Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 37
Vilhjálmur Hólmar
Vilhjálmsson flug-
maður og söngvari
Fæddur 11. apríl 1945
Dáinn 28. marz 1978.
Sumir kveðja.
og síðan ekki
söguna meir.
— Aðrir með sön|{
en aldrei deyr. ^ y
Páskahátíðin var ný afstaðin,
þegar mér barst sú hörmulega
fregn að vinur minn Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson hefði látist af slys-
förum.
Sum unglingur eignaðist ég
mína fyrstu hljómplötu og var það
plata sem Vilhjálmur hafði sungið
inná.
Þá grunaði mig ekki að nokkrum
árum síðan ætti ég því láni að
fagna að teljast til vina hans.
Skömmu eftir að við kynntumst
gekk Vilhjálmur til liðs við okkur
félaga í Hljómplötuútgáfunni h/f.
Það var okkur mikill styrkur að fá
jafn duglegan og góðan dreng, sem
flutti með sér nýja strauma og
munum við búa að því um ókomna
framtíð. Samstarf okkar byggðist
á gagnkvæmu trausti og virðingu,
sem fljótlega leiddi til að við
urðum heimagangar hvor hjá
öðrum. Vilhjálmur var sannur
vinur vina sinna og alltaf var jafn
gott að koma á heimili hans og
Þóru.
Vilhjálmur sá alltaf spaugilegu
hliðarnar á öllum málum og með
sinni hressilegu framkomu, og
skemmtilegu frásagnargáfu, varð
hann hrókur alls fagnaðar hvar
sem hann kom og gleymdust allar
áhyggjur í 'návist hans.
Kynni okkar urðu ekki löng, en
það er mér mikil gæfa að hafa
verið samferðamaður hans þennan
tíma. Mörg var sú reynsla er hann
miðlaði okkur vinum sínum því
Vilhjálmur var ófenju lífsreyndur
og víðlesinn.
Elsku Þóra, við Helga vottum
þér og litlu dóttur ykkar okkar
innilegustu samúð og megi minn-
ingin um góðan dreng verða ykkur
að leiðarljósi. Einnig vottum við
foreldrum og sonum hans samúð
okkar. Söngur Vilhjálms Vil-
hjálmssonar mun seint gleymast.
Jón Ólafsson.
Athvarf mikiö
er til ills vinar
þétt & brautu búi.
en til kóös vinar
lÍKgja KaKnveinr
þótt hann sé firr farinn.
(Hávam&l)
Þannig var því farið á með mér
og mínum tryggustu vinum, Þóru
og eiginmanni hennar, Vilhjálmi,
allt frá okkar fyrstu kynnum.
Varð það mér því þungbær sorg
er ég frétti hið sviplega fráfall
hans, því að annan eins vin verður
erfitt að finna. Með þeSsum
fátæklegu orðum vil ég þakka
honum trygga vináttu og yndisleg-
ar samverustundir, sem aldrei
gleymast, í þau fáu en góðu ár,
sem við þekktumst.
Megi Guð hjálpa honum við að
átta sig á orðnum hlut og blessa
og styrkja hann og elsku Þóru,
þeirra nýfæddu dóttur, drengina
hans, foreldra og aðra ættingja,
nú, sem og um ókomna framtíð.
Deyr fé.
deyja frændur.
deyr sj&lfur ið sama,
en orðstir
deyr aldreKÍ.
hveim er sér KÓðan Ketur.
(H&vam&l).
Þóra.
Geir H. Zoega
forstjóri—Minning
Geir H. Zoéga var þegar hann
lést elstur og virðingarverðastur
þeirra manna, sem stunda yngstu
atvinnugrein þjóðarinnar, ferða-
mannaþjónustuna. Þegar Geir H.
Zoéga lagði upp í sína hinstu ferð,
sem oss er öllum búin, var hann
á áttugasta og öðru aldursári og
hafði þá stundað ferðamannaþjón-
ustu frá barnæsku, eða lengur en
nokkur íslendingur til þessa dags.
