Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórriarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 1 01 00. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Merk rey nsla Astæða er til að bregða sér úr efnahagsgervinu hér í forystugrein og klæðast hinu mannlega gervinu á hvíldardaginn í athyglisverðu samtali við Soffíu Karlsdóttur. sem birtist hér í Morgunblað- inu sunnudaginn 22 janúar sl , segir hún frá ýmsu. sem á dagana hefur drifið, en Soffía var einhver vinsælasta gaman- leikkona sem hér hefur verið og er öllum í fersku minni, sem sáu hana í Bláu stjörnunni og ýmiss konar revíum og gaman- þáttum Enn eru plötur hennar vinsælar Soffía og maður hennar eiga níu dætur og einn son og varð hún að velja á millí þess, hvort hún yrði leikkona eða ,,bara húsmóðir", eignast börnin sín öll, ala þau upp og sjá þeim farborða Hún valdi húsmóður- starfið, en margar leikkonur gegna þvi og leiklist, sem betur fer jöfnum höndum, en jafnstór barnahópur og Soffía hefur þurft að annast kallar á alla krafta móðurinnar Morgunblaðið hefur stund- um áður minnzt á heimilið og nauðsyn þess að slá skjaldborg um það Kennimenn hafa lagt áherzlu á það og mikilvægi uppeldis í samræmi vi& kristna trú, sem á sterkari rætur í hug- um Islendinga en margir vilja vera láta Þá hefur það einnig sýnt sig, að sálfræðingar eru komnir að þeírri niðurstöðu, að börnum er nauðsynlegt að njóta móðurástar fyrstu árin og getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, ef börn eru svipt mæðrum sínum á viðkvæmasta aldri Á þetta hefur verið bent einkum upp á síðkastið, svo mikla áherzlu, sem sálfræðing- ar — og þá ekki sizt á Norður- löndum — hafa lagt á þessa mikilvægu niðurstöðu nýjustu rannsókna Soffía Karlsdóttir telur ekki, að hún hafi í raun og veru fórnað neínu fyrir heimili sitt og börn, þvert á móti hafi hún sjálf hlotið lífsfyllingu og hamingju vegna samskipta sinna við börn sín og fjölskyldu. Það er athyglisvert að sjá afstöðu leik- konunnar, ekki sízt nú á tim- um, þegar slik afstaða þykir ekki ,,fín", a m k ekki i augum allra, sem um þessi mál hafa fjallað í fjölmiðlum I lok samtalsins segir Soffia Karlsdóttir, og er ástæða til að benda sérstaklega á það: „Með öll þessi börn megnar maður ekki annað fyrir þau þegar þau vaxa upp en að veita þeim menntun, ef þau vilja og létta svofítið undir með þeim með barnagæzlu og þess háttar meðan þau eru að koma undir sig fótunum Að öðru leyti verða þau að sjá um sig sjálf Það gera þau lika Og ég dáist að stelpunum, hvað þær sætta sig við lítið I rauninni er ég þakklát fyrir, að hafa átt svo mörg börn, að við höfum ekki getað spillt þeím með peninga- austri Umfram allt er ég þakklát fyrír að eiga þennan stóra barnahóp. Og öll eru börnin vel af guði gerð Ég lít svo á, að heimilið sé undirstaða þjóð- félagsins, og ef manni tekst að gera svolitið betri manneskjur úr einhverjum, þó ekki sé nema nokkrum börnum, þá hafi maður gert gagn í lifinu." Þetta eru orð þroskaðrar konu, sem hefur hlotið mikla hamingju af verðugri reynslu. Þau hljóta að verða ýmsum ihugunarefni, ekki sizt þeim, sem vilja stinga við fótum og íhuga stöðu heimilisins nú á tímum Ekkert er sjálfsagðara en að konur vinni úti, eins og kallað er Það hlýtur að vera þeim jafn eðlilegt og karlmönn- um En svo verðugt sem það er ,,að vinna úti", þá er það ekki siður verðugt verkefni í lífinu að sinna börnum sinum, veita þeim þá móðurást, sem þeim er nauðsynleg, a.m.k fyrstu árin, reyna að koma