Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 29 UmHORF Umsjón Erna Ragnarsdóttir Kjör kennara Sú árátta margra að líta á þetta mikilvæga starf sem eins konar ,,hobby fyrir húsmæður" er ekki gæfuleg fyrir land og lýð. „Hobby fyrir húsmæður“ Mikið hefur verið rætt um það undanfarið, að kennara skorti til starfa, meira að segja í Reykjavík. Leitað hefur verið margvíslegra skýringa á þessu. Lág laun eru þar efst á blaði hjá flest- um. A sama tlma og vaxandi fjöldi fólks lýkur prófum sem veita því réttindi til að stunda kennslustörf skortir kennara, einkum á grunn- skólastigi. Laun kennara miðast við skólastig og menntun. Lægst eru launin á lægstu skólastigunum. Þessu þarf að breyta á þann hátt að miðað sé við mennt- unina eingöngu. Það er að mínu mati ekki hvað nauðsynlegast að fá vel menntaða kennara til starfa með yngstu börnunum. Þar er sá grunnur lagður er allt framhald byggir á. Kennarastarfið — kvennastarf Konur taka í vaxandi mæli að sér kennarastörf, einkum í grunnskólanum. Þær hafa í auknum mæli aflað sér starfsmenntunar á þessu sviði. Mun láta nærri að 70% kennara séu konur. Mikill meirihluti stundakennara eru konur. Af þessum sök- um hafa menn velt þvi fyrir sér hvort konur eigi veru- lega sök á því hve lág laun kennara eru. Benda má á að giftar konur njóta skatta- Ivilnunar með svokallaðri 50% reglu. Þær hafa ekki litið á sig sem fyrirvinnu heimilisins á sama hátt og karlmaðurinn gerir. Heimilisstörfin hvíla enn verulega á konunum. Konurnar líta á kennslu- starfið sem aukastarf, meðan karlmaðurinn litur á það sem aðalstarf. Allt þetta og miklu fleira stuðlar að því að veikja kennara- stéttina i heild. Opinberir starfsmenn f launasvelti gerast í launamálum kennara. Ein er sú að rikis- valdinu hefur tekizt að beita með mjög góðum árangri gömlu rómversku reglunni „deildu og drottnaðu“ á kennara. Þeir hafa verið klofnir í fjölmörg félög, hvert um sig með marga félaga á skrá, en sárafáa vírka. Heldur hefur þetta þó batnað á siðustu árum. Önnur er sú staðreynd, að opinberir starfsmenn eru á öllum sviðum i launasvelti. Víða hefur verið gripið til þess ráðs að fetta ekki fingur út i það að menn taki að sér ýmiss konar auka- störf. Margs konar bitlingar eru og skapaðir til að draga úr óánægjunni. Kennarar geta haft sómasamleg laun með óhóflegu vinnuálagi. Hvaða vit er í því að sami kennari hafi 40—50 stunda kennslu á viku. Eg man eftir því að menntaskólakennari einn hafði fyrir nokkrum árum 56 stunda kennslu á viku. „Þetta geta menn gert meðan þeir eru ungir,“ sagði einn af samkennurum hans. Hvernig eru afköst þessara manna? Breyttir kennsluhættir Leita verður víðtækari skýringa á því sem er að Nú er það svo að kennarar eins og aðrir menn leggja misjafnlega mikla vinnu í starf sitt. Reynt hefur verið að breyta kennsluháttum á þann veg að í stað hinnar hefðbundnu itroðsluaðferð- ar komi sjálfstæðari vinna nemenda sjálfra. Kennarinn verður þannig oft eins konar verkstjóri í stað þess að vera fyrirlesari. Nemandinn þarf að læra að nýta sér söfn og ýmiss konar nútímatæki við námið. Þessar breytingar gera mjög miklar kröfur til kennarans og vinnu hans utan hefðbundins kennslu- tíma. í grunnskólanum hef- ur það gerst i vaxandi mæli að bekkir eru blandaðir nemendum með mjög mis- jafna námsgetu. Til þess að ná verulegum árangri í slik- um bekkjum verður kennar- inn að hafa verkefni við hæfi hvers og eins. Nemand- inn þarf alltaf að vera virkur. Þetta kallar á geysi- mikla vinnu, sem enginn vinnur á hlaupum. Skólinn vinnustaður nemcnda og kennara í dag eru flestir skólar margsetnir og kennarar hlaðnir vinnu til að hafa í sig og á. Meðan slikt ástand varir er ekki við góðu að búast. Skólinn er vinnu- staður kennara og nemenda, þeir þurfa að geta komið þangað að morgni og unnið eðlilegan vinnudag og farið síðan heim. Þetta er ekki siður mikilvægt fyrir nemendur en kennara. Nemandinn þarf að geta lokið við heimaverkefni áður en heim er komið, jafn- vel er það nauðsynlegt að hægt sé að veita þeim aðstoð við ýmiss konar vandamál er upp koma. Þetta er ekki mögulegt nema farið verði að líta á vinnudag kennara sem eina heild í stað þess að mæla hann í fjölda kennslu- stunda. Sú