Morgunblaðið - 28.01.1978, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
M0RöJK/--yv!’
kafp/no \\
(I)
Sbí
GRANI göslari
Auðvitað hef ég ekkert við það
að athuga að þú farir á aðal-
fundinn, — ég er bara að hugsa
um hcimkomu þfna.
-iO s-
Hann er sá eini sem ég þekki sem gengur í svefni — vakandi.
Viggó á afmæli í dag, Viggó á
afmæli f dag.
Á að leggja nið-
ur fangelsin?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Vestur fékk illleysanlegt sagn-
viðfangsefni i spili dagsins. Norð-
ur gaf og allir voru utan hættu.
Eftir tvö pöss opnaði suður á
hindrunarsögn, fjórum spöðum.
Velja þurfti sögn á þessa hendi.
Vestur
S. —
H.KG976
T. K654
L. AKD4
Svo sannarlega óþægileg staða.
Hugsanlegar sagnir voru pass, 5
hjörtu, dobl og fjögur grönd. Eftir
pass austurs var passið ekki frá-
leit sögn. En fimm hjörtu mátti
útiloka strax — of mikil ákvörð-
un. Fjögur grönd varð makker að
skilja sem áhuga á að spila alla
ósögðu litina en það var til mikils
ætlast. Og að dobla gat verið tví-
eggjað.
Spil þetta kom fyrir í einum
leikja yfirstandandi Reykjavíkur-
móts. Allar hendurnar voru þann-
ig.
Norður/ allir utan.
Hér í þessu húsi skal framvegis ríkja fullt jafn-
ræði: Þú opnar dósirnar. Ég hita matinn!
„Hinn 23. janúar s.l. birtist i
Dagblaðinu grein með fyrirsögn-
inni: Refsing, til hvers? Greinar-
höfundur telur vafasamt að rétt
sé að dæma óbótamenn. En mætti
ekki spyrja: Til hvers þá lög og
lögregla ef afbrotamenn skulu
ódæmdir?
Greinarhöfundur er að velta
því fyrir sér hvaða tilgang það
’hafi að refsa afbrotamönnum.
Mér skilst að hann álíti að eins
konar vernd eigi að sýna afbrota-
mönnum og jafnvel hjálpa þeim.
En þá spyrja menn máske: Hvað á
að hjálpa þeim með? Nú, ef átt er
við að hjálpa hinum ógæfusömu
mönnum að bæta ráð sitt þá
finnst mér greinarhöfundur ætti
að gefa útskýringu á því, hvernig
sú hjálp skal vera, en þá skýringu
vantar.
Svo virðist greinarhöfundur
vera í nokkrum vafa um hvað
glæpur sé. En hægt væri að koma
með spurningu á móti svo hljóð-
andi: Er það enginn glæpur að
óbótamenn ráðast á sáklaust fólk
með ofbeldi, höggum og barsmíð-
um? Það eitt er vist að þess eru
mýmörg dæmi að óþokkar hafi
ráðist á varnarlausa vegarendur
og jafnvel á gamalt fólk og látið
þar kné fylgja kviði. Og þeir sem
eru svo óheppnir að verða á vegi
þessara þokkapilta eiga á hættu
að verða limlestir og verða svo ef
til vill örkumla eftir fólskulegar
árásir slíkra heiðursmanna. En
eru fórnarlömb árásarmanna þá
alveg réttlaus? Hvað segir grein-
arhöfundur um það?
Ég álít að saklausir og friðsamir
borgarar eigi fulla heimtingu á
því að vera óáreittir af þessum
bófum. Eiga þessir afbrotamenn
að fá að vaða uppi takmarkalaust
með hnefana á lofti og ógnandi
vegfarendum? Greinarhöfundur
virðist vorkenna óþokkunum þeg-
ar þeir falla I áliti allra heiðar-
legra manna vegna athæfis síns.
En hvað er um fórnarlömb þess-
ara manna? Eða á alls ekki að
vorkenna þeim? Þá segir greinar-
höfundur að leita eigi orsakanna,
hvað valdi afbrotahneigð þessara
manna. En hvaða afsökun er hægt
að finna hjá þeim sem oftar en
einu sinni gerast stórbrotlegir við
lög landsins? Er það með öllu
forsvaranlegt að þeir menn sem
geta verið stórhættulegir varnar-
lausum vegfarendum séu látnir
ganga lausir og liðugir? Er nokk-
uð óeðlilegt að frelsi þeirra
hættugripa sé skert? Það er áreið-
anlegt að varhugavert er að leyfa
þeim að syndga upp á náðina, í
stað þess að þeir hinir sömu fái
réttlátan dóm. Þó að umburðar-
lyndi sé fögur dyggð þá á sú
dyggð tæplega alls staðar heima,
og hætt við að hún geti farið út i
öfgar sem fleira.
Eyjólfur Guðmundsson."
Vestur Norður S. Á7 H. 54 T. ÁG9 L.G 109763 Austur
S. — S. G62
H. KG976 H. Á832
T. Kg654 Suður T. 872
L. ÁKD4 S. KD1098543 L. 852
H. D10 T. D103 L. —
A öðru borðanna sagði vestur
fjögur grönd. Norður sagði pass
en austur hélt að hann ætti að
velja láglit, sagði fimm lauf, sem
norður doblaði síðan hæstánægð-
ur. Austur fékk sjö slagi, 700 til
norðurs og suðurs.
