Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. APRÍL 1978 Full atvinna Alvarlegasta mein- semd iðnríkja dagsins í dag er víðtækt atvinnu- leysi. Milljónir manna ganga atvinnulausir í OECD-ríkjum, sem eru flest lönd V-Evrópu, Japan, Bandaríkin og Kanada. Þetta atvinnu- leysi hefur bitnað sár- ast á ungu fólki og gildir þá einu hvort um sérmenntað vinnuafl hefur verið að ræða eða ekki. Eitt meginatriði stjórnarsáttmálans, sem núverandi ríkis stjórn var grundvölluð á, var að tryggja at- vinnuöryggi um land allt. Þetta hefur tekizt. Eftirspurn eftir vinnu- afli hefur raunar verið nokkru meira en fram- boðið þegar á heildina er litið. Þess eru ófá dæmi að innflutt, erlent vinnuafl sinni störfum í fiskvinnslu hér á landi. Sú öra verðbólga, sem verið hefur og er hér á landi, hafði hins vegar kippt rekstrargrund- velli undan fiskvinnsl- unni í landinu. 60 til 70% kauphækkanir á árinu 1977, verulegar fiskverðshækkanir og annar kostnaðaraukki, án sambærilegra verð- hækkana á framleiðslu okkar erlendis, stef ndi í 12.000 milljóna króna rekstrarhalla fisk- vinnslunnar á árinu 1978, eða rekstrarstöðv- un, án þeirra efnahags- ráðstafana, sem gripið var til. til að forða framleiðslustöðvun og atvinnuleysi. Þessar ráðstafanir hafa valdið nokkrum deilum í þjóð- félaginu en menn eru engu að síður sammála um nauðsyn þeirra og tilgang. Það er og enn í minni manna, að Alþýðu- bandalagið, sem nú blæs að glóðum sundur- lyndis með þjóðinni, stóð að sams konar og raunar enn harkalegri ráðstöfun árið 1974. gengislækkun, sölu- skattshækkun, hækkun á verðjöfnunargjaldi á raforku og síðast en ekki sízt afnámi vísi- töluákvæða kaupgjalds. í ljósi þeirrar reynslu verður gagnrýni þess nú léttvæg og lágkúru- leg. Landhelgi og fiskverndaraðgerðir Núverandi ríkis- stjórn færði fiskveiði- lögsögu okkar út í 200 sjómflur. Hún hélt og þann veg á málum að brezk og vesturþýzk veiðisókn í íslandsmið- um er nú úr sögunni eftir margra alda fisk- veiðar hér. Það að binda endi á brezka og vesturþýzka veiðisókn hér við land var lang mikilvægasta fisk- verndaraðgerðin, sem hægt var að grípa til. Jafnframt tókst að halda þann veg á mál- um, að tollmúrar EBE- ríkja gagnvart íslenzk- um sjávarafurðum voru norður brotnar, þann veg að þær hafa mun greiðari leið á Evrópu- markað en áður. Þetta var mjög mikilvægt, ekki sízt þegar þess er gætt, að EFTA- og EBE- ríki keyptu 'slenzkan varning fyrir 45.495 m. kr. á sl. ári eða 44,6% alls útflutnings okkar. Líkur benda til að, Evrópumarkaðir eigi; eftir að gegna vaxandi hlutverki í milliríkja- verzlun okkar. Auk niðurskurðar nær allrar erlendrar veiðisóknar á íslands- miðum hefur í tíð þessarar ríkisstjórnar verið gripið til marg- þættari fiskverndarað- gerða en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Má þar nefna lokun veiðisvæða, bæði til lengri og skemmri tíma, skyndilokanir veiðisvæða, tfmabundin veiðibö'nn, ströng ákvæði um möskva- stærð og tilraunaveiði og vinnslu áður Iftt nýttra fisktegunda, til að beina veiðisókn frá þorskstofninum. Loðnu- veiði, sem spannar drjúgan hluta árs, er m.a. árangur þessarar viðleitni. Sú veiði hefur fært ýmsum hinna gömlu sfldveiðibæja, eins og t.d. Siglufirði, nýja velmegunartíma. Og þjóðarbúinu drjúg- an tekjuauka. Ýmsar fiskverndar- raddir hafa krafizt enn stórtækari veiðibanna gagnvart þorskinum. Þær raddir eiga vissu- lega nokkurn rétt á sér. Uppbygging þorsk- stofnsins verður mun hægari með núverandi veiðisókn en ef ráð- leggingum fiski- fræðinga hefði verið fylgt út í yztu æsar. Atvinnulegar og efna- hagslegar forsendur í þjóðarbúinu ollu því hins vegar, að ekki þótti fært að höggva svo á þjóðartekjur og hætta atvinnuöryggi í sjávar- plássum sem slíku hefði verið samfara. Sjávar- útvegsráðherra hefur því beitt sér fyrir leið, sem tók mið af hvoru tveggjai fiskifræðileg- um athugunum og efnahagslegum og atvinnulegum staðreyndum þjóðar- búsins. Enginn sjávar- útvegsráðherra, hvorki f yrr né sfðar, hef ur hins vegar beitt sér fyrir marktækari fisk- verndaraðgerðum en Matthías Bjarnason. Núverandi ríkisstjórn getur borið höf uðið hátt vegna frammistöðu sinnar á vettvangi landhelgis- og fisk- verndarmála. Rábær Ronson handblásarinn Nytsöm og skemmtileg gjöf fyrir ungu stúlkuna. Nýr, kraftmikill 700 w handblásari með tilheyrandi greiðum, og greiðslubursta, sem bæði má nota á blásaranum og á sérstöku handfangi. RONSON BTánn ENSKIR PENINGASKÁPAR eldtraustir — þjöfheldir heimsþekkt framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 51888 Spónlagðar lakkaðar viðarþiljur, gullálmur eik og f I. Fæst enn á gamla verðinu Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTIG 1.SIMI. 18430 Dömur ath. Músík- leikfimi íþróttahúsinu Seltjarnamesi Nýtt hressandi og styrkjandi 6 vikna námskeiö í leikfimi fyrir dömur á öllum aldri hefst þann 10. apríl n.k. Kennt verður á mánudag og fimmtudagskvöldum í íþróttahúsinu Seltjarnar- nesi. Leikfimi — vigtun — mæling — mataræði — sturtur. Ath. Þetta veröur síöasta námskeiöið Þar til í haust. Innritun og upplýsingar í síma 75622 eftir kl. 1 alla virka daga. Geymiö auglýsinguna. Auður Valgeirsdóttir. ÞÆGINDI KRUPS TÆKNI — Enn ein nýjung frá KRUPS kaffivél sem lagar kaffið beint á könnuna KRUPS rafmagnsheimilistæki fást um land allt. Umboösmenn i J0N J0HANNESS0N & C0 S.F. símar 15821 og 26988 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.