Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. APRIL 1978 Viðskiptasamn- ingur milli Kín- verja og EBE Briissel, 3. apríl, AP-Reuter. KÍNVERJAR undirrituðu við- skiptasamning við Efnahags- bandalag Evrópu í Briissel í dag. Er samningurinn einkum talinn pólitískur ávinningur fyrir Efna- hagsbandalagið en það er einnig sigur i keppni bandalagsland- anna við Japan og Bandarikin um að sjá Kínverjum fyrir vélum og tækjum til iðnaðaruppbygg- ingar landsins, að sögn sérfræð- inga. I viðskiptasamningnum er heitið gagnkvæmari velvild í viðskiptum og gert er ráð fyrir árlegum fundum fulltrúa til að leysa ágreining. Engar tölur eða markmið í samningnum hafa verið látin uppi, en hvor aðili væntir aukinna vipskipta. Með undirskrift viðskiptasamn- ings við Efnahagsbandalagið í stað sérsamninga við lönd þess viðurkenna Kínverjar bandalagið sem pólitíska einingu, en það gera Rússar og önnur lönd Aust- ur-Evrópu ekki. Utanríkisráðherra Danmerkur, K.B. Andersen, núverandi formað- ur ráðherranefndar EBE, og Wilhelm Háferkamp utanríkis- málafulltrúi bandalagsins skrif- uðu undir samninginn af hálfu EBE. Li Kiang utanríkisviðskipta- ráðherra undirritaði samninginn af hálfu Kína. „Samkomulagið er vottur um vinattu Kína og Efnahagsbanda- lagsins. Það er framfaraskref í heimi þar sem nauðsyn á gagn- kvæmu trausti fer vaxandi," sagði Li Kiang við undirskrift sam- komuiagsins í Briissel í dag. K.B. Andersen sagði að sam- Framhald á bls. 31. V, Lf ^c__ ^* Veður víða um heim Amsterdam 11 skýjað Apena 17 skýjaö Berlín 15 skýjaö Briissel 17 skýjað Chícago 2 rigning Frankfurt 17 skýjað Genf 12 Þoka Helsinki 7 sólskin Jóhannesarborg21 sólskin Líssabon 17 sólskin London 15 rigning Los Angeles 20 skýjao Madríd 13 sólskin Malaga 20 léttskýjað Miamí 24 Heiðríkja Moskva 7 heiörikja New York 11 skýjað Ósló 6 sólskin Palma, Majorka 16 léttskýiað París 14 skýjað Rómaborg 12 skýjað Stokkhólmur 5 heiðrikja Tel Aviv 25 skýjað Tókýé 8 rtgning Vancouver 12 skýjað Vínarborg 17 skýjað eftir Poussin skemmt London, 3. apríl. AP. Reuter GESTUR í brezka listasafninu skar og reif í sundur málverkið „Dáðst að gullkálfinum" eftir Frakkann Nicolas Poussin, að því er talsmenn Hstasafnsins til- kynntu í dag. Málverkið, sem hefur verið til sýnis í safninu frá 1945, var mikið skemmt, en það er metið á um tvær milljónir punda (944 milljón- ir króna). „Maðurinn steig yfir kaðalinn fyrir framan málverkið og risti með hnífi í það. Hann ýtti hnífinum niður og reif í málverkið með hinni hendinni, og henti því á gólfið. Ég trúði ekki mínum eigin augum og varð dálítið hrædd," sagði Tracy O'Mara, 15 ára skóla- stúlka, sem var vitni að atburðin- um. Poussin var uppi frá 1593 til 1665, en ekki er nákvæmlega vitað hvenær hann málaði „Dáðst að gullkálfinum". Máiverkið er eitt af þekktustu verkum evrópskra listmálara, og er stærsta og verðmætasta mynd Poussins sem til sýnis er í brezka listasafninu. Lögregla sagði í dag, að hún hefði handtekið 27 ára gamlan Itala, Salvatori Borzi, sem grunað- ur er um að hafa skemmt málverk- ið. Kemur Borzi fyrir rétt á morgun. Talið er líklegt í dag, að hægt yrði að gera við málverkið að mestu leyti. hw aW9HHIHL^ .—«•»** ¦¦R*?