þeim til manns Margar konur hafa ekki efni á að'vinna ekki úti Þaer sækja nauðsynlegar rauntekjur heimilísins eins og það er kallað, á almennan vinnumark- að, og leggja í raun og veru á sig tvöfalda vinnu með því Hollenzkir sálfræðingar ganga jafnvel svo langt, að þeir fullyrða, að það geti verið börnunum skaðlegt, ef þau eru aðskilin frá mæðrunum um leið og naflastrengurinn hefur verið slitinn, eins og ein- att hefur verið gert á fæðingar- stofnunum Af þeim sökum m.a. fæða um 40% hollenzkra kvenna börn sín i heimahús- um Nú mun það oftar tiðkast en áður að börnin eru ekki aðskilin frá mæðrum sinum við fæðingu og hafa ýmsar fæðingarstofnanir látið af þeim sið, svo mikilvægt sem það þykir, að börnin haldi áfram tilfinningalegu sambandi við móðurina strax eftir fæðingu. Samkvæmt upplýsingum dr. Gunnlaugs Snædals í Morgun- blaðínu sunnudaginn 29 jan- úar sl má sjá að heimafæðing- um hafi fækkað töluvert hér á landi á sl. ári en þær munu aðeins hafa verið um 40 i stað 56 árið þar á undan. „Nokkur árin áður hefðu heimafæðingar jafnan verið í kringum 90 ” Þessar upplýsingar eru at- hyglisverðar Og með tilliti til fyrir þeim konum ekki síður en hinurh, sem þurfa að sinna stórum barnahópi heima. En við skulum jafnframt muna eft- ir því, að hver er sinnar gæfu smiður. Við skulum hvorki láta tízku né afstöðu opinberra aðila ráða því, hvernig fólk leitar lifshamingju sinni fyllingar. Það verður hver og einn að gera með sínum hætti Soffía Karlsdóttir hefur farið leið, sem ætti að geta orðið mörgum gott fordæmi þeirra rannsókna, sem fram hafa farið á undanförnum árum, gæti verið ástæða til að íhuga, hvort nauðsynlegt er að fjalla um þessi viðkvæmu mál meir en gert hefur verið. Um það geta sérfræðingar sagt og þá haft forystu fyrir leikmönn- um Þá má einnig á það benda, að sérfræðingar telja það siður en svo skaða börn, þó að þau séu hálfan daginn á dagvistun- arheimilum eða leikskólum, en aftur á móti geti það verið skaðlegt, ef þau dveljast þar allan daginn og missa þannig að mestu tengsl við mæður sinar Þetta mætti einnig ihuga, án þess Morgunblaðið vilji leggja neinn dóm á þetta atriði frekar en annað það, sem hér hefur verið bent á En ein- hvern tímann verðum við samt sem áður að hugsa um mann- réttindi barnanna á þessari mannréttindaöld, ekki síður en okkar hinna, sem erum komin til vits og ára og þurfum ekki á að halda handleiðslu og móður- ást, sem börnum er lífs- nauðsynleg. Astæða er til að bera virðingu Til íhugunar Stéttaátök og verðbólga í athyglisveröri grein, sem Magnús Kjartansson ritar í blað sitt 29. janúar sl, um verðbólguna segir hann fullum fetum, að hún sé „afleiðing af stéttaátökum", eins og einn kafli greinarinnar heitir. I þessum kafla segir Magn- ús m.a.: „Þótt áhrif verðbólgunn- ar sé býsna flókið félagslegt fyrir- bæri eru orsakir hennar einfald- ar. Hún er hvarvetna afleíðing af stéttaátökum í þjóðfélaginu. Verðbólgan á islandi er mjög ljóst dæmí um þetta. Hún er afleiðing af átökum launafólks og atvinnu- rekenda um kaup og kjör og inn- lent vandamál að langmestu leyti (þótt alþjóðleg verðbólga geri vart við sig í vaxandi mæli eins og þegar olíuverðhækkunin dundi yfir 1973 og fjölmargar alþjóðleg- ar hækkanir á vörum, sem tengd- ust oh'u). Islenzka verðbólgan þróast ofur einfaldlega þannig: Samtök launamanna heyja bar- áttu fyrir hærra kaupi og bættum kjörum. Eftir tiltekin átök eru gerðir samningar, sem leggja byrðar á atvinnuvegina. Síðan taka atvinnurekendurnir