Eiginlegur kunningsskapur sem
þróaðist i vináttu með tímanum
varð á milli okkar þegar við vorum
skipaðir í hið fyrsta Ferðamála-
ráð, sem stofnað var með ferða-
málalögunum á árinu 1964. Strax
urðu áhrif Geirs í Ferðamálaráði
bæði sterk og áberandi, enda var
maðurinn skapmikill, fylginn sér
og trúr sinni köllun. Ég minnist
með þakklæti og söknuði hinna
vikulegu funda í Ferðamálaráðinu,
hinu fyrsta, en þar var eigi spurt
um laun að loknu dagsverki heldur
unnu allir að ljá góðum málstað
lið. Enda valdist í þetta Ferða-
málaráð frábært lið manna, sem
allir höfðu brennandi trú og vissu
á því að ísland mætti gera að
eftirsóttu ferðamannalandi og það
til menningarauka fyrir þjóðina og
til bættrar fjárhagsafkomu þjóð-
arbúsins, auk þess sem það myndi
opna Islendingum sjálfum mögu-
leika til að sjá sig um í heiminum,
drrga af því lærdóm til sjálfs-
þroska og bæta um leið samfélag-
ið, sem hafði verið einangrað um
of og litt þekkt erlendis.
Ég sagði áðan að skaphiti Geirs
H. Zoéga hefði verið mikill, en
hjartað sem undir sló var hlýtt,
lundin viðkvæm og tryggð hans
var þeirrar tegundar, sem um er
sagt í miklu kvæði, að það hafi
tekið tryggðinni í skóvarp, sem
tröllunum var ekki vætt.
Geir H. Zoéga var gæfumaður í
lífi sínu. Hann átti fyrirmyndar
eiginkonu, bæði að andlegu atgefi
og glæsileik. Hvar sem heimili
þeirra frú Önnu stóð, hvort sem
það var í Reykjavík, London eða í
veiðihúsi við Langá í Borgarfirði
um sumarmánuði, var glæsibragur
á öllu. Þau bjuggu æfinlega stórt
og hýbýlaprýði var mikil.
Þó ævistarf Geirs H. Zoéga væri
ekki eingöngu bundið ferða-
mannaþjónustu heldur og stund-
um útgerð, fiskútflutningi, vá-
tryggingarmálum o.fl., er ég viss
um að ferðamannaþjónustan stóð
ávallt hjarta hans næst. Fram á
elliár var hugurinn bundinn ferða-
mannaþjónustunni. Siðustu árin
vann hann m.a. að því að hér
mætti rísa fyrsta flokks hótel,
sniðin fyrir stærri og minni
ráðstefnur. Vann hann að fram-
gangi þess máls, bæði hér heima
og erlendis, þar sem hann fékk
miður góðar undirtektir málaleit-
anar sinnar. En því miður fékk
hann lakari áheyrn hér heima en
efni standa til hjá þjóð, sem mikið
á ógert til að geta staðið jafnfætis
öðrum menningarþjóðum í þjón-
ustu við ferðamenn og á það bæði
við um íslenska og erlenda ferða-
menn.
í dag þegar ég kveð Geir H.
Zoéga hinstu kveðju, færi ég
honum þakkir fyrir leiðsögn, fyrir
allar sögurnar sem hann sagði mér
um upphaf ferðamannaþjónust-
unnar, menn og málefni. Sögur um
gömlu Reykjavík og fólkið þar á
æskudögum hans. Ég þakka Geir
áratuga samvinnu í Ferðamála-
ráði. Þær þakkir eru einnig frá
þeim öllum sem þar áttu með
honum samleið. Að lokum votta ég
frú Önnu og Tómasi syni þeirra
samúð mína.
Ludvig Hjálmtýsson.
Kvaddur er í dag góður vinur,
gengir.n til fyrirheitna landsins,
Geir H. Zoéga forstjóri.
Leiðir okkar Geirs lágu saman
um áratuga skeið á morgum
sviðum. Ég kynntist því vel
þessum athafnasama fram-
kvæmdamanni, framsýna og
djarfa hugsjónamanni, starfsöm-
um og starfsglöðum drengskapar-
manni. Vinátta okkar stóð traust-
um fótum og hún var einlæg og
gagnkvæm.
