Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 25
24
25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978
STAÐAN
í 1. DEILD
ENNÞÁVON HJÁ VAL
EFTIR SIGUR YFIR ÍR
VALUR hefur ennþá miÍKuleika á því að halda meistaratitlinum í handknattleik eftir sigur yfir ÍR á sunnudagskvöldið 18.17 en sá möguleiki
byggist á því að Víkingarnir tapi a.m.k. þremur stigum í þremur síðustu leikjum sínum. Það er ekki hœgt að segja með sanni að Valsmenn
hafi vcrið sannfærandi í leik sínum við ÍR, þvert á móti léku þeir mjög laklega og hefðu ekki verðskuldað nema annað stigið.
Eftir að hafa horft á leik
toppliðanna Víkings og Hauka á
undan voru það mikil viðbrigði að
fylgjast með viðureign IR og Vals.
Handknattleikurinn, sem liðin
buðu upp á, var mörgum gæða-
flokkum fyrir neðan það, sem sést
hafði í fyrri leik kvöldsins.
Fyrri hálfleikurinn var ákaflega
sveiflukenndur. Um miðjan fyrri
hálfleikinn var staðan 4:3 fyrir Val
én þá skoruðu ÍR-ingar fjögur
mörk í röð og komust yfir 7:4. En
Valsmenn gáfust ekki upp og náðu
að jafna fyrir hlé 7:7.
Eins og hin lága markatala
gefur kannski til kynna var
sóknarleikur liðanna fálmkenndur
í fyrri hálfleik og mikið um mistök
hjá báðum liðum. Þetta breyttist
ekki í seinni hálfleik. Liðin skipt-
ust þá á um að hafa eins marks
forystu en þegar 8 mínútur voru til
leiksloka komust Valsmenn tvö
mörk yfir 16:14. en ÍR-ingarnir
náðu að jafna 16:16, Valsmenn
komust í 17:16, IR náði aftur að
jafna en á lokamínútunni tryggði
Þorbjörn Jensson Val sigur með
lausu skoti, sem Jens markvörður
hafði nærri varið. ÍR-ingarnir
brunuðu upp völlinn en síðasti
vonarneisti þeirra var slökktur
þegar Vilhjálmur stökk inn í
horninu á lokasekúndunum og
dæmd var á hann lína.
Valsmen reyneu að %eika mjög
hraðan s 'knarleik a þessu
sinnien þeir réðu ekki sullkomlega
viðhraðann g sóknin var öví
heldur bitlaus. Þrir menn voru
áberandi bezt%r hjá jval í þessum
leik, Jón Pétur Jónsson, Stefán
Gunnarsson og Steindór Gunnars-
son.
Lið IR leikur sterkan varnarleik
og Jens markvörður varði oft á
tíðum mjög vel en sóknarleikur
ÍR-inganna er ákaflega máttlaus
og tilþrifalítill og líklega er ÍR það
lið 1. deildar, sem leikur lakasta
sóknarleikinn. En það skal endur-
tekið að vörn liðsins er góð, með
þeim betri sem þekkjast í deild-
inni.
Mörk Vals: Jón Pétur Jónsson 5,
Steindór Gunnarsson 4, Þorbjörn
Guðmundsson 3, Jón H- Karlsson
2, Stefán Gunnarsson 2, Þorbjörn
Jensson og Bjarni Guðmundsson 1
mark hvor.
Mörk Vals: Bjarni Bessason 5,
Brynjólfur Markússon 3, Vilhjálm-
ur Sigurgeirsson 3 (1 v), Jóhann
Ingi Gunnarsson 2, Ársæll Haf-
steinsson 2, Guðmundur Þórðar-
son og Ásgeir Elíasson 1 mark
hvor.
Misnotuð vítaskot: Jens Einars-
son varði vítakast frá Jóni H.
Karlssyni í f.h.
Brottvísanir af velli: Engin.
Dómarar voru Kjartan Stein-
baeh og Kristján Ö. Ingibergsson
og dæmdu þeir leikinn vel.
- SS.
Arsæll Hafsteinsson hendir sér inn í vítateig Vals og skorar
framhjá Brynjari markverði. Bjarni Guðmundsson reynir einnig
að koma við vörnum en án árangurs.
