Morgunblaðið - 12.02.1978, Side 18

Morgunblaðið - 12.02.1978, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 gangandi á þann stað, þar sem heræfingarnar voru, auk æfing- anna í Hultsfred. Það var þriggja daga daga gangur og Moberg segir frá því hvernig langafi hans skrifaði heim til Lísu og sagðist hafa komist á leiðarenda með skinnið fláð af iljunum. Þegar ná- grannakonan las fyrir hana bréfið á Lisa Thor að hafa hlegið: — Einu skinni meira eða minna, það skiptir ekki sköpum, sagði hún. Thors-Lisa var harðgerð segir Moberg. Alveg eins og sköpuð fyr- ir svona pilt. En hann tekur fram að á herþjónustuárum föður hans hafi herdeildin verið byrjuð á því að fara með járnbrautinni til hinna árlegu heræfinga, svo að pabbi hans þurfti aldrei að ganga þá leið. En hermennirnir urðu að hafa með sér matarbirgðir því krúnan lagði ekki til nægilegt fæði. Nils Thor varð þvíað hafa með sér sérstaklega heimagerðan ost, sem varð að duga honum. Herosturinn svokallaði var gerður úr 15 könnum af mjólk og var þungur og fyrirferðarmikill. Thors-Lisa varð að spara mjólk í langan tíma og skipta á kartöflum fyrir mjólk hjá nágrannakonunni, til að geta haft ostinn tilbúinn í tæka tfð. Myndarskapur hverrar húsmóður var metinn eftir hermannaostinum hennar. Nils Thor gekk með ostinn sínn á bak- inu 36 sinnum til heræfinga og 36 sinnum kom hann aftur með tóman mal. Annars bjó hann heima. Liðsforingi hans og næsti yfirmaður bjó þarna skammt frá og í tveggja km fjarlægð bjó höfuðsmaðurinn. Þannig kynntust þeir, eftir að þeir voru komnir úr einkennisbúningunum sínum. Eftir 36 herþjónustuár fékk Nils Thor eftirlaun og bætti herþjónustu. Þá var hann 58 ára gamall og fílhraustur. Af sjö son- um hans, urðu fimm leiguher- menn, þar á meðal afi Vilhelms Mobergs. Gamli maðurinn lifði og dundaði við býkúpurnar sínar. Hann seldi hunang, þar til hann var 86 ára gamall. Einn fagran maídag 1872 .réðust býflugurnar allt i einu allar á hann. Sagan segir af því að þær hafi ekki þolað brennivínslyktina. Og gamli maðurinn var svo illa farinn af biti að hann fékk hitasótt og dó. Kona hans var þá löngu látin. En sagan um brennivínslyktina hef- ur sjálfsagt orðið til vegna þess að gamli maðurinn hafði ekki viljað ansa því að hætta að brugga, — eins og alltaf hafði verið siður á bænum—, þegar bannið kom, og fékk sekt. Þar fóru tveggja ára eftirlaun. Þetta er vafalaust fyrir- myndin að Gústavi i kvikmynd- inni, sem við sjáum á sunnu- dögum. Ida á elliárum 1 skáldsögu Mobergs eru enda- lok þeirra Gustavs Rösks og Idu allt önnur. I eftirmála við söguna, sem hann nefnir „Raskens efterleverska", lætur Vilhelm Mo- berg Idu vera orðna 86 ára. Hún býr enn í litilli kytru, sem hún flutti í 30 árum fyrr, þegar maður hennar dó, og hún varð að fara af hermannabýlinu. Þarna er svo lágt undir loft, að Röskur sjálfur hefði ekki getað staðið þar upp- réttur og gluggaborurnar litlar. Sjálf er Ida svo illa farin að hún liggur mest í rúminu, en getur með naumindum komist á hækj- um yfir að eldavélinni til að fá sér bita. Hingað til hefur sonardóttir hennar, dóttir elsta sonarins Jóns, komið einu sinni á dag og sinnt