „Ég er nú persónulega trúaður á að þetta fari allt í gegn " — Nú heyrist hvergi af slfku far- gjaldastrfði annars stáðar en á Norður Atlantshafinu. „Nei Það er rétt Enda eiga sér ekki önnur stríð stað Atlantshafsflugið er stærsti flugmarkaðurinn og þar keppa yfir 20 áætlunarflugfélög, um hituna og svipaður fjöldi leiguflugfélaga Á þessum markaði er því um verulegt —segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða hf. Sigurður Helgason umframboð að ræða og það leiðir svo til þess stríðsástands " — Nú eru þessi nýju fargjöld háð einhverjum takmörkunum, eða hvað? „Þau eru háð takmörkunum um sætamagn, en hvort það heldur í raun er erfitt að segja til um. Líklegast má þó telja, að ramminn geti brostið að einhverju leyti " — Með tilboðum ykkar farið þið ekki eins lágt og önnur áætlunar- flugfélög? „Nei, af þeim ástæðum, að okkar fargjöld er hægt að bóka takmarkalitið, en tilboð hinna eru sumpart ekki bókanleg og háð takmörkunum um sætaframboð Við bjóðum upp á daglegar ferðir og okkar farþegar geta verið öruggir um að komast.leiðar sinnar þann dag, sem þeir helzt vilja " — Þýðir þetta þá, að þið gætuð rekið flugleiðina með þessum nýju fargjöldum eingöngu? „Ja, við vonum það, ef við náum þeim mörkum, sem við höfum sett okkur um betri nýtingu " — Sem eru? „Ja, ef við gefum okkur 63% nýt- ingu yfir vetrartímann, þá stefnum við að því að komast upp í 80% " — Sem er geysihátt hlutfall, eða hvað? „Já' Þáð er það, >en við teljum samt, að þetta sé raunhæft takmark Laker byggir sín fargjöld á 100% nýtingu og því, að hann sé einn um hituna Eins og ég sagði áðan hefur hann sjálfur lýst yfir áhyggjum vegna þeirrar samkeppni, sem hann fær frá öðrum félögum." — En þó þið næðuð þessu tak- marki að vetrinum til, þá er lika sumarið. „Það er rétt, að nýtingin er betri að sumrinu til, þannig að við höfum ekki sama svigrúm þar til að bæta við okkur En við vonum að þetta ástand vari ekki alltof lengi " — Má skilja þig svo, að þú reiknir með að þessi nýju fargjöld tilheyri orðið sögunni fyrir næsta sumar? „Mér finnst eðlilegast að líta svo á, að þarna sé um undirboðsfargjöld að ræða og eðlilegur rekstur á þessum gjöldum er óhugsandi. Þess vegna hljóta fargjöldin að færast upp á við aftur fyrr en siðar." — Nú hafa mörg þessara flug- félaga, sem keppa á Atlantshafinu, aðrar arðbærar flugleiðir, sem gera þeim kleift að reka Atlantshafsflugið með tapi um tíma. Óttast þú ekki að Flugleiðir hafi ekki bolmagn til að standa af sér þennan storm? „Vissulega höfum við talsverða sér- stöðu, hvað það snertir að Norður- Atlantshafið er okkar umfangsmesta flugleið og því stöndum við verr að vigi en flestir aðrir, sem hafa einnig aðra stóra markaði, þar sem svona svipting- ar eiga sér ekki stað Ég get nefnt sem dæmi að Pan American rekur einnig umfangsmikið og ábatasamt Kyrra- hafsflug Og KLM rekur umsvifamikið flug í Evrópu og ábatasamt og reyndar um allar jarðir. Hugsanlega gætu þessi félög leyft sér það að tapa einhverju á Atlantshafsfluginu, þar sem þau geta bætt sér það upp annars staðar En burtséð frá því, þá gerum við okkur vonir um að við stöndum þetta af okkur með þeim hætti, sem við höfum farið út i. Og eins og ég sagði áðan, þá reiknum við