Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 47 Ríkisspítalarnir: Yfir 55 þúsund aðgerðir og viðtöl á göngudeildum SKRIFSTOFA ríkisspftalanna hefur sent frá sér tölur um sjúkl- inga- og legudagafjölda á ríkis- spftölunum árið 1977 svo og um fjölda aðgerða og viðtala á göngu- deildum þeirra. DVALARHEIMILIÐ Höfði á Akranesi verður vígt í dag kl. 14. Eftir vígsluna verður það til sýnis aimenningi fram til kl. 17.30. Fyrstu vistmenn fluttust inn á dvalarheimilið hinn 2. febr. s.l. Vietnamski sendiherrann farinn heim New York, 11. feb., Reuter. DINH Ba Thi, sendiherra Víet- nams hjá Sameinuðu þjóðunum, sem bandarísk stjórnvöld vfsuðu á dögunum úr landi vegna tengsla við njósnamál, fór skyndilega frá Bandaríkjunum á föstudagskvöld. Hélt sendiherrann til Parisar á leið sinni til Vietnams. Dómari í Virginia-fylki gaf út þá tilskipun skömmu fyrir brottför This, að hann skyldi kyrrsettur í Banda- ríkjunum. Kvennaskák- mótið hafið FYRSTA umferð á Skákþingi Reykjavíkur í kvennaflokki, þar sem brezka skákkonan Jane Hartston keppir sem gestur, var tefld á föstudag. Hartston vann Sigurlaugu Regínu Friðjónsdóttur, Guðlaug Þorsteinsdóttir vann Ölöfu Þrá- insdóttur og Aslaug Kristinsdóttir vann Svönu Samúelsdóttur. Birna Norðdahl sat hjá í fyrstu umferð- inni. Þær Jane og Guðlaug höfðu nokkra yfirburði i sínum skákum, en Svana lék af sér hrók í jafnri stöðu. „ Önnur umferð var tefld í gær og þriðja umferð verður tefld í dag. I DAG, sunnudag 12. febrú- ar verður hin árlegi merkja- söludagur Kvenfélags Laugarnes- sóknar. Merkin verða afgreidd í kjallara kirkjunnar og eru börn hvött til að koma og selja merki. Einnig verða kvenlélagskonur með merki til sölu við kirkjudyr að lokinni fjölskyldumessu, sem verður kl. 11. Allur ágóði af merkjasölunni rennur í byggingarsjóð safnaðar- heimilisins. í mörg ár hefur það verið mikið áhugamál Kvenfé- lagsins að koma upp safnaðar- heimili við Laugarneskirkju og hafa þær stutt við það mál með mikilli elju og fórnfýsi. Uin þess- Þeir spítalar sem hér um ræðir eru Landspítalinn, Kleppsspítal- inn, Vífilsstaðaspítalinn, Kópa- vogshælið, Gunnarsholtshælið og Kristneshælið. 1 þessu yfirliti kemur fram, að alls hafa 17.565 en það stendur nálægt sjónum við Sólmundarhöfða. Dvalarheimilið Höfði er eign Akraness og hreppanna fjögurra sunnan Skarðsheiðar og er það rekið sem sjálfseignarstofnun. Alls er rúm fyrir 22 vistmenn sem búa f 16 einstaklingsibúðum og 3, hjónaíbúðum. I hverri íbúð er baðherbergi með steypibaði, svefnherbergi, stofu, anddyri með eldhúskrók þar sem eru skápar, rafmagnshella, vaskur og lítill ísskápur. I sumar verður síðari áfangi dvalarheimilisihs tekinn í notkun en hann er eins og fyrri áfanginn og geta þá vistmenn verið alls 44. Sagt upp starfi dóm- organista AUGLÝST hefur verið laust til umsóknar starf dómorganistans í Reykjavík. Mbl. hafði samband við Ragnar Björnsson og spurðist fyrir um ástæðu þess að hann hætti nú störfum og sagði Ragnar, að sér hefði verið sagt upp störf- um nú eftir að hann kom úr hljómleikaferð til Sovétríkjanna. Sagði Ragnar að sér kæmi þetta á óvart og hann vissi ekki um ástæðu uppsagnarinnar, en hann hefði starfað sem organisti í um 20 ár, fyrst sem aðstoðarorganisti dr. Pájs heitins ísólfssonar. Að öðru leyti kvaðst Ragnar Björns- son ekki vilja tjá sig um þetta mál. Erling Aspelund sem á sæti í sóknarnefnd sagðist ekki vilja tjá sig um þetta og sagði það skoðun sína að málið ætti ekki erindi í fiölmiðla. vegna væntanlegrar byggingar safnaðarheimilisins og vonandi verður fljótlega hægt að hefjast handa. Það