Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978
Þetta kemur upp
hjá okkur aftur
- segir Bragi Magnússon frá Siglufirði
í KÖnjfu «K stökki frá
SÍKlfirðinKar hafa
áður verið fáliðaðir á lands-
móti «k mætt svo sterkir til
leiks ok þetta mun koma upp
hjá okkur aftur.“ sagði Bragi
MaKnússon frá Siglufirði. sem
var aðaldómari landsmótsins,
en aðeins tveir Siglfirðingar
voru meðal keppenda á lands-
mótinu nú í stökki, o>? þótti
mönnum slíkt fámenni frá
Sinlufirði skjóta nokkuð
skiikku við á Skíðamóti Is-
lands.
„Það er dálítið slæmt hjá
okkur, hvað við missum mikið af
mönnum, þegar þeir eru að ná
því að verða KÓðir," sagði Bragi.
„Þá missum við menn úr bæn-
um; í atvinnu eða skóla. Sumir
koma ekki aftuf og hinir hafa
oft á tíðum týnt of miklu niður.
En við eigum nú margar mjög
efnilega krakka í öllum grein-
um, nema stökkinu. Því er ekki
sinnti sem skyldi og einhvern
veginn er það að detta upp fyrir
hjá okkur.“
SKÍCftSAWBAND
Skíðasambandið fær merki
A Skíðaþingi voru lagðar fram og kynntar tillögur að merki
Skíðasambands Islands. Stjórnin mun svo á næstunni velja það
merki, sem framvegis verður einkenni sambandsins.
BRUN AFTUR
Á LANDSMÓT
ALLT útlit er fyrir a brun verði innan skamms aftur keppnisíþrótt
á landsmóti, en brun var síðast á dagskrá Skíðamóts íslands 1960.
Á Skíðaþingi sem haldið var föstudaginn langa, var samþykkt að
árlegt brunmót Akureyringa skyldi tekið með í Islandsbikarkeppnina
og má þá búast við að menn annars staðar fari að hugsa sér til
hreyfings með brunið.
Sæmundur Óskarsson, formaður Skíðasambands Islands, sagði í
samtali við Mbl., að hann byggist við að brunið færi rólega af stað
og yrði varla á landsmóti fyrr en eftir 1980. Reglum samkvæmt er
ekki skylt að halda keppni á landsmóti í grein, nema til hennar mæti
keppendur frá minnst tveimur stöðum.
Næsta landsmót
á ísafirði
NÆSTA Skíðamót íslands, landsmótið 1979, verður haldið á ísafirði
og unglingameistaramótið í Siglufirði.
Siglfirðingar voru einir um að vilja halda næsta unglingamót, en
Akureyringar sýndu áhuga á að halda næsta landsmót, þar sem þeir
ætla að halda mikla íþróttahátíð 1980 og vildu síður fá landsmótið
3á, en samkvæmt hefðinni er hringurinn Reykjavík, ísafjörður,
Akureyri, Siglufjörður.
Á Skíðaþingi komu þá fram raddir um að einhverjir aðrir gætu
tekið að sér landsmótið 1980, en rétt væri að ísfirðingar fengju næsta
mót, eins og þeir -vildu og ættu hefðbundinn rétt til. Akureyringar
lýstu því þá-yfir, að þeir myndu taka landsmótið 1980.
- I /
> / v-i
$KÍÐfiS*MmiD
ÍSIANDS
^^éÍ^HísianIds
IhhvKI
..Þetta er í öldudal í bili hjá
okkur. Og svo voru nú Islands-
meistararnir okkar frá í fyrra
Bragi Magnússon
Sigursveitir Akureyringa í flokkasvigi karla og kvenna. Frá vinstrii Tómas Leifsson,
Nanna Leifsdóttir, Karl Frímannsson, Margrét Baldvinsdóttir, Árni Óðinsson, Guðrún
Leifsdóttir og Haukur Jóhannsson.
Stundum heill veðbanki
í gangi um hvort ég
stæði báðar ferðimar
- segir Jóhann Vilbergsson
..JÁ. já. Ég er aíltaf að hætta.
hað bara gengur ekkert,“ sagði
Jóhann Vilbergsson, er Mbl.
ræddi við hann. en Jóhann
keppti nú á sfnu 25. landsmóti.
„Eg var fyrst með á lands-
mótinu á Akureyri 1952, þá 15
ára gamall og fékk því bara að
vera með í flokkasviginu," sagði
Jóhann. „Svo fjölgaði þessu
nokkuð ört, en nokkur mót
missti ég úr af ýmsum ástæðum.