ekki með að þetta ástand vari alltof lengi " Leiguflugið vaxandi en kemur aldrei til með að verða aðalreksturinn — En- er hugsanlegt að þau tima- mót séu að renna upp í sögu Flug- leiða, að þeim sé heppilegast að hætta áætlunarfluginu og fara yfir i það að vera leíguflugfélag? „Nei. Það tel ég ekki Almennt séð hefur reglubundið flug ýmsa kosti fram yfir leiguflugið, hvað þægindi. ferða- tíðni og öryggi snertir. Við teljum að við getum náð betri fargjöldum sem áætlunarfélag og reyndar gerum við það nú Ég held að þarna geri það útslagið, að fólk vill ekki vera bundið við ákveðinn brottfarar- eða komudag, sem ákveða verður með löngum fyrir- vara í leigufluginu " — En nú stundið þið umtalsvert leiguflug? „Alveg rétt Við höfum stundað leiguflug á ákveðnum mörkuðum og það í vaxandi mæli. Það eru talsverðir möguleikar í leigu- flugi og við teljum að þar sé hægt að færa út kvíarnar. Ég nefni í þessu sambandi pílagrímaflugið frá Afríku til Jedda í Saudiarabíu Við flugum í fyrra frá Nígeríu og munum gera það aftur í ár og hugsanlega líka frá Alsír. Svo er sólarlandaflugið. Þá höfum við einnig í vaxandi mæli farið út í það að sækja hópa inn á meginland Evrópu og hefur okkur tekizt með því að lengja ferða- mannatímann á hótelum hér verulega Þessa hópa höfum við sótt til Zúrich, Vínar, Brussel og Múnchen svo dæmi séu nefnd og er um vikuferðir hingað til lands að ræða, þannig að okkur hefur tekizt að láta flug með þessa hópa haldast nokkuð vel í hendur. Þannig reynum við að hafa augun opin fyrir þeim möguleikum, sem bjóð- ast í leigufluginu, og við erum stað- ráðnir í að auka leiguflug sem frekast er hægt. Hins vegar er rétt í þessu sambandi að benda á, að á síðasta ári var leiguflug aðeins 7.2% af heildar- tekjum Flugleiða og þó aukning verði í ár á leiguflugið langt i land með að skipa þann sess að til greina komi að byggja rekstur félagsins alfarið á þvi Reyndar tel ég, eins og fram kom í svari mínu áðan, að slík umskipti geti aldrei orðið, en leiguflugið er góð hliðargrein fyrir reksturinn og sjálfsagt að leggja á hana mikla áherzlu " — Og svo hafið þið verið í leigu- flugi fyrir Air India. „Já. Við höfum flogið nokkrar ferðir fyrir Air India og viðræður standa nú yfir um framhald á þessu flugi Þetta flug er eingöngu til komið vegna geysimikils uppgangs í Mið- Austurlöndum, sem veldur því, að sum félög anna hreinlega ekki þeim flutn- ingum, sem þarna bjóðast." — Hafið þið gefið upp von um að ná fótfestu þarna með flugi til Bahrein? — Nei Eins og ég sagði þér fyrir skömmu og frétt birtist um í Mbl , þá höfum við góðar vonir um að stjórn- völd taki á næstunni til ihugunar að Þotur i innanlandsflugi eru ekki I sjónmili, segir SigurSur Helgason i þessu viðtali. Sú flugvél, sem kemur til með að leysa þasr, sem nú eru i notkun, af hólmi er stærri og fullkomnari gerð af F 27. Mikil aukning hefir orðið I fragriluginu i þessu iri; 75% magnaukning á Atlandshafinu og einnig hefur veruleg aukning orðið i Evrópufluginu. j innanlandsflugi hefur hins vegar engin aukning orðið á vöruf lutningum DC 8 og Boeing 727. Þessar flugvé! hagkvæmustu gerðirnar i sfnum stærða þeirra næstu tvö irin eða svo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.