Morgunblaðið - 28.01.1978, Síða 21

Morgunblaðið - 28.01.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978 21 2 kærðir fyrir Hálandamorðin Edinhorg. 27. jan. Reuter. AP. TVEIR MENN voru ákærðir f dag fyrir morðið á Walter Scott Elliot fyrrverandi þingmanni sem fannst látinn í skozku Hálöndunum fyrr í þessum mánuði. Annar maðurinn, yfirþjónn hins látna, var einnig ákærður fyrir að hafa myrt fyrrverandi veiðivörð Scott-Elliots. Lík hans fannst eftir leit í Hálöndunum. Archibald Hall yfirþjónn og vit- orðsmaður hans, Michael Kitto, voru ákærðir fyrir að kyrkja Scott-Elliot til bana. Scott-Elliot var 82 ára gamall og var þingmað- ur Verkamannaflokksins á sínum tíma. Lík hans fannst 17. janúar sl. grafið undir runnagróðri um 45 km frá Inverness. Lfk - eiginkonu Scott-Elliots, Dorothy, fannst fimm dögum seinna i skurði fullum af vatni 160 km suður af Inverness. Hall yfirþjónn var jafnframt ákærður fyrir að skjóta David Wright veiðivörð til bana. Lík hans fannst 21. janúar á landar- eign i Suður-Skotlandi skammt frá ensku landamærunum. Báðir mennirnir voru ákærðir fyrir þjófnað i íbúð Scott-Elliots í London. Þegar lögreglan kom i íbúðina höfðu öll verðmæti verið fjarlægð úr henni og blóðblettir voru á gólfteppinu. Forngripum var stolið úr íbúðinni og þeir komu seinna fram á Norð- vestur-Englandi. Lögreglan fann tvö önnur lík: lík Donald Halls, bróður yfir- þjónsins, í farangursgeymslu bif- reiðar, og Mary Coggle, eiginkonu Donald Halls, sem fannst á kafi í skurði. Nashyrningur bar í dýragarðií Basel Basel, Sviss 27. jan. AP. INDVERSKUR nashyrningur bar I gær 67 kílóa kálfi í dýragarð- inum í Basel, en þetta er 16. nashyrningskálfurinn sem fæðist þar og fæddist sá fyrsti 1956. Burðurinn gekk vel fyrir sig, en enginn var viðstaddur þegar kálfurinn kom i heiminn. Samkvæmt venju mun nashyrningskálfurinn verða skirður nafni sem byrjar á bókstafnum A, en á siðasta ári voru öll dýr sem fæddust i dýragarðinum skírð nafni sem byrjaði á Z. Amma hins nýborna kálfs er einnig kálffull þannig að viðkom- an virðist vera i bezta lagi í fjölskyldunni. Nashyrningar ganga með i 16 mánuði. Þetta gerðist 28. janúar, AP. 1977 — Sovézki andófsmaður- inn Andrei Sakharov hvetur Carter Bandaríkjaforseta til þess ,,að láta til sín heyra“ i þágu þeirra, sem hanrt segir ofsótta vegna stjórnmálalegra eða trúarlegra skoðana sinna í Sovétrikjunum og austan járn- tjalds. 1976 — Bandariska öldunga- deildin samþykkir tvö hundruð mílna fiskveiðilögsögu. 1975 — Forsætisráðherra Dan- merkur, Paul Hartling, lætur að störfum. 1933 — Stjórn Kurt von Schleichers fellur í Þýzkalandi. 1932 — Japanskar hersveitir náyfirráðum i Shanghai. 1939 — Einræði Primo de Riv- era lýkur á Spáni. 1918 — Verkföll í Berlín. Rússneskir bolsévikar ná yfir- ráðum 1 Helsinki. 1885 — Brezkar hersveitir ná til Kartoum og halda siðan burt frá Súdan. 1871 — París gefst upp fyrir Þjóðverjum i Prússastríðinu. 1788 — Fyrstu brezku hegningarnýlendunni er komið á fót við Botony-flóa í Astralíu. 1 dag ciga afmæli: John Barcl- ay, skozkt ádeilduskáld (1582—1621), Giovanni Alfonso Borelli, ítalskur líf- eðlisfræðingur (1608—1679), John Baskerville, enskur prent- ari (1716—1775), Arthur Rubenstein, pianósnillingur (1899—). Hugleiðing dagsins: „Gæfan að hafa hæfileika nægir ekki — maður verður einnig að hafa hæfileika til að öðlast gæfuna." Hector Berlioz, franskt tón- skáld (1803—1869). Orð krossins Fagnaðarerindið verður boðað frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardags- morgni kl 10.00—10.15. Sent verður á stuttbylgju 31 metra, (9.5 MHZ.) Orð krossins, pósh. 4187, REYKJAVÍK. _ Wallace neitaði að styðja Nixon New York 27. jan. AP. RICHARD Nixon ákvað að segja af sér forseta- embættinu þegar fylkis- stjórinn f Alabamha, George Wallace, neitaði að beita áhrifum sínum til að fá þingmenn til að styðja hinn