Þó að Geir H. Zoéga væri
kominn á níunda áratuginn, var
samt áhuginn og starfsgleðin hin
sama og frá fyrstu stundu, er til
vináttu okkar var stofnað. Geir
var vel af Guði gerður, svo sem
hann átti ættir til, glæsimenni í
sjón, sem bar með sér sérkennileg-
an persónuleika, sem vakti athygli
og eftirtekt. Hann var skapheitur
áhugamaður, en um leið viðkvæm-
ur og hlýr og bjó yfir skemmtilegri
kímnigáfu og frásagnarlist í góðra
vina hópi. Hann var sérstakt
snyrtimenni, bæði hið ytra og ekki
síður í allri umgengni og nákvæm-
ur í verki.
Geir H. Zoéga var sérstakur
höfðingi heim að sækja, ásamt
ágætri eiginkonu sinni, frú Önnu,
og það var bæði mikil gleði og
ánægja að dveljast hjá þeim, vera
með þeim og í návist þeirra,
einkum þó og sérstaklega á hinu
stórglæsilega heimili þeirra, hvort
heldur hér heima eða í Waybridge,
skammt utan við heimsborgina
Lundúni, þar sem heimili þeirra
stóð um allmargra ára skeið.
Geir var mikill og sannur
unnandi fagurra lista, kunni glögg
skil í þeim efnum og naut þeirra
í ríkum mæli. Hann var snjall
laxveiðimaður og hafði brennandi
áhuga á framgangi og þróun
fiskiræktar- og fiskeldismála í
landinu og trúði á óþrjótandi
möguleika í þeim efnum. Því
hikaði hann ekki að taka á sig
áhættu og fórna fé með félögum
sínum til framkvæmda og tilrauna
á þessu sviði og aldrei þreyttist
hann á að ræða þessi hugðarefni
sín. Ferðamálin voru þó jafnan
efst í huga hans. Þar var hann
merkur brautryðjandi og fetaði
dyggilega í fótspor föður síns, sem
fyrir 100 árum hóf fyrstur manna
ferðamálastarfsemi í landinu.
Hugur Geirs stóð þó til enn stærri
og meiri átaka og framkvæmda í
ferðamannaþjónustunni.
Slíkan vin sem Geir H. Zoéga er
sárt að missa og mun ég lengi
sakna hans mikið. En gott er að
eiga minningarnar um hann,
lærdómsríkar minningar á marg-
an hátt, sem kenndu mér að meta
gullið í manninum sjálfum og lífið.
Því unni hann og tilbað. En Geir
H. Zoéga óttaðist ekki stundina
stóru — fegursta ævintýri lífsins
sjálfs — og trú hans var bjargföst.
Við áttum margar samræðustund-
ir um hin duldu málefni, ræddum
þau af opinskárri hreinskilni og
fundum, að í þeim efnutti lágu
leiðir okkar einnig saman.
Þakklæti okkar hjóna til Geirs
H. Zoéga, fjölskyldu hans og
heimilis er djúpt og einlægt. Við
sendum Önnu eiginkonu hans,
einkasyninum Tómasi og fjöl-
skyldum þeirra dýpstu samúðar-
kveðjur á alvarlegri sorgarstundu
og biðjum þeim Guðs blessunar og
trúartrausts.
Jakob V. Haístein.
Kveðja írá Félagi fslenzkra
íerðaskrifstofa og Skálklúbbi
Reykjavíkur.
Éinn af frumherjum og „grand
old man“ íslenzkra ferðamála,
Geir H. Zoéga, forstjóri, er fallinn
frá og þar er skarð fyrir skildi. Um
leið og við kveðjum þennan
samherja okkar, minnumst við
með þakklæti allra þeirra miklu
starfa, sem hann á að baki í þágu
ferðamála hér á landi.
Það er ekki fyrr en nú hin síðari
ár, að litið hefur verið á íslenzk
ferðamál sem atvinnuveg, sem
skipað hefur sér sess við hlið
sígildra atvinnuvega okkar íslend-
inga. Geir H. Zoéga var einn
þeirra fáu manna, sem hafði hug
og kjark að brjóta ísinn og varða
veginn í ferðamálum okkar. Þetta
hefur ekkí alltaf verið dans á
rósum eða þakklátt starf, því oft
voru mörg ljón í veginum og erfitt
að vinna skilning manna á fram-
tíðargildi ferðamála fyrir íslenzku
þjóðina.
