Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. APRÍL 1978 Jóhann Sveinsson frá Flögu: MEÐ GREIN minni í Morgunblaðinu 29. nóv. 1970 birti ég þessa mynd sem er úr vísindariti Portland Cement Association frá 1965, með svohljóðandi texta. „Þessa tegund vega langar mig til að byggja hér. í Maine þar sem frosthörkur eru oft gífurlegar, var þetta sýnishorn tekið eftir 18 ára stanzlausa notkun á veginum, og kom í Ijós að burðarþolið. hafði aukist um meira en helming. Undirstaðan er sementsbundin og toppurinn asfalt. Kostnaður myndi vera í dag um 93.00 kr. fermetrinn". Myndin er tekin á „Sverrisbraut" þar sem engin viðgerð hefur verið gerð. Þessi kjarni var tekinn úr veginum 17. feb. 8.1. af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og tel ég að með þessum kjarna sé ég búinn að sanna að það er hægt að byggja vegi hér á íslandi á ódýran hátt, með fullkomnum tækjum. Þótt að mínu áliti geti ég sannað að „Mafían" hafi reynt að eyðileggja tilraunina. Sverrir Runólfsson: ,,Sverrisbraut" VEGNA alls fjaðrafoksins íitaf svokallaðri „Sverrisbraut" langar mig til að birta þrjár athyglisverðar myndir, með tilheyrandi textum. Og vonandi íærast umræður um tilraunina og áhugamál mitt, sem er vegakerfi landsins, inn á skynsamlegri braut en verið hefur hingað til. R.J. Matthews, yfirverkfræðingur Edmonton-borgar Alberta, Kanada telur vegi með sementsbundnu burðarlagi (Three times better) þrisvar sinnum endingarbetri en óbundna (svo kallaða hefðbundna). Það er ein ástæðan fyrir því að ég legg svo mikla áherslu á að við byrjum að nota þá tegund vega meira. Nú ætlast ég til að setzt verði niður og þetta mál rætt af alvöru. Ellegar Vegagerðin skrifi undir það að hún fari ekki út í þessa tækni næstu 7 árin. Annars er ég svo sem tilbúinn í baráttuna alveg upp á nýtt. Sverrir Runólfsson. STRENGTH GAIN WITH AGE Compressive Strenqth psi 3000 2000 1000 Sjúkrahótel Rauða kross íslands S.Carolina Wyoming Mirtois Wisconsin / Myndin er tekin af súlnariti, úr vísindariti Portland Cement Association írá 1958. Textinn í lauslegri þýðingu er. „Sementsbundinn jarðvegur (Soil-Cement) eykur styrkleika með aldrínum, sér fyrir og heldur styrkleika til frambúðar. Þetta súlnarit sýnir aukningu á styrkleika á vegum í fjórum ríkjum." Illar fréttir þóttu mér, er ég heyrði fyrir skömmu að leggja yrði niður starfsemi Sjúkrahótels Rauða krossins sökum fjárskorts. Rauði krossinn er og hefir verið ein hin þarfasta alþjóðastofnun, sem margt gott hefir látið af sér leiða. Hann var formlega stofnaður í Genf 1863, en það var upp úr stríðinu milli Frakka og Austur- ríkismanna 1859. Voru þá háðar tvær stórorustur við Magenta og Solferino. Varð einkum hin síðari geysimannskæð. (Um hana reit Benedikt Gröndal hina frægu sögu, Söguna af Heljaslóðaorustu, þar sem hann lætur þá Napoleon keisara (3.) og Jósepp Austurríkis- keisara stríða að fornum sið, allt í stíl fornaldarsagna og riddara). Var hryllilegt um að litast, þar sem þúsundir manna lágu um- hirðulausir í valnum, flakandi í sárum. Þetta varð tilefni þess að R.k. yar stofnaður. Maður, að nafni Henri Dunant, mannúðar- maður mesti, tók að veita særðum hjálp og fékk sjálfboðaliða sér til aðstoðar. Einkunnarorð hans og manna hans voru: ALLIR ERU BRÆÐUR. Þessi einkunnarorð hafa fylgt R.k. síðan. Þar er einungis hugsað um samhjálp og mannúð, en ekki um fjárhagslegan ávinning, sízt um hámarkshagnað. (Orðið mannúð er komið úr mannhugð og merkir eiginlega það hugarfar og breytni, sem skyni gæddum manni byrjarað hafa kærleika til náungans og raunar til allra hinnar lifandi náttúru). I fyrstu lét félagsskapurinn sig mestu varða verndun og hjúkrun særðra og sjúkra hermanna, en smám saman hefir hann fært út kvíarnar og orðið víðfeðmari. Margir Genfarsáttmálar, líklega þrír, hafa verið samþykktir eftir hinn fyrsta og fjöldi nýrra atriða bætzt við. I upphafi var fyrsti sáttmálinn undirritaður