Morgunblaðið - 28.01.1978, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
41
félk í 7*
fréttum L
+ Einhvern næstu daga fellur
dómur i hinu svokallaSa
„Christianiumáli" i Kaupmanna-
höfn, og þá verða örlög ibúa
Christianiu ráðin. þ.e. hvort þeir
fá aS búa þar áfram eSa ekki.
Christianiubúar hafa búíS til tvær
sex metra háar „figúrur" sem eiga
aS tákna dómara. Annarri ætla
þeir aS stilla upp á RáShústorginu
en hinni fyrir framan Hæstarétt. Á
myndinni eru þeir aS leggja siS-
ustu hönd á aSra „figúruna".
+■ Arnóld Palmer er allur f keng af hlátri og Ford, fyrrum forseta
Bandarfkjanna, er greinilega Ifka skemmt enda er það hvorki
meira né minna en Bob Hope sem hér lætur gamminn geysa og
ryður úr sér bröndurunum. Myndin er tekin á golfmóti, sem
söngvarinn Bing heitinn Crosby var upphafsmaður að fyrir nærri
fjórum tugum ára en í þessu móti taka einkum þátt alls konar
stórstjörnur og frægir menn.
+ Henrik drottningar-
maðurinn danski er dálít-
ið hugsandi hér á mynd-
inni og kannski ekki að
ástæðulausu. Hann var
ásamt Margréti eigin-
konu sinni í opinberri
heimsókn í „Borginni
eilífu“ og einn liðurinn í
dagskránni var heimsókn
í Vatikanið. Það leit lengi
vel út fyrir að drottning-
in yrði að fara ein því
páfinn vildi ekkert hafa
með fyrrverandi katólika
ein$.og Henrik að gera. Á
síðustu stundu skipti
hans heilagleiki um skoð-
un og veitti báðum hjón-
unum áheyrn.
+■ Emilio IVIarco Palma heitir
litli snáðinn á myndinni og er
hann fæddur 7. janúar s.l.
Emilio litli hefur það umfram
aðra menn, að hann er fyrsta
barnið sem fæðst f heilli heims-
álfu: Suðurskautslandinu.
Foreldrar Emilios eru Silvia og
Jorge Palma kapteinn og yfir-
maður f argentínskri herstöð,
Esperanza, sem er á skaga, sem
gengur út úr Suðurskautsland-
inu, um 700 mflur frá Horn-
höfða. Argentfnsk stjórnvöld
eru nú að kanna hvort ekki sé
unnt að koma á fastri búsetu á
Suðurskautslandinu og st.vrkja
þannig um leið þær kröfur sem
þeir gera til yfirráða yfir hluta
þess, þar sem þeir hafa sjö her-
bækistöðvar.
Eigum til afgreiðslu
nú þegar snjódekk:
E 78x14
F 78x14
C 78x14
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ.
Véladeild
Sambandsins
HJÓLBARÐAR
BORGARTÚNI 29
SIMAR 16740 OG 38900
Skiphóll
Skútan
Þorramatur hjá okkur
við öll tækifæri.
Þorrabakkinn inniheldur
17 tegundir.
Einnig sjáum við um köld
borð og heitan veizlumat.
Brauð, snittur og
brauðtertur.
Giftingar og
fermingarveislur.
Leigjum út sali fyrir
árshátíðir og annan fagnað.
Skiphóll, Strandgötu 1, simi 52502.
Skútan, Hafnarfirði, sími 51810.
SKIDOO
frá BOMDAfíDIER
m k.
'aMWIinriy^
Stærsti vélsleðaframleiðandi í heimi 40
hestafla sleðar, með stillanlegri fjöðrun
eftir þyngd og snjólagi.
Innifalið í verði mælar og rafstart. Líklega
besti sleðinn. Nokkrir sleðar til afgrgiðslu af
lager, strax.
Einnig örfáir aftanísleðar
Gísli Jónsson & Co hf.
Sundaborg - Sími 86644.