Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 25 nir að finna lykt- if meistaratitlinum \u Hauka veröskuldað og þurfa I úr þremur síðustu leikjunum t að stöðva okkur Víkinga. Við erum búnir að finna lyktina af :efum ekkert eftir það sem eftir er mótsins. Það var ánægður Viggó orð í búningsklefa Víkinga að loknum sigurleiknum gegn Haukum í sunnudagskvöldið. Víkingar höfðu náð sínum bezta leik í vetur og unnið ieð 23 mórkum gegn 19. Víkingar eiga eftir að spila á móti fram, ÍR í tveimur þessara leikja til að hljóta meistaratignina. Leiki þeir eins erfitt að stöðva Vfkingsliðið, en þeir skyldu þó ekki gleyma sér strax vetur náð góðum leik, en síðan dottið niður í meðalmennsku næsta leik oti en nn ins aö >að jm nn að og -4 lir. eik rei an un ¦n- la, og á eði ifa íns dð lét ekki heyra minna í sér en þegar lið þeirra leikur á fjölunum í Hafnarfirði. Haukarnir höfðu smalað stuðningsmönnum sínum á leikinn og bæði lið höfðu auglýst mikið til að fá sem flest fólk. Áhorfendur munu hafa verið á 15. hundraðið og fjölmargar fermingarveizlur á sunnudaginn hafa eflaust dregið úr fjölda áhorfenda, en hann var þó meiri en fyrr í vetur á 1. deildinni. Bæði lið höfðu undirbúið sig vel fyrir leikinn og Víkingar t.d. eytt öllum laugardeginum saman og síðan farið saman á kvikmyndina Rocky um kvöldið. Höfðu þeir þar sama hátt á og íslandsmeistarar KR í körfuknattleik, en kvöldið fyrir úrslitaleikinn við Njarðvík á dögunum sáu þeir einmitt Rocky. Það gafst KR-ingum vel og Víking- um ekki síður. Næsta laugardag ætla Víkingar að hafa sama háttinn á, halda hópinn og síðan er ætlunin að fara í leikhús og sjá Kátu ekkjuria um kvöldið. Spurningin er hvernig hún reynist. Víkingum. Haukarnir þurftu alltaf að sækja Það var skorað mikið af mörk- um framan af leiknum á sunnu- daginn og sóknarleikur beggja liðanna var mjög skemmtilegur. Jafnt var 3:3 eftir 5 mínútur, en þá tóku Víkingar mikinn kipp og komust í 7:3. En Haukarnir áttu 4 næstu mörk leiksins og jöfnuðu. Jafnt var enn 9:9, en Víkingur komst yfir 12:9. Enn jöfnuðu Haukar 12:12 og sýndu þeir mikla baráttu í fyrri hálfleiknum, þeir voru alltaf undir, þurftu alltaf að sækja á brattann og ævinlega tókst þeim að jafna. Undir lok hálfleiksins klúðruðu Haukarnir nokkrum góðum færum og Víking- ar leiddu í leikhléi 14:12. Elías gerði fyrsta mark seinni hálfleiksins og munurinn var aðeins eitt mark, 14:13. Er hér var komið sögu náðu Víkingar mjög góðum leikkafla, komust í 17:13, 18:14 og síðan 19:15. Þá voru 10 mínútur eftir af leiknum og í rauninni gert út um hann. Jafn- ræði hélst með liðunum það sem eftir var og lokatölur urðu 23:19. Með þessum ósigri eru vonir Hauka um að sigra í 1. deildinni í rauninni úr sógunni, þó svo að enn séu á því fræðilegir möguleik- ar. Haukaliðið er mjög léttleikandi og markvarzla liðsins er yfirleitt mjög góð. Það sem háir liðinu mest er skyttuleysið