Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978
17
stétta og þá líka kvenna. En
heimsstyrjaldirnar tvær sem hafa
orðið á tuttugustu öldinni. hafa
líka átt sinn þátt í því að konur
hafa farið að láta stjórnmál til sín
taka. Karlmennirnir sem svo
lengi höfðu setið einir að stjórn
ríkjanna, höfðu með atferli sínu
ekki staðfest eða sannað þá
stjórnvizku er réttlætti að þeir
sætu einir að stjórntaumum. —
Það er reynsla aldanna segir þjóð-
félagsfræðingurinn Gaston
Bothout ,,að þvi miður lyktar svo
nær öllum deilum karlmanna, að
vopnin eru látin skera úr. — Það
er eins og karlmenn sjái ekki aðra
leið færa, eins og þeir viti hreint
ekki hvað eigi annað að taka til
bragðs en að fara í stríð.“ Vinur
minn einn, sem síðar beið bana á
vígvellinum, sagði oft: „Karl-
menn hafa mætur á styrjöldum af
sama toga og þeir hafa mætur á
kaffihúsum, af því að þangað fara
þeir ekki með eiginkonur sínar.“
Fullhuganum var stríð fyrirheit
um mannraunir og ævintýri, leið-
toganum tákn um vald þeirra og
mátt. „Stríð,“ sagði skáldið Paul
Valéry einhverju sinni við mig,
„er undarleg tilskikkan þar sem
menn er ekkert þekkjast hætis-
hót, myrða hverjir aðra, til lofs og
dýrðar öðrum mönnum, sem
þekkjast og drepa ekki hverjir
aðra né myrða. . .“
— Ekki er það eingöngu hrein-
lætisins vegna, sem svo margir
laðast að vatni og sundiðkunum
— ástæðurnar geta verið margar,
m.a. þær, að sú hressing og værð
sem fæst í yljuðu vatninu verkar
sem orkugjafi, eldsneyti fyrir
starfsemi líkamans og eykur
andagift en slíkt er þekkt aftur í
fornsögulegan tíma. Vatnið hefur
og orðið vaki margra snjallra hug-
mynda í listum svo sem kunnugt
er. Það er þannig ekki einungis
jörðin, sem þarfnast endurnær-
ingar í gegnum vatn, heldur allt
kvikt á yfirborði hennar — svo er
einnig haft fyrir satt að forfeður
okkar hafi komið frá hafinu, sem
ekki telst ólíklegt svo mjög sem
allt líf á yfirborði jarðar er tengt
og háð hafinu.
Það er vani minn að hugleiða
eitt og annað í vatni — einkum
slíku sem í gömlu sundlaugunum
og læknum í Nauthólsvík. Þetta
er ómengað uppsprettuvatn og
vafalítið mettað radíum og mörg-
um hollum jarðefnum. Sundlaug-
arnar nýju, Sundhöllin við Bar-
ónsstíg og Vesturbæjarlaugin
virðast ekki hafa til að bera þéssa
sérstöku aðlaðandi kennd né sam-
semd með hinu upprunalega. Oft
hef ég hugsað til þess, hvers
vegna ekkert mátti minna á sund-
laugarnar gömlu í því nýja fyrir-
tæki, sem er að mínu mati mikið
gallað. Skammt frá laugunum bjó
Oddur sterki af Skaganum og var
forn og merkileg reisn yfir þeim
sérkennilega manni — gaman
væri að minningu þessa manns
yrði sýnd ræktarsemi í einhverju
formi. Gamli tíminn er annað og
meira en görhul hús og amboð.
Ég hugleiddi margt þær tvær
klukkustundir er við dvöldum í
læknum, en fyrr var ekki hægt að
ná ungmennunum upp úr vatninu
— en hér er ekki rúm fyrir öll
þau fyrirbæri sem að bar þessa
notalegu stund á mörkum frum-
stæðrar og sundurlausrar menn-
ingar.
— Til baka var valin önnur leið
og stefna tekin yfir kirkjureitinn
í Fossvogi á Bústaðahverfið. Utlit
reitsins og umhirða þar sem við
fórum yfir ollu vonbrigðum
vegna áberandi vanhirðu auk lít-
ils frumleika í áritun á krossum
— líkast sem það væri helst fyrir
manntalið á himnum.
Að endingu skal að því vikið í
sambandi við margrædda húsfrið-
un í miðbamum, að eigi fyrir
löngu brann náðhús á baklóðinni
að Suðurgötu 7. Trúlega hvarf þar
með síðasta táknið á sviði slíkrar
yfirbyggðrar „útiathafnar" í ná-
grenni Tjarnarinnar og því end-
urbyggingar þörf. . . — Flestu
gamni (og sjálfhæðni) fylgir jafn-
an nokkur alvara — en víst er að
það ódýrt fyrir þá er engra beinna
hagsmuna hafa að gæta, hvar sem
borið er niður, að hlaða sig alls
kyns hugsjónum.
Bragi Asgeirsson.
