Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978 15 dansspor á miðju gólfi í kæti sinni, — nokkuð, sem aldrei mundi hvarfia að honum undir venjulegum kringumstæð- um. Ef við höldum okkur við þennan feimna mann, sem er algengt fyrirbæri, þá gæti mörgum dottið í hug að blessað stráið hafi gott af því að sleppa fram af sér beizlinu, svona einu sinni og létta af sér þyngslunum, — rasa út. Eftir skemmtunina hefur hann ekki losnað við nokkurn skapaðan hlut. Hann er jafn feiminn og áður af því að það, sem feimninni veldur, er enn fyrir hendi, og í ofanálag kvelst hann ofboðslega við tilhugsunina um að hann hafi gert sig að fífli. Þetta með feimnina er bara eitt dæmi, en sama gildir auðvitað um hvers konar leiðindi og geðræn vandamál, sem menn eiga við að stríða. Allir eiga við einhvers konar vandamál að stríða en áfengið getur aldrei leyst þau. Það getur verið skaðlítið þeim sem ekki hafa sýkzt af því, og þeir eru sem betur fer langflestir, en talið er að 10% taki áfengissýki á meðan hin 90% haida áfram að vera hófdrykkjufólk. Kannanir hafa leitt í ljós, að auk þess að hrjá sjúklinginn sjálfan snertir sjúkleiki hans beint þrjá aðra einstaklinga að meðaltali, þannig að það er ekki um litla hagsmuni að tefla þegar leitað er leiða til úrbóta. — Hvernig er hægt að lækna áfengissýki? — Það er ekki hægt að lækna hana — þetta er ólæknandi sjúkdómur. Hins vegar er með réttum aðferðum hægt að halda henni niðri, þannig að hún valdi ekki þjáningum og haldi ekki áfram að skemma út frá sér. Það er eins með áfengissýki og sykursýki — og reyndar fjölmarga aðra sjúkdóma — það er ekki hægt að ráða niðurlögum hennar þegar einstaklingurinn hefur sýkzt á annað borð, en með réttri meðhöndlun er hægt að hjálpa honum þannig að sjúkdómurinn liggi í láginni. Það er með áfengið eins og ofnæmi. Sumir hafa ofnæmi fyrir pensillíni og verða fárveikir ef þeim er gefið þ'að. Þegar í ljós kemur að viðkomandi er með þetta ofnæmi dytti engum í hug að gefa honum pensillín, og allra sízt dytti honum sjálfum í hug að taka það. Aðrir hafa ofnæmi fyrir jaðarberjum — fá útbrot af þeim. Það getur vel verið að þeim þyki jarðarber mjög góð á bragðið, en kláðinn og óþægindin sem útbrotin orsaka eru þyngri á metunum, þannig að þeir láta jarðarberin eiga sig. — Hvað veldur því að sumir taka áfengissýki en aðrir ekki? — Það er enn ekki vitað með vissu, en ýmislegt bendir þó til að móttækileikinn fyrir sjúkdómnum sé arfgengur. Það getur til dæmis ekki verið tilviljun, að a.m.k. annað foreldri um 50% þeirra sjúklinga, sem koma til meðhöndlunar, eru áfengissjúklingar. Niðurstöður ým- issa tilrauna styðja þessa erfðakenningu, til dæmis tvíburarannsóknin, sem svo er nefnd. Rannsóknin beindist að afdrifum tvíbura, sem yfirgáfu áfengissjúka for- eldra skömmu eftir fæðingu, og ólust síðan upp sinn í hvoru lagi á heimilum þar sem áfengisvandamál voru ekki fyrir hendi. Hlutfallslega varð sýking þeirra einstaklinga, sem könnunin beindist að, svo almenn að hún benti mjög eindregið til þess að um erfðir væri að ræða. Sú staðreynd, að hér er um að ræða sjúkdóm, en ekki einhverja meðfædda „karakter“-galla, aumingjaskap eða eitt- hvað í þá átt, gerir það að sjálfsögðu að verkum, að það verður að meðhöndla þetta sem sjúkdóm, en ekki sem skap- gerðarbrest eða skort á siðferði, eins og víða hefur verið reynt. Slík einkenni og hegðunarvandamál eru ekki annað en afleiðing af sjúkdómnum. Þeir, sem taka áfengissýki eru alveg jafnvel af guði gerðir og þeir, sem ekki sýkjast. Þeir eru ekki síður greindir, þeir eru engu síður nákvæmir og reglusamir í eðli sínu og þeir hafa sama góða hjartalagið og allar mannlegar verur. Þetta fólk á það skilið að því sé hjálpað til að finna leiðina að jákvæðu og eðlilegu líferni, að það sé aðstoðað til að losa sig við sjúkdómsein- kenni, sem hafa áhrif á allt þess líf og atferli. — Hvað