Morgunblaðið - 28.01.1978, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur. Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 90.00 kr. eintakið.
Greiðslur beint
til bænda
Eyjólfur Konráð Jónsson og
Jóhann Hafstein hafa endur-
flutt þingsályktunartillögu, sem
flutt var í fyrra þess efnis, aó
rekstrar- og afurðalán skuli
greiða beint til bænda. Tillaga
þessi hefur hlotið góðar undir-
tektir bæði utan þings og innan.
Þegar tillagan kom fyrst fram á
Alþingi lýstu þeir Gylfi Þ. Gísla-
son og Lúðvík Jósepsson stuðn-
ingi við hana og fjölmargir aðilar
utan þings hafa látið slfkan stuðn-
ing í Ijós. Er enginn vafi á því, að
verulegur hljómgrunnur er fyrir
þessari nýskipan meðal bænda.
I fyrradag flutti Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson framsöguræðu fyrir
þessari tillögu á ný og sagði m.a.:
„Ljóst ætti að vera hverjum og
einum, að kjör bænda þurfi að
bæta. Kerfið er að keyra þá niður,
en ekki athafnaleysi eða úrræða-
leysi. Sjálfir hafa þeir að undan-
förnu fjallað um þann mikla
vanda, sem að landhúnaðinum
steðjar og bent á margháttuð
raunhæf úrræði til að bæta hér
um. Naumast hefur þó fram að
þessu nægilega verið undirstrik-
að, hve þýðingarmikið það er fyr-
ir landbúnaðinn að fá þær
greiðslur er honum ber sem allra
fyrst. A tfmum mikillar verð-
bólgu eins og hér hefur geisað
árum saman, hefur það að sjálf-
sögðu grundv allarþýðingu að
bændur fái rekstrar- og afurða-
lánin eins fljótt og auðið er til
eigin afnota, þannig að þeirgeti f
ríkari mæli rekið bú sín með eig-
in fjármunum og þurfi ekki að
sæta því, að fjármagn þeirra sé
skert af verðhækkunum. Ljóst er
því, að einhver þýðingarmesta úr-
bótin fyrir bændastéttina væri sú,
að rekstar- og afurðalán hækkuðu
og yrðu greidd beint til bænd-
anna, sem þá gætu notað fjár-
munina á hinn hagkvæmasta
hátt.“
I ræðu sinni fjallaði Eyjólfur
Konráð Jónsson einnig um niður-
greiðslur og útflutningsuppbætur
og sagði: „(Jr þvf að rfkisvaldið
ákveður að greiða landbúnaðar-
vörur niður fyrst og fremst sem
hagstjórnartæki, virðist liggja al-
veg beint við að greiða eigendum
vörunnar þá fjármuni, sem þeim
ber en ekki einhverjum öðrum.
Ef verðbæta á vöru við útflutning
á eigandi hennar Ifka að fá þær
bætur. Afurðirnar eru í umboðs-
sölu en ekki f eigu afurðasölufyr-
irtækjanna. Þess vegna getur
ekki verið, að þau cigi neitt til-
kall til niðurgreiðslanna og út-
flutningsbótanna. Þær eru hluti
af því fé, sem bændur eiga að fá
fyrir framleiðsluvöru sína, og
eiga því að ganga beint til þeirra,
en ekki að staðnæmast annars
staðar I lengri eða skemmri
tfma.“
Rökin fyrir tillögum þeirra
Eyjólfs Konráðs Jónssonar og
Jóhanns Hafsteins eru augljós.
Raunar er furðulegt, að núver-
andi skipan skuli hafa haldizt svo
lengi, sem raun ber vitni um. Þeir
peningar sem hér er um að ræða
eiga að fara tikbænda og þá er
óþarfi, að þeir fari um hendur
milliliða. Morgunblaðið vill lýsa
eindregnum stuðningi við þessar
tillögur. Framkvæmd þeirra
mundi áreiðanlega stórbæta kjör
bænda. Vafalaust á sú staðreynd,
að þeir fá tekjur sfnar seint á
verðhólgutímum, mikinn þátt f
þeirri kjararýrnun, sem þeir hafa
óumdeilanlega orðið fyrir. Von-
andi verður þessi tillaga sam-
þykkt á þessu þingi og síðan
framkvæmd.
