Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 39 VERÐSKULDUÐUM BEÍRI TONY Knapp, þjálfari fslenzka lidsins, var illur mjög ad lokn- um leiknum við HoIIand svo ekki sé tekið sterkara til orða. Jós hann úr skálum reiði sinn- ar er hann ræddi um frammi- stöðu finnska dómarans. — Við hefðum getað fengið 2:3 út úr þessum leik ef Matt- hías hefði skorað úr bezta tæki- færi leiksins undir lokin, sagði Knapp. I staðinn fá Hollending- ar gefins vítaspyrnu. Ekki veit ég hvað aumingja maðurinn var að hugsa þegar hann dæmdi vítaspyrnuna á Gísla. — Það var blóðugt að fá ekki betri úrslit úr þessum leik við verðskulduðum það eftir frammistöðunni. Eg viður- kenni það að fyrstu 25 mfnútur leiksins voru það alversta, sem ég hef séð til fslenzka Iandsliðs- ins en seinni hálfleikurinn var hins vegar það allra bezta, sagði Tony Knapp. DÖMARINN FLAUTAÐI EIN- HVERJA VITLEYSU — Dómarinn vissi alls ekk- ert á hvað hann var að flauta þegar hann gaf HoIIendingun- um vftaspyrnuna, sagði Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliði íslenzka liðsins, um hina mjög svo vafa- sömu vítaspyrnu. Hann flaut- aði einhverja vitleysu og þegar hann heyrði hrópin í áhorfend- um bendir hann í fáti á vfta- punktinn og getur sfðan ekki snúið við. Eg hefði sætt mig við 1:3 tap f leiknum en 1:4 var of mikið. — Strákarnir báru alltof mikla virðingu fyrir þessum körlum f fyrri hálfleiknum og _____________________________ þorðu hreinlega ekki að koma við þá. En um leið og við fórum að taka á móti þeim kom þetta allt saman, þá var það bara orðið alltof seint til að fá betri úrslit en seinni hálfleikurinn var virkilega góður, sagði As- geir Sigurvinsson. KOLVITLAUSIR I SKAPINU — Þeir voru alveg kolvitlaus- ir f skapinu, sagði Guðgeir Leifsson eftir leikinn. Þetta eru stór nöfn og þeir eru óvanir að tekið sé af hörku á móti þeim. t fyrri hálfleiknum, bár- um við of mikla virðingu fyrir þeim en f seinni hálfleik kom í Ijós að þetta voru bara 11 knatt- spyrnumenn eins og við. Ég hef ekki trú á því að tsland hafi spilað annan eins leik á er- lendri grund eins og seinni hálfleikinn f kvöld. Við leifð- um þeim að sækja upp að vfta- teig en breyttum þá vörn í sókn og fórum hvað eftir annað illa með þá. MAÐURINN HLJÓP MIG NIÐ- UR — Ég er með takkaför í hand- arkrikanum eftir sparkið frá Geels, sagði Gísli Torfason. En f staðinn fyrir að dæmdur væri háskaleikur á hann var dæmd vftaspyrna á mig. Ég var bara hreinlega að verja mig því mað- urinn kom hlaupandi beint á mig. Ég gat ekkert annað gert en snúa hliðinni í manninn og fá dæmda á mig vítaspyrnu, sem ekki átti rétt á sér fyrir fimm aura. Það lá við að aum- ingja maðurinn bæði Hollend- ingana afsökunar ef hann þurfti að dæma á þá. ÓÁNÆGÐUR MEÐ ÞRIÐJA MARKIÐ — Þeir byrjuðu með miklum látum og ætluðu greinilega að sprengja okkur en það tókst þeim ekki og við náðum að snúa vörn í sókn, sagði Sigurð- ur Dagsson. Ég vaf óánægður með þriðja markið, tel það mfna sök en ég tel að ég hafi lftið getað gert til að hindra hin mörkin þrjú. ALLIR ATTU GÓÐAN LEIK 1 SEINNI HALFLEIK — Allir leikmenn fslenzka liðsins voru góðir í seinni hálf- leiknum og það var auðvelt að ná sér upp, sagði Hörður Hilm- arsson. 