Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480 Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Fámenni og fyrirhyggja Fámenn þjóð í stóru og strjálbýlu landi hefur um margt sérstöðu er hún ber hagi sína saman við kjör milljónaþjóða. Ymis samfélagslegur kostnaður, s.s. vegagerð, rafvæðing, fræðslukerfi, heilbrigðisþjónusta og m.m.fl. er að sjálfsögðu mun meiri í stóru landi og erfiðu um samgöngur. Flutningur framleiðslu okkar á erlenda markaði og innfluttra nauðsynja út hingað er og þeim mun dýrari sem um lengri veg er að fara. Atvinnulegar og efnahagslegar aðstæður okkar eru og allt aðrar en flestra annarra þjóða. Fiskimiðin, sem verðmæta- sköpun og gjaldeyrisöflun þjóðarinnar hvíla einkum á, liggja umhverfis landið allt. Því er nauðsynlegt að sjávarplássin myndi keðju framleiðslustaða á gjörvallri strandlengjunni. Þessi sjávarpláss standa flest, atvinnu- og efnahagslega, öðrum fæti í tilvist landbúnaðar, bæði um úrvinnslu búvöru, þjónustuiðnað og verzlun við nærliggjandi sveitir. Hvorugt: þéttbýlið eða sveitirnar, stæðu jafnrétt án stuðnings hins. Þjóðarbúskapur okkar krefst þess einfaldlega en afgerandi að ísland sé allt byggt, svo eðlileg tengsl atvinnugreina raskist ekki. Sérstaða okkar kemur einnig fram í frumgreinum atvinnulífs okkar. Það er erfitt — ef það er þá framkvæmdanlegt að sinna fiskvinnslu eða búskap með fastbundnum 8 stunda vinnudegi. Vinna þarf afla þá á land berst og sinna heyskap þegar tíðarfar leyfir. Fámenni þjóðarinnar hefur og gert kröfu til lengri vinnudags en tíðkast í iðnþróuðum ríkjum, ef tryggja á sambærileg lífskjör. Framanritað færir heim sanninn um, að óhjákvæmilegt er að leggja áherzlu á svokölluð byggðasjónarmið, eins og þjóðarbúskapur okkar er samansettur. Engu að síður þurfum við í auknum mæli að hafa arðsemissjónarmið í huga við fjárfestingu, hvort heldur sem ráðstafað er eigin fé þjóðar og þegna eða lánsfé. Það grundvallarsjónarmið að fjármagnið skili sér sem fyrst og bezt aftur til nýrrar ráðstöfunar og verkefna. Það er ein af forsendum velferðar í landinu.. Samhliða fyrirhyggju og framsýni í fjárfestingu þarf að auka aðhald og festu í ríkisfjármálum og stjórnun peningamála þjóðarinnar í heild. Mjög mikilvægt er að ríkisbúskapurinn sé rekinn hallalaust, m.a. með hliðsjón af nauðsynlegum verðbólguhömlum. Þá þarf ekki síður að tryggja það að samneyzlan, útgjöld ríkis og sveitarfélaga, taki ekki of stóran hluta af tekjum þjóðarheimilisins. Þeim mun meira sem heildartekjurnar skerðast vegna samneyzlu, þeim mun minna verður eftir til raunverulegrar eða frjálsrar ráðstöfunar heimila og einstaklinga. Samneyzlan er bæði æskileg og óhjákvæmileg, en við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti í yfirbyggingu þjóðfélagsins, umfangi opinberrar þjónustu og framkvæmdum. Sama gildir um erlenda skuldasöfnun, sem hefur vaxið hættulega á þessum áratug. Erlend skuldasöfnun, sem byggð er á arðsemissjónarmiðum og leiðir til gjaldeyrisöflunar eða gjaldeyrissparnaðar, er réttlætanleg. Skuldasöfnun til að bera uppi þjóðarneyzlu umfram það sem þjóðartekjur leyfa er hins vegar hættuleg og leiðir óhjákvæmilega til kjararýrnunar. Þegar nærri 20% gjaldeyristekna þjóðarinnar ganga til afborgana og vaxta af erlendum skuldum er komið að hættumörkum. Skuldakostnaðurinn dregst frá þjóðartekj- um áður en þær koma til skipta milli þjóðfélgsþegnanna. Sá kostnaður eykur hvorki kaupmátt okkar sem heildar né einstaklinga. Þjóðartekjurnar lúta sömu lögmálum og tekjur venjulegs heimilis. Stór hluti