Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 19
19 MÖRGUNBLÁðYðTsÚNNÚDÁGÚR l'£ FÉBRÚÁR'"Í978 þjálfi, hinn„ betlari. Gústav stendur milli tveggja kvenna i upphafi, hinnar fögru og riku og lauslátu Neöribæjar-Önnu og Idu, sem á allan hátt virðist standa henni að baki. Hann kvænist Idu, af því að hún er heiðarleg stúlka, og hann sér aldrei eftir því. En í gegn um alla söguna vofir „dökka daman“ í baksýn. Andstæðurnar milli liðþjálfans og bóndans Elías- ar verður að ættarfjandskap á borð við uppgjörið milli Monta- guanna og Capulets i leikriti Shakespears. Gustav er sá sterk- ari, þegar fjandskapurinn endar í blóðugum slagsmálum. Þar kemur strax fram hjá Moberg til- hneiging hans, sem entist alla ævi, að velja sér að söguhetju þann, sem er sterkari en allir aðr- ir. En það merkilegasta við bókina er kannski hve hún er ekta, þrátt fyrir þessar gamal- grónu manngerðÍK. En þar bjarg- ar hinn sérkennilegi stíll Mobergs. Annað kemur þarna til. Nákvæmni Mobergs, þegar hann lýsir fýrri tíma með siðum sinum og háttum. Hann lýsir nákvæm- lega klæðnaði ' piltanna, sem ganga berfættir í skónum og með litlu kollhúfurnar með leðurderi til að hlífa augunum við sólinni. Og frásögnin er raunsæ og dramtisk. _c___________________________ Mesta verk sænska sjónvarpsins Úr þessu verki í 19. köflum á 400 síðum um 30 ára lifsstrit þeirra Gustavs Karlssonar, sem varð hermaðurinn Gustav Röskur númer 132 og Idu konu hans, gerði Per Sjöstrand 8 þátta sjón- varpsleikrit. Og það er stærsta verk, sem sænska sjónvarpið hef- ur ráðist í. Sjöstrand vann textann upphaflega í góðri sam- vinnu við höfundinn, Vilhelm Moberg. Talaði við hann viku áður en hann féll frá. Upptakan, sem Sjöström stjórnaði líka hófst í fébrúar 1975 og stóö fram undir jól það sama ár. Sven Wollter leikur aðalhlutverkið, hermann- inn Gustav Rösk. Hann er einn af þekktustu sjónvarpsleikurum Svía. Gurie Nordwall, eiginkona Sjöströms, er sjaldséðari gestur á skjánum, en hún starfar hjá Ríkisleikhúsinu í Stokkhólmi. Bæði eru þau frá Gautaborg, uppalin í sömu götu og gengu í skóla saman, en hafa ekki leikið saman í 20 ár. I kvikmyndinni og meðan á upptöku stóð töluðu þau ekki annað saman en smálenzku. Mest af myndinni er kvikmynd- að í 100 ára gömlum bæ í Sátila á Vesturgautlandi. Þar fannst eftir mikla leit býli, sem var næstum alveg eins og Moberg lýsir hermannabýlinu í sögunni. Um- hverfið var líka dæmigert fyrir Smálöndin, með skógum, akur- spildum á milli og hlöðnum veggj- um. Vesturfararnir Sú bók sem gerði Vilhelm Moberg heimsfrægan, hefur líka verið kvikmynduð til framhalds- sýninga í sjónvarpi. Það er Vest- urfararnir, sem sýnd var í íslenzka sjónvarpinu, með Liv Ullman og Max von Sydov í aðal- hlutverkum. Fyrsta bókin um Vesturfarana kom út árið 1,949 og fjallar um sænska útflytjendur til Vestur- heims. Alls urðu bækurnar fjórar. Sú næsta hét Innflytjendur og kom út 1952, þá Landnemarnin 1956 og Síðasta bréfið til Svíþjóð- ar 1959. En þar lýkur frásögninni af bóndanum Karli Oskari Nilson