Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 + Ástkær dóttir okkar og dótturdóttir. ÞÓRA BALDURSOÓTTIR. Fornuströnd 4, lést af slysförum þann 28 ágúst Þórunn Olafsdóttir, Baldur Ásgeirsson, Jarþrúður Jónsdóttir + • Faðir mmn. ÁRNIÁRNASON. Sogabletti 13, andaðist þriðjudaginn 30 ágúst Fyrir hönd vandamanna Ingólfur Arnason + Eiginmaður minn, JÚNÍUS EINARSSON, frá ísafirði, andaðist í Landspítalanum 30 ágúst Guðríður Guðmundsdóttir. Faðir okkar og tengdafaðir SÆMUNDUR FRIÐRIKSSON framkvæmdastjóri frá Efri-Hólum lést 30 ágúst Guðrún Ágústa Sæmundsdóttir, Jóna Sæmundsdóttir, Ragnar Daníelsson. Vinur minn og félagi SVEINN HELGASON áður Langholtsveg 25 lést þann 30 ágúst Jarðarförin auglýst síðar Brynjólfur Einarsson. + BERGUR EIRÍKSSON andaðist 1 9 ágúst i Landspítalanum Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna Vandamenn. Eiginkona min og dóttir okkar ÁLFHEIÐUR STYRMISDÓTTIR Suðurgötu 69, Reykjavík, sem andaðist 29 ágúst, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju 2 september kl 13 30 Guðmundur Sigvaldason, Kristín Sigurðardóttir, Styrmir Gunnarsson. Útför, + SIGFÚSAR JÓELSSONAR, Drápuhlíð 2, fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 2 september kl 1 3 30 Birna Steingrimsdóttír. Innilegar jarðarför + þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og INGVARSÁRNASONAR bónda, Bjalla Landsveit. Málfrfður Arnadóttir Arnþór Ingvarsson Ragnheiður Ingvarsdóttir Guðrfður Ingvarsdóttir Magnús Magnússon Svanfrfður Ingvarsdóttir Sæmundur Jónsson Þuríður Jónsdóttir Björgvin Kjartansson og barnaborn Arinbjörn Þór Pálmason—Minning Arinbjörn Þór Pálmason var fæddur 27. júlí 1956, sonur hjón- anna Guðrúnar Öskarsdóttur og Pálma Kristinssonar. Einn bróðir átti Arinbjörn Kristinn Pálmason, þremur árum eldri. Var hann að flytja út svo hann gat ekki verið við jarðarför bróður slns. En bænir og þakkir sendi hann í huganum heim. Við vonum að honum farnist vel því þess hefði bróðir hans einmitt óskað. Það er ef til vill ekki hægt að skrifa langa sögu um ungan mann sem engin afrek hefur unn- ið og engar orður fengið, en oft vekur fólk athygli með framkomu sinni og eignast góða vini. Gáfa er það að kunna að greina á milli þess sem rétt er og rangt. Best er þó að enda ævi sína með hreinan skjöld. Hverfa frá heimi von- brigða, veikinda og tára. Arinbjörn var vel gefinn, las mikið af ýmsum fræðibókum. vissi þess vegna meira en maður gat búist við. Því ekki var skóla- gangan það löng. En sjálfsmennt- un hans var mikil, t.d. i tungumál- um. Hann spekuleraði mikið í trú- arlegum efnum, og ræddi þau oft. Biblíufróður var hann og vitnaði oft í hana. Hann var mjög leitandi, elskaði lífið og langaði að gera svo margt. Það er svo óteljandi margt sem hægt er að gera og svo óteljandi margt sem kemur i veg fyrir að unnt sé að sjá vonir sínar og þrár rætast. Það var gaman að ræða við frænda o.g gaman að fá hann i heimsókn. Þá sagði hann mér til hvers hann langaði og ræddi um það fram og aftur. Hann langaði að skoða heiminn, ferðast um víða veröld, hann fór því til sjós og sigldi út í lönd. En ekki fer allt að óskum manns, örlögin stoppuðu ferðir hans. Hann veiktist og veik- ur var hann búinn að vera í þrjú ár, við vonuðum eftir að sjá bata- merki, stundum fannst manni hann betri en stundum verri. Samt held ég að batinn hafi verið