Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 27 Skólasýning í Ásgrímssafni í dag verður 14. skólasýning Asgrímssafns opnuð. Leitast var við að gera hana sem fjölþættasta, en á sýningunni eru olíu- og vatnslitamyndir ásamt nokkrum teikningum. Á skólasýningum safnsins und- anfarin ár hafa þjóðsagna- bókmenntir okkar verið kynntar í myndlist Ásgríms Jónssonar, en hann var mikill aðdáandi þeirra. Með sýningu á myndum þessum, sem flestar eru málaðar með vatnslitum, vil) Ásgrímssafn gefa æskufólki kost á að skyggnast inn í þennan furðuheim. í heimili listamannsins eru ein- göngu sýndar þjóðsagnamyndir. Ein af þeim er hin þekkta mynd „Nátttröllið á glugganum", sem Ásgrímur gerði árið 1905 fyrir Lesbók barna og unglinga. i vinnustofu Ásgríms er sýning : olíumálverkum, og meðal þeirra myndir úr Njálu og Grettissögu. Þessi 14. skólasýning nær >^jir hálfrar aldar tímabíl. Aðstoðaði Guðmundur Benediktsson mynd- höggvari við val og upphengingu myndanna. Ferðaleikhúsið í Bandaríkjaför Skólasýningar Asgrímssafns virðast njóta vaxandi vinsælda, en nemendur úr hinum ýmsu skólum borgarinnar og Utan hennar, hafa heimsótt hús Ás- gríms, en þar er heimili hans í sömu skorðum og var er hann kvaddi það í hinzta sinn, og er það einasta listamannaheimili í Reykjavík sem opið er almenningi. Skólayfirvöld borgarinnar hafa stuðlað að heimsóknum nemenda í söfn, enda virðist slik listkynn- ing sjálfsagður þáttur í námi upp- vaxandi kynslóðar. Og fróðlegt er fyrir nemendur að Ííta með eigin augum hina miklu listaverkagjöf Ásgríms Jónssonar sem hann ánafnaði þjóð sinni, og varðveitt er i húsi hans. - Sýningin er öllum opin sunnu- daga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Sértíma geta skólar pantað hjá forstöðukonu Ásgrimssafns í síma 14090 og 13644. Aðgangur ókeypis. Ás- grímssafn, Bergstaðastræti 74. Ur heimili Ásgrfms Jónssonar. NÆSTKOMANDI fimmtudag leggur FerSaleikhúsið. sem einnig ber nafn- ið The Summer Theatre. upp i leikför til Bandaríkjanna. íslenskar kvöld- vökur LIGHT NIGHTS verSa sýndar i nokkrum leikhúsum. er rekin eru af háskólum, svo sem i University of Minnesota. University of Wisconsin- Madison og National College of Education i Chicago. Ætlunin er aS ferðin taki 15 daga og haldnar um 10 sýningar. Leikförin er sérstaklega farin til aS kynna forna menningu og listir fslendinga. um 30 atriSi verSa á dagskrá. má þar nefna: lestur úr Egilssögu. þjóSsögur um álfa. tröll og drauga, gamanfrásagnir, kvæða- flutningur, leikið á langspil, og is- lensk þjóSlög leikin og sungin milli 23.-27. mars / þessari einstöku fimm daga páskaferð er enginn uirkur dagur, því farið er á skírdag og komið aftur 2. páskadag. Flogið verður beint til Dublin og dvalist þar á tveimur eftirsóttum hótelum: Hótel South County Hótel Jurys Dublin er dœmigerð írsk stórborg og þar eru þjónustustöðvar almennings opnar meira og minna alla páskahelgina. Fararstjóri okkar aðstoðar og skipuleggur skoðanaferðir. Leitið nánari upplýsinga tímanlega og látið skrá yður í þessa eftirsóttu ferð. atriða Allt talað efni er flutt á ensku af Kristínu Magnús leikkonu, með henni í förinni verður Halldór Snorrason, sem annast sviðs- uppsetningu og hefur umsjón með Ijósum, einnig verða tveir söngvarar með, þeir Sverrir Guðjónsson og Þóroddur Þóroddsson. í atriðunum fyrir hlé gerist kvöldvakan i baðstof- unni eins og hún var um aldamótin, en eftir hlé fer kvöldvakan aftur i vikingatímabilið og klæðast þá leik- endur isl. víkingabúningum. TSamvinnu- ferdir Austurstræti 12 simi 270-77 BÍLASÝNING Sýnum laugardag og sunnudag frá kl. 1 -6 BMW 316 - BMW 320 - BMW 520 Komið og skoðið vinsælu BMW-bílana í húsakynnum okkar að Suðurlandsbraut 20. KRISTINH GUÐNAS0N HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.