Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI „Fredu Utley sárnaði mjög þar sem hún sat hálfsvöng í lítilli herbergiskytru, því húsnæðis- skorturinn var mikill og matar- skorturinn, en hún sat og las „þjóðviljana" frá mörgum löndum. Þeir voru allir eins, bara hós- íannasöngur um velferðina í Rúss- landi. Öll Evrópa átti sína Kuusinína, sem ólmuðust við að koma helsi kommúnismans á sína eigin lands- menn svo voru það menningarvit- arnir með útgáfur og áróður, og svo fóru þeir að bjóða lærðum mönnum að koma til Rússlands og sjá herlegheitin með eigin augum, til þess að vitna þegar heim kæmi. Þeir buðu ekki öllum frægum mönnum, þeir buðu til dæmis ekki Bertrand Russel, því hann hafði sagt að Karl Marx væri grautar- haus og fullur haturs. Þetta er rétt því ofbeldið er það eina úr kerfinu sem kommúnistum hefur tekist ágætlega að framkvæma. í fyrra var haldin ráðstefna í Belgrad sem bara fjallaði um það að málið væri ekki af almenningi í kommúnista- ríkjunum. Flokkurinn hefur tekið allt frelsi og öll mannréttindi í sínar hendur og fólkið má ekki tala nema eftir kerfinu. Er þá ekki mannskapurinn í sömu aðstöðu og nytjadýrin á samyrkjubúunum? Freda Utley hitti prófessor frá Lundúnaháskóla og var hann búinn að vera á lúxushóteli við baðströnd flokksins. Hann sagði að það hlyti að vera ósatt að hungursneyð væri í Úkraínu, því hann hefði þar fengið íburðar- meiri mat en á Savoy í London. Hún hafði farið yfir til Úrkaínu og gaf nærri allan matinn, sem hún hafði safnað sér í ferðalaginu, betlurum, sem stóðu á öllum járnbrautarstöðvum þó að lestar- stjórarnir rækju þá frá miskunn- arlaust. Hún þorði ekki að segja prófessornum frá þessu af hræðslu við það að þá mundi maðurinn hennar verða tekinn sem reyndar var gert seinna. Árið 1923 þegar hungursneyðin var í algleymi eftir byltinguna (sem var óþörf því það var komið þing og verkamennirnir voru búnir að fá að hafa trúnaðarmenn í verksmiðjunum, en það voru ekki mannréttindi sem kommúnistar vildu), þá var safnað mat handa þjóðinni í öllum löndum. 1934 neitaði Stalín að það væri hungur- sneyð í Úkraínu þó að hann væri búinn að láta ræna öllum mat.“ Undir bréf þetta skrifar hús- móðir og vill að öðru leyti ekki láta nafns síns getið. Bréf hennar varð að stytta nokkuð, en hún segir í niðurlagi þess að Stalín hafi kunnað að meta verk Bresnevs á yngri árum og sé hann nú enda allsráðandi í Rússlandi. Þessir hringdu . . . § Hraun við Djúpavog Dr. Jakob Jónsson hafði samband við Velvakanda og vlldi koma á framfæri nokkrum orðum til skýringar vegna fyrirspurnar hjá Velvakanda fyrir helgina: — Það Hraun sem er hér um að ræða er Hraun við Djúpavog. Þegar ég var ungur maður var það algeng sérvizka meðal þeirra sem fengust við skáldskap af einhverju tagi, að kenna sig við staðinn sem þeir voru frá. Sem dæmi af handahófi má nefna Halldór Guð- jónsson frá Laxnesi, Sigurjón Jónsson frá Snæhvammi, Gunnar Árnason frá Skútustöðum og Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Mér fannst því ósköp eðlilegt að kenna mig við þann stað sem ég fluttist til á öðru ári og var alltaf kenndur við í minni heimabyggði Ég hefi haldið þessu áfram þegar ég hefi skrifað annað hvort sögur eða leikrit eða ljóð og þetta stendur á leikskrám þar sem leikrit mín hafa verið leikin. Mér var bent á að þetta kynni að valda ruglingi þegar sjónvarpsleikritið kom til sögunnar, en austfirsk þverska réð úrslitum og ég ákvað að halda þessu áfram. En ég nota þetta heiti aðeins þegar um skáldskap er að ræða en ekki ritgerðir eða greinar. Svo bið ég kærlega að heilsa Ingimar. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU HÖGNI HREKKVÍSI Lýsir þetta ekki hugmyndaflugi hans? Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu Addo bókhaldsvélar aðstoða stofnanir og fyrirtæki um allt land við að fylgjast með rekstrinum. Addo er löngu þekkt fyrir gangöryggi, léttan áslátt og hljóðláta vinnslu. Vélarnar má programera fyrir ólíkustu verkefni, svo sem launabókhald, birgðabókhald, viðskiptamannabók- hald, svo eitthvað sé nefnt. Með sjálfvirkum spjaldíleggjara má auka færsluafköst um 40%. Fullkomin þjónusta, kennsla og aðstoð við uppsetningu á bókhaldi ef óskað er. Leitið nánari upplýsinqa um verð og gerðir. BMÆUMMÖ® KJARAIMhf .skrif.Ktofuvélar & -vvrkstæði Tryggvagötu 8. sfmi 24140 r ^ nýjar bækur aaglega Bókaverzlun Snæbjamar LHAFNARSTRÆTI 4 OG HAFNARSTRÆTI 9J Verkamannafélaginu Dagsbrún Tekiö veröur á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsum félagsins í sumar í skrifstofu félagsins aö Lindargötu 9 frá og meö fimmtudeg- inum 6. apríl. Vikudvöl kr. 12.000.- greiöist viö pöntun. Þeir sem ekki hafa dvaliö í húsunum áöur hafa forgang til mánudags 10. apríl. Félagsmenn athugiö: orlofshúsin eru nú á 3 stööum. I. Ölfusborgum 5 hús. II. Illugastööum f Fnjóskadal 1 hús. III. Svignaskaröi í Borgarfiröi 1 hús. 7 Stjórn félagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.