Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 21 2tlox*]junliTníiií> HÖFUM WO NM-TTTLA AÐ VERJA í HELSINKI 10 íslenskir Júdómenn haíaz verið valdir til keppni á Norðurlandameistaramótinu í Júdó sem háð verður í Helsinki um næstu helgi. íslensku þátttakendurnir sem keppa í öllum þyngdarflokkum einstaklingskeppninnar nema þyngsta flokki, eru þessin 60 kg; Þórarinn Ólason UMFK Rúnar Guðjónsson JFR 65 kg: Sigurður Pálsson JFR 71 kg: Halldór Guðbjörnsson JFR Ómar Sigurðsson UMFK 78 kg: Kári Jakobsson JFR Garðar Skaptason Árm. 86 kg: Jónas Jónasson Árm. 95 kg: Gísli Þorsteinsson Árm. Bjarni Friðriksson Árm. Allir þessir piltar keppa í einstaklingskeppninni laugard. 8. apríl. Tveir þeirra, þeir Halldór Guðbjörnsson og Gílsi Þorsteinsson, eiga norðurlanda- meistaratitil að verja. Á sunnudag verður sveita- keppnin háð, og skipa 7 manns hverja sveit, einn úr hverjum þyngdarflokki. Eftir keppni ein- staklinga á laugardag verður endanlega ráðið hverjir skipa íslensku sveitina. Ljóst er að annar hvor þeirra Gísla eða Bjarna verður að keppa í þyngsta flokknum í sveita- keppninni svo að Island geti teflt fram fullskipaðri sveit. Tveir af verðlaunamönnum Islands á síðasta Norðurlanda- móti, þeir Viðar Guðjóhnsen og Svavar Carlsen, geta ekki keppt nú vegna meiðsla. SUÐURNESJAPILTAR FRAMARLEGA ÍJÚDÓ S.l. sunnudag 2. apríl gekkst Júdósambandið fyrir þriðja landsmóti á vetrinum fyrir drengi 11 — 14 ára. og einnig var keppt í flokki júníora 17—20 ára í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Úrslit urðu þessi. DRENGIR 13-14 ÁRA ÞYNGRI FLOKKUR Jón Haraldsson JFR Stefán Kristjánsson UMFG Hlíðar Sœmundsson UMFK LÉTTARI FLOKKUR Haraldur Snjólfsson JFR Hallur Sijíurösson UMFG Jón Svcinsson UMFG Elías ívarsson Árm. JÚNÍORAR 17-20 ÁRA Siguröur Hauksson UMFK óskar Knutsen Árm. Steinþór Skúlason JFR DRENGIR 11-12 ára ÞYNGRI FLOKKUR Siguröur Kristmundsson UMFG Vilhjálmur Grétarsson Árm. Bjarni Bjarnason UMFG Siguröur er í bestri þjálfun þessara pilta. Hann er Ifka stærri og sterkari en hinir þótt yngstur sé og á trúlega glspsilega framtíð fyrir sér sem júdómaÖur. LÉTTARI FLOKKUR Garðar Magnússon UMFG Arnar Sigurjónsson UMFK Guðbjartur Hinriksson UMFG NORÐURLANDAMET OG EVRÓPUSILFUR SKÚLA SKÚLI Óskarsson stóð sig með afbrigðum vel á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum, sem fram fór í Birmingham í Englandi um helgina. Varð Skúli í 2. sæti í sínum flokki og setti nýtt Norðurlandamet í hnébeygju. Friðrik Jósepsson varð 4. í sínum þyngdarflokki og setti nýtt íslandsmet og loks varð Ólafur Sigurgeirsson fimmti í sínum flokki. Sannarlega góður árangur þessara sterku kappa. Skúli lyfti 280 kílóum í orðið Evrópumeistari í flokkn- stöðulyftu lyfti hann 290 kg, hnébeygju og þríbætti hann Norðurlandametið í þessari grein. I bekkpressu fór hann upp með 130 kg, en vegna meiðsla gat hann ekki beitt sér sem skyldi í þeirri grein. I réttstöðu- lyftu fór Skúi upp með 290 kíló og reyndi næst við 312,5 kíló sem hefði verið nýtt heimsmet í greininni. Hefði Skúla tekist að lyfta þessari þyngd hefði hann um, en Skúli lyfti samtals 700 kg. Það tókst ekki að þessu sinni. Sigurvegari í flokknum varð Fiore frá Bretlandi, en hann er heimsmeistari í þessum þyngdarflokki. Friðrik Jósefsson keppti í 100 kílóa flokki og setti hann Islandsmet í hnébeygju, 300 kg og bekkpressu 200 kg. í rétt- samtals 790 kg, sem er nýtt Islandsmet. Þessi árangur gaf Ólafi 4. sætið í þessum þyngdar- flokki. Ólafur Sigurgeirsson varð 5. í 90 kílóa flokki, hann lyfti 255 kg í hnébeygju 185 kg í bekkpressu og 255 kg í réttstöðulyftu. Samtals 695 kg og fimmtasætið, en sigurvegarinn lyfti samtals 802 kílóum. Blakbarátta í Færeyjum ÍSLENZKA landsliðið í blaki sótti Færeyjar heim um hclgina og lék tvo landsleiki gegn frændum vorum, báðir leikirnir fóru