Morgunblaðið - 28.01.1978, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
Vinnuslys
á Seleyri
TVEIR menn liggja nú í sjúkra-
húsinu á Akranesi eftir aö
tveggja tonna endastykki af
stöpli undir Borgarfjaröarhrúna
slóst í þá. Báðir fengu mennignir
höfuöhögg og annar skarst á
höföi. 1 gær var líðan þeirra sögö
góð eftir atvikum.
Vinnuslysið varð um klukkan
hálf átta í gærmorgun í húsi því á
Seleyri, þar sem steypuvinna fer
fram. Verið var að hífa enda-
stykkið og stilla því í bitamót,
þegar krókur bilaði og stykkið
féll niður, en það var komið í
50—70 sm hæð frá gólfi. Stykkið
vegur sem áður segir tvö tonn og
er röskir tveir metrar á hæð. Þeg-
ar stykkið lenti á gólfinu datt það
á hliðina og slóst i mennina tvo.
Ný ferðaskrifstofa
Ný ferðaskrifstofa, Ferðaskrif-
stofan Atlantik, hefur hafiö starf-
semi að Hallveigarstíg 1 í Reykja-
vík og er eigandi hennar og fram-
kvæmdastjóri Böðvar Vaigeirs-
MATTHtAS A. Mathiesen, fjár-
málaráðherra, undirritaði í gær
fyrir hönd ríkissjóðs samning við
japanska fyrirtækið Nikko
Securities um lántöku í Japan að
upphæð 5 milljarðar yena (um 4,5
milljarðar króna). Seðlabanki Is-
lands hefur annast undirbúning
lántökunnar fyrir ríkissjóð, en
fjárins er aflað með beinni
skuldabréfasölu á innanlands-
markaði í Japan. Lánið er fengið
til 12 ára og vextir eru 7,3%.
Fyrirhugað er að nota þetta
fjármagn til framkvæmda á veg-
um ríkisins samkvæmt lánsfjár-
áætlun.
Áttræðis-
afmæli
FRU Sólrún Þóra Kristjánsdóttir,
Hverfisgötu 18 í Hafnarfirði, varð
áttræð á fimmtudaginn var, 26.
janúar. Sólrún hefur verió ekkja
frá því á árinu 1943 er maður
hennar, Konráð Þorsteinsson sjó-
maður, lézt.
VSltN^OÍ? 'bWmLb-
wm \f£F0R 5t9 9/165/N5 /JÓ5
son, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Samvinnuferða.
Böðvar Valgeirsson sagði í sam-
tali við Mbl. í gær, að Atlantik
mundi bjóða hvers konar ferða-
þjónustu og að ætlunin væri að
leggja megináherzlu á nýja
áfangastaði og smærri ferða-
mannahópa. Skrifstofan mun
einnig annast móttöku erlendra
ferðamannahópa og hefur verið
gerður samningur við v-þýzka
ferðaskrifstofu, Neckermann, þar
um, en einnig sagði Böðvar við-
ræður í gangi við fleiri erlendar
ferðaskrifstofur.
4 í gæzlu
vegna fíkni-
efnamáls
FJÓRIR sitja nú í gæzluvarð-
haldi vegna rannsóknar á
fíkniefnamáli hjá ffkniefna-
dómstólnum. Einn piltur var
látinn laus í fyrradag. Að sögn
Arnar Guðmundssonar, full-
trúa, virðist hér um a11 vfðtækt
mál að ræða en hann kvað öll
kurl ekki enn vera komin til
grafar í þeim efnum. Mjög
mörg ungmenni hafa verið yf-
irheyrð í tengslum við rann-
sókn máls þessa.
