Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRIL 1978 29 wggBgumm Leó VEíbrimsköflumÞykkvabœjarfjöru Holskofla ríður yfír Leó skömmu oftir að báturínn fór á hliðina, en þá hófou tilraunir Ægis VÍÖ að ná skipinu út, mistokizt "%' **| - 'idti^' Misheppnaðar björgunartilraunir TILRAUNIR til að ná vélbátnum Leó frá Vestmannaeyjum af strandstað á bykkvabæjarfjörum hafa mistekizt en báturinn strandaði þar á sunnudagsmorgun. Leó er liðlega 100 tonna stálbátur, smíðaður 1959. í gær fór Leó á hliðina í fjörunni þegar varðskipið Ægir reyndi að draga bátinn út, en þá var kominn nokkur sjór bæði í lestar skipsins og vélarrúm. 5 manna áhb'fn á Leó var um skeið um borð í bátnum, en fór í land í fyrrakvöld þegar veður fór versnandi á strandstað. AUan tímann höfðu björgunarsveitir SVFÍ á Hvolsvelli og f Landeyjum verið til staðar á strandstað. Ókunnugt er um orsökina fyrir strandi Leðs, en báturinn var með trollið aftan í sér þegar hann strandaði. Varðskip var komið á staðinn skömmu síðar og reyndi eftir hádegi á sunnudag á draga Leó á flot, en það bar ekki árangur. Sjópróf hafa ekki farið fram vegna strandsins. Leó að leggjast á hliðina í Þykkvabæjarfjöru, en fyrir utan bíður varðskipið Ægir átekta. Björgunarmenn SVFÍ eru í fjörunni. Fólk úr nágrenni strandstaðarins kom margt á strandstað til að fylgjast með og fá sér físk úr Leó í soðið, glænýja ýsu og þorsk. Leó Oskarsson skipstjóri á Leó ásamt föður si'num öskari Matthíassyni útvegsbónda í Vestmannaeyjum. í baksýn er happaskipið Leó á hliðinni í brimrótinu, en þau eru ófá tonnin sem þeir feðgar báðir hafa aflað á þennan bát. Það er ekki oft sem Þykkvabæingum gefst tækifæri til að fiska á þurru landi, en menn nýttu vel rekann úr Leó. í f jörunni er traktor að fara með kaðal vegna bjb'rgunarstarfsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.