Morgunblaðið - 12.02.1978, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.02.1978, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 VERÖLD ENDURHÆFING ÞAÐ VAR um daginn, að ég var á gangi niðri í miðbæ í London. Alengdar á undan mér gekk maður og hafði hund í bandi Allt í einu námu þeir staðar Maðurinn leit til hliðar og fór að horfa sem hugfang inn inn um sjoppuglugga; þar var til sýnis sælgæti og dagblöð. A meðan lagði hundurinn frá sér dellu, sem mér sýndist á stærð við meðal tertu. Maðurinn starði á sælgætið og dag blöðin af næsta ótrúlegum áhuga meðan hundurinn var að gera stykki sín. Svo gjóaði maðurinn augunum snöggt til hundsins, sá að hann var búinn að Ijúka sér af, og þeir héldo áfram göngunni. Reiðin sauð í mér. Ég var komin á fremsta hlunn að hlaupa á eftir þeim og taka þá til bæna. En ég áttaði mig í tíma. Hundurinn var stór. Risavaxin skepna Og grimmdarlegur. Maður inn var líka stór. Og hann var ekki síður grimmdarlegur Eg hætti við og hraðaði mér yfir á gangstéttina hin- um megin. Ég hef aldrei verið elsk að hundum. En mér var ekkí illa við þá heldur fyrr en börnin min fóru að komast á kreik En þau eru orðin ófá kilóin af hundaskit, sem ég er búin að skafa neðan af skónum þeirra og þvo úr fötunum þeirra gegnum tíðina. Ég er búin að fá minn skammt af hundaskit. Og hann hefur farð i4la i mig. Mér er orðið meinilla við borgarhunda og það svo, að stund- um jaðrar við hatur! Hundabann hefur alltaf verið við- kvæmt mál og hitamál i Bretlandi. Stjórnmálamenn hafa yfirleitt reynt að hliðra sér við því að taka ótvíræða afstöðu til þess. Og skoðanir al- mennings hafa verið mjög skiptar. En nú bendir ýmislegt til þess, að vináttan sé að breytast. Borgarráðið í Burnley reið á vaðið í fyrra og gaf þar öðrum borgar ráðum gott for- dæmi, sem þeim væri sæmst að fara eftir: bannaði hunda og skemmti- görðum og gróðurlendum borgarinn- ar, einum 120 ekrum lands Þetta varð vitanlega ekki að tilefnislausu. Það er augljóst, að margir hafa verið búnir að kvarta og lengi. Borgarráð víða annars staðar munu hafa uppi áætlanir um „hundalausa lysti- garða" og strangt eftirlit með hund- um á almannafæri. Hundar munu vera nálægt fimm og hálfri milljón talsins í Bretlandi (og hefur ekki nema helft eigend- anna hirt um að útvega sér hunda- leyfi). Á hverju ári leggja þessir hundar ein 50 þúsund tonn af skít frá sér á gangstéttir, götur og i almenningsgörðum. Árið 1976 fæddust 200.000 kynhreinir hundar i landinu — en ekki nema 600.000 börn. Er þó áreiðanlegt, að ótaldar þúsundir hvolpa eru ekki tilkynntar og komast ekki á skrár. Undan farin 15 ár hefur Alan Woodruff, prófessor í læknisfræði i London, unnið að rannsóknum á ýmsum sjúkdómum, sem menn fá af dýrum. Hann hefur komizt að raun um það, að tveir hundraðshlutar allra Breta ala i sér sníkla komna úr hundum — en ein 5% þeirra barna, sem búa nnálægt almenningsgörð- um, þar sem menn viðra hunda sina helzt. Hann tók jarðvegssýni úr 800 almenningsgörðum hér og hvar um landið og reyndust egg hættulegra sníkla í fiórðunqi þeirra. En þessi eqg geta lifað allt að fjórum árum i jarð- vegi. Á hverju ári fær Woodruff eina 30 manns til meðferðar við alvarleg um augnskemmdum af völdum slikra sníkla Það er þó e.t.v. óhugnanlegast um hundahaldið, að Bretar eyða u.