Lýst eftir
ökumanni
UMFERÐARDEILD lögreglunn-
ar í Reykjavik hefur beðið Mbl. að
ítreka áhuga starfsmanna deildar-
innar á að ná tali af bifreiðastjóra
sendibíls sem á að hafa ekið rétt á
undan Mercury Comet fólksbíl
milli kl. 15 og 16 fimmtudaginn
19. janúar sl. en fólksbíll þessi
lenti á ljósastaur rétt austan við
Elliðaárbrýrnar og fór síðan út af
veginum. Telur lögreglan ekki
útilokað að ökumaður sendiferða-
bílsins kunni að hafa séð tildrög
þessa óhapps, sem munu nokkuð
óljós.
Eldur á
Njálsgötu 5
ELDUR kom upp á Njálsgötu 5 í
gærmorgun en tjón varð ekki
mikið og engan sakaði.
Að sögn slökkviliðsins var það
kl. 9.50 í gærmorgun sem tilkynnt
var um eldinn sem kom upp i
borði á bólstrunarverkstæði, sem
er í kjallara á Njálsgötu 5 í
Reykjavík. Þegar að var komið
reyndist eldur lítill en reykur var
mikill. Yfir kjallaranum er
timburgólf og því var mikil hætta
á ferðum þar sem eldtungur náðu
til lofts. Slökkviliðinu tók,st þó að
stöðva eldinn áður en hann náði
að læsa sig í loftið. Skemmdir
uróu einhverjar á verkstæðinu,
að mestu vegna reyks.
Samningurinn
við Nikko
Securities
undirritaður
Beðið eftir vori
Lítil loðnuveiði þrátt
fyrir gott veður í gær
Heildaraflinn 48 þús. lestir
ÞRÁTT fyrir gott veður á
loðnumiðunum í fyrrinótt
var veiði ekki mikil. Engu
að síður mun nokkuð af
loðnu hafa fundizt, en hún
stóð djúpt og kenna menn
um miklu tunglskini. í
gærmorgun tilkynntu sex
bátar um afla, samtals 2020
lestir, og fóru með aflann
til Siglufjarðar, Raufar-
hafnar, Krossaness og
Vopnafjarðar.
Heildarloðnuaflinn í vet-
ur var orðinn 42 þúsund
lestir í gær, en á sama tíma
í fyrra var heildaraflinn
103 þús. lestir. Til saman-
burðar má geta þess, að
þann 27. janúar 1976 var
loðnuaflinn orðinn 28 þús.
lestir og 27. janúar 1975 21
þúsund lestir.
Loðnuskipin, sem til-
kynntu um afla í gær, eru
þessi: Fífill GK 300 lestir,
Breki VE 300, Húnaröst
ÁR 300, Skírnir AK 280,
Harpa RE 540 og Hrafn GK
300.
Flugfélag
Austurlands
fær sérleyfi til
áætlunarfiugs
Samgönguráðuneytið hefur nú
veitt Flugfélagi Austurlands h.f.
á Egilsstöðum sérleyfi til reglu-
bundins áætlunarflugs með far-
þega, vörur og póst á Austurlandi
næstu fimm árin eða frá 1. janúar
s.l. til 31. desember 1982.
Sérleyfi Flugfélags Austur-
lands er á milli Egilsstaða og
eftirtalinna staða: Bakkafjarðar,
Borgarfjarðar eystri, Vopnafjarð-
ar, Neskaupstaðar, Djúpavogs og
Hafnar i Hornafirði.
V erð j öf nun ars j óður:
Engar
ákvarðanir
iteknar
FUNDUR í stjórn Verðjöfnunar-
sjóðs fiskiðnaðarins var haldinn í
gær og var rætt um viðmiðunar-
verð vegna nýákveðins fiskverðs,
en eins og áður hefur verið skýrt
frá, þá verður verð á hinum ýmsu
tegundum af flokkum ekki gefið
upp fyrr en stjórn Verðjöfnunar-
sjóðs hefur fjallað um málið.
Davíð Ólafsson, formaður stjórn-
ar Verðjöfnunarsjóðs, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að á
þessum fundi hefðu engar
ákvarðanir verið teknar, en
gert væri ráð fyrir öðrum fundi i
byrjun næstu viku.