henni, og gefið henni að borða. En þarna segir Moberg frá því, er Jón sjálfur kemur með fulltrúa ellimála í héraðinu, segir móður sinni að dóttir hans hafi fengið vinnu í borginni og komi ekki framar. Móðir hans geti ekki ver- ið þarna ein og umhirðulaus og vel muni fara um hana á elli heimilinu. Ida segir lítið. í henn- ar augum er elliheimilið fátækra- hús, og aldrei hefði hún getað hugsað sér að fara þangað. „Hvað hefði Röskur sagt við þann, sem vildi senda ekkju hans á fátækra- heimili?" hugsar hún. „Hann sem var svo sterkur og stoltur. Hann hefði ekki hlustað og látið við- gangast slíkt tal. Hefði hann lifað . . . já, þá hefði allt verið öðru vísi. á sér langar rætur RÖSKIR sveinar nefnist sjónvarpskvikmyndin, sem geró er eftir skáldsögu sænska rithöfundarins Vilhelms Mobergs, Raskens. Myndin er á sjónvarpsskjánum á sunnudagskvöldum og þegar búnir 4 þættir af 8. tslenzk- ir sjónvarpsáhorfendur eru því farnir að kynnast leigu- hermanninum Guastavi Rösk Karlsson og Idu konu hans sem eru aðalpersónurnar, svo og öðrum, er þar koma við sögu. Því er ökki úr vegi að kynna svolítið baksvið þessa verks og höfund þess, einn af þekktustu rithöfundum Svfa á þessari öld, en hann dó 1973 á 76. aldursári. En það var einmitt með skáldsögunni um þessa 19. aldar hermannaf jölskvldu, er út kom 1927, að ungi rit- höfundurinn sló í gegn og tók sæti á bekk með þekktustu rithöfundum Svía. Og sagan um Rösk er orðin eitt af sígildum verkum bókmenntanna. býli eins og þeim, sem við sjáuni í kvikmyndinni. Faðir hans var leiguhermaður, sem settist árið 1907, þegar Vilhelm var 9 ára gamall, að í bæ, sem tilheyrt hafði ætt konu hans í Smálöndum. Og hann tók þátt í landbúnaðarstörf- um og skógarhöggi á unglingsár- unum. Um tveimur kílómetrum þar frá hafði langafi hans, Nils Thor, búið svo og afi hans á öðru leiguhermannsbýli. Og óneitan- lega minnir langafinn á Rösk í sögunni og kvikmyndinni um Rösku sveinana. Langafinn fæddist 4. janúar 1787. Vilhelm Moberg segir sjálfur frá því, að hann hafi af hreinni tilviljun fengið meiri vitneskju um lang- afa sinn en venjulegt sé, því það var ekkert annað en tilviljun að rauðmálað skrín með pappírum gamla mannsins hafði lent hjá föður hans og hann sxðan fundið það í dóti. Þar hafði Nils Thor safnað og geymt alla pappíra og samninga þar sem m.a. var tekinn fram í skiptum á búinu hver smáhlutur. Það gerði Vilhelm Moberg fært að gera sér mynd af leiguhermanninum Nils Thor og lífsháttum hans. „Eg get séð fyrir mér hvernig allt var á litla býlinu hans,“ segir Moberg. En hann hafði á sfnum tíma farið með föður sínum að rústum þess og heyrt hann lýsa því hvernig þar hafði verið umhorfs. „Þarna hafa stígvélin hans staðið í borðkrókn- um, þarna hékk púðurhornið hans undir hillunni á veggnum og þarna stóð smjördallurinn í eld- húskróknum við eldstæðið. Og um hann sjálfan hefi ég gert mér mynd." Ekki var það þó svo, að þarna stykki fram óreyndur rithöfund- ur með nýtt efni. Sagan af Raskens-fjölskyidunni á rætur langt aftur og Vilhelm Moberg var í mörg ár búinn að skrifa i landsbyggðablöðin þjóðlífssögur úr Smálöndum. Hermaðurinn Röskur hafði komið fyrir