Ljósm. RAX.
0%,
FRÁ ÞVÍ fyrir páska hafa 5 leikir veriö
afgreiddír í deildinní, prír leiknir og
tveir gefnir. Eftir tvo fyrstu leikina af
Þessum 5 var Ijóst orðió, aö Eyjaliðið
Þór heföi tryggt sér sigursætið. Og
hafa Þórsarar raunar pegar verið
krýndir sigurvegarar. Á hinn bóginn
liggur ekki enn fyrir, hvort Breiðablik
eða hitt Eyjaliðið, Týr, hreppir 2. sætiö
í deildinni og par með rétt til pess að
leika tvo leiki við næst neðsta lið í 2.
deild um sæti par.
Þessí félög standa jöfn að stigum,
en Breiðablik á hins vegar leik til
góða, við Keflavík, sem leikinn verður
að Varmá á miövikudaginn kl. 21.00.
Nái Breiðablik stigi úr peim leik, er 2.
sætið peirra, en að öðrum kosti kemur
til aukaleikja um pað.
AFTURELDING — BREIÐABLIK 24:22.
í upphafi ætluðu Blikarnir sér sýnílega
sigur en ekkert annað og komust fljótt
í nokkurra marka forystu. En Mos-
fellingar voru á hinn bóginn ekki á pví
að gefa sig, heldur staðráðnir í að
hefna fyrir fyrri ósigra í vetur gegn
Blikunum. Þeir höfðu heldur engu að
tapa í deildinni. Og svo fór, aö
Mosfellingar héldu leikgleði sinni til
enda, en leikmenn Breiðabliks hrein-
lega töpuðu áttum og á löngum
köflum var varla heil brú í leik peirra.
Þó tóku Blikarnir sig ögn á undír lokin,
en of seint. Þriðji tapleikur peirra í
deildinni varö staðreynd.
3. deild karla í handknattleik;
UBKstefnir
áaukaleik
ÞÓR — TÝR 19:16. Þessa leiks haföi
verið beðið með eftirvæntingu, enda
réðu úrslit hans miklu fyrir bæði
félögin og Breiðablik einnig. Því er
skemmst frá að segja, að Þórsarar
höfðu yfirhöndina leikinn á enda og
tryggöu sér par með sigursætið í
deildinni og sæti í 2. deild næsta
tímabíl. En Týrarar, sem skömmu áður
höfðu tapað fyrir Blikunum, misstu um
leið að mestu vonina um 2. sætið í
deildinni. Þetta varð fjórði tapleikur
peirra. Hátt í 700 manns horfðu á
pennan leik, sem er alger metaðsókn
á 3. deildar leik, og myndu mörg félög
í 1. deild mega gera sig ánægð meö
slíka aðsókn um pessar mundír.
BREIOABLIK — AKRANES 23:20. Það
er greinilega skrekkur í Blikunum í
pessum leik, eftir tapið gegn Aftureld-
ingu. Þó komust peir í nokkra forystu
framan af fyrri hálfleik, 2—3 mörk, en
Akurnesingum tókst að jafna og
komast marki yfir. Þá tóku Blikarnir
sprett og höfðu tvö mörk yfir í leikhléi.
Framan af seinni hálfleik héldu Þeir
strikinu og komust í 7 marka forystu.
En undir lokin færöist harka í leikinn,
sem ætlaði aö veröa Blikunum dýr,
Akurnesingar söxuöu á og rétt fyrir
leikslok voru Blikarnir orönir aðeins 5
inná. Þeim tókst pó aö innbyrða sigur,
sem hefði átt að verða mun stærri.
ÞÓR og TÝR fengu síðan sín 2 stigin
hvort félag frá DALVÍK, en Dalvíkingar
mættu ekki til leikja í Eyjum núna um
helgina og höfðu áður ekki mætt til
leikja við Breiöablik og Njarðvík. Er
hlutur Dalvíkurliðsins í keppni 3.
deildarinnar heldur bágur og hefur
Einkunnagjðfin
VÍKINGURi Kristján Sig-
mundsson 2, Magnús Guð-
mundsson 2. Jón G. Sigurðsson
2. Ólaíur Jónsson 1, Skarphéð-
inn Óskarsson 3, Páll Björg-
vinsson 2, Árni Indriðason 4,
Þorbergur Aðalsteinsson 3,
Viggó Sigurðsson 3, Eggert
Guðmundsson 1, Björgvin
Björgvinsson 3. Sigurður
Gunnarsson 2.