úr Smálöndum, konu hans Kristínu og öðrum útflytjendum frá Ljuder. Þessar bækur unnu saman í eina skáldsögu, „Skáld- söguna um útflytjendurna“, er út kom 1962 og er álitin eitt af höfuðskáldverkum heimsins um 19. öldina. Þar kemur hvað skýr- ast fram hugsjón Mobergs um frelsið og einstaklinginn. Kristína, sem alltaf hefur heim- þrá, en beygir sig undir hlutskipti sitt, er sígild kvenlýsing. Hann uppstökki en trausti Karl Johann. Draumóramaðurinn Róbert og gullgrafaraleiðangur háns. Gleði- Framhald á bls. 47. Jágerschiöld kapteinn (John Harryson) hafnar fyllibyttunni Ágústi Olson (Micha Gabay) og tekur Gustav Karlson í staðinn og gerir hann að Rösk nr. 132 í herdeildinni. Per Sjöstrand sem þarna er að leiðbeina leikaranum Sven Wolter, er mfkill sérfræðingur í verkum Mobergs og hefur sjálfur leikið Rösk í útvarpsleikriti. Hvað átti hún að gera, fátæk og mædd? Hún yrði send á fátækra- heimili, og hún gæti ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Einn var þó til í hæstum hæðum, sem hún gæti beðið um hjálp, sem hún alla sína ævi hafði beðið um hjálp Og þegar þeir koma með uxa- vagninn nokkrum dögum síðar til að flytja Idu á elliheimilið, hefur hún verið bænheyrð. Hún liggur látin í hvílu sinni. Frásögninni lýkur Moberg með þessum orðum: Ekkja Rösks gat verið ánægð. Siðasta bæn hennar til Drottins hafði verið heyrð. Ekki verður hér rakið efni sögunnar eða sjónvarpsmyndar- innar um rösku sveinana. Henni geta sjónvarpshlustendur fylgst með á skjánum sínum. I sögunni koma fyrir ýmsar fastar mann- gerðir. Léttlyndi hermaðurinn Gústav fær andstæðu sína í hin- um alýörugefnari Jóhanni, sem verður áfengi og léttlyndum kon- um að bráð. Annar verður lið- 36 sinnum þrammaði langafi Mobergs hina löngu leið til heræfing- anna með þungan matarpakka sinn og 36 sinnum aftur heim með tóman mal. Hér sjáum við herdeildina á leið til æfinga í myndinni. Gustav (Sven W’olter) á flótta gegn um skóginn með aleiguna í klút. Hef til afgreiðslu strax örfáar fólksbílakerrur á gamla verðinu. Gerið góð kaup fyrir vorið greiðslukjör. Allar gerðir af kerrum — vögnum og dráttarbeislum Allir hlutir í kerrur fyrir þá sem vilja smída sjá/fir Póstsendum Þórarinn Kristinsson Klapparstíg 8 sími 28616 “ ’ - mmm \ KVENNADEILD Reykjavíkurd. R.K.Í. Fræðsla um sjúkravinastarf kvennadeildarinnar hefst miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20.30 í kennslusal Rauða Kross íslands, Nóatúni 21. Flutt verða erindi um eftirfarandi efni: 1. Rauði krossinn og starfsemi kvennadeildar. 2. Störf í sölubúðum sjúkrahúsa. 3. Störf í heimsóknarþjónustu. 4. Föndurstörf. Væntanlegum sjúkravinum er næstu daga gefið tækifæri til þess að kynnast starfsemi sjálfboðaliða á sjúklingabókasöfnum, sölu- búðum og öðrum starfsgreinum deildarinnar, en fræðslunni lýkur miðvikudaginn 1. marz kl. 20.30 með erindum um: 1. Störf í sjúklingabókasöfnum. 2. Framkomu í starfi. Þátttaka tilkynnist í síma 28222 eða 14909 í síðasta lagi 13. febrúar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.