í nokkr- um af þéssum þáttum, en Moberg vann við blaðamennsku og byrj- aði að skrifa byggðaþætti, sem hann gaf út í bók. Sjálfur skrifaði Moberg unx þetta löngu síðar eða 1968: „Lengi var ég búinn að vera misheppnaður skáldsagnahöfund- ur, og um tíma hafði ég hugsað mér að að skrifa aðeins fyrir leik- hús í framtíðinni. En svo gerði ég enn eina tilraun sem sögumaður — ef hún mistækist líka. þá skyldi það verða sú síðasta . . . Eg átti i fórum mínum efni, sem ég hafði fengið í arf, sem ég batt vonir mínar við: Það voru bernskuminningar mínar frá hermannaleigubýlinu, frásagnir föður míns um æsku sína á öðru hermannabýli og um afa og lang- afa, allar þessar sögur, sem piltarnir sögðu þegar þeir söfnuð- ust saman í jólaboðunum heima — og ég varð að hlusta á þá langt fram á kvöld: Eg gat ekki farið að sofa, því gestirnir sátu á rúminu mínu. Skyldi ég ekki þarna hafa nægilegt efni í skáldsögu? Enginn hafði fram að þessu sagt frá þessum leiguhermönnum eða frá daglegu lífi annars fátæks sveitafólks. Það var leikritaskáldíð, sem 'veitti skáldsagnahöfundinum fjárhagslega hjálp, svo að unnt var að vinna verkið. Tekjurnar af litla gamanleiknum Kassabrist gerði mér kleift að taka mér þriggja mánaða frí frá starfi mínu sem blaðamaður við Nya Vaxjöbladet. Þetta sumar varð að sólríku starfs- og hamingjusumri í sumarbústað við sjóinn í Öland, alveg upplögðum stað fyrir Raskens. Sögu hermannafjöl- skyldunnar.1 11 Frásögn Mobergs hefur sögu- legt gildi, fyrir utan það að persónurnar, einkum Gustav og Ida eru fínt dregnir einstakling- ar. Moberg gefur þarna ákáflegá trúverðuga mynd af þjóðfélags- þróuninni frá tiltölulega ósnortn- UBi; bændaþeimi tij vaxandi iðnaðarsamfélags 20. aldar. Langafinn fyrirmyndin Moberg er sjálfur alinn upp á Hermaðurinn Nils Thor var kvæntur Lisu Jakobsdöttur og þau áttu — eins og segir í gömlum skjölum — tíu velsköpuð börn. Hormannabýlið var lítið, það minnsta I sókninni og gat með naumindum fætt’ eina kú. Hvernig Thor og Thors-Lisa, eins og eiginkonan var kölluð, gátu alið þarna upp tíu börn. Það er ekki auðvelt fyrir nútímafólk á tækniöld að skilja. Kannski getur svárið, sem langafinn gaf ein- hverju sinni liðsforingjanum sín- urri, gefíð nokkra hugmynd um þaö. Sá hafði frxjtt að fætt væri tíunda barriíð dg spuröi Thor hvernig i ósköputmm hann færi að. Nils Thor svaraði: Jú, sjáið þér til, kapteinn. Við höfum haft það svoleiðis við Lísa, að við höfum alltaf lagt okkur fram við að vera best við yngsta barnið." Tvisvar sinnum á ári fór Thor Langafi Mobergs var teiguhermadur Vilhelm Moberg var tæplega þrítugur, þeg- ar hann skrifaði sög- una um Röska sveina. En langafi hans, afi og faðir höfðu verið her- menn. Sven Wollter og Gurie Nordwall eru skólasystkin frá Gautaborg og þau tala smálenzku í myndinni. Jóhann og Gustav koma fram strax í f.vrsta þættinum sem vinnumenn, en fyrir þeinx liggur að verða hermennirnir Klang og Röskur. Neðribæjar-Anna er falleg og léttlynd og á 2000 ríkisdali í handraðan- um. En Röskur tekur hina skynsömu Idu fram yfir hana. Önnu leikur Viveca Seldal. Röskur hermaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.