1 seinni hálfleiknum töluðum við mun betur saman í þeim fyrri. En það verður að taka fram að þá var mjög erfitt að ná sér upp þvf þeir léku hreinlega á „öllu útopnuðu" til að byrja með. Þeir keyrðu svo hratt að ekki vannst tfmi til að stilla upp. SKIL EKKI HVERNIG MÉR MISTÓKST AÐ SKORA — Ég skil ekki hvernig ég fór að því að klúðra upplögðu marktækifæri f lokin, sagði Matthías Hallgrfmsson. Eg ætl- aði mér að renna knettinum auðveldlega f markið en mikill snúningur var á boltanum og hann skrúfaðist upp og út. Markió var opið og ég hefði hæglega getað stoppað boltann af en ég hélt að þess þyrfti ekki. Ef ég hefði komið boltan- um í netið í þetta skipti hefði ég lfka skorað á sfðustu sekúnd- unum þegar ég fékk sæmilegt færi. HOLLENDINGARNIR FRA- BÆRIR — Þeir eru frábærir, það verður ekki af þeim skafið, sagði Janus Guð’rugsson. Nei ég er aldrei taugaóstyrkur, ég reyni að hafa garnan af þessu. Það eina sem við fáum út úr þessu er ánægjan, þeir fá pen- ingana. Ég var nálægt Gfsla þegar dæmt var vfti á hann f lokin og get borið að sá dómur var alveg út í loftið. SKAMMARRÆÐA FRA KNAPP I HÁLFLEIK — Við fengum aldeilis ræðu frá Tony Knapp í hálfleiknum, sagði Marteinn Geirsson. Eg skil vel að hann skuli hafa ver- ið reiður, það hefði verið eitt- hvað skrýtið, ef hann hefði ekki skammað okkur. Við hreinlega gáfum þeim leikinn á fyrstu 25 mínútunum. t seinni hálfleiknum var miklu meiri skynsemi ríkjandi í iið- inu og árangurinn lét ekki á sér standa. STAÐAN Staðan f 4. Evrópuriðli und- ankeppni heimsmeistara- keppninnar f knattspyrnu er þannig eftir leikinn í gær- kvöldi: Holland 4 3 1 0 9—3 7 Belgía 3 2 0 1 3—2 4 ísland 4 1 0 2 2—6 2 N-írland 3 0 1 2 2—5 1 MIKLU BETRIEN 1973 1 um tókst að stýra knettinum að fótum tveggja Hollendinga í horn, en Sigurður var liggjandi i mark- teignum eftir að hafa hálfvarið þrumuskot. Á 92. mínútu leiksins, þ.e. þeg- ar liðnar voru 2 mínútur fram yfir venjulegan leiktíma var LEIKJUNUM SJÓNVARPAÐ AÐ SÖGN Bjarna Felixsonar, íþróttafréttamanns Sjónvarpsins, dæmd vftaspyrna á Gisla Torfa- son algjörlega út í hött, þar sem Gísli og Geels voru aðeins að berj- ast um knöttinn í vitateignum og féllu báðir. Ur vítaspyrnunni skoraði Geels örugglega sjálfur á svipaðan hátt og Ásgeir fyrr í Framhald á bls 22. stendur til að sýna landsleiki Is- lendinga við Hollendinga og Belgíumenn i sjónvarpinu á næst- unni. Er stefnt að því að sýna leikinn við Hollendinga á laugar- daginn og leikinn við Belgíumenn á mánudag. Verði af útsendingu munu báðir leikirnir verða sendir út i lit. — tSLENZKA landsliðið gæti unnið það belgfska á