En á hinu borðinu doblaði vest-
ur. Austur vissi þá um samlegu í
hjarta en sagði sámt pass og vest-
ur spilaði út laufás.
Þar með fékk sagnhafi hugsan-
legt færi á öilum slögunum. En til
að nýta lauflit blinds þurfti fjórar
innkomur. Hann trompaði útspil-
ið, tók á trompás og trompaði
lauf. Síðan tveir slagir á tromp og
tígultíu spilað. Vestur lét lágt og
gosinn fékk slaginn. Þá var þriðja
laufið trompað og tígulþristi spil-
að frá hendinni. Þá lét vestur
kónginn og sagnhafi varð að taka
á ásinn of snemma. Þar með vant-
aði eina innkomu á borðið og
vörnin fékk því tvo slagi á hjarta.
Fjórir spaðar doblaðir unnir með
éinum yfirslag. 690 til norðurs og
suðurs og spilið féll.
HÚS MÁLVERKANNA
56
þegar hann strauk fálmkennd-
um höndum um skeggið.
— Og svo er auðvitað hætt að
rigna.
Carl Hendberg virtist hafa
elzt um mörg ár.
— Alltaf er rigning þegar
maður óskar eftir þurru og svo
þegar kviknar í... en slökkvi-
liðíð segist munu ráða við
þetta... þeir eru byrjaðír störf.
Þeir eru með slöngur sem eru
notaðar við skógarelda.
— Já, en tré geta ekki brunn-
ið þegar þau eru gegnblaut.
Það var Dorrit Hendberg sem
þetta sagði enn einu sinni.
Carl Hendberg lagði höndina
sefandi um axlir henni.
— Það verður engin skógar-
bruni ( þessu veðri... að það
skuli hafa kviknað f trjánum
við skúrinn, það hlýtur að stafa
af þvf að trén hafa hitnað við
eldinn frá skúrnum, en ég skil
ekki...
— En hvernig kom eldurinn
upp?
— Sjálfsíkveikja.
— Hrfurðu verið að reykja
— Ég veit það ekki ... ég
veit ekki ... nei ég hef ekki
verið að re.vkja.
Birgitte leit á þau hvert af
öðru.
— Ég hef ekki ... ég veit
ekki mitt rjúkandi ráð.
Og allt í einu var komin röðin
að Egon Jensen lögregluþjóni.
Æstur lögregluþjónn sem
ruddist inn f húsið án þess að
berja að dyrum.
Hann fékk þau til að setjast
niður og tók upp minnisbókina
sfna. S’vörtu minnisbókina sfna I
oggula blýantsstubbinn. I
Augu hans voru full tor-
tryggni þegar hann leit á
Birgitte. |
— Ja, ég þarf ekki að spyrja
um nafnið aftur.
— Þekkist þið?
Carl Hendberg rétti síg upp I
stólnum.
— Jú, þökk fyrir. Ég hef þeg-
ar komið f heimsókn hingað
einusinni í nótt. Þá snerist mál-
ið um dauðan kött, og löngun
til að komast f blöðin.
— Uauðan kött...?
Þau horfðu öll á hana.
— Er ekki óþarfi að ónáða
lögregluna út af dauðum ketti?
Emma Dahlgren horfði
spyrjandi á Birgitte.
— Auðvitað er það. Það hefði
ég heldur ekki gert að öðru
jöfnu. En ég fékk á til-
finninguna að einhverjum væri
í mun að hræða mig á brott ...
og svo bréfið ...
Birgitte fann sér til gremju
að hún var farin að stama og
hiksta rétt einu sinni enn.
— Kötturinn var ekki bara
dauður.
— Honum hafði verið komið
fyrir á rúminu mfnu með hvft
blóm hak við eyrun.
Nú gláptu þau öll á hana.
Uti heyrðíst enn snarkið f
eldinum og slökkviliðs-
mennirnir gáfu skipanir, en
það var eins og skúrinn og eld-
urinn skiptu ekki meginmáli
lengur.
— Það var bara það leiðin-
lega við þennan kött að það var
enginn köttur, sagði Egon Jen-
sen. — Það er eiginlcga ekkert
meira um það að segja nema að
unga stúlkan var áfjáð f að
komast í bloðin.
— Hvers vegna skyldi ein-
hver koma dauðum ketti fyrir í
Framhaldssaga eftir
ELSE FISCHER
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
rúminu þínu? spurði Morten
áhyggjufullur.
— Þig hlýtur að hafa dreymt
þetta. Björn var jafnundrandi á
svipinn.
— Hvar er kötturinn?
— Kötturinn er horfinn ...
, ef hann hefur nokkurn tíma
verið hér, en ég get lesið skýrsl-
una sem ég tók niður þegar ég
var hér áðan, sagði Egon
Jensen og blaðaði í bókinni
sinni.
— Skúrinn og skógurinn eru
að brenna, sagði Birgitte
þreytulega.
— Það er allt að verða búið.
Carl Hendberg kom aftur frá
glugganum og settist þyngsla-
lega niður á'stól.
■— Mætti ég þá lesa upp úr
bókinni minni, sagði Egon og
bjósig ábúðarfullur undir að
taka til máls.
— Sakar gömlu konuna sem
stelur kirsuberjunum og/eða
gamla manninn sem safnar ráð-
herramyndunum um að hafa
lagt dauðan kött á rúmið henn-
ar, en hikar þó ekki heldur við
aó lýsa því yfir að Carl Hend-
berg, einn virtasti borgarinn á
staðnum og kona hans, séu ein-
kennileg.