Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 21 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn GuSmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi GarSar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Iðnþing Iðnþing var haldið á Ak- ureyri í lok síðustu viku og var þar fjallað um málefni iðn- aðarins frá sjónarhóli Lands- sambands iðnaðarmanna Athyglisverður er sá sterki stuðningur við aðild íslands að EFTA, sem fram kom í ræðu Sigurðar Kristinssonar, forseta Landssambandsins, i setning- arræðu er hann sagði: ,,Mönn- um er Ijóst að iðnaðurinn verð- ur að gegna vaxandi hlutverki í atvinnuuppbyggingu á Islandi, því í önnur hús er ekki að venda. Stærsta skrefið í þá átt var stigið með inngöngunní í EFTA og með samningum við EBE. Með þvi var í verki viður- kennt að iðnaður ætti miklu hlutverki að gegna á Islandi um ókomna tíð. Ég hygg að yfirgnæfandi fjöldi aðila innan Landssambands iðnaðarmanna hafi fagnað þvi að þetta skref var stigið Ég held líka að flestir séu enn sama sinnis, þó hætt sé við að sá árangur, sem náðst hefur sé mun minni en vænzt var við byrjun þessa áratugs, þegar litið var með bjartsýni fram til 10 ára aðlögunartím- ans, sem nota átti til að byggja upp og efla islenzkan iðnað. Vel má vera að bjartsýnin hafi verið of mikil en ég vil á engan hátt telja að hún hafi verið til skaða, né heldur vil ég gera of lítið úr þeim árangri, sem náðst hefur, það hefur óneitanlega miðað talsvert fram á við Þessi jákvæða afstaða forseta Landssambands iðnaðarmanna til EFTA-aðildar stingur óneit- anlega dálítið í stúf við sjónar- míð sumra forystumanna iðn- aðarins, sem enn hafa allt á hornum sér í sambandi við EFTA-aðild okkar. Gunnar Thoroddsen, íðnað- arráðherra, flutti ræðu á Iðn- þingi og gerði grein fyrir stefnu og störfum ríkisstjórnarinnar á sviði iðnaðarmála í ræðu ráð- herrans kom m.a. fram, að á Alþingi I haust verður lagt fram nýtt frumvarp til iðnaðarlaga, sem felur í sér margvíslegar nýjungar í þágu iðnaðarins. Lög um Húsnæðismálastofnun ríkisins eru í endurskoðun og taldi iðnaðarráðherra nauðsyn- legt, að laga húsnæðislána- kerfið að nútímaþörfum iðnað- arins. Ennfremur upplýsti ráð- herrann, að frumvarp til bygg- ingarlaga yrði endurflutt á Al- þingi í haust. Gunnar Thoroddsen gerði málefni skipasmiðaiðnaðarins sérstaklega að umræðuefni og vakti athygli á þeim mun á lánafyrirgreiðslu, sem nú er eft- ir því hvort menn hyggja á nýsmíði eða vjðgerðir hérlendis eða erlendis. Ef fiskiskip er smíðað hjá íslenzkrí skipa- smíðastöð lánar Fiskveiðasjóð- ur til þess 75% af andvirði og Byggðasjóður 10%. Hins vegar hefur mjög verið þrengt að lánsheimildum til skipakaupa erlendis að sögn ráðherrans. Ef viðgerðir eða breytingar eru gerðar hér lánar Fiskveiðasjóð- ur 75% og Byggðasjóður 10% en ef þessi verk eru unnin erlendis lánar Fiskveíðasjóður 67% og Byggðasjóður ekkert. Þessi lánamunur ætti að stuðla mjög að því að menn beini viðskiptum sínum til íslenzkra skipasmíðastöðva og við- gerða rstöðva. Iðnaðarráðherra minnti á, að í janúar 1 975 hefði söluskattur af vélum og tækjum til iðnaðar verið felldur niður að hálfu og nú hefði skrefið verið stigið til fulls og þessi söluskattur af- numinn með öllu. Þá benti ráð- herrann á, að flestar greinar hins svonefnda samkeppnis- iðnaðar búa nú víð tollfrelsi á