laugardag- inn nái það að leika allan þann leik eins og f seinni hálfleik gegn okkur f kvöld, sagði Rene van de Kerkhov, einn bezti leik- maður Hollands, að loknum landsleiknum. — tsland á nú lið, sem er örugglega tveimur gæðaflokk- um betra en liðið sem ég lék gegn hér f Hollandi 1973. Það skal þó tekið fram að við dutt- um niður f seinni hálfleiknum, vorum með þriggja marka for- ystu og einbeitingin var ekki næg. Við áttum þó alls ekki von á eins mikilli mótspyrnu og fs- lenzka liðið sýndi f seinni hálf- leiknum. Við unnum þá 4:1 og það er f sjálfu sér mjög góður sigur. Já, við förum örugglega til Argentfnu, var það sfðasta, sem Kerkhov sagði. '.... ..........V Enska * #5» knatt- spyrnan í gærkvötdi og i fyrrakvöld fór fram önnur umferð ensku deilda- bikarkeppninnar i knattspyrnu og urðu úrslit þessi: Liverpool — Chelsea 2 — 0 Notthingham — West Ham 5—0 Peterborough — Scunthorpe 1 — 1 Portsmouth — Leicester 2—0 Sheffield Utd. — Everton 00 I o Sunderland — Middlesbrough 2—2 Swindon — Cardiff 5—1 Walsall — Preston 0—0 Wolves — Luton 3—3 Brighton — Oldham 0—0 Birmingham — Notts County 0—2 Arsenal — Manchester Utd. 3—2 Charlton — Wrexham 1—2 Blachpool — Sheffield Wed 2—2 Bolton — Lincoln 1—0 Burnley — Norwich 3—1 Crystal Palace — Southampton 0—0 Grimsby — Watford 1—2 Huddersfield — Coventry 0—2 Ipswich — Northampton 5—0 Blackburn — Colchester 1 — 1 Chesterf ield — Manchester City 0—1 Derby — Orient 3—1 Exeter — Aston Villa 1—3 Oxford — Bury 1 — 1 Q.P.R. — Bournemouth 2—0 Rochdale — Leeds 0—3 Southport — Hull 2—2 Tottenham — Wimbledon 4—0 W.B.A. — Rotherham 4—0 Þá fór fram önnur umferð skozku deildarbikarkeppninnar og urðu úrslit leikja þar eftirtalin: Celtic — Motherwell 0—0 Clydebank — Stanreer 0—0 Dumbarton — Hamilton 4—1 Dundee— Berwick Rangers 4—0 East Stirling — Stirling 0—1 Kilmarnock — St. Mirren 0—0 Queen of the South — Brechin 2—0 Meadowbank — Forfar 2—2 Morton — Falkirk 0—0 Partick — Dundee Utd. 0—0 Raith Rovers — Arbroath 0—1 Ayr United — Queens Park 1 —0 Bammargt heímili Það er ekki að ástæðulausu að mikill fjöldi barna heimsækir sýninguna Börn eru jú óaðskiljanlegur hluti hvers heimilis, og á sýningunni er margt sem höfðar sérstaklega til barna. Þar eru til dæmis leikborð með Legokubbum í veitingasal — stór rennibraut, ísprangturn og bátatjörn á útisvæði skátanna, rólur og vegasölt á útisvæði vestan hallarinnar. Þar að auki eru svo fjölmargir hlutir í sýningardeildum sem snerta börnin. Börn eru líka fólk — og við bjóðum þau velkomin á sýninguna með mömmu og pabba. Útdregin vinningsnúmer í Vinningar í gestahappdrætti: gestahappdrættinu: 17 Sharp litsjónvarpstæki frá Karna- 1 26/8 1693 29/8 14760 bæ og fjölskylduferð til Flórida á 27/8 3511 30/8 17552 vegum Útsýnar. II 28/8 5066 Dregið daglega. Heimilið'77 ersýningarviðburðurársins raawns fjrir alla ljölskylduna ▼

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.