Sinfóníu-
tónleikar
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
EFNISSKRÁ:
Viketor Urbancic
Gamanforleikur
Schumann
Cellokonsert óp. 129
Eric Stokes
Sonata
Howard Hanson
Sinfónía nr. 2
Einleikari:
Gunnar Kvaran
Stjórnandi:
George Trautwein
Nú eru liðin 20 ár frá því dr.
Urbancic lézt. Hann átti drjúgan
þátt í uppbyggingu ísl. tónmennt-
ar, bæði sem kennari og stjórn-
andi. Á vissan hátt markar
Gamanforleikurinn dagamörk á
söguspjaldi hljómsveitarinnar og
er stíll verksins og leikur hljóm-
sveitarinnar eins og tveir tímar í
einum atburði, þar sem fram
kemur hvað var og hvað hefur
áunnist. Gamanforleikurinn er
léttilega unninn og var vel
leikinn. Annað verkið á hljóm-
leikunum var cellókonsert eftir
Robert Schumann. Konsertinn er
á köflum mjög fallegur en skortir
mikið af þeirri reisn sem Schu-
mann gat gætt tónmál sitt. Eftir-
tektarvert er hve endurtekningar
stefja eru lítið útfærðar, þannig
að tónhijgmyndirnar verða
áberandi sem endurtekningar og
heggur það í sundur liðandi
tónferli verksins. Varðandi hraða-
val má endalaust deila, en þung-
leiki verksins varð fyrir þá sök
meira áberandi. Gunnar Kvaran
er frábær cellisti og það sem
meira er, hann gefur tónmálinu
tilfinningalegt inntak, er lista-
maður.
Eftir hlé var leikin Sónata
(hljóðun) eftir Eric Stokes. Tón-
verkið sjálf er að mestu byggt á
einum liggjandi hljómi, en smátt
og smátt er fyllt út í myndina með
nærliggjandi tónum. I tónferli og
hljómum var mjög lítið að ske, en
sem blæbrigði og hljómgunar fyr-
irbæri var verkið ekki óskemmti-
legt. Strengjasveitinni var skipt i
þrjá hópa og fyrirkomið á þremur
stöðum í hljómleikasalnum, þann-
ig að á milli hópanna var eins
konar bergmálssamband. sem þó
var ekki nýtt, sérstaklega í form-
gerð verksins. Svona tónlist er
skemmtileg tilbreytni á stirðnuðu
uppfærsluformi en varla meira
en upplifun á hljómgun
(acoustic). Síðasta verkið,
Sinfónía nr. 2, eftir Howard Han-
son er vel skrifuð fyrir hljóðfær-
in, en sem tónsmíð er hún ömur-
legt dæmi um það hve kvik-
myndamenning hefur getað gert
listsköpun illt. Sinfónían kallaði
fram alla þá effekta, sem merkt
hafa kvikmyndir frá Ameríku.
Þarna ægði saman ástarsenum,
stórslysaeffektum, sakamála- og
ástarsorgartónlist.
Trautwein er góður
hljómsveitarstjóri og lék hljóm-
sveitin mjög vel undir hans
stjórn.
STEYPUMÓT
Verktakar sem
nota P-MÓT:
Smári h.f. Ak.
Aðalgeir og
Viðar h.f. Ak.
Hibýli h.f. Ak.
Pan h.f. Ak.
Börkur s.f. Ak.
Þynur s.f. Ak.
Ýrh.f. Ak.
Jón Gislas. Ak.
Sveinn Jónsson
Kálfskinni
Tréver sf. Óf.
Svavar Berg Óf.
Þorgils Svalb.str.
Fróði h.f. Bl.ós
Stígandi h.f. Bl.ós
Hlynur s.s. S.krók.
Húsverk h.f. Akran.
Áshamar Vestm.
Sigurmót Garðabæ
B.S.K. Kópavogi
Á Akureyri hafa
i þrjú ár verið
framleidd
steypumót að
sænskri fyrir-
mynd. Mótin
eru miðuð við
íslenzka stað-
hætti og ætluð
fyrir krana.
Veitum fúslega
allar upplýsing-
ar og tæknilegar
ráðleggingar.
Framleiðandi: Ráðgefandi:
Vélsmiðja Steindórs h.f Teiknistofa Hauks Haralds.1
simi 96-1 1 1 52 Akurevri. s.f
sími 96-23202 Akureyri
Að eeinu tileini
16 ára reynsla í
málmfyllingu á sveifarása
og öxla.
í 16 ár höfum við fyllt upp slitna málmfleti,
t.d. á sveifarásum og öxlum og rennt þá
síðan í upphaflegt mál.
Við fyllum slitfletina upp með:
Stáli, af mismunandi hörkustigum.
Ryðfríu stáli.
Kopar. Eftir því sem við á hverju sinni.
16 ára reynsla hefur fyrir löngu síðan sannað
gæði þessarar þjónustu, enda tökum
við fulla ábyrgð á verkinu.
RenniverkstæÓiÓ
á nýjum Stað Smiðjuvegi 9A, Kópavogi, Símí 44445
EGILL VILHJÁLMSSON HE