Morgunblaðið - 28.01.1978, Side 29

Morgunblaðið - 28.01.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978 29 Rekstrar- og afurðalán bænda: Fordæmi sem gefið hafa góða raun — segir Eyjólfur Konráð Jónsson í svarræðu MIKLAR umræður urðu I Sam- einuðu þingi í fyrradag um til- lögu Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþingismanns um greiðslu rekstrar- og afurðalána, niður- greiðslna og útflutningsbóta beint til bænda. Framsaga EKJ var birt í heild á þingsfðu Mbl. f gær. Hér á eftir verður lauslega rakinn efnisþráður úr ræðum ein- stakra þingmanna, er þátt tóku f umræðunni. Leiðrétting I framsögu EKJ, eins og hún birtist í Mbl., var villa, sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þegar hann fjallar um veð f afurðum fyrir afurðalánum, átti að standa: „Þvert á móti mætti halda þvi fram, að hæpinn væri sá háttur, sem á er hafður, að afurðasölufyr- irtækin veðsetji vöru, sem þau ekki eiga“ (en í Mbl. stóð ekki gera). Bændafundir og tillaga EKJ. Ingi Tryggvason (F) vitnaði til margra bændafunda, vítt um land, þar sem fjallað hefði verið um vandamál landbúnaðar. Hann sagði ósk um það, að afurðalán yrðu greidd beint til bænda hvergi hafa komið fram á þessum fundum, enda væru afurðasölufé- lögin í höndum bænda. Algengast er að afurðasölufélögin séu búin að lána viðskiptavinum sínum sem svarar þessum lánum, áður en þau koma í hendur þeirra. Það er því ekki lausn á neinum vanda þótt af'urðasölulán verði greidd beint til bænda. Ýmislegt kom hins vegar fram í ræðu EKJ sem er fullrar athygli vert, s.s. nauðsyn þess að hækka afurða- og rekstrarlán til land- búnaðar, svo bændur fái fyrr í eigin hendur laun sin. ITr sagði rétt að dreifing búvöru væri áfram i höndum núverandi umboðssöluaðila. Bændur fái nú um 70% þess verðs, sem neytendur greiði, í eig- in hendur. Þetta sé hærra hlutfall en tíðkist í nágrannalöndum. ITr sagði slátrunarkostnað háan, fyrst og fremst sökum þess, að sláturhús væru rekin stuttan tíma árs, sem þýddi slæma nýtingu fjárfestingar og verri vinnukraft en þau sem rekstur spannaði árið um kring. Öðru máli gegndi með mjólkur samlögin enda væri út- koman önnur þar: um nýtingu, vörugæði og rekstrarafkomu. ITr ræddi um verulega samfé- lagslega styrki til landbúnaðar svo til hvar sem væri í veröldinni. Sem dæmi nefndi hann að bænd- ur í Noregi fengju sem svari 4000—4500 íslenzkum krónum meira fyrir hvern meðaldilk en íslenzkir stéttarbræður þeirra. A sama tíma seljum við lambakjöt til Noregs fyrir tæplega helming- inn af því verði, sem við þyrftum að fá til fullra skila til bænda. Ástæðan er einfaldlega sú að Norðmenn greiða stórfellda styrki til sinnar lambakjötsfram- leiðslu. ITr sagðist þakklátur EKJ fyrir að hefja umræðu um vandamál landbúnaðar. Hann væri hins veg- ar ósammála því að greiðsla af- urðar- og rekstrarlána beint til bænda væri til bóta. Þessi háttur skipti bændur ekki máli hags- munalega. Alyktanir bændafunda kæmu hvergi inn á þessa úrláusn- arleið. Ekki sammála um aðferðina. Páll Pétursson (F) sagði héi hreyft þýðingarmiklu máli. Þakkarvert væri að flytja þetta mál inn i þingsali. Hann væri hins vegar ósammála EKJ um aðferð- ina. Bændur hefðu háð harða bar- áttu fyrir því að fá þessi lán, rekstrar- og afurðalán, hækkuð. I því fælist leið til leiðréttingar. PáPé sagði landbúnað hæg- gengan atvinnuveg. Rakti hann búrekstur frá áburðarkaupum og dreifingu, grassprettu, hey- önnum, fóðrum búpenings, til þess er ær bera lömbum og vaxa úr grasi sumarlangt. Að lokinni sláturtíð væri söluvaran til. En bændur yrðu enn að bíða mánuð- um saman eftir þvi að fá söluvör- una greidda, laun sín greidd. Þeir þyrftu hins vegar að greiða allan rekstrarkostnað eftir hendinni. Þegar launin kæmu seint og um síðir væru þau ekki nema hluti af launum viðmiðunarstétta. PáPé sagði greiðslu umræddra lána beint til hvers og eins fram- leiðanda umfangsmikla, og myndi hún auka á skriffinnsku. PáPé sagðist ósammála ITr, sem kallað hefði útfiutningsbætur styrki. Þær væru óhjákvæmileg af- leiðing