flestum aðföngum framleiðsl- unnar. Verndartollar er hins vegar enn að meðaltali um 25% á innfluttri samkeppnis- vöru og er gert ráð fyrir, að þeir verði horfnir í byrjun árs 1 980 Ýmislegt hefur áunnizt í lánamálum iðnaðarins. Iðn- lánasjóður er traustur lánasjóð- ur og nemur útlánsfé hans nú um 1200 milljónum króna. í sumar náðist í fyrsta skípti jafn- ræði í vaxtakjörum á rekstrar- lánum til iðnaðar, sjávarútvegs og landbúnaðar en hingað til til hefur iðnaðurinn búið við lakari hlut að þessu leyti. Hins vegar sagði dr. Gunnar Thoroddsen, að iðnaðurinn hefði ekki enn jafn greiðan aðgang að slíkum lánum og aðrar atvipnugreinar. Eins og sjá má af þessu hefur umtalsverð hreyfing verið á ýmsum hagsmunamálum iðnaðarins á undanförnum ár- um og sumt af því, sem for- ystumenn iðnaðarins hafa bar- izt fyrir árum saman fyrir dauf- um eyrum, hefur nú loks náðst fram. Framfarir i íslenzkum iðn- aði hafa orðið gifurlegar á ein- um áratug. Sumar iðngreinar hafa tekið stakkaskiptum, aðrar hafa dregizt aftur úr eins og gengur og gerist. Kjarni máls- ins er þó sá, að þegar á heild- ina er litið hefur miðað fram á við. Útflutningsiðnaður hefur smátt og smátt verið að ná fótfestu og við höfum aflað okkur vaxandi reynslu á því sviði. Allt stuðlar þetta að því, að iðnaðurinn geti tekið við því veigamikla hlutverki, sem hans bíður á næstu árum, að verða einn helzti vaxtarbroddurinn í íslenzku atvinnulífi. Séð yfir Siglufjarðarba* hjúpaðan loðnubræðslubrælu. • Stemmning athafna lá í loftinu þegar við renndum út úr hinum 800 m löngu Strákagöngum. Þá hallaði snarlega að Siglufirði og bjarminn af ljósum bæjarins spratt undan fjallshlfðinni. Það var komið fram yfir miðnætti og tunglskinið og birta rafljósanna léku tvíleik á reykinn frá loðnu- bræðslunni í Síldarverksmiðjum ríkisins. Ilminn lagði upp hlíðina á móti okkur, þetta var ný loðna sem var í vinnslu, eins og ilmur úr heyi, skógarlykt þess sem er alinn upp við sjávarsíðuna. Sumir í þéttbýlli stöðum kunna þessari lykt illa, samt er hún aflgjafi sem táknar betri afkomu fólks og efnaríkur reykurinn gefur gróðri sterkari lit, næringu. 1 sjávarþorpum, er gúanóreykurinn flagg athafna, sönnun þess að hráefni hefur borizt á land, menn anda rólegar og segja: „Þetta er allt saman í Markús Kristinsson, tæknilegur framkvæmdastjóri. gangi, þetta er allt annað líf.“ Allt í einu sté bærinn fram undan hlíðinni og bíllinn heilsaði húsum. Bærinn svaf í rólegheitunum inni í firðinum, stakur már lét til sin heyra inni i fjarðarbotni, en þó voru tvær slagæðar á fullri ferð í bænum, Sildarverksmiðja rikisins og dansinn dunaði í Hótel Höfn. Við minntumst erindis úr einu af síldaráraævintýrum Asa í Bæ. Léleg var hýran þóll lengi við hiðum lukkunnar stóru Norður þar. En svellandi er úti á sfldarmiðum. er sólin hnfgur f mar. Drekka þar saman rennandi rauðvfn, ránardætur og himinský, f bröggunum stelpurnar huðu upp á kaffi og brjóstin sfn ung og hlý. Það var vasaútgáfa af sildar- ævintýri í bænum þessa nótt. Bærinn var hvorki fullur af sild eða aðkomufólki í vinnu, en það voru tilþrif samt. Uppgrip og aukið atvinnuöryggi. Gísli EHasson verkstj. Bæjarlífið fær spark til aukins fjörs Hótel Höfn skalf og nötraði a£ átökunum í dansinum, en svo fjaraði út, þessari danshrotu var lokið og fólk liðaðist heim á leið eins og reykurinn úr