Morgunblaðið - 28.01.1978, Síða 46

Morgunblaðið - 28.01.1978, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978 Bezti leikur Þórs dugði ekki gegn ÍS p#: A FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ léku IS og Þór í 1. deild Islandsmóts- ins í körfuknattleik og kom nokk- uð á óvart, hve Þórsarar veittu IS mikla mótspyrnu. Þegar 5 mínút- ur voru til leiksloka var staðan 88:85 ÍS f vil og virtist allt geta gerst. Þá fékk Jón B. Indriðason sína 5. villu, en hann hafði átt mjög góðan leik og verið drjúgur við að skora í sfðarí hálfleiknum. Við það að missa Jón út af virtist sem allur kraftur væri úr Þórsur- um og stúdentar skoruðu 15 stig gegn 6 lokakaflann og sigruðu 103:91. Það var aðeins í upphafi leiks- ins sem Þór hafði forystu, en munurinn varð þó aldrei mikill, þetta 5—10 stig fyrir ÍS. í leikhléi var staðan 51:42 ÍS í vil. Þórsarar mættu ákveðnir til leiks i síðari hálfleik og byrjuðu að saxa á for- skot stúdenta og náðu nokkrum sinnum að minnka það niður í 3 vild. Beztir hjá IS voru Dirk Dun- bar og Bjarni Gunnar Sveinsson sem átti góðan leik í sókninni. Þá áttu Kolbeinn Kristinsson og Steinn Sveinsson þokkalegan leik. Þórsarar sýndu nú sinn bezta leik í mótinu, en það háir þeim mikið, hve breiddin er lítil. Sömu 5l leikmennirnir léku allan leik- inn þangað til Jón Indriðason fékk sína 5. villu, er 5 mínútur voru til leiksloka. Virtist það at- vik skipta sköpum í leiknum. Fjórir leikmenn voru beztir og stig, síðast þegar staðan var 88:85. UMFN 8 7 1 726:617 14 Síðustu mínútunum er lýst hér að KR 8 6 2 683:554 12 framan og lokatölurnar urðu sem Valur 8 6 2 703:659 12 fyrr sagði 103:91 IS 1 vil is 8 6 2 722:689 12 ÍR 8 3 5 675:707 6 Fyrirfram hafði verið búizt við Fram 8 2 6 630:689 4 auðveldum sigri stúdenta, en þeir Þór 8 2 6 543:608 4 þurftu að taka á honum stóra sín- Ármann 8 0 8 639:810 0 um til þess að innbyrða sigurinn. Hafði maður á tilfinningunni að þeir legðu sig ekki alla fram, að þeir teldu leikinn fyrirfram unn- inn. Á köflum var nánast ekki um vörn að ræða hjá stúdentum, Þórsarar gátu labbað út og inn að STAÐAN STAÐAN 1 1. deild Islands- mótsins f körfuknattleik: Stigahæstu menn: stig Dirk Dunbar IS 235 Rick Hockenos Val 218 Símon Ólafsson Fram 205 Erlendur Markúss. IR 203 Mark Christensen Þór 202 Ljósm. Friðþjófur. Hart barizt í sveitaglímu Júdósambandsins á dögunum en þar bar Júdófélag Reykjavíkur sigur úr býtum. haldið í tilefni 5 ára afmælis JSÍ AFMÆLISMÓT Júdósambands tslands verður haldið í Iþrótta- húsi Kennaraháskólans tvo næstu sunnudaga. N.k. sunnudag, 29. janúar, verður keppt í öllum sjö þyngdar- flokkum karla. Allir bestu júdó- menn landsins keppa, og má bú- ast við mjög tvísýnni og góðri keppni. Júdómenn hafa æft betur í vetur en nokkru sinni fyrr. Drætti frestað AKVEÐIÐ hefur verið að fresta drætti í landshappdrætti Körfu- knattleikssambands Islands til 15. marz nk. Keppnin á sunnudag hefst kl. 2 s.d. Sunnudaginn 5. febrúar svo seinni hluta afmælismótsins í Iþróttahúsi Kennaraháskólans á sama tíma. Verður þá keppt í opn- um flokki karla (án þyngdartak- markana) og einnig í unglinga- flokkum og í kvennaflokki. Afmælismót JSI er haldið ár- lega um mánaðamótin jan- úar—febrúar. Afmælisdagur JSÍ er 28. janúar, og verður Júdósam- bandið 5 ára á laugardaginn.- skiptu stigunum bróðurlega á milli sín, þeir Mark Christensen, Jóhannes Magnússon, sem lék nú sinn bezta leik f vetur, Jón B. Indriðason og Eirikur Sigurðsson, mjög efnilegur leikmaður. Reikna má með, að Þórsarar verði erfiðir heim að sækja, en þeir eiga nú eftir 6 leiki í mótinu og þar af 5 á heimavelli. Vægast sagt furðuleg niðurröðun. Stigin fyrir ÍS: Dirk Dunbar 39, Bjarni G. Sveinsson 22, Kolbeinn Kristinsson 14, Steinn Sveinsson 10, Jón Héðinsson 8, Guðni Kol- beinsson og Gunnar Halldórsson 4 hvor og Ingi Stefánsson 2 stig. Stigin fyrir Þór: Mark Christen- sen 25, Jóhannes Magnússon 24, Eiríkur Sigurðsson 20, Jón B. Indriðason 