framleiðsluráðslaganna. Ingólfur Jónsson hefði gengist fyrir því á sínum tima að teknar yrðu upp útflutningsbætur á allt að 10% framleiðslunnar. Aður hafði tapi á útflutningsverslun búvara verið jafnað niður í vöruverði búvöru til neytenda innanlands. Slíkur háttur myndi að visu draga enn frekar úr sölu- likum búvöru á heimamarkaði. Það er bóndanum geysilega mikilvægt að útborgunarverðið berist sem allra fyrst. Það kann að vera nauðvörn, ef afurðasölu- félög standa ekki við að greiða bændum rétt verð á réttum tíma að „taka upp eitthvað svipað fyrirkomulag og hv. flm. leggur hér til. En ég hygg og legg áherzlu á, að það sé ekki tímabært... “ Samþykkur meginatriðum tillögunnar Lúðvfk Jósepsson (Abl) sagðist samþykkur meginatriðum tillögu EKJ. Ég tel það höfuðnauðsyn að gera þá skipulagsbreytingu, þá formbreytingu á þessum lánveit- ingúm, sem tillagan gerir ráð fyr- ir. Frá Ijyrjun framleiðslutíma og fram að þeim tíma að afurðum er skilað þurfa þessi lán að koma í áföngum, þannig að bóndinn geti mætt eðlilegum framleiðslukostn- aði búvörunnar. Þegar þar að búnaði hefur gamla formið hins vegar festst í sessi, illu heilli. Annað skipulag sunnanlands. Jón Helgason (F) sagði skipu- og afurðalánin þurfa að hækka verulega. En þau hækkuðu ekki í bankamálaráðherratið LJó. 1971—1974. Góðar undirtektir Eyjólfur Konráð Jónsson (S) þakkaði góðar undirtektir við til- lögu sína og málefnalegar umræð- ur. Hann sagði að ýmis kaupfélög og önnur verzlunarfélög stund- uðu lánsviðskipti. Þannig væri það einnig í þéttbýli. Byggingar- verzlanir lánuðu húsbyggendum, e.t.v. út á væntanleg lán frá hús- næðismálastjórn. En þegar um hrein afurðasölufyrirtæki væri að ræða get ég ekki imyndað mér að þau hafi eigið fé aflögu í stórum stíl til þess að greiða út vöruverð áður en afurðalánin koma. EKJ sagði það mega til sanris Réttir. — Búvörur setja svip sinn á umræður á Alþingi. kemur að bóndinn leggur inn búvöru sina á hann í öllum tilfell- um að fá afurðir sinar fullgreidd- ar. Þá þarf að taka við annað lánakerfi: afurðalán af rekstrar- lánum, er afurðasölufélögin fengju, svo þau geti fullgreitt bændum. Þessi afurðasölulán færu síðan lækkandi eftir því sem gengi á birgðirnar og væru búin þegar nýtt innlegg kæmi. Áfurðasölufélögin störfuðu að sjálfsögðu eftir sem áður, þó að umrædd formbreyting kæmi til. Þetta er það sem gerst hefur i öðrum atvinnugreinum. 1 land- lag afurðasölu sunnlenzkra bænda annað en gilti víðast á landinu. Þar eru afurðasölufélög- in alveg sér. Bændur á Suður- landi fá yfirleitt fullar greiðslur frá sinum afurðasölufélögum. Þeir ráða því hvert þær greiðslur ganga, hvort þær fara inn á bankareikning eða til viðskipta- fyrirtækja. Þetta hefur hins veg- ar ekki komið í veg fyrir lánsvið- skipti kaupfélaga til bænda sem líta á sig sem stuðningsaðila þeirra. Þetta er því ekki eins ein- falt mál og margur hyggur. Ljóst er öllum, hins vegar, að rekstrar- Albert Guðmundsson: Vegaskattar og strætisvagnar Albert Guðmundsson flutti breytingartillögu við fjár- lög, þess efnis að strætis- vagnar væru undanþegnir tilteknum sköttum til vega- gerðar, þar sem þeir ækju einvörðungu á vegum, sem viðkomandi sveitarfélög hefðu að fullu greitt. Framsaga hans fyrir tillög- unni fer hér á eftir: Ég hef leyft mér að flytja hér brtt. við frv. til 1., sem hér er á dagskrá, um breyt. á 1. nr. 79 frá 6. sept. 1977, um fjáröflun til vegagerðar o.s.frv. Það er á þskj. 238 og hljóðar svo: Við 2. gr. Á eftir orðunum „sem nota annan orkugjafa en bensin" komi: „öðrum en strætisvögnum“. Við 3. gr. Á eftir orðunum „á kostnað eigenda í bifreiðar” komi: „aðrir en strætisvagnar." Við 4. gr. Siðari málsl. 2. efn- ismgr. orðist svo: „Skal bifreiðin vera að veði fyr- ir gjöldum þessum og skal það veð ekki ganga fyrir öðrum veðum.