þ.b. 240 milljónum punda (nærri 100 milljörðum isl. kr.) i hundamat á ári! Nú hafa margir Bretar vonda sam- vizku af þvi að gera vel við sig i mat meðan ófáar þjóðir svelta hálfu eða heilu hungri. En hvað má þá segja um hundaeigendur? Það er hreinlega ógeðslegt að fleygja hudruðum tonna af kjöti og fiski fyrir hunda þegar þessi matur gæti orðið til þess að bjarga heilsu og jafnvel lifi þús- unda manna. Ég ætla að koma hér á framfæri tillögu, sem ég held að sé heillaráð i öllu tilliti. ef við sitjum uppi með afgangsmat skulum við senda hann þróunarrikjunum, sem verst eru stödd; hundarnir geta étið hundakjöt. Mundu þá ófá mannslif bjargast, en hundum fækka jafnt og þétt i Bretlandi unz ekki væri eftir nema einn og mætti þá setja hann í dýragarð — POLLY TOYNBEE 50.000 tonn af óþvera Leiðin til betra lífernis Allir, sem komu til Saigon með- an stóð á Víetnamstríðinu munu minnast þess úr götulífinu hversu mikið bar á vændiskonum. Þær voru á hverju götuhorni, margar saman og sumar vart af barns- aldri, og seldu blíðu sína hverj- um, er kaupa vildi. Eftir að kommúnistar tóku völdin hófust þeir handa um að útrýma vændi í landinu, sýna vændiskonum fram á villu þeirra og endurhæfa þær. Þetta hefur samt ekki gengið bet- ur en svo, að þótt komið sé hátt á þriðja ár frá því, að stríðinu lauk hefur hvorki tekizt að uppræta vændi né kynsjúkdóma 1 Suður- víetnam og jafnvel hafa kynsjúk- dómar breiðst út og eru komnir norður i land. En þar var nærri alveg búið að uppræta þá áður. 1 Ho Chi Minhborg eru einar þrjár endurhæfingarstöðvar fyrir vændiskonur og fá þær þar bæði lyfjameðferð og „gott uppeldi“. Eru þar u.þ.b. 1000 konur á ári hverju. Þær dveljast þar mis- lengi, sumar fimm mánuði en aðr- ar jafnvel niu. Fleiri en 70% þeirra kvenna, sem koma í stöðv- arnar eru haldnar kynsjúkdóm- um. Yfirvöld telja, að um það leyti sem stríðinu lauk — fyrir tæpum þremur árum, hafi rúmur helmingur allra vændiskvenna í Saigon verið haldinn öðru tveggja sýfilis eða lekanda. En í þann tíð voru taldar 100—200.000 vændis- konur í landinu, „ýmist f hálfu starfi eða fullu“. Ég var á ferð i Víetnam ekki alls fyrir löngu og kom þá í tvær þessar endurhæfingarstöðvar, sem ég nefndi. önnur stöðin nefn- ist þvi langa og ábúðarmikla nafni „1. miðstöð til endurhæfing- ar kvenna og endurreisnar virð- ingar þeirra“. Um það leyti, sem mig bar að garði, var nýkominn hópur 100 kvenna til dvalar og meðferðar þar. Voru þær auð- þekktar frá hinum; þær nýkomnu virtust ráðvilltar og sumar í upp- námi, höfðu óljósa hugmynd um það sem beið þeirra. Forstöðukon- an sagði mér, að stúlkunum væri skipt i tvo flokka — „atvinnu- manneskjur og áhugamanneskj- ur“. Þ.e. þær, sem lifðu af vændi að staðaldri, og hinar, sem drýgðu tekjurnar með því að selja sig endrum og eins. Þær síðar nefndu væru oftast sendar til síns heima eftir skamma dvöl, þegar þær væru læknaðar af kynsjúkdómum og öðrum kvillum. Hinum, at- vinnumanneskjunum, er haldið lengur, í 5—9 mánuði eins og fyrr sagði. Þeim er ekki sleppt fyrr en búið er að kenna þeim eitthvert hagnýtt starf. Þegar konurnar útskrifast úr 1. Tekst Koch að blása lífi í stórborgina? „Sfðasta von“ New York búa lagði einkabflnum. FYRIR skömmu var skipt um borgarstjóra f New York. Ed- ward Irving Koeh heitir sá, sem við tók. Hann þykir nokkuð ólíkur forverum