að koma hægt. Vegna þess að for- eldrar hans slitu samvistum lá þessi byrði mest á herðum móður hans. En stjúpföður átti Arin- björn sem studdi hana í veikind- um hans, eftir því sem hægt var. Móðir hans unni honum mjög, hún gerði allt sem hugsast gat til að hjálpa honum og efla þann bata sem vottaði fyrir. Minningin lifir um síðustu ferðir hans með móður sinni og stjúpa sem þau fóru norður í land í sumar. Þau reyndu að skemmta honum eftir því sem tök voru á. Hann skildi vel það sem fram við hann kom og var þakklátur fyrir. Við frænd- fólk hans kveðjum elskulegan vin, þökkum honum samveruna, vottum foreldrum, bróður, stjúp- föður og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Öll vonumst við til að hitta hann aftur á ströndinni hinum megin. Englar Guðs beri þig hátt upp í hæðir, ég veit að þar engu hjarta blæðir. Því Ifknin sú eilff er. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gugga frænka. Brldge umsjón ARNÓR RAGNARSSON Næst sfðasta umferð í sumar- spilamennskunni var spiluð s.l. fimmtudag. Sigurvegarar í heildarstigakeppninni urðu Einar Þorfinnsson og Sigtrygg- ur Sigurðsson með 26 stig. (Jrslit s.l. fimmtudag urðu þessi: ARIÐILL 1. Ólafur Valgeirsson — Ragna Ölafsdóttir 251. Einar Þorfinnsson — Sigtryggur Sigurðsson248. 3. Jón Stefánsson — Þórarinn Arnason 239. 4. Friðrik Karlsson — Kári Sigurjónsson 235. 5. Gísli Hafliðason — Sigurður B. Þorsteinss. 222. Meðalskor 210. B — RIDILL 1. Gunnar Karlsson — Sigurjón Helgason 253. 2. Guðmundur Arnarson — Helgi Jónsson 252. 3. Ellert Ólafsson — Gísli Sigurtryggvas. 243. 4. Armann Lárusson — Jóhann P. Sigurjónsson 235. 5. Hrólfur Hjaltason — Jóhannes Arnason 234. Meðalskor 210 C-RIÐILL 1. Hjörelifur Jakobsson — Þorlákur Þorlákss. 128. 2.—3. Bernharður Guð- mundsson — Hilmar Ólafsson 121 2.—3. Magnús Aspelund — Þorfinnur Karlsson 121. 4. Arnar Guðmundsson — Jóhanna Guðmundsd. 117. 5. Gunnlaugur Karlsson — Sigríður Vilhjálmsd. 111. D-RIÐILL 1. Björn Eysteinsson — Magnús Jóhannsson 135. 2. Gissur Ingólfsson — Jóhann Þórir Jónsson 116. 3. Árni Guðmundsson — Margrét Þórðardóttir 111. 4. Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 108. 5. Hjörtur Elíasson — Þórður Eliasson 107. Meðalskor 108 Síðasta umferð verður spiluð i kvöld, 1. september. * 14. umferð í sumar sumarspila- mennsku BÁK var spiluð s.l. mánudag, úrslit urðu þessi: A-RIÐILL 12 pör 1. Einar Þorfinnsson Sigtryggur Sigurðsson 196 2. Magnús Aspelund Steinur Jónasson 195 3. Böðvar Magnússon Rúnar Magnússon 184 Meðalskor 165. B-RIÐILL 12 pör 1—2 Jón Baldursson Sverrir Armannsson 195 1—2 Skafti Jónsson Vigfús Pálsson 195 3. Páll Valdimarsson Sigurður Sverrisson 190 Meðalskor 165. Staðan í stigakeppninni eftir 14 umferðir af 16: 1. Sverrir Ármannsson 24,5 2.—3. Einar Þorfinnsson 19 2.-3. Sigtryggur Sigurðsson 19 4. Guðmundur Arnarssonl8 5. Jón Baldursson 15,5 6. Sigurður Sverrisson 14 — Opið bréf Framhald af bls. 28 marxiskra á jafnréttisgrundvelli. Það er nemendanna að dæma, velja og hafna, hvaða kennsla sem í hlut á. Þetta hljótum við að vera sammála um, ef þú ert þeirrar skoðunar eins og ég að frelsið bæti manninn og „vísindin efli alla dáð“. Kannski meinar þú ekkert nmð þessú frelsis- og lýðræðishjali þínu? Eða til hvers er lýðræði og frelsi, ef það má ekki virka? 29.