Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1978 ÍiO^^VOMCtWrtC Umsjón: STEFÁN HALLDÓRSSON OG SVEINBJÖRN BALDVINSSON Misgóð spretta í menn- ingargrasinu Slagbrandur skoðar skólablöð I anda hinnar markvissu og ábyrgu stefnu Slagbrands 1 menningarmálum, tók hann sér fyrir hendur í haust er leið að kanna, og kynna landslýð, framlag ungs fólks til fslenskr- ar mcnningar. Ræddi hann af því tilefni við lciklistarfólk og sfðar litu dagsins Ijós nokkur viðtöl við ungt fólk sem lcggur stund á klassfska tónlist. 1 framhaldi af þessu ákvað Slag- brandur að kynna sér það menningarframlag ungs fólks, sem hvað minnst er um vitað af almcnningi og hvað mest einskorðað við þröngan hóp ungmenna, og mikið fyrir þvf haft, en það eru skólablöðin; f þessu tilfelli skólablöð fram- haldsskólanna á höfuðborgar- svæðinu. Þau skólablöð sem Slagbrandur gat nálgast í fyrstu umferð voru frá Mennta- skólanum í Reykjavík, Mennta- skólanum í Kópavogi, Flens- borgarskóla og Verslunarskól- anum. f Menntaskólanum við Sund hafði ekkcrt skólablað verið gcfið út, en af skólablaði Menntaskólans við Hamrahlfð er það að segja að Slagbrandi tókst ekki að útvega sér það í fyrstu tilraun, en hyggst reyna aftur. 1 þessum blöðum kennir nátt- úrulega margra grasa og eru þau grös sum harla lágvaxin, en á milli eru þó snaggaralegir toppar sem lofa góðu. Það verð- ur að segjast eins og er að Slag- brandi þykir skóiablað M.R. bera mjög af, hvað varðar bæði frágang og efni og hyggst hann geyma sér að birta efni úr því blaði þar til næst, og þá vænt- anlega einnig efni úr skóla- blaði M.H. Skólablað Verslunarskólans, „Viljinn", er prýðilegt blað, hvað varðar uppsetningu og frágang. Mestur hluti efnisins er nátengt skólanum sjálfum og margháttaðri félagsstarf- semi innan hans, sem von er. Er þar m.a. fjallað (og deilt) um móðurmálskennslu, árs- einkunnir, leikrit á nemenda móti, ofl. f þessu blaði er m.a. ein smásaga sem höfundur skrifar undir dulnefninu „J. Helgason kennari“. Sagan nefnist „Bernskuminning“ og er birt annars staðar hér á sfð- unni. Skólablað Flensborgarskóla heitir „Draupnir". Uppsetning þess þótti Slagbrandi nokkuð þreytandi, en efni þess er að flestu leyti til fyrirmyndar. Eitt ákveðið málefni hefur ver- ið valið til umf jöllunar í þessu blaði og er það trúmál. Eru margar greinar í blaðinu um það efni, bæði eftir nemendur og aðra og sýnist sitt hverjum. Virðist þessi hugmynd, að hafa ákveðið aðalmál til umræðu f hverju blaði, hafa gefist vel. Mikið af efninu í blaðinu cr kynning á félagsstarfseminni, og þá ekki einungis innan skól- ans, heldur er og kynnt það sem á boðstólnum er af list- sýningum og þess háttar vfðs vegar um höfuðborgarsvæðið. f blaðinu er ennfremur smásga eftir Astu Sigurðardóttur og nokkrar Ijósmyndir eftir með- limi Ijósmyndaklúbbs skólans. Birtast nokkrar þeirra hér. „Sinf jötli“ nefnist skólablað Menntaskólans f Kópavogi. Það er heldur leiðinlega upp sett og aðfengnir brandarar skipa full verðugan sess í blaðinu að dómi Slagbrands. Nokkur stjórn- málaumræða er í blaðinu, ann- ars annars vegar í tilefni af hönnun á afstöðu nemcnda til hersins á heiðinni og hins veg- ar f tilefni af 1. des. Einar þrjár smásögur eru f blaðinu og er það vissulega ánægjulegur fjöldi. Vmislegt sniðugt er f blaðinu en óneitanlega urðu það Slagbrandi n nokkur von- brigði f sambandi við sniðug- heitin að þau voru á köflum svo barnaleg að þau minntu einna helst á „kúkogpiss — Móral“ þann, sem í ungdæmi slag- brands var helst í heiðri hafður á barnaleikvöllum. Á einni brandaraopnunni f blaði þessu eru einnig tvö ljóð eftir höfund sem kallar sig S.O. Þau eru góð hvíld frá fyndninni (!) og birt- ast hér. Ég vil að lokum þakka aðstandcndum þessara blaða velvild f garð Slagbrands og óska þeim til hamingju með árangurinn af striti sfnu, en hann cr þcgar á heildina er litið allgóður. — SIB BERNSKUMINNING Þegar ég var lítill drengur átti ég heima við lítinn fjörð sem skerst inn í Vestfjarðarkjálkann. Þar bjó ég með mcður minni, föð- ur og systur minn sem er nokkru yngri en ég. Húsiu, sem við áttum heima í, var einr húsið við fjörð- inn. Það var e'cki stórt en þó nægilega stórt f' rir okkur fjögur. Pabbi minn og hróðir hans höfðu byggt það á eir u sumri. Það var sumarið áður en ég fæddist. Þetta var sterkbyggt timburhús með eldhúsi og tveimur herbergjum. i öðru herberginu sváfu mamma og pabbi og ég þangað til litla systir kom, þá flutti ég fram í „stofuna", eins og við kölluðum hitt herberg- ið. Það var nokkuð stærra en svefnherbergið. Þar inni borðuð- um við og unnum öll