þeirra gengur til samneyzlunnar í sköttum til ríkis og sveitarfélaga. Drjúgur hluti þeirra gengur til afborgana og vaxta af skuldum þjóðarbúsins. Eftir- stöðvarnar koma síðan til skipta milli rekstrarkostnaðar atvinnuveganna annars vegar og ráðstöfunartekna heimila og einstaklinga hins vegar. Það er því mikilvægt hagsmunaatriði hverjum þjóðfélagsþegni, að hyggilega sé stýrt ríkisfjármál- um og samneyslu í þjóðfélaginu yfirleitt, sem og að gætilega sé farið í erlenda skuldasöfnun, og að þar ráði arðsemisjónar- mið ferð. Kröfur, sem gerðar eru á hendur aðþrengdum atvinnuvegum, geta því ekki síður átt erindi á annan vettvang, ef litið er á málavexti í heild. Og öll kröfugerð þarf að taka tillit til sérstöðu okkar sem þjóðar- og hagsmuna okkar sem heildar, bæði í samtíð og framtíð. 16 ára Keflavíkurmær á Ársæli KE 17: Sólveig háseti í brúnni með pabba sínum, Þorsteini Arnasyni skipstjóra á Ársœli KE 17. „Ég þénaði 1,5 millj. kr. á loðnunni og er búin að kaupa mér bíl” Nótin gerð klár um borð þar sem báturinn lá í Vestmannaeyjahöfn, en það er íremur sjaldgæft að sjá fólk af báðum kynjum vinna við nótina. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir í Eyjum. SEXTÁN ára Keflavíkurmær, Sólveig Þorsteinsdóttir, hefur verið háseti á loðnubátnum Ársæli KE 17 í vetur, en meðfylgjandi myndir tók Sigur- geir í Eyjum af þessum unga sjómanni í Vestmannaeyjum eitt síðkvöldið þegar verið var að landa þar fyrir skömmu og létu strákarnir um borð vel af dugnaði hennar. Ársæll fékk um 6000 tonn af loðnu á 9 vikum og hásetahluturinn var tæplega ein og hálf milljón króna. Þegar við ræddum við Sólveigu kvaðst hún vera nýbúin að kaupa sér bíl fyrir vertíðarhýruna og bílstjór- inn er vinkona hennar þar til hún verður sjálf 17 ára eftir 4 mánuði og getur þá tekið bílpróf sjálf. „Ég fór nokkra túra á páskun- um í fyrra á netum, en áður hafði ég verið með pabba á síld í Norðursjónum eitt sumar sem áhorfandi því þá var ég ekki nema 12 ára gömul," sagði Sólveig í spjallinu. „Ég fékk áhugann á sjómennskunni í Norðursjónum, en varla legg ég sjómennsku fyrir mig því maður verður víst að taka tillit til þess að maður er kvenmaður. Éitt- hvað mun ég þó stunda þetta áfram og nú liggur fyrir að fara á netin og síðan á sumarloðn- una, en í haust er ég að hugsa um að fara í fjölbraut og nema í viðskiptadeild. Jú, mér líkar mjög vel á sjónum, það er gaman að þessu og góð tilbreyting. Mér hefur ekkert verið hlíft þótt ég sé kvenmaður og ég reyni að vinna jafnt og aðrir um borð. Skemmtilegast er þó þegar vel fiskast, en þess utan getur þetta verið eymdarlíf þegar ekkert fiskast. Ég þarf þó ekki að kvarta því ég hef verið heppin. Stundum er þetta erfitt, alla- vega fyrir kvenmann, en það venst og þá er þetta alveg ágætt. Þetta eru líka uppgrip þegar vel gengur og ég þénaði tæplega 1,5 millj. kr. á loðnunni á 9 vikum. Það er ágætt og nú er ég búin að kaupa mér bíl og læt vinkonu mína keyra þar til ég verð 17 eftir fjóra mánuði. Nei, ég er ekkert sjóveik. Var það aðeins fyrst þegar ég var að sjóast, en sjómennskan getur verið strembin. Maður skilur miklu betur sjómenn þegar maður fer út í þetta og ég held að landkrabbar ættu að gera meira af því að bregða sér á sjóinn áður en þeir fara að dæma sjómenn eins og oft er gert. Það er líka tilbreyting í þessu og það er mikils virði. Að vera háseti hjá pabba, það er ágætt, hann hlífir mér ekkert fremur en hinum um borð en honum þykir ég hafa heldur hátt stundum." —á.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.