er því ástæða til að hvetja ibúa i Laugarneshverfi að styðja við þetta mikilvæga mál- efni með þvi að taka vel á móti merkjasölufólki á sunnudaginn kemur. Ég vil að lokum vekja athygli á starfsemi Kvenfélags Laugarnes- sóknar, sem er gróskumikil nú sem endranær. Kvenfélagskonur leggja mikið á sig í þágu safnaðar- ins og vil ég þakka þeim illilega fyrir það. sjúklingar komið á þessa spitala, flestir á Landspítalann eða 14.772. Legudagafjöldi er alls tæplega 380 þúsund, 146 rúmlega á Landspítalanum, um 94 þúsund á Kleppsspítalanum, 69 þúsund á Kópavogshælinu, 28 þúsund á Kristneshælinu, um 24 þúsund á Vífilsstaðaspítalanum og um 15 þúsund á Gunnarsholtinu. Á þess- um spítölum er meðaltalsfjöldi sjúklinga á dag 1.039,8. Þá hafa komið á göngudeildir þessara spítala alls 55.151 sjúkl- ingur til viðtals og/eða aðgerða á árinu 1977. Athugasemd Mbl. hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Sjómannasam- bandi Islands og Farmanna- og fiskimannasamhandi íslands „vegna fréttar frá sjávarútvegs- ráðuneytinu": ,,Hinn 6. þ.m. gaf sjávarútvegs- ráðuneytið út reglugerð um tak- mörkun á þorskveiðum í mars 1978. i frétt frá ráðuneytinu var þess getið, að reglugerðin væri sett að höfðu samráði við hags- munasamtök í sjávarútvegi. Hef- ur frétt þessi valdið verulegum misskilningi og vilja því Sjó- mannasamband íslands og Far- manna- og fiskimannasamband ís- lands koma þeirri áthugasemd á framfæri, að sjávarútvegsráðu- neytið hafði að engu tillögur sam- bandanna um tímasetningu eða tilhögun á framkvæmd þess þorskveiðibanns, sem reglugerðin kveður á um, heldur var farið að öllu eftir tillögum fiskkaupenda á Suðurnesjum.“ — Gengis- breyting Framhald af bls. 2 valda í kjarasamninga. í desem- ber 1956 var ákveðin binding verðlagsbóta í þrjá mánuði, í maí 1958 skerðing verðlagsbóta á laun, í janúar 1959 lækkun verð- lagsbóta á laun, í febrúar 1960 bann við vísitölubindingu launa, nóvember 1970 frestun vísitölu- bóta, febrúar 1973 gengislækkun og skerðing vísitölubóta, í maí 1974 gengislækkun og binding visitölubóta og í september 1974 gengislækkun og takmarkaðar launajöfnunarbætur í stað verð- lagsbóta, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þannig er hafa allir stjórnmála- flokkarnir staðið að því að gripa inn í kjarasamninga," sagði Jón. ,,Það er ömurlegt ef nú á enn að æsa til nýs kjarakapphlaups til þess að knýja framleiðslufyrir- tæki umfram getu þeirra til þess að greiða fleiri verðbólgukrón- ur,“ sagði Jón er Mbl. spurði hann um samþykkt miðstjórnar ASÍ, sem Mbl. birti i gær. „Slíkt mundi leiða til langvarandi stöðvana, því að þótt nú hafi verið gerðar ráð- stafanir til þess að forða yfirvof- andi rekstrarstöðvunum i frani- leiðslugreinum þjóðarinnar, fela þessar ráðstafanir ekki í sér svig- rúm til nýrra kauphækkana í bráð, og myndi leiða til dýrtíðar- holskeflu og kollsteypu i efna- hagsmálunum án tillits til þess hverjir stjórna landinu eftir næstu alþingiskosningar." — Sadat Framhald af bls. 1 Sadat muni einnig fara i heim- sókn til ýmissa Arabaríkja fljót- lega eftir að heim er komið, þar á meðal Sýrlands. Muni hann hafa mikinn hug á að reyna að bæta samskipti Egypta við ýmis þau Arabarríki sem hvað harkalegast hafa fordæmt hann og frumkvæði hans um frið við ísraela. Eins og fram kemur í upphafi fréttar fór Sadat flugleiðis frá Austurríki til Rúmeniu eftir fundinn með Peres og Kreisky. Ceausescu forseti bjóst til að taka á móti Sadat um kl. 17 að staðar- tíma á Otopeniflugvelli við Búkarest. Rúmenía er eina austantjaldsrikið sem Sadat heim- sækir i þessari ferð