Morgunblaðið - 12.02.1978, Side 44

Morgunblaðið - 12.02.1978, Side 44
44 MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGÚR 12. FEBRÚAR 1978 l'nsi madur. Þú s«“m aðrir á þinum aldri verðid ai) laira þai) utanbókar ai) hlaupa ckki frá vandamálunum. OtrúlcKl en satt! Éj; tel mij; öruggari við hliðina á yður. þegar þér akið á 110, en ef þér mynduð leggja hílnum hér! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Hér að neðan er eitt af mörgum skemmtilegum spilum, sem fyrir komu f keppni Bridgesambands- ins til forvals landsliða fyrir Norðurlandamótið í ár. En það verður haldið á Hótel Loftleiðum í júnímánuði. Austur gaf, allir utan hættu. Norður S. ADG52 H. G7 T. ÁGIO L. K93 Vestur Austur S. 98 S. K1074 H. D432 H. 985 T. 842 T. K3 L. ÁG75 L. 8642 Suður S. 63 H. ÁK106 T. D9765 L. DIO Éfí lofaði konunni minni að ég myndi aldrei sjá þig aftur! Lítilsvirðing? „Kæri Velvakandi. Mér létti stórum, þegar ég heyrði í fréttum útvarpsins í kvöld (6.2.), að yfirvöld hefðu bannað eða varað við sýningu á þessari japönsku klámkvikmynd, sem kunngjört hafði verið, að sýnd yrði á svonefndri „lista- hátíð“. Ég leit yfir sýningarskrána um daginn, þegar hún birtist i blöðunum. Tíu til tólf sýningar voru „stranglega bannaðar yngri en 16 ára“. Sumar þessar myndir voru kynntar i sjónvarpi fyrir nokkru. Þar gaf nú á að líta. Svo sögðu blöðin frá setningu „hátiðarinnar" með kurt og pí og birtu myndir. Þarna voru valin- kunnir menn eins og biskup og kona hans, borgarstjóri og for- setahjónin. Ég hlaut að minnast kynningarinnar á myndunum í sjónvarpinu, á þessum „listaverk- um“, sem hinu ágæta fyrirfólki var boðið að njóta (þá og á seinni sýningum). Mér fannst þessu fólki sýnd hin megnasta fyrirlitning. Á að bjóða yfirmanni kirkjunnar og konu hans að horfa á mynd af manni, sem flettir upp um konu og þukl- ar á sköpum hennar? (Þessi mynd er nú bönnuð, en það stóð ekki til.) Sæmir að kalla á æðsta mann þjóðarinnar til að kynna fyrir honum „listaverk", þar sem kvensniftir fara úr buxunum upp á sviði, svo að karlmaður geti snuðrað á milli fóta þeirr? Meira að segja við kotungarnir erum líka menn og undrumst þessa dirfsku og óskammfeilni. Þaþ er verið að lítilsvirða okkur. Er ávinningur að því að flagga nöfnum þekktra manna, sem ata frarnleiðslu sína með svo miklum saur, að það liggur við, að maður gráti af hryggð og blygðun? Það er einkum ungt fólk, sem sækir kvikmyndahúsin. Er rétt í nafni „listahátíðar" að bjóða þvi enn upp á kynlifsmyndir, eins og ekki sé nóg af þeim að öðru leyti i kvikmyndahúsunum? Það er verið að gera okkur að dýrum, þegar það, sem er eðlilegt og gott og er okkur gefið, okkur til hamingju, er dregið niður i svaðið og verður að löstum og synd. Ég sé eftir þeim peningum, sem teknir eru af mínum sköttum til „listahátíðar", þegar svona er með þá farið. Blöðin ræða að vonum mikið um alls konar meinsemdir, sem orðið hafa áberandi i þjóðfélagi okkar upp á siðkastið. Ég hef þó ekki enn séð, að blöðin taki upp markvissa baráttu gegn kláminu, innlendu og útlendu. Vilt þú leggja þitt af mörkum í þeirri baráttu? Ég veit, að ég og minir likar verðum kölluð ,,teprur“, „aftur- haldsseggir", „þröngsýnisfólk", „hræsnarar" og því um líkt. En ég veit lika, að jafnvel unga fólkið, sem dreypir á göróttum veigum saurlífsmyndanna, finnur margt til smánar og blygðunar og þráir innst inni heilbrigt hjónaband og fjölskyldulif, þar sem virðing, ást, hreinleiki og traust sitja í fyrir- rúmi. N.N.