Svo var ég hættur, en stóðst
ekki mátið, þegar mótið var
haldið „heima í Siglufirði" í
fyrra. Þá sagði ég nú, að það
væri mitt síðasta landsmót, en
svo stóðst ég heldur ekki mátið,
þegar mótið var haldið „hér
heima í Reykjavík" nú. Þannig
er alltaf eitthvað sem teymir
mann áfram.“
— Hefur þetta eitthvað
breytzt á þessum árum?
Jóhann Vilbergsson á fullri
ferð fyrir 10 árum.
„Það er orðin miklu meiri
breidd í þessu núna. Og
græjurnar eru orðnar svo fínar,
að nú er til dæmis ekki hægt að
detta á rassinn lengur.
Annars eru keppendur oft
færri nú en áður var, en nú eru
fleiri jafngóðir í toppnum."
Jóhann var sjálfur lengi i
toppnum. Islandsmeistari í stór-
svigi 1962 og í svigi, stórsvigi og
alpatvíkeppni 1963. Annars var
Jóhann frægastur fyrir að ljúka
ekki keppni.
„Já, Ég hef oft unnið aðra
brautina," segir Jóhann. „Ætli
það hafi ekki veið í ein 15 ár,
sem ég var meö bezta tímann
í annarri ferðinni og keyrði mig
út úr öllu saman í hinni. Maður
var orðinn frægur af endemum
af þessu öllu saman og stundum
var heill veðbanki í gangi í
kringum þetta. En það var
óskaplega gaman."
— En ertu þá hættur núna?
„Ætli þetta hafi ekki verið
mitl allra síðasta landsmót. Ég
hef þá allra allra síðasta skiptið
upp á að hlaupa," sagði Jóhann
Vilbergsson og hló við
Sautján unnu til fleiri en einna
verðlauna - fengu 53 verðlaun af 68
SÁ kcppandi. sem vann til flestra
verðlaunapeninga á landsmótinu
(fleir- og flokkakeppnir
meðtaldar) var Guðmundur
Garðarsson, Ólafsfirði. sem vann
fi verðlaunapeningat fjóra
gullpeninga og tvo bronspeninga.
Guðmundur varð íslandsmeistari
í 10 km göngu 17—19 ára,
boðgöngu. stökki 17—19 ára og
norrænni tvikeppni. í 15 km
göngu 17 — 19 ára varð hann
þriðji og einnig í tvíkeppni í
göngu 17 — 19 ára. Haukur
Sigurðsson Ólafsfirði vann til
fjögurra verðlaunapenihgat allt
voru það gullverðlaun og var
Ilaukur sá eini. sem vann til gulls
í öllum sínim keppnisgreinum á
landsmót’nU.
Fleiri en einn verðlaunapening
fengu einrig; Jón Konráðsson,
Ólafsfirði, fékk 4, þar af 3
gullpeninga, Jón Björnsson, ísa-
firði, hlaut fjögur silfurverðlaun,
Halldór Matthíasson, Reykjavík,
vann fjögur verðlaun, þrjú silfur
og eitt Sorns, Sigurður Jónsson,
ísafirði, og Steinunn Sæmunds-
dóttir Reykjavík, unnu þrjú gull-
verðlaun hvort, Ingólfur Jónsson,
Reykjavík, fékk 3 bronspeninga,
Margrét Baldvinsdóttir, Akureyri,
vann til þriggja verðlauna;
Haukur Jóhannsson, Akureyri,
vann þrjú verðlaun; eitt gull, eitt
silfur og eitt brons, Margrét
Baldvinsdóttir, Akureyri, vann
eitt gull og tvö brons. Ingólfur
Jónsson, Reykjavík, fékk þrjá
bronspeninga, Björn Þór Ólafsson,
Ólafsfirði, vann tvö gullverðlaun,
Árni Óðinsson, Akureyri, fékk ein
gullverðlaun og ein silfurverðlaun,
Þorsteinn Þorvaldsson, Ólafsfirði,
fékk tvö silfurverðlaun, Kristinn
Hrafnsson, Ólafsfirði, fékk tvö
silfurverðlaun, Ása .Hrönn
Sæmundsdóttir, Reykjavík, vann
silfurverðlaun og bronsverðlaun
og Hafþór Júlíusson, ísafirði, fékk
tvö bronsv.erðlaun.