Umhverfi og útivist
Af 54 tilgreindum forgangsverk-
efnum í framkvæmdaáætlun-
um Reykjavíkurborgar um um-
hverfi og útivist, sem stundum er
nefnd græna byltingin, eru að-
eins sex, sem ekki hefur verið
hafizt handa um að hrinda í fram-
kvæmd. Móti þessum sex atriðum,
sem ýmsar aðstæður valda að
ekki var hægt að sinna, koma
ýmsar framkvæmdir, sem alls
ekki var reiknað með f fram-
kvæmdaáætluninni, s.s. fram-
kvæmdir á lóð blindraheimilisins
við Hamrahlfð, skrúðgarður við
Grundargerði og þrír grenndar-
vellir f Fellahverfi í Breiðholti.
Auk þeirra milli 40 og 50 fram-
kvæmdaatriða, sem unnið hefur
verið að skv. framkvæmdaáætlun
borgarinnar um umhverfi og úti-
vist, hefur verið stefnt markvisst
að þvf að auka gróður f landi
borgarinnar. Allt land utan
byggðar hefur verið tekið fyrir og
markvisst er unnið að þvf að
stöðva gróðureyðingu og rækta
upp. t fyrrasumar var byrjað á
því að sá í holtin f Artúnslandi og
nú í sumar verður gengið í að
umbreyta malargryfjunum þar f
gróðurdal. Fæst þar stórt og skjól-
gott dalverpi og útivistarland.
Náðst hefur samstarf við
nágrannasveitarfélög um afrétt-
armál.
Framanritað kom fram í ræðu
Elfnar Pálmadóttur, borgarfull-
trúa, um umhverfismál, sem flutt
var í borgarstjórn Reykjavfkur.
Elín sagði að markvisst væri unn-
ið að ræktun inn í borginni. Flest
forgangsverkefní hefðu þegar
verið tekin fyrir. I ár verður hald-
ið áfram með Austursvæðið í
Fossvogi, garð í Háaleitishverfi,
trjábelti til hljóðeinangrunar við
Breiðholtshraut, opið svæði við
Kvisthaga, við ýmis svæði í
Vesturbæ og svæði við Mjódd,
Stekkjabakka og Leirubakka í
Breiðholti, svo eitthvað sé nefnt.
1 Reykjavfk eru ýmsar fagrar
gróðurvinjar, s.s. í Laugardaln-
um, í umhverfi Tjarnarinnar, f
Bústaðahverfi og vfðar. Svipað
má segja um næsta nágrenni
borgarinnar. Aætlun Reykja-
vfkurborgar um umhverfi og úti-
vist eykur á valkosti borgarbúa til
að njóta gróðurs og aðlaðandi um-
hverfis. 1 því efni þurfa Reykvík-
ingar ekki að fara yfir lækinn til
að sækja vatnið.
Kvikmyndahátíð Listahátíðar 2.—12. feb.:
,,Ekki neinar fílabeinstuma-
myndir, heldur fyrir fólk,,
Rætt við Davíð Oddsson framkvæmdastjóra Listahátíðar
KVIKMYNDAHÁTÍÐ
Listahátíðar mun standa
yfir í Reykjavík dagana
2.—12. febrúar og verða
sýndar yfir 20 kvikmynd-
ir víða að úr heiminum á
þeim tíma. Morgunblaðið
ræddi við Davíð Oddsson,
formann framkvæmda-
stjórnar Listahátíðar, og
innti frétta af gangi mála
en flestar myndirnar
verða sýndar í Háskóla-
biói, nokkrar í Tjarnar-
bíói.
Davíð Oddsson.
halda sérstaka kvikmyndahátíð
á vegum Listahátiðar. Samráð
var haft við útvarp og sjónvarp
m. a. og verða sérþættir um
kvikmyndir í útvarpinu og
einnig í sjónvarpinu í Vöku og
sérstökum þáttum. Að beiðni
okkar tvöfaldaði menntamála-
ráðuneytið kvikmyndastyrkinn,
úr 1 millj. kr. á ári i 2 millj. kr.,
og verður styrkurinn veittur á
opnun kvikmyndahátíðarinnar
n. k. fimmtudag. Þá hefur
menntamálaráðherra sagt að
hann muni beita sér fyrir því
að lög um kvikmyndagerð verði
samþykkt á Alþingi.