af tólf ríkisstjórnum. Síðar hefir fjöldi ríkisstjórna samþykkt sáttmálana. Segja má, að megininntak sátt- málanna sé vernd sjúkra og særðra hermanna á sjó og landi í stríði, vernd stríðsfanga og al- mennra borgara í ófriði, bann við misþyrmingum, gíslatökum og skyndiaftökum. Ennfremur hefir R.k. látið sig varða drepsóttir og hungursneyð í hinum ýmsu lönd- um, svo og eftirlit með fangabúð- um og fangaskiptum, og á hann þar að nokkru leyti sammerkt við hinn stórmerka félagsskap, Amnesty International. Vitanlega ^er enn langt í land, að reglur þessar séu alls staðar virtar, og langt er. frá, að allar hugsjónir hafi rætzt, enda er svo sjaldan um háleitar hugsjónir. Til þess þyrfti breyting á skipan heimáfnálanna. Samt hafa sum af fræjum þeim, er sáð hefir verið, náð að skjóta rótum og eiga eftir að vaxa upp, þótt enn sé hart í heimi. Og hugsjónir R.k. eru víðtækar. Ekki er farið í manngreinarálit, ekki gerður munur á þjóðerni, kyn- þætti, litarhætti, trú, stétt né stjórnmálaskoðunum, eins og raunar hefir verið drepið á hér að framan. I hinum ýmsu löndum eru félög innan Alþjóðarauðakrossins, og verða landsfélögin að öðlast viður- kenningu alþjóðaráðsins og hlut- aðeigandi ríkisstjórna. Rauði kross íslands var stofnaður 1924, og hlaut félagið viðurkenningu árið eftir. Síðan hafa margar deildir verið stofnaðar víða um land. Hafa landsfélögin feikimörg verkefni á prjónum, öll í þágu menningar og mannúðar hvert í sínu landi. I grannlöndum vorum reka þau sjúkrahús, hjúkrunar- skóla, fæöingarheimili, elliheimili, barnaheimili, vihnuhæli handa vanþroskuðum börnum o.s.frv. Brýnasta verkefni landsfélaganna og deilda þeirra er skyndi- og neyðarhjálp. Hér á landi sinnir einnig félagið og deildir þess neyðarvörnum og er í tengslum við Almannavarnir ríkisins. Margar deildanna annast flutninga sjúkra og hafa keypt sjúkravagna. Þá hefir sjúkravinahjálp, aðstoð við sjúka og aldraða, aukizt mjög. Eitt af mestu nytjaverkum R.k.í. hér í Reykjavk var að stofna sjúkrahótel það, er ég gat um í upphafi máls míns. Hefir það verið rekið um þriggja ára skeið. Hótelið er hvíldarheimili sjúklingum, sem bíða eftir sjúkrahúsrúmi eða eru nýkonnir úr sjúkrahúsi, oft mjög vanheilir. Er þeim þetta ómetan- legt hæli um stundarsakir, bæði mönnum utan bæjar og innan. Margir utanbæjarmenn hafa ekki í annað hús að venda eftir eða undan sjúkráhúsvist. Sama má raunar segja um suma, sem búsettir eru í Reykjavík og nágre ni, ekki sízt einbýlinga, karla og . konur. Þeim er hin mesta guðsgjöf að fá hvíld og skjól í bili. Þetta mun vera annað sjúkra- hótelið, er R.k.í. starfrækir (hitt mun vera á Akureyri) og hið eina á öllu Reykjavíkursvæðinu. í sjúkrahúsum eru daggjöld orðin allhá. I Borgarspítalanum voru þau (1. des. sl.) 32.200 kr. og í Landakotsspítala 25.500 kr. í sjúkrahótelinu er daggjaldið (1. des. sl.) aðeins 4000 kr. Vissulega er þetta ekki fyllilega sambærilegt við sjúkrahúsin, þar sem í daggj. er innifalin læknishjálp og einhver lyf. Eigi að síður, hygg ég, að þetta sé beinn sparnaður fyrir hið opinbera. Sökum þrengsla í sjúkrahúsum er sjúklingum fleygt út á gaddinn löngu áður en þeir eru heilir orðnir, stundum sár- þjáðir. Má því gera ráð fyrir, að þeir neyðist til að leita aftur á sömu slóðir. En sjúkrahótelið bætir úr brýnustu nauðsyn sjúkl- inganna. Sumir eiginhagsmunamenn, alls konar Glistrupar, geta ekki hugsað sér neitt, sem veitir hámarksarð. En siðuð þjóð hlýtur að vera samábyrg heild. Ég sagði siðuð þjóð, en raunar er mikil samhjálp meðal frumstæðra þjóða, er vér svo köllum, og hjá söfnuðum frumkristninnar var hún alger. Því miður hafa heyrzt óhugnan- legar raddir í þá átt, að dýrt væri að kosta sjúkrahús, líknarstofnan- ir og mannúðar. „Ábyrgir" menn, alþm., meira að segja ráðh. og atvinnurekandi, hafa látið opin- berlega að því liggja, líklega að bandarískri fyrirmynd, að jafnvel bæri að draga úr framlagi til