Morgunblaðið - 04.04.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978
29
Holskefla ríður yfir Leó skiimmu
eftir að báturinn fór á hlióina, en
þá höfóu tilraunir Ægis við að ná
skipinu út. mistekizt
TILRAUNIR til að ná vélbátnum Leó frá Vestmannaeyjum af strandstað á Þykkvabæjarfjörum hafa mistekizt en báturinn strandaði þar á sunnudagsmorgun. Leó er
liðlega 100 tonna stálbátur, smíðaður 1959. í gær fór Leó á hliðina í fjörunni þegar varðskipið Ægir reyndi að draga bátinn út, en þá var kominn nokkur sjór bæði
í lestar skipsins og vélarrúm. 5 manna áhöfn á Leó var um skeið um borð í bátnum, en fór í land í fyrrakvöld þegar veður fór versnandi á strandstað. Allan tfmann
höfðu björgunarsveitir SVFÍ á Hvolsvelli og í Landeyjum verið til staðar á strandstað.
ókunnugt er um orsökina fyrir strandi Leós, en báturinn var með trollið aftan í sér þegar hann strandaði. Varðskip var komið á staðinn skömmu síðar og reyndi
eftir hádegi á sunnudag á draga Leó á flot, en það bar ekki árangur. Sjópróf hafa ekki farið fram vegna strandsins.
■
Leó að leggjast á hliðina í Þykkvabæjarfjöru, en fyrir utan bíður varðskipið Ægir átekta.
Björgunarmenn SVFÍ eru í fjörunni.
Leó Oskarsson skipstjóri á Leó ásamt föður sínum öskari Matthfassyni útvegsbónda í
Vestmannaeyjum. í baksýn er happaskipið Leó á hliðinni í brimrótinu, en þau eru ófá tonnin sem
þeir feðgar báðir hafa aflað á þennan bát.
Fólk úr nágrenni strandstaðarins kom margt á strandstað til að
fylgjast með og fá sér fisk úr Leó í soðið. glænýja ýsu og þorsk.
Það er ekki oft sem Þykkvabæingum gefst tækifæri til að fiska
á þurru landi, en menn nýttu vel rekann úr Leó. f fjörunni er
traktor að fara með kaðal vegna björgunarstarfsins.