Svo lengi hafði Geir verið
tengdur ferðamálum og fylgst með
þeim, að við konungskomuna 1907
var hann ráðinn hestasveinn með
fylgdarliði konungs til Gullfoss og
Geysis. Segja má því að strax í
barnæsku hafi Geir hafið strörf
við móttöku erlendra ferðamanna
hér á landi, fyrst með föður sínum
og síðar upp á eigin spýtur. Þegar
lögin um rekstur ferðaskrifstofa
voru sett, fékk Geir H. Zoéga að
sjálfsögðu leyfi nr. 1 fyrir Ferða-
skrifstofu Zoéga, sem hann hafði
sett á stofn og starfrækti meðan
heilsa leyfði. Fyrir liðlega ári var
hún sameinuð Urvali, og þar
starfaði Geir að ferðamálum fram
í desember s.l.
Þegar Félag íslenzkra ferða-
skrifstofa var stofnsett var Geir
sjálfkjörinn fyrsti formaður
félagsins. Sömuleiðis var hann
fyrsti fulltrúi þess í Ferðamála-
ráði, þegar það var stofnað 1964.
Þá var Geir ennfremur kjörinn
fyrsti formaður Skálklúbbs
Reykjavíkur, þegar Islandseild
þessa alþjóðlega félagsskapar
þeirra, er að ferðamálum starfa,
var stofnsett hér á landi fyrir
röskum 15 árum. Fyrir ötult og
margþætt brautryðjendastarf var
Geir kjörinn fyrsti heiðursfélagi
Skálklúbbsins fyrir nokkrum ár-
um.
Geir H. Zoéga var ákveðinn í
skoðunum og málafylgjumaður
mikill. Þar sem Geir fór var oft á
tíðum gustur í kring, enda skap-
mikill maður á ferð, sem jafnan
fór sínu fram. Honum voru fáir
hlutir heilagir, ef hann var í þeim
ham, og lenti þá stundum í
útistöðum við ýmsa aðila, en undir
bjó þó ávallt hlýtt hjarta og góðar
kímnigáfur, sem brutust út á
góðra vina fundi. Geir var hafsjór
af fróðleik um menn og málefni, er
varðaði langan starfsferil hans.
Fyrir nokkrum árum stóð til að fá
Geir til þess að segja frá og
skrásetja gömul kynni háns um
þróun islenzkra ferðamála. Því
miður varð ekki úr þessu áður en
hann féll frá, enda ekki alltaf
mikið um tómstundir í erilsömu
ævistarfi.
Geir var sannur fulltrúi ein-
staklingsframtaksins og vildi veg
þess sem mestan í íslenzkum
ferðamálum. Þótt aldurinn færðist
yfir, var hann þó síungur í anda
og fullur áhuga fyrir framgangi
ferðamála allt til dauðadags.
Bjartsýni hans og atorka síðustu
æviárin lýsa sér bezt með áhuga
hans og kappi að koma hér upp
hóteli á heimsmælikvarða fyrir
alþjóðleg ráðstefnuhöld o.fl., og
hafði hann unnið að framgangi
þess máls bæði hér heima og eins
erlendis meðan kraftar og heilsa
entust. Má telja þetta eindæma
hugrekki og elju um mann kominn
á níræðisaldur.
Nú þegar leiðir skiljast að sinni
með Geir H. Zoéga, er hann leggur
upp í sína hinstu ferð, senda
félagar hans úr röðum íslenzkra
ferðamála honum þakkir fyrir
mikið og óeigingjarnt brautryðj-
endastarf. Hann braut blað í sögu
ferðamála hér á landi, og þegar sú
saga verður skráð, verður Geirs H.
Zoéga minnst sem merks frum-
hverja i ferðamálum íslendinga.
Eiginkonu, syni, tengdadóttur
og barnabörnum sendum við inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
þeim Guðs blessunar.
+
Þakka af alhug auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför fööursystur
minnar,
KRISTBORGAR STEFÁNSDÓTTUR,
F.h. vandamanna,
Þóra Stot&nadóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúö viö andlát og útför konu minnar,
HALLDÓRU ÞÓRHALLSDÓTTUR,
kannara,
Laxagötu 6, Akureyri.
Magnúa Ólafaaon.
+
Eiginkona mín,
RÓSA JÓNSDÓTTIR,
Neaveg 63,
sem andaöist aö kvöldi páskadags s.l. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju,
þriöjudaginn 4. apríl kl. 3 e.h.
Sigurp&ll Þorateinaaon,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.