fram í Þórshöfn. íslendingarnir unnu báða leikina, en mikil barátta var í þeim báðum og greinilegt að Færeyingar draga á okkur í íþróttinni. Urslit leikjanna urðu 3.0 og 3.1, en þær tölur segja þó ekki allt um gang leikjanna. Fyrri leikurinn var háður á föstudagskvöldið og var sá leikur jafn og spennandi þrátt fyrir 3—0 sigur íslendinga. Lokatölur urðu 15—12, 15—10 og 15—13. Þessi leikur var mjög vel leikinn af beggja hálfu, einkum var áberandi sterk lágvörn Færeyinganna og einnig stöðvuðu þeir oft stutta skelli íslendinganna. Aftur á móti tókust oftlega stórglæsilegir skotskellir hjá íslendingum og var Indriði Arnórsson þar fremstur í flokki. Annars stóðu íslendingarnir sig flestir vel, framspil var allgott, uppspil ágætt og sóknin sterk,, en nokkuð skorti á ákveðni í lágvörn. Síðari leikurinn fór síðan fram á laugardagskvöld. Þar var ekki um jafnglæsilega viðureign að ræða af okkar hálfu og greinilegt að Færeyingarnir hugðust selja sig dýrt. En þrátt fyrir dyggilegan stuðning áhorf- enda tókst þeim aðeins að vinna eina hrinu og endaði leikurinn því 3-1. Fyrstu hrinuna tóku Fær- eyingar í sínar hendur og unnu af öryggi 15—4. En til næstu hrinu mættu íslendingar ákveðnir og unnu 15—6. Þriðju hrinu unnu þeir 15—9, eftir að Færeyingar höfðu komist í 7—1, og þá síðustu 15—8. Bestu menn íslendinga voru Indriði Arnórsson og Valdemar Jónasson. Einnig var Halldór Jónsson traustur að vanda, svo og Gunnar Árnason. Dómarar í þessum leikjum voru færeyskir og voru yfir höfuð lélegustu menn vallarins. þs/kcp VÍKINGAR stigu mikilvægt skref í átt að íslandsmeistaratitli í handknattleik er þeir unnu Hauka á sunnudagskvöldið. Eiga Víkingar nú eftir þrjá leiki í 1. deildinni í ár og þurfa að vinna tvo þeirra til að tryggja sér gullið. Á þessari mynd sjást þeir í baráttunni Árni Indriðason, sem átti stórleik gegn Haukum. og Andrés Kristjánsson, sem nú er markahæstur leikmannanna í 1. deildinni. Á blaðsíðum 24 og 25 má lesa um handknattleikinn um helgina. (ljósm. RAX). Reutemann vann á Langasandi CARLOS Reutemann frá Argentínu sigraöi í bandarísku Grand Prix kappaksturskeppninni, sem fram fór ■ Long Beach í Kaliforníu á sunnudaginn. Reutemann ekur á Ferrari-bifreió, en í öóru sæti varö Bandaríkjamaðurinn Andretti, en hann ekur hjá Lotus. i priója sæti varó síðan Frakkinn Patrick Depailier á Tyrrell. Þess má geta að heimsmeistarinn frá í fyrra, Niki Lauda, mátti gera sér 17. sætiö í keppninni aó góðu. Sigurður Hjörgvinsson. ung- lingalandsmaður í handknatt- leik og knuttspyrnu. Ungliriga- landslið valið til NM-farar UNGLINGALANOSLIÐIÐ i hand- knattleik var nýiega valió og svo viróist sem valinn maöur sé i hverju rúmi. Lióió tekur pátt í Noróurlandamótinu dagana 14,—16. apríl n.k., en mótið fer að Þessu sinni fram í Skien i Noregi. Þjálfari unglinganna er Jóhann Ingi Gunnarsson, en lióió skipa eftirtaldir: MARKVEROIR: Sigmundur Guömundsson, Þrótti, Heimir Gunnarsson, Ar- manni, Sverrir Kristinsson, FH. ÚTILEIKMENN: Atli Hilmarsson, Fram, Árni Hermannsson, Haukum, Einar Vilhjálmsson, KR, Jón Hróbjarts- son, KR, Kristinn Ólafsson, HK, Magnús Guðfinnsson, Vikingi, Sigurður Bjórgvinsson, ÍBK, Sigurður Gunnarsson, Vikingi, Siguróur Sveinsson, Þrótti, Stefán Halldórsson, HK, Þráinn Asmundsson, Ármanni. Enginn pessara pilta hefur áður leikið í unglingalandsliói og er ástæóan eínfaldlega sú aó i fyrra fór ekki fram Norðurlandamót unglinga og pví var ekkert um verkefni fyrir pennan aldursflokk Piltarnir eru flestir fæddir áriö 1959, en peir Sigmundur, Sverrir og Einar eru fæddir ári síðar og veröa pví einnig nógu ungir til aö Seika með liöinu næsta ár. Þess má geta að sá síöastnefndi, Einar Vílhjálmsson. er sonur pess fræga ípróttakappa, Vilhjálms Einars- sonar í Reykholti. — éij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.