Morgunblaðið - 28.01.1978, Side 16

Morgunblaðið - 28.01.1978, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978 Fulltrúar starfsmanna og stjórnenda í Runtalofnum. Styttri vinnutími — óbreytt afköst Menní nýjum stöðum GEIR Thorsteinsson við- skiptafræðingur hefur verið ráðinn hagsýslustjóri Reykjavíkurborgar. Helztu verkefni deildar þeirrar er hann veitir forstöðu eru hag- ræðingaverkefni þar sem stefnt er að því að ná sem bezt markmíðum þeim sem hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar hafa verið sett Geír hefur starfað í deild þessari allt frá árinu 1974 SIGFÚS Gunnarsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri hjá Trésmiðjunpi Meið Sig- fús hefur um nokkurra ára skeið verið ráðunautur um bókhald og stjórnun í Kenya en áður starfaði hann sem skrifstofustjóri Osta- og smjörsölunnar. i ÓLARUR Ottósson hefur verið ráðinn starfsmanna- stjóri hjá Álafoss h.f Ólafur kemur úr starfi rekstrarráðu- nauts í Kenya en áður starf- aði hann sem aðalféhirðir Samvinnubankans. Eins og siður er um áramót fór Viðskiptasiðan að kanna ýmislegt af því er gerst hafði á siðastliðnu ári. Eitt af mörgu athyglisverðu er við rákumst á var grein i Vinnu- veitandanum. 2. tbl. 1977, sem gefinn er út af Vinnuveit- endasambandi íslands, en þar er fjallað um áhrif yfirvinnu- bannsins i mai og júni á rekstur framleiðslufyrirtækja. I greininni er greint frá því að megintilgangurinn með könnuninni hefði verið að kanna áhrif yfirvinnubanns- ins á rekstur fyrirtækisins og eins að kanna hvort eitthvað mætti læra af reynslu manna af yfirvinnubanninu, sem að gagni mætti koma í framtíð- inni, s.s. um breytingu starfs- hátta. Óhætt er að segja að áhrifin hafi verið mjög mis- munandi og það sama má reyndar segja um þær aðferð- ir, sem beitt var til að leysa þann vanda er yfirvinnubann- ið orsakaði. Sumir endur- skipulögðu vinnslurásina með tilliti til betri nýtingar vélakosts, aðrir tóku upp breytt vaktafyrirkomulag og enn aðrir tóku upp á því að veita starfsmönnum sínum ákveðinn bónus þannig að þeir framleiddu nú á 8 klst. það sem áður hefði verið framleitt á t.d. 10 klst. Eitt þeirra fyrirtækja er tók upp bónusfyrirkomulagið var Runtal-ofnar h.f. og því lék Viðskiptasiðunni forvitni á að víta hvert framhaldið hefði orð- ið síðan yfirvinnubanninu lauk Til að fá álit bæði starfsmanna og stjórnenda var ákveðið að efna til rabbfundar með fulltrú- um þessara aðila og voru full- trúar starfsmanna þeir Ásgeir Þorvaldsson, Eyjólfur Einarsson og Jóhann Hopkins, en fulltrú- ar stjórnenda voru þeir Þor- valdur Guðmundsson verkstjóri og Birgir Þorvaldsson forstjóri fyrirtækisins Á fundinum kom fram að bónusfyrirkomulagið i vor hefði lognast út af um leið og yfirvinnubannið en þar sem menn höfðu nú reynt fyrir- komulagið var áfram unnið að Fyrsti aðalfund- ur ársins OHÆTT mun að fullvrða að aðalfundur Pharmaco h.f. (innflutnings- og framlciðslu- fyrirtæki lyfsala) scm haldinn var 21. janúar s.l. sé fyrsti að- alfundurinn sem haldinn cr í fyrirtæki á þcssu ári. Er Viðskiptasíðan ræddi við Steinar Berg Björnsson fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins kom fram að það væri aðallega tvennt er gerði þetta mögulegt. Fyrra atriðið er það að fyrir- tækið hefur um nokkurt skeið keypt tölvuþjónustu þannig að rekstrarstaða hvers mánaðar og það sem af er ársins er ætíð kunn á 4. til 5. degi í byrjun hvers mánaðar eða m.