til sinna ráða, hækka verð á öllum fram- leiðsluvörum sínum og velta þannig byrðunum af sér og út í verðlagið. Þeir atvinnurekendur, sem framleiða fyrir erlendan markað geta ekki notað svona ein- falda aðferð, heldur er gengi krónunnar skráð í þeirra þágu með gengislækkunum eða þeírri nútímaaðferð, sem nefnd er „fljótandi gengi“. Þessi hringrás var frekar hæggeng þegar hún hófst í síðustu heimsstyrjöld, en síðan hefur hún aukið hraða sinn með minniháttar hléum, þar til i tið núverandi stjórnar, að við er- um að ná Evrópumeti og verðum vafalaust fljótlega heimsmethaf- ar, ef áfram verður haldið á sömu braut. Verðbólgan er orðinn meg- inþáttur í viðhorfum allra fyrir- tækja jafnt og fjölskyldna og ein- staklinga . . Þetta eru athyglisverð orð leið- toga flokks, sem hefur stéttabar- áttu að megintakmarki. Þetta er í raun og veru játning stjórnmála- manns, sem hlotið hefur meiri yfirsýn en ella vegna mikillar stjórnmálareynslu og þá ekki sízt stjórnunar meðan hann var ráð- herra. Það hefði einhvern tfmann þótt saga til næsta bæjar, ef for- ingi sósíalista á íslandi hefði gef- ið út svo skýlausa og afdráttar- lausa yfirlýsingu um orsakir verð- bólgunnar, einhvers mesta vá- gests, sem rekið hefur á fjörur íslenzkrar dægurbaráttu síðastlið- in 30—40 ár. En nú hefur Magnús Kjartansson tekið af skarið og tal- ar enga tæpitungu um það, hver er meginorsök hinnar miklu verð- bólgu hér á landi: það eru stétta- átökin. Þetta kemur heim og sam- an við hina mjög svo athyglis- verðu og raunar stórkostlegu kú- vendingu ítalska verkalýðsleið- togans og kommúnistans Luciano Lama. Hann viðurkennir að bar- átta og baráttuaðferðir ítölsku verkalýðsfélaganna, sem komm- únistar hafa stjórnað mörg undan farin ár, hafi grafið undan efna- hagslífinu og fjárhag helztu iðn- fyrirtækja, og það séu einkum verkföll og óraunhæfar kröfur sem hafi eyðilagt samkeppnis- hæfni ítalskra fyrirtækja og þannig aukið atvinnuleysi og glundroða á ítalíu. Sem sagt: und- irrótin er stéttaátök. Stétt með stétt Sjálfstæðisflokkurinrr hefur marglýst yfir því, að hann sé flokkur allra stétta. Hann vill minnka stéttaátök og hefur haft það að kjörorði sínu, að lítil þjóð eins og íslendingar, sem situr í raun og veru við eitt og hið sama borð, eigi að geta jafnað deilumál sín og skipt þannig þjóðarkök- unni, sem er orðin frægasta kaka í samanlagðri sögu okkar, þann veg, að allir geti sæmilega eða vel við unað. Þannig er það einnig í raun og veru, að í augum útlend- inga er íslenzkt þjóðfélag stétt- laust, enda þótt mikil átök hafi farið fram um skiptingu þessarar köku, og á þeim átökum ber flokk- ur Magnúsar Kjartanssonar ekki sízt mikla ábyrgð vegna þess að hann hefur kynt linnulaust undir stéttaátökum fram á þennan dag og ekki virðíst draga úr því, ef miðað er við atburðarás síðustu daga. Þó virðist svo, sem sumir leiðtogar Alþýðubandalagsins sjái nú að sér og geri sér grein fyrir því, hver er mesti verðbólgu- valdurinn í þjóðfélagi okkar. Mágnús segir, að ef við hefðum lifað á miðöldum, hefði verðbólg- an að öllum líkindum hlotið þau nöfn, sem djöfsi gekk undir í vit- und alþýðu manna hér á landi. En eftir grein hans hljótum við að líta svo á, að þeir alþýðubanda- lagsmenn gætu tekið undir full- yrðingu eins og þá, að stéttabar- áttan sjálf sé í raun og veru myrkraaflið í sögu íslenzku þjóð- arinnar eftir styrjöldina. Stefnuskrá flokka Hér að framan var fullyrt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði það á stefnuskrá