Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. APRÍL 1978 Janus kerinir knattspyrnu A síðastliðnu ári skauzt Hafnfirðingurinn Janus Guðlaugsson með miklum hraða upp á stjörnuhimin íslenzkra íþrótta er hann lék sína fyrstu landsleiki í handknattleik og knatt- spyrnu. FH-ingurinn Janus stóð fyrir sínu í fyrstu landsleikjunum og ekki fór á milli mála að þessi framtíðarmaður íslenzkra íþrótta var verðugur þess að leika í landsliði fyrir íslands hö'nd. Þess má geta að aðeins sárafáir íþróttamenn hafá náð þeim áfanga að vera valdir í landslið í tveimur íþróttagreinum. Janus Guðlaugsson er lærður íþróttakennari, lauk prófi sem slíkur frá íþróttakennaraskól- anum á Laugavatni vorið 1976. Veturinn á eftir kenndi hann verðandi íþróttakennurum um boltaíþróttir í skólanum á Laugarvatni. Nú starfar Janus sem íþróttakennari við Lækjar- skólann í Hafnarfirði. í Morgunblaðinu í dag birtist fyrsti fræðsluþáttur Janusar um knattspyrnu og fleiri fylgja í kjölfarið á næstu vikum, samtals um 10 þættir. Knattspyrnuþættir þessir eru einkum ætlaðir yngstu knattspyrnumönnunum, en einnig, og ef til vill ekki síður, leiðbeinendum þeirra. Efni þáttanna hefur Janus samið og safnað að sér úr ýmsum áttum. Hluta þeirra notaði hann við kennsluna á Laugarvatni, en eðlilega eru þeir endursamdir og aðlagaðir að dagblaði eins og þeir birtast í Morgunblaðinu. Lesendum skal bent á að halda þáttunum saman, því sem ein heild koma þeir að mestu gagni. Knattmeöferöin Eitt grundvallaratriði knattspyrnunnar er knattmeöferðin. í þjálfun unglinga skal hún því vera höfuðatriði. Að hafa fullkomið vald á knettinum undir hinum breytilegu kringumstæöum sem leikurinn hefur upp á aö bjóöa er takmarkið meö þjálfun knattmeðferðar. Hreyfingar í hinum ýmsu þáttum knatt- meðferðar verður að æfa vel og lengi, uns leikmennirnir geta framkvæmt þær „vél- rænt" — umhugsunarlaust. Vélræn knatt- meðferð hefur m.a. tvo stóra kosti í för með sér: 1. Framkvæmd hinna tæknilegu leikatriða verður léttari og eðlilegri. 2. Leikmaöurinn getur notaö meira af athygli sinni til að skoða leikstöðuna — yfirlit hans yfir leikinn verður betra. Spyrnur Hvað er spyrna? Jú, spyrna er meðvituð snerting fótarins við knöttinn. Hún er grundvallartækniatriöi knattmeðferðar og á henni byggist knattspyrnan. Við æfingar skal því leggja sérstaka áherslu á hinar mismunandi spyrnur og uppbyggingu þeirra fyrir byrjandann. Leikmaður sem hefur ekki fullt vald á knattraki, leikbrellum (gabbhreyfingum) eöa kollspyrnu (skalla) mun oft á tíðum ekki ná því út úr leiknum sem efni standa til. En leikmaöur sem hefur ekki hæfileika í aö spyrna knetti eöa taka á móti honum, stöðva hann, getur varla talist knattspyrnu- maöur. Mike Smith, welskur knattspyrnufrömuð- ur og f ramkvæmdastjóri welska landsliös- ins, segir m.a. þetta um spyrnur: „Getirðu ekki spyrnt — þá geturðu ekki leikiö". Spyrnan og leyndardómur hennar er verömætasti tæknieiginleiki leikmannsins. Spyrnan kemur að notum í nær flestum þeim aðstæöum sem skapast í leiknum. Kunnátta í kollspyrnum, knattraki og leikbrellum hafa takmarkaö notkunargildt og er aðeins hægt að beita við sérstakar aðstæður. Spyrnan er eitt dýrmætasta vopn varnar- innar og einnig í undirbúningi og fram- ' kvæmd sóknar. Kostir spyrnunnar liggja aðallega í því að Knatt- spyrnu- J þættir í Janus Guðlaugsson tók saman JL Jh Myndir 1-4 fjölbreytileiki hennar er næstum ótak- markaður. Við getum spyrnt knetti á margan hátt, og fjölbreytt notkun spyrnunn- ar eykur mjög gildi hennar. Grundvallarframkvæmd spyrnunnar Spyrnur geta verið mjög mismunandi, eftir því með hvaða hluta fótarins er spyrnt, en grundvallaratriðin í framkvæmd hennar eru þó svo hin sömu. Hún er samansett úr eftirfarandi hlutum: 1. Staða leikmanns gagnvart knettinum. 2. Aftursveifla spyrnufótar. 3. Spyrnan sjálf — spyrnukraftur. 