IIAUKARi Ingimar Haralds-
son 3. Elías Jónasson 3, Ólafur
Jóhannesson 2, Sigurður Aðal-
steinsson 1, Árni Hermanns-
son 2, Stefán Jónsson 2, Þórir
Gíslason 1, Sigurgeir
Marteinsson 2, Andrés
Kristjánsson 3, Þorgeir
Haraldsson 2, Gunnar Einars-
son 3.
VALUR: Jón Breiðfjörð 1,
Gísli A. Gunnarsson 1, Björn
Björnsson 1, Bjarni Guð-
mundsson 2, Steindór
Gunnarsson 3, Þorbjörn Guð-
mundsson 2, Þorbjörn Jensson
1. Stefán Gunnarsson 3, Jón IL
Karlsson 2, Jón Pétur Jónsson
3, Brynjar Kvaran 2.
ÍRi Jens G. Einarsson 3,
Ásgeir Elíasson 2, Ólafur
Tómasson 1, Guðmundur
Þórðarson 2, Bjarni Bessason
3, Jóhann Ingi Gunnarsson 1.
Ársæll Hafsteinsson 2, Vil-
hjálmur Sigurgeirsson 2,
Sigurður Svavarsson 1,
Sigurður Gíslason 2, Brynjólf-
ur Markússon 2.
margt gengið á afturfótunum hjá peim
og vegna peirra seinni hluta keppn-
innar, eins og peir vita, sem fylgst
hafa með henni. Erfitt er aö meta
fyllilega tildrög og ástæður, en
mótanefnd HSÍ er a.m.k. afar óhress
og telur Dalvíkinga hafa brugðist illa
og gerst brotlega við mótareglur HSÍ,
svo að jafnvel varði útilokun frá
pátttöku í handknattleiksmótum í
náinni framtíð. Þá er hugsanlegt, að
eftir að Dalvíkingar mættu ekki til
pessara fjögurra síðustu leikja sinna,
eigi peir yfir höfði sér bótakröfur frá
peim félögum, sem sent hafa liö sín
norður til keppni við pá í vetur en ekki
fengið heimaleiki við pá á móti. Að
sögn eins talsmanns Dalvíkinga, telja
peir sig ekki eiga alla sök í pessum
málum og hugleiöa nú, að senda
greinargerð um afstöðu sína. Er
vonandi, að peir láti veröa af pví, svo
að ápreifanlegar skýringar fáist.
STAÐAN Leikir Dalvíkur við Breiða-
blik, Njarðvík, Þór og Tý eru skráðir
án marka.
Þór E. 14 11 2 1 286:241 24
Breiðablik 13 9 1 3 288:257 19
Týr E. 14 9 1 4 263:232 19
Afturelding 14 8 0 6 319:314 16
Akranes 14 6 0 8 288:290 12
Njarðvík 14 4 2 8 248:265 10
Keflavík 13 3 0 10 247:314 6
Dalvík 14 2 0 12 221:258 4
— herb.
,Búnir að finna lykt-
ina af meistaratitlinum
Víkingar unnu Hauka verðskuldaðog þurfa
fjögur stig úr þremur síðustu leikjunum
— ÚR ÞESSU verður erfitt að stöðva okkur Víkinga. Við erum búnir að finna lyktina af
Islandsmeistaratitlinum og gefum ekkert eftir það sem eftir er mótsins. Það var ánægður Viggó
Sigurðsson, sem mælti þessi orð í búningsklefa Víkinga að loknum sigurleiknum gegn Haukum í
1. deildinni í handknattleik á sunnudagskvöldið. Vfkingar höfðu náð sínum bezta leik í vetur og unnið
hið skemmtilega Haukalið með 23 mörkum gegn 19. Víkingar eiga eftir að spila á móti fram, ÍR
og Val og dugar þeim sigur í tveimur þessara leikja til að hljóta meistaratignina. Leiki þeir eins
og á móti Haukunum verður erfitt að stöðva Vikingsliðið, en þeir skyldu þó ekki gleyma sér strax
í sigurvímu, þeir hafa fyrr í vetur náð góðum leik, en siðan dottið niður í meðalmennsku næsta leik
á eftir.