sinni, hvað sem annars má um hann segja, að bera sáttar- orð á milli stétta og slá skjaldborg um það meginatriði í félagslegu lífi íslendinga, að hér ríkir engin yfirstétt yfir einhverri kúgaðri al- þýðustétt, heldur séu allir Islend- ingar með einhverjum hætti tengdir öllum stéttum þjóðfé- lagsins og á þetta beri að leggja áherzlu. Flokkurinn hefur undir- strikað þessa stefnu sína með kjörorðinu: stétt með stétt, eins og fyrr hefur verið minnzt á, en andstæðingar hans hafa reynt að gera það tortryggilegt, jafnvel hlægilegt, á þeim tímum hrika- legra stéttaátaka, sem við höfum lifað. Ef tekið er mið af kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins, leynir sér ekki, að íslenzka þjóðin vill að þessi andstaða við stéttaátök verði eitt af megineinkennum ís- lenzkrar stjórnmálabaráttu nú sem áður, svo mikið sem fylgi flokksins er. Sérfræðingar í þjóð- félagsmálum hafa bent á — og kom það nú síðast fram í athyglis- verðu og raunar merku erindi Svans Kristjánssonar um Sjálf- stæðisflokkinn í útvarpinu nýlega — að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki fengið þá þingmannatölu, sem hann hefði hlotið samkvæmt kjörfylgi sínu, ef hann hefði feng- ið þetta sama fylgi í nágranna- löndum okkar, því að kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins hefur nægt mörgum flokkum í lýðræðisþjóð- félögum til að ná meirihluta á þjóðþingum viðkomandi landa. I stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins er beinlínis tekið fram, þegar hann var stofnaður 1929, að hann vilji vinna að innanlandsmálum af víðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu „á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir aug- um“, eins og komizt er að orði. Þannig þarf ekki að spýrja um upprunaleg markmið flokksins, né hver hafi verið helztu sjónar- mið hans allt frá stofnun og fram á þennan dag. Flokkurinn hefur ávallt barizt gegn stéttaátökum og samkvæmt kenningum Magnúsar Kjartanssonar hefur hann þá einnig reynt að berjast gegn verð- bólgu, sem að dómi Magnúsar er ein helzta afleiðing af þessum stéttaátökum. Það gengur enginn að því grufl- andi, að eitt helzta markmið Al- þýðubandalagsins hefur verið að auka stéttaátök á tslandi, og ef við lítum á fyrirrennara þess, Kommúnistaflokk Islands og Sameiningarflokk Alþýðu- Sósílistaflokkinn, þá leynir sér ekki, hver voru markmið þeirra. Meginkjarninn í stefnu þessara flokka voru stéttaátök, jafnvel hatur milli þeirra, sem ólík störf unnu. Þegar Kommúnistaflokkur Islands var stofnaður 1930 lýsti hann yfir því, að hann vildi fylkja íslenzkum verkalýð, eins og kom- izt var að orði, undir merki sitt á grundvelli marxismans til baráttu fyrir valdatöku hans og afnámi auðvaldsskipulagsins með sigri sósíalismans í verkalýðsbyltingu. Kommúnistaflokkurinn var deild úr alþjóðasambandi kommúnista. Þegar Sameiningarflokkur Al- þýðu Sósíalistaflokkurinn var stofnaður 1938 af kommúnistum og flokksbroti Héðins Valdimars- sonar úr Alþýðuflokknum, voru stéttaátök boðuð sem kjarni stefn- unnar til „að vinna bug á auð- valdsskipulaginu á Islandi og koma á í þess stað þjóðskipulagi sósíalismans, þ.e. frjálsu, stétt- lausu samfélagi allra vinnandi manna í landinu, hvort sem þeir vinna erfiðisvinnu eða andleg störf .. Síðan er bætt við, að Sósíalista- flokkurinn byggi „skoðanir sínar á grundvelli hins vísindalega sósfalisma, marxismanum. ..“, eins og komizt er að orði, en það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.