sjúkrahúsa. Vitanlega gefa þessi fyrirtæki ekki arð, enda dettur víst engum með hálfu mannsviti eða meira það í hug. En auðsætt er, að með þvílíku háttalagi mættu hinir fátæku svo að segja deyja drottni sínum, en þeir auðugu hefðu þau forréttindi að njóta beztu læknishjálpar. Slíkt siðalög- mál hæfði mætavel hrafni og tófu, en ekki siðgæðisverum. „Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra", sagði meistarinn frá Naza- ret. Nú er öll heilbrigðisþjónusta í molum og mesta öngþveiti, sjúkrahús ofhlaðin, endurhæfing- arstöðvar of fáar og geta ekki haldið uppi þjónustu vegna féleys- is, og hrakalega er búið að gamalmennum og öryrkjum. Og þetta viðgengst í þjóðfélagi, er sumir leyfa sér aö nefna farsæld- arþjóðfélag (velfærdssamfund), þar sem sumir þegnanna hafa fullar hendur fjár og meira en það. (Sjálfum finnst mér réttara að kalla það stigamannaþjóðfélag). Ekki ber þetta vitni kristilegs kærleika. „Sýn trú þína í verkun- um", og „trúin er dauð án verk- anna", sagði Jakob gamli postuli. Vér höfum kappnóg af bókstafs- dýrkun og trúarkreddum, en vant- ar kærleikann. — í góðu samfélagi ætti kærleikur og samhjálp ávallt að vera leiðarljós. Á það ekki sízt við hér, þar sem hávaðurinn af landsmönnum geta rakið saman ættir sínar. Því miður hefir löggjafinn, meiri hluti þingsins, ráðist á garðinn, þar sem hann er lægstur, rýrt hlut sjúklinga með því að hækka lyfjakostnað og sjúkratryggi ngargj ald. Sjálfur hefi ég átt því láni að fagna að dveljast um hríð í fyrrnefndu sjúkrahóteli. Taug upp í olnboga tók upp á þeirri ósvinnu að bila, svo að fingurnir á annarri hendi urðu mér ónýtir. Þá er mein mitt hafði verið rannsakað i Landspítalanum, var ég svo stál- heppinn að fá inngöngu í hótelið. Ég var og er í sjálfsmennsku, einn á báti, og þar sem ég var ekki sjálfbjarga, var mér ekki unnt að vera heima. Mér var að vísu velkomið að vera á heimili dóttur minnar og tendasonar. En bæði var riú það, að þau eiga heima utan sjálfrar Reykjavíkur, og auk þess vinna bæði úti, svo að trauðla var unnt að veita 'mér næga aðhlynn- ingu. Það var kaldur vetur, og þótti mér gott að koma inn í hlýjuna. En I það var ekki einungis hlýja hitaveitunnar, sem yljaði mér, heldur streymdi andleg hlýja á móti mér. Fann ég varla, að ég væri kominn á ókunnan stað. Er þar skemmst frá að segja, að aldrei hefir mér liðið betur utan heimilis míns en þar. Manni fannst, að hann væri kominn á stórt en gott heimili. Allt starfs- fólkið og forstöðukonan voru elskuleg og sinntu þörfum vist- manna eftir fremstu getu. Ég gat t.d. ekki skorið sundur bita, þar sem önnur höndin var fötluð, en þá komu englar sem af himnum sendir og hjálpuðu mér. Matur var hollur, góður og óbrotinn. Þarna var fólk af öllum stigum og stéttum, margt utan af landi og líka allmargt úr Rvk. og grennd. I grannlöndum vorum yrðu engin vandræði með reksturinn. Þar mundu ríki og borg greiða úr málinu. Ég tel það beinlínis skyldu stjórnvalda að styðja þessa starf- semi. í fyrsta lagi er stofnunin bráðnauðsynleg. I öðru lagi virðist mér hún raunverulega stuðla að sparnaði. í þriðja lagi er hæli þetta að minni skoðun á alla vegu til fyrirmyndar, og er það einnig þungt á metunum. Það væri því höfuðskömm, ef R.k.í. yrði að leggja þessa starf- semi niður. Ef svo yrði, gætu íslendingar naumast kallast sið- menntuð þjóð, og þjóðfélagið gæti á éngan hátt jaðrað við að kallast farsældarþjóðfélag. Jóhann Sveinsson frá Flögu (Grein þessi hefur beðið birt- ingar aíllengi) PS. Eftir að ég hafði lagt drðg að þessu greinarkorni um jólaleytið, barst mér sú feginsfrétt, að viðeigandi stjórnarvðld hefðu séð sóma sinn — og raunar allra íslendinga — í því að lofa að styðja við bakið á hótelinu, og verður þeim höfuðburður nokkur að því, ef framhald verður á. Síðustu línurnar eru ritaðar á öskudegin- um, fjáröflunardegi R.k.í. J.SV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.