strompi Síldarverksmiðjunnar. Við heim- sóttum þá á næturvaktina, hlust- uðum á verksmiðjuna mala gull. Nótt og dag er keyrt á fullu og bæjarlífið fær spark til aukins fjörs. Við komum í kyndistöðina á jarðhæð þar sem kaltarnir voru rauðglóandi og elddansinn dunaði af þrumandi stuði. Þetta var allt í gangi, það var á hreinu, en uppi á þriðju hæð verksmiðjunnar streymdi loðnan úr þrónum inn í apparatið sem skilaði loðnunni út um hinn endann sem verðmætu mjöli. Á milli þessara tveggja enda eru hinir margslungnu þætt- ir vinnslunnar sem 50 manns sjá Frfða Birna Kristinsdóttir við einn lýsispottinn, en hún hefur unnið í SR sfðan um áramót og er að safna peningum til þess að fara f sjúkraliðanám. um að gangi eðlilega fyrir sig 24 tíma á sólarhring. En nóttin hallaði sér enn fastar að verksmiðjubyggingunni og Hótel Höfn var fallin í svefn, datt hreinlega út af eftir allt fjörið. Dagur datt af degi. Nokkrir loðnubátar komu inn í morgunsárið og gerðu klárt fyrir löndun. Það var smávegis löndunarstopp, gamla bandið, sem ber loðnuna, hafði slitnað og það var verið að bæta stagbætta reimina. A byggjubakkanum stóðu ný og fullkomin löndunar- tæki sem eiga eftir að stórbæta alla löndunarmöguleika þegar allt kemst i gagnið. Þarf aö framkvæma skynsamlega I verksmiðjunni hittum við að máli Markús Kristinsson, tækni- legan framkvæmdastjóra SR 46, eins og Síldarverksmiðja ríkisins Aldursforseti SR 46 er Guðniund- ur Jóhannsson, 73 ára gamall. Hann er í lýsinu. er venjulega kölluð. Hann sagð: að á þessu ári væri verksmiðjan búin að taka á móti rúmlega 70 þús. tonnum en s.l. ár var landað alls 62 þús. tonnum af loðnu í verksmiðjuna. Meðal þess, sem á eftir að gera til að auka hag- kvæmni í verksmiðjunni, er að koma fyrir sjálfvirkum mjöl- vogum, nýju flutningskerfi í mjöl- húsió, en leiðslan þangað er 250 m löng. Þá þarf að endurbæta skil- vinduhúsið, en skilvindurnar eru komnar. Sjálft stjórnhúsið vantar þó, en talið er að þessi breyting, sem nú er verið að gera á verk- smiðjunni, kosti um 200 millj. kr. „Það þarf að framkvæma skyn- samlega í þessum málum,“ sagði Markús, „þótt loðnuskipin séu stækkuð er farið með það eins og mannsmorð að lagfæra þær verk- smiðjur sem eiga að vinna hráefnið.Ég er ekki að gagnrýna mína yfirmenn, því þeir hafa Lagt að bryggju með fullfermi af loðnu. sama áhuga og ég fyrir bættri aðstöðu í þessum efnum, en mér finnst kerfið virka ótrúlega sofandi í þessum efnum. Það þarf að hugsa mun meira um að nýta aflann, það er ekki nóg að flytja hann á land“. „Gosiö í eyjum gjör- breytti þessum bæ“ Við loðnuþrærnar hittum við Gísla Eliasson, verkstjóra hjá Sildarverksmiðjunni, en hann hefur unnið i verksmiðjunni i 40 sumur, byrjaði 1937. „Við höfum brætt til jafnaðar yfir 1000 tonn á sólarhring síðan 29. júlí,“ sagði Gisli, „eða alls um 35 þús. tonn. Við gætum tekið á móti meiri afla í einu, en við teljum þetta vera hagkvæmt bæði fyrir flotann og vinnsluna. Þróin sem við setjum i er fjórskipt og tekur alls 4000 tonn, en einnig höfum við 6000 tonna gímald. Yf- Framhald á bls. 30 Séð yfir 4000 tonna þróna, en í fjarska eru tveir loðnubátar við löndunarbryggjuna. Við þurrkarana. Frá vinstri: Sigurður Magnússon rafvirkjameistari, Einar Hermansson kyndari og Sigurður Ásgrfmsson rafvirki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.