“. Eins og sjá má eru þrjú grönd góður samningur á hendur norð- urs og suðurs. Enda varð það loka- sögnin á sex borðum af átta í meistaraflokki keppninnar. En á hinum borðunum tveim lenti suð- ur í fimm tíglum eftir hálfmis- heppnaðar sagnir. Og var refsað fyrir með slæmri skor. I öðru þessara tilfella spilaði vestur út hjarta, sem ekki var óþægilegt fyrir sagnhafa. En þegar f ljós kom, að austur átti kóngana tvo var ekki hæt að vinna spilið. En i hinu tilfellinu spilaði kempan Einar Þorfinnsson út laufás. Þetta virtist hagstætt út- spil og sagnhafi, Magnús Jóhans- son, reyndi eðlilegustu og bestu leiðina þegar hann ákvað víxl- trompun. Eftir laufásinn spilaði vestur aftur laufi. Sagnhafi tók slaginn á hendinni. Spilaði tígli á ásinn og í láfukónginn lét hann spaða af hendinni. Síðan ás og kóngur í hjarta og hjarta trompaði í borði. Tók á spaðaás og trompaði spaða heima og spilaði síðasta hjartanu. Drottninguna trompaði suður með gosa, síðasta trompi blinds en þá yfirtrompaðí austur og átti mótleik, sem eyðilagði vonir sagn- hafa. Hann spilaði spaðakóng og þar með var tíguláttan orðin aðal- spilið. Sagnhafi átti aðeins þrjú spil á hendi, D97 í tígli. En vestur var með áttu og fjarka í tígli, ásamt einu laufi, og áttan varð þriðji plagur varnarinnar, . , , HÚS MÁLVERKANNA Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 69 forsendu fjárkúgunarinnar sem Carl virðist láta óátalda. Emma gekk að sfmanum. — Hvað svo sem tiggur að baki þessu öllu, felið þið glæpa- mann með því að leyfa fjárkúg- un og ég ætla mér ekki að vera meðsek í þvf... — Meðsek... það sagði Carl Ifka, skömmu áður en sfminn hringdi. Hann sagði að hann hefði ekki sagt mér sannleik- ann af þeirri einu ástæðu að hann vildi ekki að ég yrði talin meðsek. Dorrit spratt upp og tók sfmtólið úr hendi systur sinnar. — Við verðum að minnsta kosti að gefa honum tækifæri til að skýra málið f friði og næðí. Bara að gefa honum tæki- færi. Bfða þar til hann kemur heim. Hann hefur gert svo mik- ið til að forða þessum frænda sfnum úr vanda og svo... — Hann gerði nú hcilmikið til að hjarga einhverri frænku sinni og hún dó. Emma var kuldaleg. — Lofaðu mér þessu. Gefðu honum tækifæri. Dorrit hélt fast f sfmtólið. — Hugsaðu þér ef við hefð- um rangt fyrir okkur. Ef ein- hver sennilega skýring væri á þcssu... mér þykir vænt um Carl... lofaðu mér þessu. — Gott og vel. Eftir að hann kemur heim fær hann nákvæm- lega fimm mfnútur til að leysa frá skjóðunni. Ella hringi ég til lögreglunnar. 28. kafli Dorrit var örvita. Hún þaut í gegnum skóginn og var alltaf f þann vegínn að hrasa. Eins og hún væri á flótta frá óvini. „Og ég er að flýja mfna eigin systur," hugsaði hún. Mfna eig- in systur með allar sfnar spurn- ingar... hræðilegar spurning- ar, sem einnig brenna á vörum mfnum. < Emma hafði sem betur fer ekki verið f stofunni þegar lög- reglan hringdi. Ef Emma hafði verið þar hefði hún sagt henni það... hún hefði ekki getað stíilt sig um það en hún mátti ekki segja Emmu neitt fyrr en hún hafði hugsað ráð sitt. Hún hafði búizt við að það væri Carl sem hringdi. Carl sem hafði nú verið f burtu f marga klukkutfma... Skov lögregluforingi... rödd f sfmanum... Rödd sem spurði og spurði... Hvenær hafði Susie fengið lánaðan bflinn. .. ók Susie aldrei með hanzka. — Hvers vegna spyrjið þér um það? — Af þvf að hún var ekki með hanzka þegar við fundum hana. — Eg veit það ekki. — Keynið að hugsa yður um. — Kemur það málinu við? — Kannski. — Já, en það var miðstöð f hflnum. Kannski hefur hún ekki haft þörf fyrir að setja upp hanzka. Hún hafði glaðzt yfir að láta sér detta f hug svo skynsamlega skýringu. Akaflega glöð vegna þess hún gat ekki séð neitt vit í þvf af hverju f ósköpunum hún álti að svara þess konar spurn- ingum... Og svo hafði hann sagt það. Þetta sem var svo voðalegt... svo ógnandi... og enn var Carl ókominn hcim. — Eg spyr vegna þess að það cr ýmislegt sem kcmur okkur einkenniiega fyrír sjónir. — Eins og það að keyra án þess að hafa hanzka. — Nei, að fingraför hennar hafa aðeins fundist á einum stað á stýrínu og f lyklinum.. Svo virðist sem öll önnur fingraför hafi verið afmáð... — Já, en alltaf keyri ég með hanzka. Svo að... — Við erum ekki að tala um yður... — Nei, en kannski hefur hún bara snert stýrið... — Það gæti verið... en samt erum við hissa á því hvernig hún hefur komizt ínn í bflinn án þess að koma við neitt... hvergi f bflnum. — Það skil ég ekki. — Það gerum við ekki held-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.