18, Þröstur Guðjóns- son 4 stig. Dómarar voru Jón Otti Ölafsson og Eiríkur Jóhannesson og dæmdu þeir mjög vel. AG Mark Christensen Þór og Gunnar Halldórsson IS f harðri baráttu undir körfu stúdenta. Kolbeinn Kristinsson og Bjarni Gunnar Sveinsson fylgjast með. (Ljósm. AG). Tveir enskir keppa á badmintonmóti TBR TROPICANAMÓTIÐ í badminton fer fram f TBR-húsinu við Gnoðarvog f dag og á morgun og hefst keppnin klukkan 15 báða dagana. Keppt verður í einliðaleik kvenna og karla og einnig í tví- liðaleik. Það setur sinn svip á mótið, að tveir enskir badminton- Sveitaglíma íslands fer fram í dag SVEITAGLÍMA íslands fer fram ! dag i hinu nýja iþróttahúsi að Varmá i Mosfellssveit og hefst keppnin klukkan 14. Sveitagliman verður nú með nokkru öðru sniði en áður. Hver sveit verður skipuð þremur þátt- takendum i mismunandi þyngdar- flokkum og glima saman menn i sömu flokkum. Með þessu fyrir- komulagi var talið að þátttaka yrði meiri en áður og sú hefur orðið raunin, þvi að þessu sinni munu 6—7 sveitir taka þátt f glimunni en i fyrra voru þær að- eins tvær. HSÞ sendir tvær sveit- ir til keppninnar og Vikverji 1 — 2 sveitir. ÚÍA. Ármann og KR tefla fram einni sveit. HSÞ er núverandi fslands- meistari i sveitaglimu. Unnu Þingeyingarnir sveit Vikverja örugglega i úrslitunum. sem fram fóru á Húsavik i fyrrasumar. Þess skal að lokum getið að flestir beztu glímumenn landsins verða meðal þátttakenda i Sveitaglimunni að þessu sinni. menn koma hingað og taka þátt í mótinu. Þeir heita Brian Wall- work, 25 ára, og Duncan Bridge, 19 ára. Báðir hafa þeir náð langt í íþróttinni. Allt bezta badminton- fólk Islands mun taka þátt í mót- inu og verður fróðlegt að sjá ís- landsmeistarana í tviliðaleik, Sig- urð Haraldsson og Jóhann Kjart- ansson, leika gegn ensku spilur- unum. Mót þetta er á vegum TBR, Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. Er mótið nýtt af nál- inni en þess er vænzt að það verði framvegis haldið árlega. IS OG Þróttur leika um helgina UM HELGINA verður stórleikur i fyrstu deild karla Leika þar ÍS og Þróttur og er þar um úrslitaleik að ræða Það lið sem vinnur gerist mjög sigurstranglegt en hitt missir að likindum af lestinni. Fyrir leikinn verður að telja ÍS sigur- stranglegra þar eð það hefur tapað mun færri hrinum en Þróttur En í liði Þróttar eru sterkir menn um þessar mundir og eru til alls liklegir Leikurinn verður á sunnudaginn í Hagaskólanum og hefst kl 1 6 00 í fyrstu deild kvenna leika Víkingur og Þróttur i Hagaskóla kl 13.30 Verður hér einnig um spennandi leik að ræða í annarri deild karla leika síðan ÍS og Þróttur-b á sama stað kl 1 4.40. þs/kpe Tveir leikir í körfunni TVEIR leikir fara fram f Islands- mótinu í körfuknattleik f fþrótta- húsi Hagaskóla f dag og eru það einu leikirnir um þessa helgi. Klukkan 14.00 leika Valur og Ar- mann og verður að gera ráð fyrir öruggum Valssigri f þessum leik. Ármenningar hafa varla verið nálægt þvf að vinna leik í vetur, en Valsmenn hafa ekki átt betra lið í körfuknattleik en það lið, sem nú berst fyrir Islands- meistaratitlinum. Að leik Vals og Armanns lokn- um, eða um klukkan 15.30 leika KR og Fram og gæti það orðið spennandi viðureign. Framarar eru gersamlega óútreiknanlegir, en virðast alltaf ná sér best upp á móti sterkum liðum eins og leikur liðsins gegn UMFN bar með sér. KR-ingar ætla sér þó vafalaust ekkert minna en sigur því að baráttan á toppinum hefur sjald- an verið jafn spennandi og hver leikur er úrslitaleikur. Nesklúbburinn AÐALFUNDUR Nesklúbbsins — Golfklúbbs Ness — verður hald- inn f Haga við Hofsvallagötu laug- ardaginn 28. janúar n.k. og hefst hann kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. T tue’iio Lei^A FeACMe- uud'ue. ST06B.M ETOttLt <|NM>TO»l otr haulj 6rsoeaes veee'ifcsr s'i>jV*. lok:a<,kip-oio Le'lKOlz.i[ÖM eie--PeA^ALeiOC»c>oeL bBitAB K\swva.e,ocz\>oVo Sz'HAL.L ? '^eAe. ur-\öéu-T

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.