4. Spyrnunni fylgt eftir. Áður en viö byrjum að tala um algengustu spyrnurnar, skulum við sjá hvaða spyrnur við höfum: a) Innanfótarspyrna. b) Bein ristarspyrna. c) Innanverð ristarspyrna. d) Utanverð ristarspyrna. e) Utanfótarspyrna. f) Táspyrna. g) Hnéspyrna. h) Hælspyrna. Innanfótarspyrna Ein algengasta og án efa nákvæmasta spyrnuaðferðin í knattspyrnunni í dag er innanfótarspyrna. Ef árangurs á að vænta af samspili liðs (sérstaklega stuttu samspili), verða leikmenn aö hafa yfirráð yfir góöri knattmeðferð og ber þar einna hæst nákvæmar, vel tímasettar og vel fram- kvæmdar innanfótarspyrnur. Við skulum því athuga nánar framkvæmd spyrnunnar: 1. Jafnvægisfót (stöðufót) höfum við viö hlið knattar. Tær vísa í spyrnuátt. Fóturinn skal ekki vera stífur, heldur lítið eitt boginn í hnélið, mjúkur og fjaörandi. 2. Spyrnufóturinn verðum við einnig að athuga vel. Hann sveiflast aftur til undirbún- ings undir spyrnuna. Honum er snúiö út í mjaðmarlið og myndar rétt horn (90O) við jafnvægisfót. Hnéð lítiö eitt bogið og öklinn stinnur. Fóturinn sveiflast síöan fram og nemur við miðjan knöttinn. Við veröum einnig aö athuga vel aö fylgja spyrnunni eftir. 3. Með bol og örmum hjálpum viö til viö jafnvægiö og hreyfingar fóta. Viö undirbún- ing spyrnunnar höllum viö bolnum yfir knöttinn, en um leiö og spyrnan er framkvæmd er bolurinn undinn gegn spyrnuhreyfjngunni. Sjóninni beinum viö aö knettinum. A skýringarmyndum 1—4 getum við athugaö ofantalin atriði sem og hreyfingar handa við spyrnuna. Spyrnan æfð: Eftir að hafa kynnt sér öll veigamestu atriði í sambandi viö aö spyrna knetti innanfótar, er komið aö því að æfa þaö og ná góðum tökum á því. Athuga ber vel að hafa æfingar ekki of erfiðar, heldur aö byrja á léttum æfingum sem allir skilja og ná fljótt tökum á. Ég ætla hér aðeins að nefna fimm æfingar, en síöan getið þiö sjálf bætt við æfingum eða fundiö upp nýjar sem hentar ykkur betur sem og aðstæðunum sem þið búið við. 1. Spyrnuhreyfingarnar sem lýst er hér áður eru framkvæmdar án knattar. 2. Liggjandi knetti spyrnt úr kyrrstööu til félaga. (Ef félagann vantar má hæglega notast viö vegg). 3. Spyrna liggjandi knetti eftir aö: a) hafa stigiö eitt skref aö honum, b) hafa tekiö fárra skrefa tilhlaup. Mynd 5. 4. Núerhægtað æfa sigáaðspyrna knettinum viðstöðulaust, þ.e.a.s. án stöövunar, annaöhvort til félaga eða í vegg. Vandvirkni og einbeiting verður að vera fyrir hendi ef vel á að takast. 5. Þrír og þrír saman og mynda þríhyrning. Þeir spyrna knetti á milli sín, bæði meö og án stöðvunar. Mynd 6. „Ég hitti ekki, knötturinn fór á rangan fót". Hver kannast ekki við setningu sem þessa eöa í svipuöum dúr. Komið því í veg fyrir aö slíkt hendi ykkur: /Efið ykkur að spyrna bæði með hægra sem vinstra fæti, þá missið þið ekki marks". • LUGI og DROTT, liö þeirra Jóns Hjaltalíns Magnússonar og Ágústs Svavarssonar, eru komin í úrslit í sænsku 1. deildinni í handknattleik. Lugi vann báöa leiki sína gegn Ystad með markatölunum 16:14 og geröi Jón 4 mörk í fyrri leik liðanna, en 1 í þeim síðari. Drott vann auöveldan sigur í heimaleik sínum á móti Heim, úrslitin urou 29:21, en fyrri leik liðanna vann Drott 23:22. Eina og fram hefur komið má Ágúst Svavarsson ekki leika með Drott í bessari úrslitakeppni, par sem hann hefur ekki búið nægilega lengi í Svípjóö. • NÁGRANNAEINVÍGI fór fram í Minden á sunnu- daginn er Dankersen og Nettelstedt léku í v-pýzku 1. deildinni í handknattleik. Svo fóru leikar að Danker- sen vann 21:20 og haföi undirtökin í leiknum allan tímann. Axel Axelsson átti stórleik med liöi sínu og gerði 9 mörk, Ólafur Jónsson var einnig atkvæðamikill og gerði 4 mörk. Dankersen heldur sæti sínu sem nú er 3 í deildinni, en liöið varð sem kunnugt er pýzkur meistari í fyrra. Göppingen gerði jafntefli á heimavelli, 14:14, en Hannover tapaði illilega á sínum heimavíg- stöðvum, lá fyrir Grosswall- stadt, 8:15. Vonir Einars Magnússonar og félaga hans í Hannover um sæti í 1. deildinni næsta vetur eru nær pví úr sögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.