“ Hvað snertir strætisvagna og á ég þar ekki sérstaklega við Stræt- isvagna Reykjavíkur, ég vil leyfa mér að benda á, að strætisvagnar eru einungis notaðir innan borg- artakmarka eða bæjartakmarka eins og hér á höfuðborgarsvæð- inu, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjavík á götum, sem borgarar Albert Guðmundsson. viðkomandi sveitarfélaga hafa byggt að öllu leyti sjálfir. Hér er um almenna þjónustu við borgar- ana að ræða til að auðvelda fólki að komast á milli staða til og frá vinnu með þessum vögnum og er þjónusta þeirra staðbundin við þær götur, sem ég áðan minntist á. Ég endurtek, að byggingar, við- hald o.fl. á þessum götum sem vagnarnir aka eingöngu eftir, eru ekki fjármagnaðir af Vegasjóði, a.m.k. ekki hvað snertir höfuð- borgarsvæðið og þvi tel ég ósann- gjarnt, að þeir greiði þau gjöld sem hér um ræðir eða að skylda almenningsvagna þessarar teg- undar til að hafa kostnaöarsama mæla setta í bílana. Ég vil geta þess að það er mikiil reksturshalli hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, það er yfir millj. kr. á dag, sem er þungur baggi á Reykjavikurborg og er þessi reksturskostnaður fyr- ir utan allan þann fjármögnunar- kostnað annan, sem kemur beint úr borgarsjóði eða sveitarsjóðum, ef þeir eru með strætisvagna og ég tel, að það sé skylda ríkisstj. eða Alþ. að létta undir með starf- rækslu almenningsvagna, en ekki auka skattbyrði þessara fyrir- tækja. Þvi hef ég leyft mér að leggjaþessar brtt. fram. 1 sambandi við 4. gr. þar sem segir orðrétt með leyfi hæstv. for- seta: „að þungaskattur, dagsektir og viðurlög hafa lögtaksrétt. Skal bifreiðin vera að veði fyrir gjöld- um þessum og skal það veð ganga fyrir öðrum veðurn." Nú er mér sagt og kom fram á nefndarfund- um, að þetta sé hefð og standi í 1. að innheimta opinberra gjalda gangi fyrir öðrum veðsetningum. Ég tel það óréttlátt, að ríkið skuli hér fótum troða þann rétt, sem þinglesinn er til einkaaðila, ef um veðsetningar er að ræða á viðkom- andi tækjum, i þessu tilfelli bif- reiðum. vegar færa hjá ITr að bændur stjórnuðu afurðasölufyrirtækjum í strjálbýli. En væri t.d. hægt að segja hið sama um Búvörudeild SlS? EKJ sagði menn ekki vita ná- kvæmlega, hvenær afurðalán kæmu inn i afurðasölufyrirtæki og hvenáer þau væru þaðan greidd. Hann sagðist og fagna þeim ummælum ITr. að það væri ekki endilega rétt að hafa sama fyrirkomulag á varðandi greiðslu uppbóta og útflutningsbóta. Þar mætti huga að breytingum til hins betra. Hann er þvf opinn fyrir nýjum hugmyndum. Ég hygg, að þessar bætur, og raunar niðurgreiðslur einnig, megi greiða beint til bænda, t.d. ákveðna upphæð fyrir innlagðan mjólkurlitra eða innlagt kjötkíló. Það þarf ekki að ganga „í gegn um“ aðra aðila. ITr. telur öðru máli gegna um rekstrar- og afurðalán Þar kæmu við sögu tæknileg vandamál. Auki t.d. skriffinnsku. Það kom hins vegar fram í máli LJó að umrædd skriffinnskustörf væru unnin hvort eð væri. Ég tel aftur á móti að draga mætti úr skriffinnsku með því fyrirkomulagi, sem í til- lögu minni felst. EKJ sagði að þeir bændur, sem kysu að ráðstafa þessum greiðsl- um til ákveðinna viðskiptaaðila, gætu að sjálfsögðu gert slíkt með fyrirfram ávísun á það. Það gerir hann einfaldlega með yfirlýsingu er hann afhendir sínu verzlunar- félagi, sínum banka eða öðrum. Það er nákvæmlega það sama sem menn gera i dag þegar von er á .stofndeildarláni, ef fá þarf fyrir- fram viðskipti. EKJ sagði það rétt hjá JH að annar háttur væri á þessum mál- um á Suðurlandi en i öðrum landshlutum og nær því, sem til- laga sin gerði ráð fyrir. En varðandi greiðslur beint til bænda mætti nefna fordæmi varðandi afurðasölu Friðriks Friðrikssonar í Þykkvabæ, Slátur- samlag Skagfirðinga og raunar fleiri fyrirtæki. Þessi fordæmi sýndu að annmarkar væru ekki á framkvæmd. Þessi fyrirtæki létu banka annast málin. EKJ beindi því til þeirrar nefndar, sem fær tillöguna til umfjöllunar, að at- hugun næði jafnframt til út- flutningsbóta og niðurgreiðslna. Hann sagðist fús til hugsanlegra breytinga á tillögunni, ef hún næði þannig víðtækari árangri i þágu þeirra markmiða, sem að væri stefnt. — Fjöldi þingmanna tók enn til máls, þó hér verði ekki frekar rakið, enda meginsjónar- mið í málinu komin fram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.