ö.o. rekstrarniðurstaða síðasta árs var kunn þegar í fyrstu viku þessa árs. Seinna atriðið er það að endurskoðandi fyrirtækis- ins hefur ársendurskoðun sína á haustin þannig að í janúar er einungis desember eftir til endurskoðunar. Almennt um þörfina á skipulagi sem þessu sagði Steinar að hún væri mik- il annars vegar vegna þess hve síbreytilegt umhverfið væri hérlendis og hins vegar að þeg- ar fyrirtæki eru í jafn örum vexti og Pharmaco er þá væri nauðsynlegt að geta tekið stefnumarkandi ákvarðanir á sem fyllstri vitneskju um fvr- irtækið. Steinar sagði að aðal- fundurinn væri haldinn svo snemma sem raun ber vitni þannig að þessar stefnumark- andi ákvarðanir lægju fyrir sem allra fyrst. málinu og verður þvi bónus- fyrirkomulagið tekið upp að nýju með nokkrum breytingum þó. Eyjólfur kvað það augljóst að þegar um nokkuð einhæfa vinnu væri að ræða þá minnk- uðu afköstin er þreytan ykist og því væri allra hagur ef með aukinni hagræðingu mætti ná sömu afköstum á styttri tima og það sem mest væri um vert, launin yrðu hin -sömu eða meiri. í lýsingu Þorvalds kom fram að i þvi bónusfyrirkomu- lagi sem taka á upp er stefnt að því að ákveðið framleiðslu- magn náist i hverri viku. Jó- hann kvað það sina skoðun að eitt af þvi sem hið nýja fyrir- komulag krefðist væri að allir væru að verki á sama tíma þar sem framleiðslan væri mjög samhangandi og stöðvun eins hefði þvi keðjuverkandi áhrif, og þvi var bætt við að ef nefna ætti samsvarandi dæmi um atr- iði er nú hvíldu þyngra á herð- um stjórnenda væri að nú þyrfti ávallt að hafa nægilegt hráefni til staðar á réttum tíma Er spurt var um álit manna á þvi hvort allir væru jafn bjart- sýnir á að bónusfyrirkomulagið gæti gengið til langframa sögð- ust þeir vera það og kæmi þar aðallega tvennt til í fyrsta lagi sú staðreynd að samæfing starfsmanna er nú orðin mjög mikil og i öðru lagi að i þeim tilfellum er ráða þyrfti nýjan starfsmann þá yrði hongrn gerð grein fyrir því fyrirkomulagi er í gildi væri og þannig mætti minnka til muna þá óvissu sem ávallt fylgir ráðningu nýrra starfsmanna. Birgir benti á að gæði vinnunnar mætti og ættu ekki að minnka með breyttum starfsháttum og mætti nefna sem dæmi að starfsmennirnir bera sjálfir skaðann ef rekja má einhvers konar vöntun til van- rækslu þeirra i starfi Stefnt væri að þvi að viðhalda or bæta núverandi þjónustu fyrir- tækisins og leiddu breyttir starfshættir þannig til betri þjónustu við viðskiptavinina um leið og þeir eru til hagsbóta fyrir launþega og stjórnendur. Viðmælendur viðskiptasiðunn- ar voru sammála um að með bónusfyrirkomulagi sem þessu yrði meira og betra samstarf milli aðila en áður þekktist það hefði reynslan frá i sumar sann- að Að lokum vildu þeir ■ allir leggja áherzlu á þá skoðun sina að það takmark að halda yfir- vinnu i lágmarki væri sameigin- legt markmið vinnuveitenda og launþega en ekki aðeins ósk- hyggja annars hópsins. Islenskir vörubílar Á SlÐASTA ári hóf Bflaborg h.f. samsetningu á vörubifreið- um í nýju athafnasvæði fyrir- tækisins f Ártúnshöfða. Þar sem okkur lék forvitni á að vita hvernig þcssi starfsemi fyrirtækisins hefði gengið á því 'á ári sem liðið er síðan framleiðslan hófst ræddi Við- skiptasíðan við Þóri Jensen framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins. Hann tjáði okkur að starf- semin hefði farið allvel af stað og mætti nefna sem dæmi að nú hefur þegar verið gengið frá sölu á 18 bíJum af mismun- andi stærðum og fara þeir til viðskiptavina út um allt land þó svo mest fari til kaupenda á Suðvesturlandi. Þórir sagði að gjaldeyrissparnaðurinn væri á bilinu 400—900.000.- yen pr. bíl sem þýddi að verðmismun- ur á hvern bíl væri mestur um tvær milljónir. Hann sagði að nú ynnu 4 menn í fullu starfi við samsetninguna og hefði þegar fengin reynsla sýnt að full þörf væri á staí-fsemi sem þessari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.