Morgunblaðið - 28.01.1978, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.01.1978, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978 P WHI* iL **nl ' m 33 Það er aðeins um áratugur siðan byrjað var að byggja í Breiðholtinu. Nú búa þar um 20.000 íbúar — en fullbyggð hýsa Breiðholtshverfin 25.000 ibúa. Til samanburðar má geta þess að ibúar Kópavogs eru nú um 12.000 en það mun vera fjölmennasta byggð utan Reykjavikur. Borgin hefur byggt og er að byggja upp svo að segja alla samfélagslega þjónustu samhliða hinum öru húsbyggingum. Það verður þvi ekki með sanni sagt að kyrrstaða hafi rikt i byggingarmálum borgarinnar á liðnum áratug. enda viðar verið byggt innan borgarmarkanna en i Breiðholtinu. stöddum Fjármögnum Reykja- víkurborgar varðandi verka- mannabústaði 1978 hefur þann veg verið samþykkt Það er því út í bláinn að flytja hér og nú tillögur til breytinga á henni. Hins vegar þarf að vinna vel áætlun til næsta 4ra ára í þessu efni. BjG flytur hér tillögur um að hefja byggingu 100 leiguíbúða og hefja undirbúning að bygg- ingu 1 50 söluíbúða, auk fjár- veitingar til verkamannabú- staða. Hins vegar eru tveir höf- uðgallar á þessari tillögu. í fyrsta lagi fylgir henni ekki til- laga um, hve miklu fjármagni eigi að verja til þessara fram- kvæmda né hvar eigi að taka það, nema hvað viðvíkur leigu- íbúðunum, þar eru 40 m. kr. nefndar. Það er létt verk að flytja svona tillögu. En það er ekki að sama skapi ábyrg af- staða að gera ekki í leiðinni tillögu um fjármögnun fram- kvæmdanna, sem er þó alla jafna mergurinn málsins. Framkvæmdir á árinu. MLSv. sagði að á þessu ári yrði varið 914 m. kr. til íbúðar- Húsnæði í höfuðborg: Borgin ver 1100 millj. kr. í íbúðarbyggingar á árinu Blása þarf nýju lífi í gömul og gróin borgarhverfi Reykjavíkurborg á rúmlega 700 íbúðir, sem hún leigir út og ráðstafar. Sú ráðstöfun tengist m.a. félagslegum þáttum þjónustustarfs við borgarana. Auk þess stuðlar borgin með margvislegum hætti að tilurð íbúðarhúsnæðis í borginni, en ágreiningur hefur verið um, hvern veg skuli að málum staðið með sem beztum árangri. Hér á eftir verður laus- lega rakinn efnisþráður úr ræðu Magnúsar L. Sveinssonar borgarfulltrúa við síðari umræðu fjár- hagsáætlunar borgarsjóðs 1978, en um þetta efni fjallar. Að nýta fjármagn borgarinnar sem bezt. MLSv lagði áherzlu á að þýðingarmikið væri að nýta hverju sinni sem bezt það fjár- magn, sem varið væri til íbúð- arbygginga af hálfu borgarinn- ar Þegar sá kostur er valinn a8 byggja leiguíbúðir, eftir lögum og reglum þar um, þá verður borgin að leggja af mörkum sem svarar 75% af byggingar- kostnaði. Ef borgin hins vegar leggur fjármagn í byggingu verkamannabústaða þá þarf hún ekki að leggja fram nema sem svarar 25% af byggingar- kostnaðar, þegar um minni íbúðir er að ræða. Þessar stað- reyndir sýna okkur að kostnað- ur borgarinnar við byggingu 100 leiguíbúða myndi nægja til byggingar 300 íbúða skv. lögum um verkamannabústaði Þetta er svo þýðingarmikið atr- iði, að ekki er hægt fram hjá þvi að ganga, sagði MLSv. Reykjavíkurborg þarf alltaf að hafa tiltækar leiguíbúðir. En þegar íbúðavöntun er jafn mikil og raun ber vitni um — en fjármagrl til framkvæmda tak- markað, verður að nýta fjár- magnið þann veg, að það skili sem flestum íbúðum Fjár- magn, sem varið væri með þeim hætti til leiguíbúða, sem borgarfulltrúi Alþýðuflokksins leggur til, myndi þvi bitna á framkvæmdum við verka- mannabústaði og leiða til þess, að færri íbúðir yrðu byggðar fyrir sama fjármagn — eða á félagslegum grundvelli í Reykjavík. Sá háttur myndi leiða til þess að færrí íbúðir í það heila tekið yrðu hér byggð- ar, sem hvorki þjónar þörfum fólks almennt né byggingariðn- aðarins. Aðalatriðið hlýtur að vera að nýta fjármagn borgar- innar sem bezt og þann veg, að það komi sern flestum að gagni Vafasöm atriði. í tillögu BjG segir