23:19 urðu úrslitin á móti
Haukunum eins og áður sagði, en
í Morgunblaðinu á laugardaginn
spáði Viggó því að úrslit leiksins
yrðu 23:20 fyrir Víking, þannig að
hann fór nærri um úrslitin. — Það
lá beint við að spá þessum
úrslitum, sagði Viggó. — Eg fann
það einhvern veginn á mér að
leikurinn myndi þróast svona og
ég held að Víkingur sé 3—4
mörkum betra lið en Haukarnir.
Við náðum þarna okkar bezta leik
í vetur og baráttan hefur aldrei
verið meiri. Eftir að markvarzlan
komst í lag hjá okkur í byrjun
seinni hálfleiksins var ekki spurn-
ing um hvort liðið myndi vinna,
sagði Viggó Sigurðsson.
Strax í upphafi leiks Víkings og
Hauka var mikil stemmning á
meðal áhorfenda, sem hvöttu bæði
lið ákaft til dáða. Víkingar hafa
ekki fyrr í vetur fengið annan eins
stuðning við bakið og Haukafólkið
lét ekki heyra minna í sér en þegar
lið þeirra leikur á fjölunum í
Hafnarfirði. Haukarnir höfðu
smalað stuðningsmönnum sínum á
leikinn og bæði lið höfðu auglýst
mikið til að fá sem flest fólk.
Áhorfendur munu hafa verið á 15.
hundraðið og fjölmargar
fermingarveizlur á sunnudaginn
hafa eflaust dregið úr fjölda
áhorfenda, en hann var þó meiri
en fyrr í vetur á 1. deildinni.
Bæði lið höfðu undirbúið sig vel
fyrir leikinn og Víkingar t.d. eytt
öllum laugardeginum saman og
síðan farið saman á kvikmyndina
Rocky um kvöldið. Höfðu þeir þar
sama hátt á og íslandsmeistarar
KR í körfuknattleik, en kvöldið
fyrir úrslitaleikinn við Njarðvík á
dögunum sáu þeir einmitt Rocky.
Það gafst KR-ingum vel og Víking-
um ekki síður. Næsta laugardag
ætla Víkingar að hafa sama
háttinn á, halda hópinn og síðan
er ætlunin að fara í leikhús og sjá
Kátu ekkjuria um kvöldið.
Spurningin er hvernig hún reynist.
Víkingum.
Haukarnir þurftu alltaf að sækja
Það var skorað mikið af mörk-
um framan af leiknum á sunnu-
daginn og sóknarleikur beggja
liðanna var mjög skemmtilegur.
Jafnt var 3:3 eftir 5 mínútur, en þá
tóku Víkingar mikinn kipp og
komust í 7:3. En Haukarnir áttu 4
næstu mörk leiksins og jöfnuðu.
Jafnt var enn 9:9, en Víkingur
komst yfir 12:9. Enn jöfnuðu
Haukar 12:12 og sýndu þeir mikla
baráttu í fyrri hálfleiknum, þeir
voru alltaf undir, þurftu alltaf að
sækja á brattann og ævinlega
tókst þeim að jafna. Undir lok
hálfleiksins klúðruðu Haukarnir
nokkrum góðum færum og Víking-
ar leiddu í leikhléi 14:12.
Elías gerði fyrsta mark seinni
hálfleiksins og munurinn var
aðeins eitt mark, 14:13. Er hér var
komið sögu náðu Víkingar mjög
góðum leikkafla, komust í 17:13,
18:14 og síðan 19:15. Þá voru 10
mínútur eftir af leiknum og í
rauninni gert út um hann. Jafn-
ræði hélst með liðunum það sem
eftir var og lokatölur urðu 23:19.