og er ekki gott að segja hver staða Haukanna væri nú ef Hörður Sigmarsson hefði leikið með þeim í vetur og verið í toppæfingu. Af leikmönn- um Haukanna á sunnudagskvöldið er erfitt að gera upp á milli manna, en þó voru línumennirnir Andrés og Ingimar hvað sterkast- ir. Elías og Ólafur gerðu góða hluti, en sá síðarnefndi er mjög útsjónarsamur og lipur leikmaður, en vantar meiri burði. Gunnar Einarsson átti sæmilegan dag, en hefur þó oft leikið betur. — Við æfðum okkur sérstaklega á því hvernig á að skora hjá Gunnari og það gaf góða raun, sagði Viggó Sigurðsson eftir leikinn. Þeir Árni Indriðason, Þorbergur Aðalsteinsson, Björgvin Björg- vinsson og Viggó Sigurðsson voru menn Víkingsliðsins að þessu sinni. Sömuleiðis lék Skarphéðinn Óskarsson mjög vel, sinn bezta leik í langan tíma. Sigurður Gunnarsson, sá ungi leikmaður, hlýtur að eiga orðið fast sæti í Víkingsliðinu. Páll Björgvinsson gerði 10 mörk í jafnteflisleik, 19:19, Víkinga og Hauka í Hafnar- firði fyrr í vetur. Að þessu sinni virtist Páli lengi vel fyrirmunað að skora, enda skaut hann nú allt öðru vísi, en bezt hafði gefist gegn Gunnari í fyrri leikjum. Kristján Sigmundsson varði lítið framan af, en mjög vel í lok leiksins. I sttittu málii íslandsmótið 1. deild, Laugar- dalshöll 2. apríl. Víkingur — Haukar 23:19 (14:12). Mörk Víkings. Björgvin Björg- vinsson 5, Árni Indriðason 4, Þorbergur Aðalsteinsson 4, Viggó Sigurðsson 4, Skarphéðinn Óskarsson 2, Páll Björgvinsson 2, Sigurður Gunnarsson 1, Jón G. Sigurðsson 1. Mörk Huiikui Andrés Kristjáns- son 7 (6v), Elías Jónasson 4, Árni Hermannsson 2, Ingimar Haralds- son 2, Stefán Jónsson 2, Ólafur Jóhannesson 1, Þorgeir Haralds- son 1: Brottvísanir af leikvellii Engin. Misheppnuð vítakösti Gunnar Einarsson varði frá Páli Björg- vinssyni og Kristján Sigmundsson varði frá Andrési Kristjánssyni. Dómarari Jón Friðsteinsson og Gunnlaugur Hjálmarsson dæmdu leikinn í flesta staði vel, eins og gengur voru skoðanir skiptar um einstaka dóma, en víst er að Víkingar töpuðu ekki á dómgæzl- unni. - áij. STAÐAN 1 1. DEILD Víkingur 11 7 3 1 210.202 17 Haukar 12 fi 1 2 216,218 lfi Valur 11 fi 2 3 221,210 11 PII 11 5 2 3 211,193 12 ÍR 11 3 3 5 211.210 9 Fram 11 3 3 5 228,236 9 KR 10 2 2 6 205.216 fi Armann 11 2 1 8 201,242 5 MARKA- HÆSTIR Andrés Kristjánss. Haukum 70 Björn Jóhannss. Árm. 62 Jón Karlsson Valur 62 Brynjólfur Markúss. ÍR 59 Haukur Ottesex KR 49 Símon Unndórs ,on KR 46 Þórarinn Ragnarss. FH 44 Janus Guðlaugss. FII 44 Elías Jónason Haukum 44 Viggó Sigurðss. Víking 11 Páll Bjbrgvins.s. Víking 43 NÆSTU LEIKIR N/ÉSTU leikir í 1. deild karla eru á miðvikudagskvöld í Laugardalshöll þá eígast við Armann og Fram og síðan leika KR og FII. Næstu leikir í 1. deild kvenna fara fram í kvöld í Laugardalshöllinni þá leika Valur gegn Armanni og Fram gegn Vík- ingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.