-30. ágúst 1977. pétur Tyrfingsson, stjórn- málafræðinemi. - „Allt annað líf” Framhald af bls. 21 ,ir sumarið notum við aðeins 4000 tonna þröna, við settum í 6000 tonna þróna í fyrrasumar, en urðum að dæla upp úr henni, nýtingin á gamalli sumarloðnu var engin“. Löndunarafköstin með núverandi tækjum er um 100 tonn á klukkustund, en með nýju tækjunum er gert ráð fyrir að löndunarafkiistin aúkist upp i 400—500 tonn á klukkustund. Verksmiðjan sjálf var byggð 1945 og 46, en það ár var hún tekin í notkun. Tækjakostur hefur verið mjög endurnýjaður, settar nýjar pressur, skilvindur, sjálfvirkni á þurrkara og allt hefur þetta orðið til þess að auka afköstin og bæta framleiðsluna. „I fyrra fórum við i 14—17% af fitu,“ sagði Gisli, „en nú erum við Í8—10%.“ Það segir sig sjálft að jafn- afkastamikil verksmiðja og SR 46 er eins og vítamfnsprauta fyrir bæjarfélagið þegar allt er keyrt á fullri ferð, en verksmiðjan hefur komizt upp í að vinna úr 1500 tonnum á sólarhring. Það var fyrir 1968, en nú hafa þeir komizt upp í 1300 tonn og launaútborgun á viku hefur komizt upp í 7 millj kr. „Gosið í Eyjum gjörbreytti þessum bæ,“ sagði Gisli verk- stjóri, „þessi verksmiðja var búin að standa ónotuð síðan 1968, en í Eyjagosinu 1973 var rokið upp til handa og fóta og skipin voru send til Siglufjarðar þegar ekki var landað um skeið á hávertíðinni í Eyjum. Síðan hefur verið tekið hér meira og minna á móti og mest með sumarloðnunni. Það var eins og kerfið vaknaði af dvala í Eyjagosinu og þetta er allt annað lif siðan, fólki hefur aukizt trú á staðinn og það er mikil vinna hjá mörgum og mikil laun. Ekki bara i bræðslunni, heldur einnig i fiskvinnslunni og það er fjörkippur í byggingar- málum bæjarins. Með hreyfing- unni, afla og umferð, aukast öll umsvif i bænum og bæjarbragur- inn og mannlífið tekur á sig fersk- ari svip. Hitt er að i ýmsu varðandi verzlun og þjónustu verðum við að sækja út fyrir bæinn, þvi þetta er svo takmark- að, en mjakast þó.“ Sagan sýndi aðra hlið Um 20 bryggjur eru í Siglufirði síðan á gömlu góðu síldarárunum, flest trébryggjur sem tilheyróu hinum fjölmörgu söltunarstöðv- um. En það er ekkert lif og fjör á þessum bryggjum lengur og þær eru reyndar viða slysagildrur vegna fúa, en nýju bryggjurnar eru vandaðar og þar athafnar flot- inn sig. „Þegar öll nýju tækin verða komin i gagnið," sagði Gísli, „þá eigum við að geta unnið úr um 1400 tonnum á sólarhring með þessum tveimur 800 tonna pressum. Það eru þó ýmis vanda- mál í þessu eins og t.d. að nýta soðkjarnann í sumarloðnunni, en þetta kemur allt. Það er fyrir mestu að vinnan sé nóg. Það hefur verið gífurlega mikil vinna hér í sumar, fram á kvöld og ufn helgar i frystihúsinu og það er því líf og fjör i tuskunum. Þó er sumt á annan veg, sambandið milli fólks í fiskvinnslunni er ekki eins persónulegt og það var, skip- stjórarnir ekki eins bragðmiklir í fasi og t.d. Binni í Gröf og þessir kallar forðum. Þó eru Eyjaskip- stjórarnir sér á parti eins og t.d. Gaui á Gullberginu VE, en þetta lagast nú kannski eftir lægðina. Ég hélt satt að segja eftir stoppið ’68 að ég ætti ekki eftir að vinna framar í bræðslu hér sólarhring eftir sólarhring á fullri ferð. Sagan sýndi aðra hlið.“ Útför FRIÐRIKS FRIÐRIKSSONAR Egilsbraut 2, Þorlíkshöfn fer frarp frá Hjallakirkju laugardaginn 3 september kl, 2 Systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.