hrjáða for- seta. Svo segir í bók, sem David Frost hefur skrif- að um Nixon og kemur út innan skamms í Banda- ríkjunum. Nixon segir, að hann hafi verið ákveðinn í að segja af sér tveimur vik- um fyrr en raun varð á og að það hafi verið vegna þess, að Wallace vildi ekki telja um fyrir Walter Flowers og fá hann til að mæla gegn tillögu þingnefndar um að sækja ætti Nixon til saka vegna Watergate- málsins. Skrifstofa fylkisstjórans hef- ur staðfest að Nixon hafi átt símtal við Wallace 23. júlí 1974 og að Wallace hafi sagt for- setanum, að það væri „óviðeig- andi“ að hann bæði Flowers um að greiða ekki atkvæði með til- lögunni. Flowers er demókrati og var einn af þingmönnum Alabamba. Nixon segir, að Alexander Haig „hafi verið í herberginu þegar ég var að tala við Wallace og ég sagði, ég man þetta mjög vel, ég sagði jæja Al, þarna fór forsetaembættið". Bókin sem er 390 blaðsiður er unnin upp úr samtölum Frosts við Nixon í sjónvarpi. Frost hefur eftir Nixon að hann hafi hringt til Wallace 23. júlí 1974 til að biðja hann að tala við Flowers. „En Wallace," segir Nixon „virtist ekki skilja af hverju ég hringdi." Nixop heldur áfram: „Hann sagði. „Þetta er það fyrsta sem ég heyri um málið, ég held það sé ekkert sem ég get gert til að hjálpa þér.“ Hann var mjög vin- gjarnlegur og sagði: „Ég bið fyrir þér, ég vildi óska að þetta hefði ekki komið fyrir þig,- en ég held að ef ég talaði við Flow- ers, gæti það misskilizt." í bókinni ræðir Frost einnig um upphæð þá sem Nixon fékk fyrir að koma fram í þáttum Frosts, álit Nixons á Henry Kissinger og þau mistök forset- ans fyrrverandi að eyðileggja ekki segulbandsspólur með samtölum hans við aðra menn um Watergate-málið. Þá kemur fram í bókinni hvers vegna Nix- on valdi Kissinger í embætti utanrikisráðherra, en ekki John Connally, sem var eitt sinn fylkisstjóri Texas. Nixon fékk greiddar 600.000 dollara fyrir að koma fram i sjónvarpsþáttum Frosts og auk þess fékk hann 20% af hagnaði. Vel kann svo að vera að Nixon hafi þvi fengið greiddar þrjár milljónir dollarafyrir að koma fram en ekki kemur fram i bók- inni hvað gróði Nixons var mik- ill. 12 fórust í blindbyl Chicaso 27. jan. Rcuter. BLINDBYLUR gekk í dag yfir miðvestur fylki Bandarikjanna og að minnsta kosti tólf manns létu lífið. Lögregla óttast þó að sú tala geti orðið mun hærri, þvi margir eru tepptir í bílum sínum á vegum víðs vegar um fylkin. Vindhraðinn komst upp í 132 kólómetra og snjókoman lamaði allar samgöngur og atvinnulif. Skólum var lokað og flest við- skipta- og þjónustufyrirtæki voru einnig lokuð. Tugir þúsunda heimila voru án rafmagns í þess- um mesta byl sem gengið hefur yfir í tíu ár. Lögregla vann i nótt við að grafa farþega bifreiða út úr snjó- sköflum en nær allir vegir á svæð- inu hafa lokazt vegna fannkom- unnar. NATO svarar Brezhnev Brússel, 27. jan. Reuter. NATO ákvað í dag að senda Brezhnev, leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins, svar við bréfi hans til NATO, þar sem hann varar banda- íagið við að nevtrónu- sprengjan verði höfð til taks í Vestur-Evrópu. Areiðanlegar heimildir herma að sendiherrar NATO-ríkjanna hafi hitzt i morgun til að fjalla um bréf Brezhnevs sem barst NATO og ríkisstjórnum aðildarrikja bandalagsins fyrir mánuði. Fregnir herma einnig, að þar sem bréfin hafi verið send hverri ríkisstjórn fyrir sig og væru mis- munandi að efni myndu aðildar- ríkin svara hvert fyrir sig. Frakkland, sem tekur ekki þátt í hernaðarsamvinnu NATO, komst að því samkomulagi að franska stjórnin svaraði bréfi Brezhnevs áður en sendiherrar aðildarrikja NATO komu til fund- ar um málið í morgun. Stór Gólfteppi — teppabútar — bílateppi — áklæði — fatnaður — værðarvoðir — allskonar prjónaband o.m.fl. Opið í dag frá kl. 13 til kl. 19 og á morgun frá kl. 10 til 19. Álafoss, Mosfellssveit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.