árátta margra að líta á þetta mikilvæga starf sem eins konar „hobby fyrir húsmæður“ .er ekki gæfuleg fyrir land og lýð. Glæsilesar skólabygginsar A undanförnum árum hafa risið glæsilegar skóla- byggingar um allt land. Þessi hús eru byggð fyrir almannafé og er það vel að þjóðin skuli hafa ráð á slík- um fínheitum er viða blasa við. En hvað með starfsfólk- ið sem í þeim starfar? Hefði ekki mátt eyða einhverju af þvi fjármagni til að bæta kjör kennaranna? Eða skiptir ef til vill hin ytri umgerð mestu máli. Skóla- kerfið á íslandi er orðið óhemju fjármagnsfrekt 'og eðlilegt er að menn spyrji hvort þvi fé sé vel varið. Hvers vegna er frekar hægt að hafa réttindalaust fólk við kennslu en t.d. við múrverk. Ef maður verður veikur þykir sjálfsagt að hann leiti læknis. Enginn fær að snerta tennur barns þins nema tannlæknir. En hverjir kenna þvi í skólanum? Foreldrar, og raunar er það almennt ein- kenni, hafa litlar áhyggjur af þvi. Þetta gengur allt saman. Hann spjarar sig, þó eftir BESSI JÓHANNSDÓTTURl Bessí Jóhannsdóttir er 29 ára gömul. Ilún var stúdent frá MR 1967 og lauk BA prófi í sagnfræði og félags- fræði frá Hl 1973. Hún er fastur kennari við Kvenna- skólann i Reykjavfk og er varafulltrúi Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur. kennarinn hafi ekki hunds- vit á þvi sem hann er að kenna. Og háknið stækkar æ meir Eins og ég sagði fyrr í þessari grein þarf að lita á launamál kennara i víðara samhengi. A fjölmörgum sviðum innan rikiskerfisins þarf að gera gagngerar breytingar. Ungir menn með góða menntun veigra sér við að ráða sig til starfa hjá hinu opinbera nema hvers konar umbun fylgi. Margir þeirra fá þar sina fyrstu starfs- þjálfun, en þegar henni er lokið bjóða einkaaðilar þeim hærri laun. Sú þróun sem átt hefur sér stað í launamálum opin- berra starfsmanna er þjóð- hagslega stórhættuleg. Þegar dugmikill maður lætur af störfum og annar lélegri kemurí staðinn er þess ekki langt að bíða, að krafan um nýjan starfsmann kemur upp, og þannig hleður boltinn utan á sig og báknið stækkar æ meir. Bessf Jóhannsdóttir Doktorsritgerð um gerla- flóru í fiskeldisskerjum Safnaðarsystir í Hallgrímssöfnuði FIMMTÁNDA ágúst sl. lauk Grimur Þór Valdimarsson doktorsprófi frá Strathclyde há- skólanum í Glasgow, Skotlandi. Heiti prófritgerðarinnar er „Eco- logical studies of baeterial types associated with marine fish tanks and numerical classification of isolated Vibrio strains". Fjallar ritgerðin m.a. um árstíðabundnar breytingar á gerlaflóru í fiskeldis- kerjum, einkum með tilliti til sýkla af ættkvíslinni Vibrio. Stúdentsprófi lauk Grímur frá Menntaskólanum í Reykjavik 1969 og B.S. prófi í liffræði frá Háskóla íslands 1973. Foreldrar Gríms eru Valdimar Einarsson bifreiðarstjóri frá Neðradal, Biskupstungum, og Þuríður Sigurjónsdóttir frá Hvammi, Vestur-Eyjafjöllum. Eiginkona Gríms er Kristín Jóns- dóttir, Reykjavík, og eiga þau þrjú börn. Gríntur starfar nú á gerladeild Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Grímur Þór Valdimarsson Hallgrímssöfnuður í Reykjavik hefur ráðið Ingunni Gisladóttur til starfa sem safnaðarsystur. Er hún sérstaklega ráðin til húsvitj- ana og sálgæzluþjónustu i sam- vinnu við sóknarprestana. Ingunn Gisladóttir er landskunn fyrir störf sin á islenzku kristniboðs- stöðinni í Konsó um 20 ára skeið og hefur víðtæka reynslu í kristi- legu starfi. Er þvi mikill fengur að henni í þetta starf og verður hún boðin velkomin til starfa við guðsþjónustu I Hallgrimskirkju n.k. sunnudag, 4. sept., kl. 11, og mun Ingunn ávarpa söfnuðinn við það tækifæri. Fyrst um sinn verð- ur þetta aðeins hlutastarf, en hún mun hafa fastan viðtals- og sima- tima I Hallgrimskirkju, norður- álmu turnsins, á þriðjudögum kl. 2—3, sími 10745. Sóknarprestur. Ingunn Gísladóttir. SKIPTILYKLAR RÖRTENGUR VÍR- OG BOLTAKLIPPUR RÉTTSKEIÐAR MÁLBÖND STANLEY KLAUFHAMRAR SKRALL-SKRÚF- JÁRN SPORJÁRN — VINKLAR STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLA-SETT fjölbreytt úrval JÁRNSAGARBOGAR ÚTSÖGUNARSAGIR MEITLAR BOLTAKLIPPUR HEFLAR HVERFISTEINAR JÁRNKARLAR— HAKAR TENGUR fjölbreytt úrval. ÁLSTIGAR Tvöfaldir Simi 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.