^^ Sprengjum varpað á Amoco-Cadiz. Seinni hluta dags :w. marz geroi iransKi sjoherinn aora curaun til að sprengja risaolíuskipið Amoco Gadiz, og tókst sú tilraun mun betur en sú fyrri. Telja sérfræðingar nú góða möguleika á að allir geymar skipsins séu tómir, og að ó'll olfan hafi lekið í' sjóinn. Öll olían í Amoco Cadiz er runnin út Djúpsprengjum hefur verið varpað úr þyrlum í nokkra daga á flak risaolíuflutninga- skipsins Amoco Cadiz undan strönd Bretagne-skaga og þar með er talið* að öll olfa hafi lekið úr skipinu en það verður athugað nánar. Áður en djúpsprengjunum var varpað í dag var talið að af 220.000 lesta olíufarmi skipsins væru um 4.000 lestir eftir í geymum í skuti þess. Vonað er að fljótlegra verði að hreinsa 200 kílómetra strandlengju sem hefur mengazt þegar öll olía er farin úr skipinu. Svindluðu milljarða úr tryggingum í Astralíu Sydney, 3. apríl, AP-Reuter. LÖGREGLAN í Ástralíu handtók um helgina nfu manns sem hafa svindlað stórfé út úr almanna- tryggingakerfi landsins. Talið er að hringurinn hafi haft um 40 milljónir Ástralfudala, um 10 milljarða íslenzkra króna, út úr tryggingakerfinu frá 1971. Um 100 manns voru handteknir í Sydney um helgina í sambandi við fjárglæfrabrotið, og það er talið með mestu aðgerðum f sögu lögreglunnar í landinu. Höfuð- paurarnir eru taldir vera nfu, fjórir Grikkir og fimm læknar f Sydney. Þrír læknanna eru þekktir sérfræðingar á sínu sviði f Ástralíu. Læknunum er gefið að sök að hafa útvegað ólöglegar trygginga- greiðslur til handa 1200 einstakl- ingum, þar á meðal 300 grískum innflytjendum sem aftur eru fluttir til fyrri heima. Læknarnir eru sagðir hafa tekið um 1000 dali fyrir að útvega einstakling eins árs veikindagreiðslur úr trygging- unum, en þær nema um 5000 dölum. Fyrir 1000 dali í viðbót gátu sjúklingarnir fengið vottorð sem tryggði þeim lífstíðarörorku- bætur. Auk þessa gerðu læknarnir tilka.ll til greiðslna frá trygginga- kerfinu fyrir rannsóknir sínar á „sjúklingunum". Hringurinn starfaði á þann hátt að f jórir umboðsmenn bentu lækn- unum á fólk, flest innfluttir Grikkir, sem gefið var vottorð fyrir fölsuðu tryggingabótunum. í fréttaskeytum segir að umboðs- mennirnir hafi fyrir sinn snúð fengið um 1000 dali frá hverjum einstakling. Tryggingasvindl þetta kostaði hið opinbera um níu milljónir Ástralíudala á ári. A síðustu 12 mánuðum voru yfir sex milljónir dala greiddir til sjúklinga og læknarnir fengu um 500 þúsund dali frá hinu opinbera vegna rannsóknanna. Lögregla komst fyrst á snoðir um svindlið árið 1971, og hefur sléitulaust verið unnið að rann- sókn þess upp frá því. Yfir 100 lögreglumenn tóku þátt í aðgerð- unum um helgina. Flestir hand- teknu bótaþegarnir hafa þegar verið sakaðir um að aðstoða við svindl gegn hinu opinbera. Mesta refsing fyrir slíkt er þriggja ára fangelsisvist. Indversk borg undir herst jórn Nýju-Delhi, 3. apríl. Reuter. HERLIÐ var kvatt út og 1.200 hermenn tóku við löggæzlu í tvi'buraborginni Hyderabad og Secunderbad á Mið-Indlandi í dag Efnahagslífið í Tékkóslóvakíu: Slakað á miðstýringarklónni undir nákvæmu eftirliti EKKI alls fyrir löngu þótti tíðindum sæta er tékkneski kommúnista- flokkurinn viðurkenndi að á ýmsum sviðum efnahags- og atvinnulífs í landinu væri um að ræða óraun hæfa áætlunargerð og óstjórn, sem leiddu af sér léleg afköst, óvandaða framleiðslu og orkubruðl. Nú hefur flokkurinn, sem er allsráðandi í landinu, ákveðið