hin daglegu heimilisstörf. Við áttum lítinn bát og rérí pabbi, ávallt þegar viðraði til þess, út á fjörðinn og veiddi handa okkur fisk í soðið. Þessi Þátur var líka eina samgöngutæk- ið sem við höfðum til að komast í samband við umheiminn því fjöll- in, sem unkringdu fjörðinn á allar hliðar, voru svo hrikaleg að það var aðeins fyrir þaulreynda fjall- göngumenn að klífa þau. Björn, en svo hét föðurbróðir minn, bjó hjá okkur þangað til ég var 3 ára. Þá reri hann einn út á fjörðinn í litla bátnum til að fiska. Pabbi var heima við að höggva í eldinn, þó venýulegast færu þeir saman út. Báturinn kom að landi 4 tímum seinna, en Björn frændi var ekki í honum. Hann hafði fallið útbyrðis og líklega fests í netinu sem hann hafði verið að draga um borð því að 5 fiskar voru í bátnum en ekkert net. Það var svo tíu árum seinna að sá atburður gerðist sem ég nú ætla að segja ykkur frá. Ég var þá u.þ.b. 13 ára gamall og hafði um nokkurra ára bil róið til fiskjar. Það var svo einn dag þá um haustið að pabbi var hálf las- inn og spurði mig hvort ég treysti mér ekki til að fara einn út. Ég hélt það nú og reri ég frá landi. Mamma og litla systir stóðu í flæðarmálinu og vinkuðu í kveðjuskyni. Þegar ég var kom- inn á þann stað þar sem mesta aflavon var renndi ég netinu í sjóinn. Síðan fór ég að dorga með litlu handfæri sem ég hafði ávallt meðferðis á meðan ég beið eftir því að fiskur kæmi í-netið. Þegar ég var búinn að sitja þarna í u.þ.b. klukkutíma fór báturinn skyndi- lega að rugga ískyggilega mikið þrátt fyrir að varla bærðist hár á höfði. Og.allt í einu skýtur manns- höfði upp úr sjónum rétt við hlið- ina á bátnum. Mér brá að vonum mikið við þetta en hjálpaði þó manninum upp 1 bátinn. Þegar hann var kominn um borð fékk hann sér sæti á einni þóftinni, brosti til mín og sagði: „Komdu sæll frændi, manstu ekki eftir mér?“ Ég kannaðist ekki við að hafa sér manninn áður og sagði honum það. „Ég er hann Björn frændi þinn“, sagði þá maðurinn. Ég starði furðu lostinn á manninn því að mér hafði verið sagt að hann hefði drukknað þegar ég var lítið barn. Hann sá hvað ég varð skrýtinn á svipinn og sagði: „Já, þú heldur auðvitað að ég sé dáinn, væni minn, en ég er eins sprelllif- andi og þú“. „En. En“. Ég kom ekki upp nokkru orði fyrir undr- un. „Já“, sagði hann, „en nú skal ég segja þér hvað á daga mína hefur drifið þessi 10 ár síðan ég hvarf frá ykkur. Ég reri þennan umrædda dag einn út því að pabbi þinn þurfti að huga að ýmsu heima fyrir. Ég var staddur hér á nákvæmlega sama stað og við erum nú þegar skyndilega kemur ungur maður upp úr sjónum við hliðina á bátn- um. Hann kom mér dálítið furðu- lega fyrir sjónir því að hann var vita hárlaus og í engum fötum að mér virtist. Ég hjálpaði honum upp í bátinn og þá sá ég að hann var 1 nokkurs konar samfestingi sem bar sama lit og húðin og féll alveg að líkamanum. Hann kynnti sig og sagðist vera sonur Kosmír- usar forseta í Kamúríta borg. Hann sagði að þeir hefðu alltaf hjá sér varautanríkisráðherra sem væri maður sem lifað hefði á landi. Nú væri síðasti ráðherrann látinn og það vantaði nýjan í hans stað. Þess vegna hefði hann nú verið sendur til að spyrja mig hvort ég vildi ekki taka við þess- ari stöðu. Ég var varla búinn að ná mér enn eftir undrunina við að sjá manninn þarna í sjónum, hvað þá að átta mig á öllu því er hann var að segja, svo ég kom ekki upp orði til að segja það sem mig langaði til. Að lokum tókst mér þó að stynja því út úr mér hve’nig í ósköpunum ég ætti að fara að því að lifa í vatni. Þá hló hann að mér og sagði að ég þyrfti aldrei að koma 1 vatn nema þegar ég færi út úr borginni upp á land. Borgin sjálf væri umlukun þykkum vegg sem ekkert vatn kæmist í gegnum og neðanjarðargöng lægju til nær- liggjandi börga. „Þegar loksins losnaði svo um raddböndin í mér ræddum við saman þó nokkra stund og að lok- um lét ég til leiðast að koma nið- ur, smá tíma' a.m.k., og vita, hvernig mér litist á þetta. Nú og mér líkaði svo vel þar að þar hef ég verið síðan.“ „En Björn frændi,“ sagði ég, „hvers vegna ert þú að segja mér allt þetta?“ „Ja, mér finnst ég eiginlega verða að gefa þér greinagóða skýringu á því hvers vegna ég skýt allt i einu upp koll- inum eftir svona mörg ár og það hér út á miðjum firði. Sjáðu til mig hefur nefnilega alltaf langað svo mikið til að sjá þig og tala við þig og í dag, þegar ég sá að þú varst einn í bátnum ákvað ég að nú skyldi ég láta verða af því. Ég ætla hins vegar að biðja þig um eitt, væni minn. Segðu ekki nokkrum lifandi manni frá þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.