að tiltekn- ar leiguíbúðir skuli ætlaðar efnalitlu og ungu fólki og gert ráð fyrir því, að leigutími verði takmarkaður. Ég er á móti þeirri hugsun að sérstakri íbúðabyggð verði komið upp fyrir ungt fólk eða efnalítið fólk — að borginni sé skipt I hverfi eftir aldursskiptingu eða efna- hag. Ég tel að hér sé um mjög varhugaverða stefnu að ræða Ákvæðið um „takmarkaðan leigutíma" yrði og mjög erfitt i framkvæmd. Sá, sem tekur íbúð á leigu hjá Rv-borg þarf að búa við visst öryggi. Hvað á hann t.d. að gera, er hinum takmarkaða leigutíma lýkur, ef hann hefur ekki efnaleg ráð á að festa kaup á íbúð, eða jafn- vel ekki til áð taka íbúð á leigu á frjálsum íbúðamarkaði? Ákvæði sem þetta kann að fara Framtak og framsýni gæti þessi svipmynd úr borginni heitiS mzm [7,, *** 4 vel í tillögu borgarfulltrúans en hætt er við að það sama gildi ekki um framkvæmdina Fjármagns- og framkvæmdaáætlun. MLSv. gat þess að í desem- ber 1 974 hefði verið samþykkt fjármagns- og framkvæmda- áætlun fyrir byggingu verka- mannabústaða 1975—1978, bæði árin meðtalin. Þessi áætl- un var samþykkt í borgarstjórn í desember 1974 að BjG við- bygginga. Þetta fjármagn skiptist þann veg, að gert væri ráð fyrir að 125 m. kr. til íbúðanna við Furugerði, sem er að verða lokið og verður úthlut- að fljótlega. Þar er um 75 íbúðir að ræða Þá er gert ráð fyrir framkvæmdum við Dal- braut fyrir 410 m. kr. Þar er verið að byggja 31 íbúð. Enn- fremur er gert ráð fyrir að verja 165 m. kr. til íbúðanna við Lönguhlíð, sem eru 64. Hér er því samtals um 1 70 íbúðir að BORGAR- MÁL ræða, og fjárveiting á þessu ári um 700 m.kr. Þá er gert ráð fyrir 214 m. kr. framlagi til verkamannabústaða. Þetta ger- ir samtals 914 m. kr., sagði MLSv. Auk þessara beinu fjár- veitinga verður borgin að sjálf- sögðu að greiða launaskatt eins og aðrir vinnuveitendur. Þar koma um 220 m. kr. til viðbót- ar, sem renna i Byggingarsjóð ríkisins, sem varið er til hús- bygginga. Hækkar þetta fram- lag þá enn og verður 1 millj- arður 124 milljónir króna. Það eru því ekki litlar fjárhæðir, sem Reykjavíkurborg ver til íbúðarbygginga á árinu 1978 Það er þvi fjarri lagi þegar borgarfulltrúar minnihlutans halda þvi fram að borgin haldi að sér höndum á þessum vett- vangi. Mannlífsvor í gömul borgarhverfi. Að lokum fór MLSv. nokkr- um orðum um hin gömlu borg- arhverfi i Reykjavík, hvar tiltæk samfélagsleg aðstaða nýttist ekki sem skyldi m.a. vegna óhagstæðrar aldursskiptingar ibúanna. Þar þurfi m.a. með stýringu lánsfjármagns að gera ungu fólki kleift að setjast að, og blása þann veg nýju lífi i gömul og gróin borgarhverfi. Lagði hann fram, f.h. borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, eftirfarandi tillögu: „Borgarstjórn leggur áherzlu á, að sem flestum sé gert mögulegt að búa í eigin húsnæði. Til að auðvelda það telur borgarstjórn nauðsyn- legt að hin almennu lán hús- næðismálastofnunar ríkisins verði hækkuð og lán til kaupa og endgrbóta á eldra íbúðar- húsnæði verði hækkuð veru- lega og þau látin ná til fleiri aðila en nú er. Með því væri stefnt að því að auðvelda kaup á eldra húsnæði, sem leiða mundi til aukinnar nýt- ingar á eldri íbúðum og draga úr útþenslu borgarinnar. í því sambandi ítrekar borgar- stjórn samþykkt sína frá 3. nóv. síðastl. Borgarstjórn tel- ur, að húsnæðismál þeirra, sem ekki hafa bolmagn til að kaupa ibúðir á almennum maZkaði, verði bezt og á fljót- virkastan hátt leyst með því að beina, eins og nú er gert, fjármagni til byggingar verka- mannabústaða, svo og til byggingar íbúða fyrir aldraða. Við úthlutun verkamannabú- staða verði meðal annars stefnt að þvi að rýma leigu- ibúðir borgarinnar fyrir fólki, sem ekki hefur fjárhagslegt bolmagn til að búa i eigin húsnæði. Borgarstjórn vísar því frá tillögu Björgvins Guð- mundssonar um húsnæðis- mál."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.