að slaka nokkuð á miðstýringu, bæði í fjár- málum og stjórnun fyrir- tækja. Ætlunin er að til- raun verði gerð í sam- bandi við rekstur 150 iðnfyrirtækja á þriggja ára tímabili, og verður stjórnendum fyrirtækj- anna veitt mun meira sjálfdæmi en tíðkazt hefur s.I. tíu ár, eða frá þyí að Dubcek og fylgjendum hans var rutt úr vegi 1968. Ljóst er að hér er ekki ætlunin að taka upp að nýju þá stefnu, sem við lýði var í stjórnartíð Dubceks, enda sagði Leopold Ler, fjármálaráðherra, í tímaritsgrein nýlega, að þessi tilraun yrði engan veginn aftur- hvarf tii „vélrænnar" stefnu í markaðsmálum, sem reynt hefði verið að koma á í landinu á síðasta áratug. I sambandi við hina nýju áætlanagerð þykir það nýmæli til mikilla bóta, að miðað verður við þriggja ára tímabil, en slik tilhögun ætti að veita fyrirtækj- um og framleiðslueiningum mun meira svigrúm til að taka upp nýja og bætta framleiðsluhætti og markvissari skipulagningu en tíðkazt hefur. Hingað til hafa fyrirtæki aðeins geta ráðgert umsvif sín eitt ár fram í tímann. Þau hafa starfað undir þrýstingi þar sem sett hefur verið á oddinn að sýna fram á aukna framleiðslu og hagræðingu í lok hvers árs, þannig að stjórnend- ur þeirra hafa freistazt til að láta skammtímasjónarmið ráða. Enda þótt nú sé ætlunin að •veita stjórnendum fyrirtækja mun meira sjálfstæði í ákvörðunum og ráðstöfunum hefur stjórnin lýst því yfir á afdráttarlausan hátt, að nákvæmt eftirlit verði samt sem áður haft með rekstri þeirra, og að gengið verði hart eftir því að þau ari ekki út fyrir ákveðinn ramma í fjárfestingu og launa- málum. Tilgangur stjórnarinnar í Prag með hinni nýju stefnu er augljóslega sá að efla sam- keppnishæfni tékkneskrar framleiðslu á erlendum mark- aði, þannig að hægt verði að draga úr vöruskiptaverzlun. Þannig fengist beinharður gjaldeyrir, sem Tékka vantar sárlega, bæði til innkaupa á hráefnum og fullkomnum tækniútbúnaði, sem nauðsynleg- ur er til að færa iðnað í landinu í nútímalegra horf. eftir óeirðir sem leiddu til þess að níu voru skotnir til bana og rúmlega 80 slösuðust. Tveggja sólarhringa útgöngubann var fyrir- skipað. Forsætisráðherrann í Andhra Pradesh, dr. M. Chenna Reddy, hélt því fram að óeirðirnar væru af pólitískum toga. Óeirðirnar byrjuðu um leið og hefjast áttialsherjarverk- fall sem stjónarandstöðuflokkar í fylkinu hvöttu til, til þess að mótmæla lögregluofbeldi. Tuttugu og tveggja ára gamall maöur beið bana og þrír særðust í lögregluskothríð á föstudaginn þeg- ar háskólastúdentar efndu til mik- illia mótmælaaðgerða gegn dauða manns sem lögregla hafði handtekið. Því er haldið fram að konu hans hafi verið nauðgað. í óeirðunum í dag var ráðist á barnaspítala og kveikt í þremur pósthúsum, þremur lögreglustöðv- um, járnbrautarstöð og öskubílum og almenningsvögnum. Lögregla var sögð hafa nokkrum sinnum hafið skorhríð þegar ráðizt var á hana með grjótkasti. Meðal hinna særðu eru rúmlega 50 lögreglumenn að sögn indverska útvarpsins. Herinn hefur ekki verið kallaður út til að bæla niður óeirðir á Indlandi síðan í matvælaóeirðunum í vesturfylkinu Gujajat í janúar og febrúar 1974. Kongressflokkur Indiru Gandhi hefur farið með stjórnina í Andhra Pradesh síðan hann sigraði óvænt í fylkiskosningum fyrir rúmum mán- uði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.