sinni. Rúmen- ar hafa um langa hríð gegnt tölu- verðu meðalgönguhlutverki í deilu Miðausturlanda. Þeir hafa góð samskipti við ísrael og Caus- escu forseti reyndi fyrir allmörg- um árum að koma á fundi með Sadat og þáverandi forsætisráð- herra Israels, Goldu Meir. Ekki hefur verið skýrt frá dag- skrá heimsóknarinnar i Rúmeníu að lokinni móttökuathöfninni á laugardag. Blaðamenn búast við því að Ceausescu haldi kvöldverð- arboð honum til heiðurs á laugar- dag og síðdegis á sunnudag held- ur Sadat að svo búnu til Parísar. ENNGAGNRÝNA BANDARIKJAMENN LANDNAM ISRAELA I Reutersfrétt frá Washington laugardag sagði að Bandaríkin hefðu enn á ný ítrekað mjög harkalega gagnrýni á þá stefnu Israela að leyfa landnám á hernumdu svæðunum og það sé ásamt með framtíðarskipan á Vesturbakkanum að verða helzta friðartálmunin. Svo virtist þó sem þessi yfirlýs- ing Bandaríkjamanna hefði ekki umtalsverð áhrif og forsvars- menn Israela og Egypta ítrekuðu bjartsýni á að raunhæfir friðar- fundir hæfust á ný eins og fram kom í Mbl. laugardag. — 17 fórust Framhald af bls. 1 farþegar og tveir flugmenn. Flug- vélin hrapaði mjög skömmu eftir flugtak, hafði klifrað i um 500 metra hæð. Sjónarvottar sögðu að vélin hafi stungizt á nefið og mik- ill eldur komið upp er hún brot- lenti. Flugvöllurinn þar sem slysið varð er í suðausturhluta Washing- ton-fylkis. Talsmenn flugvallar- ins sögðu enn óljóst hvað valdið hefði slysinu. Ekkert óvenjulegt var að sjá við flugtak. — Utanríkis- ráðherra Framhald af bls. 1 I dag, laugardag, var allt með kyrrum kjörum í Beirut en aftur á móti kom enn á ný til skothriðar í Suður-Libanon milli einangr- aðra sveita kristinna Líbana og Palestinumanna. Israelskar sveit- ir flugu yfir stöóvar Palestinu- manna að sögn ferðamanna sem komu frá Norður-Israel. Um manntjón var ekki vitað. — Los Angeles Framhald af bls. 1 legum usla, sérstaklega í ásum og hæðum Los Angeles-borgar. Sum- staðar myndaðist allt að fimm metra há flóðbylgja og olli hún miklu tjóni á eignum og landi. Að sögn lögreglu hafa lik 8 manna þegar fundizt og 9 er enn saknað. Tvær stærstu hafnir vestur- strandar Bandaríkjanna, Long Beach og Los Angeles-höfn eru lokaðar vegna fljótandi braks. Hundruð smábáta og skemmti- snekkja sukku eða e.vðilögðust í óveðrinu. — Minning Þórarinn Framhald af bls. 39 eiga einn son, Þórarin Óla. Mikil hamingja ríkti á heimili þeirra Hildar og Þórarins, börnin voru dugleg og yndisleg foreldr- um sínum, en skugga bar á, hús- móðirin elskulega var heilsutæp siðustu árin, og andaðist 17. júní 1975. Það var mikið áfall fyrir Þórarin og börnin hans, er öll unnu henni svo heitt og mikið. Þórarinn sem að eðlisfari var til- finningamaður átti erfitt með að komast yfir þá miklu sorg. Ég vil að lokum færa mínum kæra frænda, minar hinstu kveðjur og fjölskyldu minnar og þakka hon- um þá löngu leið er við höfðum gengið saman. Börnum hans og öldruðum föður og öðrum ástvin- um vottum við einlæga samúð okkar og við biðjum algóðan guð að styrkja þau og blessa í hinni miklu sorg. Þorsteinn Halldórsson. En minninnar fagrar um vinina vaka og viðkvæma strengi í hjartanu taka. Þær knýja fram þakkir við hollvina hæfi fyrir h jartfólgna sambúð og starfsama æfi. H.B. — Röskur hermaður Framhald af bls. 19 konan Ulrika, sem varð ný manneskja í Ameríku. í mörgum af bókum Mobergs koma þessi tvö þemu fyrir, hermaðurinn og útflytjandinn. Til dæmis kom bókin „Soldat með brutet gevár“ út 1944, sem er upp- gjör við hlutleysisstefnu Svia og. nokkurs konar sjálfsævisaga. Og 1963 lýsir Moberg í bókinni „Þín stund á jörðinni" gömlúm