Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 Þegar gátan var leyst um Martin þeirri grein sem hér fer á eftir í lauslegri þýðingu rekur Wigton nokkuðgátuna um afdrif Bor- manns og segir frá bók sem sagn- fræðingurinn Jochen von Lang hefur sent frá sér en hann átti einna mestan þátt í að svipta dul- arhjúpnum af goðsögninni sem var Bormann. „Sumarið 1947 þegar greinar- höfundur var fréttaritari brezks blaðs í París hringdi sendiráðs- starfsmaður í brezka sendiráðinu, en ástæða var til að ætla að hann væri og félagi í M 1-6, sem var nánar tiltekið brezka leyniþjón- ustan. -Bað hann um aðstoð við að yfir- heyra ungan Þjóðverja. Hafði hann gefið sig fram við sendiráðið og sagði meðal annars á sér þau deili að hann hefði verið einka- flugmaður Martins Bormanns, en hans var þá ákaft leitað. Gaf mað- urinn ótvírætt í skyn að hann hefði nokkru áður hitt „hans grá- klæddu tign“ ájeynilegum fund- arstað í suðurhluta Tangier. Þetta var óneitanlega mjög áhugaverð fullyrðing. Leitin að Bormann hafði byrjað strax f stríðslok. En um það bil sem hillti undir endalok ófriðar- ins hafði hann horfið rétt eins og jörðin hefði gleypt hann. Ásamt fleirum hafði hann haldið til i neðanjarðarbyrginu þar sem Hitler og brúður hans, Eva Braun, höfðu framið sjálfsmorð 36 klukkustundum áður. 1 tuttugu og sjö ár eftir að Adolf Hitler svipti sig lífi í neð- anjarðarbyrginu i Bcrlfn, var haldið uppi öflugri alþjóðlegri leit að „hans gráklæddu tign“, Martin Bormann, sem var nánasti samstarfsmaður Hitlers sfðustu mánuði valdatfma hans. Bormann var f jarstaddur dæmdur til dauða í Niirnbergréttarhöldunum. Rit- stjóri tímaritsins German Inter- national, Charies Wigton, hafði afskipti af leitinni að Bormann á fyrstu árunum eftir stríðið. t Kápusíða bókarinnar um Bor- mann Sekretar MartinBamann: --- DerMann,derHitler f * beherrschte mmr dva'* Bormann Gátan levst: llöfuðkúpu Bormanns stillt upp við m.vnd af honum. Bormann hafði verið flestum gersamlega ókunnur fyrir 1945 og það var nánast einvörðungu vegna þess að lík hans fannst ekki og til hans spurðist ekki sumarið 1945, að um hann mynduðust sög- ur. Fæstir landar hans höfðu heyrt hans getið fyrr en sumarið 1945. Að því tilskildu að mér yrði heimilt að birta allar þær upplýs- ingar sem ég fengi hjá „flug- manni Bormanns" yfirheyrði ég hann í þrjá daga. Við þessar yfir- heyrslur fékk ég mjög nákvæma lýsingu á hinum svonefnda fundi milli Bormanns og „flugmanns- ins“. Þó var svo um hnúta búið — og óneitanlega stór ljóður á öllu þessu ráði — að hvorki ég né neinn annar hafði tök á því að fá frásögn hans staðfesta — né held- ur að gerlegt væri að afsanna hana. Ég sendi eintak af skýrslu minni um yfirheyrsluna til tengi- liðar mins í leyniþjónustunni við sendiráðið. Eg hafði svo hugsað mér að nota málið að öðru leyti sem meiriháttar „fréttaskúbb“ sem vekti heimsathygli. Eftir að hafa rætt málið lengi og ítarlega við ritstjóra minn, Arthur Christiansen, komumst við þó að þeirri niðurstöðu að við yrðum að gefa frá okkur að birta nokkuð um málið, vegna þess að ekki var hægt að fá frásögn mannsins staðfesta. Það skyldi harmað að 25 árum síðar féll þó ritstjóri nokkur fyrir freistingu af svipuðum toga er hann gleypti elna af Bormanns- sögunum og hafði ekki annað upp úr krafsinu en gera sig og aðra sem að fréttinni unnu að fífli á alþjóðavettvangi. Einni eða tveimur vikum eftir yfirheyrslurnar yfir „flugmann- inum“ bar það siðan til tíðinda að sendiráðið í París hafði samband við mig á ný. 1 þetta sinn vildi sá Bréf frá árinu 1945 vard endan- /ega til ad varpa Ijósi á afdrif „hans gráklæddu tignar" ekki gefa upp nafn en sagðist vera M 1-6 sérfræðingur í London og bera hita og þunga skipulagn- ingarinnar að leitinni að Bor- mann. Hann sagðist hafa flogið til Parísar og rætt við flugmanninn og sem við bárum saman bækur okkar var ljóst að hann hafði fengið nákvæmlega sömu út- gáfuna af sögunni og ég nokkru áður. Hann sagði að við gætum ekki hitzt, þar sem yfirboðari hans væri andvigur því. En hann mátti þó segja mér eitt: að frásögn „flugmannsins" væri sú áttunda sem hann kann- aði síðustu mánuði og snerist um að koma því inn að Bormann væri á lífi. Hefðu yfirmenn hans óneit- anlega mikinn áhuga á að vita hver stæði fyrir því að koma þess- um sögum um Bormann á kreik og almennt hver væri tilgangur- inn með því. Varla gerist þörf á að bæta þvi við að lítill vafi leikur nú á að hin hulda hönd sem þar var að verki að minnsta kosti framan af var leyniþjónusta Rauða hersins, GRU, eða það sem nú er þekkt undir skammstöfun- inni KGB. Stalín virðist persónu- lega hafa séð sér einhvern hag í því að koma slíkum sögum á kreik. Og ekki aðeins um Bor- mann, heldur framan af einnig um Hitler eins og allir vita. A næstu áratugum fréttist svo af „Bormann" víðs vegar um heim. 1 Fransiscuklaustri á Ítalíu, í ýmsum Miðausturlöndum, en þó langoftast einhvers staðar i Suð- ur-Ameríku enda hljómaði það ljómandi sennilega. Þangað höfðu komizt margir stríðsglæpamenn nazista og eru reyndar að koma í leitirnar enn. Tímamót urðu í Bormannleit- inni árið 1960 eftir hina sögulegu handtöku Adolfs Eichmanns, böð- uls milljóna Gyðinga. ísraeiar JífcREYKJAVÍK í Herradeild JMJ VIÐ HLEMM MAtTU f^\ DACA 3CATEDDILLAD Til sölu JOHN DEERE 400 A árgerð 1971 VELADEILD HEKLA hf Laugavegi 170-172,- Sími 21240 Cotcrpittor, Cat, og ffl eru skrösctt vörumefki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.