Með þessum ósigri eru vonir
Hauka um að sigra í 1. deildinni
í rauninni úr sögunni, þó svo að
enn séu á því fræðilegir möguleik-
ar. Haukaliðið er mjög léttleikandi
og markvarzla liðsins er yfirleitt
■njög góð. Það sem háir liðinu
mest er skyttuleysið og er ekki
gott að segja hver staða Haukanna
væri nú ef Hörður Sigmarsson
hefði leikið með þeim í vetur og
verið í toppæfingu. Af leikmönn-
um Haukanna á sunnudagskvöldið
er erfitt að gera upp á milli
manna, en þó voru línumennirnir
Andrés og Ingimar hvað sterkast-
ir. Elías og Ólafur gerðu góða
hluti, en sá síðarnefndi er mjög
útsjónarsamur og lipur leikmaður,
en vantar meiri burði. Gunnar
Einarsson átti sæmilegan dag, en
hefur þó oft leikið betur. — Við
æfðum okkur sérstaklega á því
hvernig á að skora hjá Gunnari og
það gaf góða raun, sagði Viggó
Sigurðsson eftir leikinn.
Þeir Árni Indriðason, Þorbergur
Aðalsteinsson, Björgvin Björg-
vinsson og Viggó Sigurðsson voru
menn Víkingsliðsins að þessu
sinni. Sömuleiðis lék Skarphéðinn
Óskarsson mjög vel, sinn bezta
leik í langan tíma. Sigurður
Gunnarsson, sá ungi leikmaður,
hlýtur að eiga orðið fast sæti í
Víkingsliðinu. Páll Björgvinsson
gerði 10 mörk í jafnteflisleik,
19:19, Víkinga og Hauka í Hafnar-
firði fyrr í vetur. Að þessu sinni
virtist Páli lengi vel fyrirmunað að
skora, enda skaut hann nú allt
öðru vísi, en bezt hafði gefist gegn
Gunnari í fyrri leikjum. Kristján
Sigmundsson varði lítið framan af,
en mjög vel í lok leiksins.
I stuttu málii
íslandsmótið 1. deild, Laugar-
dalshöll 2. apríl.
Víkingur — Haukar 23:19 (14:12).
Mörk VíkingSi Björgvin Björg-
vinsson 5, Árni Indriðason 4,
Þorbergur Aðalsteinsson 4, Viggó
Sigurðsson 4, Skarphéðinn
Óskarsson 2, Páll Björgvinsson 2,
Sigurður Gunnarsson 1, Jón G
Sigurðsson 1.
Mörk Ilaukai Andrés Kristjáns-
son 7 (6v), Elías Jónasson 4, Árni
Hermannsson 2, Ingimar Haralds-
son 2, Stefán Jónsson 2, Ólafur
Jóhannesson 1, Þorgeir Haralds-
son 1.
Brottvísanir af leikvellii Engin.
Misheppnuð vftakösti Gunnar
Einarsson varði frá Páli Björg-
vinssyni og Kristján Sigmundsson
varði frá Andrési Kristjánssyni.
Dómarari Jón Friðsteinsson og
Gunnlaugur Hjálmarsson dæmdu
leikinn í flesta staði vel, eins og
gengur voru skoðanir skiptar um
einstaka dóma, en víst er að
Víkingar töpuðu ekki á dómgæzl-
unni.
- áij.
Víkingur 11 7 3 1 240.202 17
Haukar 12 6 1 2 216.218 16
Valur 11 6 2 3 224.210 11
FH 11 5 2 3 214,193 12
ÍR 11 3 3 5 214.210 9
Fram 11 3 3 5 228.236 9
KR 10 2 2 6 205.216 6
Ármann 11 2 1 8 204,242 5
MARKA-
HÆSTIR
Andrés Kristjánss. Ilaukum 70
Bjiirn Jóhannss. Árm. 62
Jón Karlsson Valur 62
Brynjólfur Markúss. ÍR 59
Haukur Otteseo KR 49
Símon Unndórs ,on KR 46
Þórarinn Ragnarss. FH 44
Janus Guðlaugss. Fll 14
Elías Jónason Haukum 44
Viggó Sigurðss. Víking 44
Páll Björgvinss. Víking 43
NÆSTU
LEIKIR
N.-ESTU leikir í I. deild karla eru á
miðvikudagskiöld í Laugardalshiill
þá eigast við Ármann og Fram og
síðan leika KR og FH. Næstu leikir
í 1. deild kvenna fara fram f kviild
f Laugardalshöllinni þá leika Valur
gegn Ármanni og Fram gegn Vík-
ingi.