Morgunblaðið - 29.03.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978
7
Greinar á
sama meiði
í júnímánuði 197B
komu fulltrúar nær
þriggja tuga kommún-
istaflokka — víðs vegar
að úr heiminum —
saman til fundar í
skugga Berlínarmúrsins.
Hápunktur þessarar ráð-
stefnu var stefnumark-
andi ávarp sovézka
f lokksleiðtogans, Leonids
Brezhnev. Meginþættir
stefnumörkunar hans
vóru tveir, efnislega á
þessa leið.
• 1) Allir kommúnista-
flokkar heims eru
greinar á sama meiði og
stefna að sama loka-
marki. „Við tilheyrum
allir sömu hreyfingunni
og stefnum að sameigin-
legu marki“, sagói hann.
• 2) Hins vegar ber
einstökum kommúnista-
flokkum að haga störfum
og yfirbragði cftir að-
stasium, hver a sinum
heimavettvangi.
Slegið á
nýja strengi
Kommúnistaflokkar V-
Evrópu hafa keppzt um
það hin síöari ár að setja
upp þjóðlegt yfirbragð,
íklæðast „þjóðlegum
sósíalisma" og sverja af
sér öll tengsl við „óska-
landið". bessi viðleitni
hefur smám saman
þróazt í „nýja" kenningu,
sem kölluð hefur verið
„Evrópukommúnismi".
Hún hefur leitt til
aukningar á kjörfylgi
kommúnistaflokka, eink-
um á Ítalíu og í Frakk-
iandi, þar sem „Evrópu-
kommúnisminn" er tal-
inn eiga rætur. Kommún-
istafl. Frakklands varð
þó fyrir miklum von-
brigðum í nýafstöðnum
kosningum þar í landi.
Sú staðhæfing hefur
fengið fætur hér á landi,
að „Evrópukommúnis-
minn" sé íslenzk uppfinn-
ing og flutt út héðan af
framleiðendum. Alþýðu-
bandalaginu. Hvort sú
staðhæfing er rétt eða
röng skal hér ósagt látið.
Alla vega ber hún þó
nokkurri óskhyggju
vitni.
Meginatriði
breyttra
viðhorfa
„Evrópukommúnism-
inn eins og hann er
boðaður á Ítalíu, hefur
þrjú höfuðeinkenni, er
gera hann frábrugðinn
fyrri framsetningu.
• 1) Að stefna beri að
samstarfi við kristilega
demókrata, sem er sterk-
ur hægri/mið-flokkur,
sérstaklega með hliðsjón
af efnahagsvanda þar í
landi. Nú er svo komið að
ítalski kommúnista-
flokkurinn styður nýlega
myndaða stjórn kristi-
legra þar í landi.
• 2) Italía á tvímæla-
laust að vera áfram aðili
að Atlantshafsbandalag-
inu (Nato). Þar er öryggi
landsins bezt tryggt, úr
sögn úr Nato myndi
raska nauðsynlegu valda-
jafnvægi í álfunni og
hægara væri að fram-
fylgja „frjálsum
sósíalisma" innan en
utan þessa öryggisbanda-
lags.
• 3) Ekki bæri að stefna
að frekari þjóðnýtingu í
ítölskum iðnaði.
Römm er
sú taug....
Þessi gjörbreyttu við-
horf vekja óneitanlega
spurningar um. hvort
hliðstæðra viðbragða sé
að va-nta hjá „Alþýðu-
bandalaginu". sem á
stundum telur sig hafa
fl'utt út „Evrópu-
kommúnismann". Er af-
staða þess til íslenzkrar
aðildar að Nato að þróast
yfir í hina „sögulegu
málamiðlun"? Ilver er
afstaða þess til hugsan-
legrar stjórnarsamvinnu
við aðra flokka — með'
hliðsjón af efnahags-
vanda íslenzku þjóðar
innar. Er það orðið frá-
hverft hugsanlegri þjóð-
nýtingu íslenzkra at-
vinnuvega?
Spurningar geta og
beinzt í öndverða átt.
Getur það verið að „Al-
þýðubandalagið", sem
fáu reiðist meir en vera
kallað kommúnistaflokk-
ur. sé gerzkara í afstöðu
sinni til framangrcindra
málaflokka en kommún-
istaflokkar V-Evrópu? Er
sú taug, sem bindur
flokkinn sovézkum
sjónarmiðum svo römm.
að hún dragi rekka hans,
skoðanalega séð. í föður-
tún sovézk?
Enn má spyrjai hver er
afstaða Alþýðubanda-
lagsins tii þessara afger-
andi og stefnumarkandi
þátta „Evrópukommún-
ismans". sem hér hafa
verið gerðir að umtals-
efni? Er það ekki sið-
ferðileg skylda þess að
gera hreint fyrir dyrum
sínum í þessu efni nú.
þegar tvennar kosningar
eru framundan? Á ekki
hinn almenni kjósandi
skýlausan rétt á því að
vita hver cr sá skoðana-
legi valkostur, sem „út-
flytjandi Evrópu-
kommúnismans" hefur
upp á að bjóða? Eða
samrýmist það máske
bezt sjónarmiðum félaga
Leonids, um að haga
störfum og yfirbragði
eftir aðstæðum á heima-
vettvangi. að þegja um
það er máli skiptir. eða
hafa tungur tvær og tala
sitt með hvorri.
Að mörgu er að hyggja,
er þú þarft að tryggja
------------— \
Brunar og slys eru of tíóir vióburóir í okkar þjóófélagi. Þegar
óhapp skeóur er hverjum manni nauósyn, aó hafa sýnt þá
fyrirhyggju, aó fjárhagslegu öryggi sé borgió.
Hagsmunir fyrirtœkja og einstaklinga eru þeir sömu
SJÓVÁ tryggt er vel tryggt
SUÐURLANDSBRAUT 4 -SÍMI 82500
Spónlagðar lakkaðar
viðarþiljur, gullálmur,
eik og fl.
Fæst enn á gamla verðinu
Timburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTIG 1. SIMI 18430
GRAFÍSKA SVEINAFÉLAGIÐ
Skrifstofa félagsins aö Bjargi, Óöinsgötu 7,
verður opin á miðvikudögum og fimmtudögum
frá kl. 16.15 til 19.00.
Símanúmer skrifstofunnar er 19945.
SKIPHOLTI 19 R.
SIMI 29800 (5 LINUR)
BUÐIN 27 ÁR í FARARBRODDI
T-bleian
með plastundirlagi frð Mölnycke er sérlega hentug.
Fæst I öllum apótekum og stœrri matvöruverzlunum.
NYTT SHAMPOO
! HÁR
ÍBALSM!
vus>
NORMAl.
M 4
mMPo<)
nuv.t'm;i
IRHmS I « 1
Vo 5 gæða shampoo fyrir allar hártegundir, ásamt
viðeigandi hárnæringu.