sfnum. Elztu menn f New York segjast ekki muna alþýðlegan borgarstjóra (að vfsu muna þeir nú aldrei neitt) blátt áfram. ærlegan og vinnusaman mann; borgar- stjórarnir hafi ýmist notfært sér embættið til að auglýsa sig, til framdráttar f stjórnmálum ellegar til að auðga sig, ætt- ingja sfna og vini, en minna hirt um það verk, sem þeir voru kjörnir til — sem sé að stjórna borginni. IVIá vera, að nokkuð sé til f þessu: til dæmis að nefna eru fjármál borgarinnar í mik- illi óreiðu, hún er gjaldþrota að heita má og hefur verið f nokk- ur ár. En nú eru vaknaðar vonir um það, að fari að birta svolftið til. Koch hefur tekizt að vekja til- trú New Yorkbúá, og er nú að vona að hann rísi undir henni. Það varð honum til mikils framdráttar f kosningabarátt- unni hversu hann þykir alþýð- legur. Maðurinn er nærri grun- samlega alþýðlegur. Þegar hann hélt til vinnu fyrsta dag- inn í embætti fór hann ekki f einkabfl sfnum eins og forverar hans, og hefði þó varla nokkur maður tekið til þess. Hann fór með neðanjarðarlest. Lýsti hann yfir því við það tækifæri, að hann mundi hér eftir ferðast með lestum og strætisvögnum ævinlega þegar hann hefði tfma til. Það væri ætlun hans að halda sambandi við óbreytta borgarbúa, og þeir væru sjald- hittir f einkabflum borgar- stjóraembættisins. Mæltist þetta vel fyrir. En nokkrum dögum sfðar kom Koch mönn- um enn frekar á óvart. Hann fluttist, með fjölskyldu sinni og öllu hafurtaski, úr Gracie Mansion, hinum opinbera borgarstjórabústað og íbúðar- mikilli höll, og aftur þangað, þar sem hann hafði áður búið — f þriggja herbergja íbúð f Greenwich Village. Sagði hann af þvf tilefni, að „undanfarna daga hef ég styrkzt enn í þeirri trú, að borgarstjóra sé bráð- nauðsynlegt að halda nánum tengslum við daglegt Iff og veruleika í borginni, og til þess verður hann að búa á meðal alþýðumanna — og búa svipað þvf, sem gerist og gengur um hana“. Nú verða menn jafnan grun- samir þá er höfðingjar gerast mjög alþýðlegir. Vel er hugsan- legt, að alþýðlegheit Kochs borgarstjóra séu aðeins „tákn- ræn“, og hann muni t.d. ekki ferðast framar með neðan- jarðarlestum nema þegar Ijós- myndarar eru nær. En hvað, sem um það er, hefur hann óneitanlega látið ýmislegt til sfn taka undanfarið, sem bend- ir til þess, að hann sé staðráð- inn f þvf að rfsa undir því trausti sem menn fengu á hon- um fyrirfram. Hann byrjaði á þvf að skipa öllum yfirmönnum á vegum borgarinnar að gera grein fyrir fjármálum sfnum, skila yfirliti um eignir sfnar, svo að Ijóst yrði, að þeir högnuðust ekki á embættum sfnum umfram umsamin laun. Þvf næst felldi hann niður margvfsleg hiunnindi em- bættismanna og fá þeir nú t.d. ekki lengur bfla og einkabfl- stjóra á kostnað borgarinnar. (Að vfsu geta þeir sótt um það til borgarstjóra, en fram að þessu hefur hann aðeins orðið við þremur umsóknum). Og loks lýsti hann yfir þvf, að hér eftir fengju embættismenn borgarinnar ekkert borgað fyr- ir eftirvinnu. Þykir þeim þaðtrúlega súrt í broti, þvf að það var eitt sfðasta verk Beame, borgarstjóra á undan Koch, að veita fimm milljónum dollara til greiðslu fyrir eftirvinnu. Koch hefur færzt geysimikið í fang. En þaú ætti að verða honum til mikils stuðning f starfi, að hann ávann sér traust fiestra borgarbúa fyrirfram og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.