sænsk- amerískum útflytjadna, sem lítur til baka á uppvaxtarár sín í Smálöndum. Leikverkið sem gert var úr þeirri bók 1967 og m.a. var flutt í útvarp, vakti mikla athygli. Vilhelm Moberg er líklega vin- sælastur allra sænskra rithöfunda og hafa sjónvarpsþættir úr bók- um hans aukið við vinsældir hans á siðari árum. Og í bókmenntarit- um er talið að skáldsögur hans hafi rutt braut heimildaskáld- sögunum sem blómstruðu á sjöunda áratugnum. (E. Pá. tók saman). — Gárur Framhald af bls. 25. siðari Og þarf ekki meira um það að ræða Enda ekki spurningin um að taka lyf eða ekki heldur að taka þau í hófi Eða svo enn sé vitnað i gamla auglýsingu fyrrverandi apótekara á Húsavík Heilsan fylgir hófi Húsavikurapótek Þarna verður að sjálfsögðu að reiða sig á fagmenn. sem árum saman hafa búið sig undir þetta erfiða val, að ákveða hve mikið magn skuli i hvern skrokk og hven- ær þörfin er nægilega brýn, til að taka með ókostina. sem felast i aukaverkunum Enn hefur vist ekki fundist lyf, sem ekki hefur einhverjar aukaverkanir — jafnvel ekki aspirin- ið. að því er ég las i grein nýlega Það er sjálfsagt mikið vandaverk að finna þarna meðalhófið Og þó! Eftir að hafa fyrir tilviljun séð fyrrnefndar meðalaglasamyndir og upptalningu á ársskammti róandi og örvandi lyfja í einn skrokk. er markið liklega hærra en ófróður leikmaður heldur. Eða hvað? Lýk ég svo þessu leikmannsspjalli á gamalli áramótaauglýsingu úr Ár- bók Þingeyinga Hún hljóðaði svo. og þótti stinga nokkuð i stúf við auglýsingar annarra sölumanna Túsavikurapótek óskar Þingeying- um árs og friðar, og sem minnstra viðskipta á komandi ári! — Bakkus Framhald af bls. 22 umferðinni. Það er því Ijóst, að þjón- usta þeirra Mahons og Zacks getur orðið hið mesta þjóðþrifafyrirtæki, ef að vonum lætur. Og mér þykir ýmislegt benda til þess, að svo fari. Hér nægir að nefna eina ástæðu; hún er nýtilkomin — en þung á metunum. Það var kvöld nokkurt i fyrra, að maður einn i Los Angeles kom við á bar og dvaldist honum heldur lengi. V; r hann orðinn þéttdrukkinn, er hann kom út. Hann settist samt undir stýri i bil sinum og ók af stað. Hann hafði ekki ekið lengi er maður varð fyrir. Slasaðist sá, ungur leikari að nafni James Stacy, svo illa að taka varð af honum fótlegg og handlegg. Hann höfðaði siðan mál — á hendur eiganda veit- ingahússins, þar sem hinn drukkni ökumaður hafði setið að sumbli áður en hann ók af stað. Stacy vann málið — og fékk 1.9 milljónir dala (rúmar 400 millj. isl. kr.) í miskabætur. Forráðamenn veitingahússins voru fundnir sekir um það að hafa veitt manninum vín áfram eftir að Ijóst mátti vera, að hann var orðinn ..óökufær", Það má sem sé gera ráð fyrir þvi, að veitingahúsaeigendur taki heimkeyrsluþjónustu Zacks og Mahons fagnandi Þeir geta þá haldið áfram að veita meðan viðskiptavin- irnir halda höfði. Svo er bara að hringja í einkabílstjóra — VILLIAM SCOBIE ar mundir er ötullega unnið aö Jón D. Hróbjartsson teiknintfum og undirbuningi sóknarprestur. Landssamband iðnverkafólks mótmælir efnahagsfrumvarpi STJÓRN Landssambands iðnverkafólks hefur mótmælt frumvarpi rikisstjórnarinnar um ráóstafanir i efnahagsmálum. Segir i ályktun stjórnarinnar hér sé um aó ræða tilefnislausa árás á lifskjör fólks og sé með ákva'ðinu um að draga óheina skatta úr visitölunni stefnt að þvi að gefa rikisvaldinu sjálfdæmi i launamálum. Skorar stjórn landssam- bandsins á sámtöklaunafólks að snúast til várnar þessúm árásum. Yígt Dvalarheimil- ið Höfði á Akranesi Merkjasöludag- ur Kvenfélags Laugamessóknar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.