Á hátíðinni verður íslenzkri
kvikmynd veitt heiðursskjal og
peningaverðlaun, líklega 200
þús. kr.“
„Hvað um myndaval?"
„Það má segja að þetta skipt-
ist í tvennt, ‘innlendar myndir
sem verða 8 talsins og erlendar
myndir sem verða 13—14. Sum-
ar íslenzku myndanna verða
Davíð sagði að hugmyndin að
þessari kvikmyndahátíð hefði
komið upp á fjölmennum um-
ræðufundi með listamönnum
og fleirum eftir síðustu Lista-
hátíð, en þar kom m.a. fram að
kvikmyndinni væri ekki sýndur
sá sómi sem skyldi af ráða-
mönnum í listalífi né á öðrum
vettvangi.
„Við sáum,“ sagði Davíð, „að
það var vonlaust að hafa-kvik-
myndahátíð á'sama tíma og
Listahátíð og ákváðum því að
(Jr kvikmyndinni Fjölskyldulíf eftir pólska kvikmyndagerðar-
manninn Zanussi.
A forsfðu kvikmyndahandbókarinnar International Film Guide
1976 eru myndir af 5 kvikmyndagerðarmönnum ársins að mati
bókarútgefenda. Tveir þessara kvikmyndagerðarmanna eiga mynd-
ir á Kvikmyndahátfðinni í Reykjavík, þeir Cassavetes, og Zanussi.
frumsýndar á hátíðinni, en aðr-
ar hafa verið sýndar áður mjög
takmörkuðum fjölda fólks. Það
hefur verið lögð áherzla á það
að sýna góðar og vandaðar kvik-
myndir, ekki neinar fílabeins-
turnamyndir, heldur myndir
sem fólk getur haft ánægju af
að sjá og það á að vera á boð-
stólum eitthvað fyrir alla. Með-
al erlendra gesta á kvikmynda-
hátiðinni verður þýzki kvik-
myndagerðarmaðurinn Wim
Wenders. Hann mun koma með
fjórar kvikmyndir, en Wenders
er í hópi kunnustu yngri kvik-
myndagerðarmanna í Vestur-
Þýzkalandi. Þær myndir sem
hann sýnir hér eru Ameríski
vinurinn, Afleikur, t timans rás
og Hræðsla markvarðarins við
vitaspyrnu.
Vonandi verður þetta fram-
tak í kynningu kvikmyndarinn-
ar til þess að hvetja heimamenn
á þessum vettvangi, en ég tel
fulla ástæðu til þess að leggja
mun meiri rækt við islenzka
kvikmyndagerð og veita aukna
fyrirgreiðslu í uppbyggingu
hennar og þróun. A hverju ári
er veitt 300—400 millj. kr. til
tveggja leikhúsa, en hins vegar
er sáralítið veitt til kvikmynda-
gerðar og eflingar hennar. Við
vonum því að þessi kvikmynda-
hátið verði til þess að ýta undir
og styrkja íslenzka kvikmynda-
gerð.“
Leiðrétting
um baráttufund
MEINLEG villa varð í frétt
Mbl. af baráttufundinum
sem áhugafólk um vernd-
un húsanna austan Aðal-
strætis, þ.e. kringum
Hallærisplanið, hyggst
efna til í dag. Upphaf
fréttarinnar var sótt beint
í fréttatilkynningu undir-
búningsnefndar, þar sem
rætt var um deilur um
Bernhöftstorfuna, „dansk-
ar fúaspýtur“ en í frétt
Mbl. voru gæsalappirnar
horfnar, svo að engu er lík-
ara en að sú sé skoðun
blaðsins á húsunum þar.
Jafnframt var fyrirsögn
blaðsins á þessari frétt vill-
andi, því að þar er sagt að
baráttufundurinn sé til
stuðnings verndunar
Grjótaþorps en baráttu-
fundurinn snýst, eins og
áður segir, fyrst og fremst
um verndun svæðisins
kringum Hallærisplanið,
húsanna austan Aðalstræt-
is, enda þótt undirbúnings-
nefndinni muni almennt
hlýtt til Grjótaþropsins og
einnig umhugað um vernd-
un þess. Morgunblaðið
biðst velvirðingar á hvoru
tveggja.