um trúarlega afstöðu í þessu sambandi? — Ég er þeirrar skoðunar að til þess að sigrazt á áfengissýki þurfi hver einstaklingur að gera sér grein fyrir því að til er æðra vald en hann sjálfur. Hvort hann kallar það guð eða eitthvað annað skiptir ekki máli. Guðsmyndin, sem við gerúm okkur, er svo mismunandi, en þetta æðra afl býr í hverri hugsandi veru. Okkur hefur verið gefinn sá hæfileiki að velja og hafna, og það er svo undir okkur sjálfum komið hvernig við notum þennan hæfileika. Hugsunin, sem gerir okkur kleift að velja og hafna, er afl sem við getum notað annaðhvort til þess að búa i haginn fyrir okkur sjálf og þá, sem eru í kringum okkur, eða til þess að skemma fyrir sjálfum okkur og öðrum. Þessi hlið er ein þeirra, sem við tökum til meðferðar með sjúklingnum. Það er út af fyrir sig merkilegt íhugunarefni að í skólum eru kenndar allar mögulegar námsgreinar, sem út af fyrir sig eru gagnlegar og nauðsynlegar, en sú námsgrein sem í raun og veru ætti að hafa algjöran forgang í öllum skólum er ekki kennd, nema þá, sem sérstakt fag í háskóla. Ég á hér við manneskjuna sjálfa, umhverfið sem hún lifir í og viðbrögð hennar gagnvart þessu umhverfi — sem sé lífið sjálft. Það þarf engan sálfræðing til að bera skyn á slikt, en þegar maður fæst við það ár og síð að meðhöndla fólk, sem komið er út í öngstræti tilverunnar, fyrst og fremst af því að það gerir sér ekki grein fyrir lífinu og tilverunni á sæmilega raunsæjan hátt og veit nánast ekkert um sjálft sig, og horfir svo á hvaða stakkaskiptum það tekur með grundvallarfræðslu, þá er ekki að furða þótt sú hugsun leiti á hvort fræðslukerfið hafi ekki vanrækt gjörsam- lega þann þátt, sem í raun og veru ætti að hafa algjöran forgang. Til að styðja þessa kenningu ætti að nægja að benda á að til þess að geta nýtt sem bezt aðra fræðslu er nauðsynlegt að einstaklingur- inn geri sér grein fyrir stöðu sinni í því umhverfi, sem hann lifir í, en sé ekki eins og ráðvillt og óttaslegið aðskotadýr í frumskógi. — Hvað tekur við þegar sjúklingurinn er búinn að jafna sig eftir áfengisvím- una og þegar hann er búinn að meðtaka þá fræðslu sem hann fær á Freeport? — Sjúkravistin á Freeport er í sjálfu sér engin lausn — hún er aðeins fyrsta skrefið. íslendingarnir, sem koma vestur, eru yfirleitt hjá okkur í hálfan mánuð, en fara að því búnu í framhaldsmeðferð á dvalarheimili, sem heitir Veritas Villa. Nunnuregla á þennan stað og rekur hann, en starfsfólkið hefur allt átt við áfengis- sýki að stríða og starfið er í nánum tenglsum við AA-samtökin. Þarna fer fram sálfræðileg og félagsleg ráðgjöf — bæði einstaklingsbundin og í hópum. Lögð er áherzla á að sjúklingurinn haldi áfram að reyna að komast til botns í vandamálum sínum, gera sér grein fyrir hver þau séu og af hverju þau stafi, með það fyrir augum að ráðast til atlögu gegn þeim og leysa þau á raunhæfan og fullnægjandi hátt. Fyrsta skrefið til að leysa vandamálið er vitaskuld að gera sér grein fyrir eðli þess. Það yrði alltof langt mál að fara frekar út í þessa sálma hér, enda eru vandamálin jafnmargvísleg og einstaklingarnir, sem eru að kljást við þau. Framhaldsmeðferðin í Veritas Villa hefur verið mjög nauðsynleg fyrir íslendingana af því að hér hafa ekki verið fyrir hendi aðstæður til að annast hana, en það stendur til bóta. Það þarf sérþjálfað fólk til að annast slíka meðferð, bæði sprenglærða fræðinga og AA-fólk, og á næstunni verður það eitt helzta verkefni þeirra aðila, sem láta sig þessi mál skipta hér á Islandi, að gera slíka framhaldsmeðferð mögulega hér á landi — Hvert er hlutverk AA-samtakanna í þessu sambandi? — Ég legg á það megin áherzlu að AA-samtökin eru að mínu viti algjörlega ómissandi — það er fengin reynsla fyrir því að framhaldsmeðferð verður að tengjast þeim. Þarna er um að ræða fólk, sem þekkir málið af eigin raun, hefur margháttaða reynslu og er fúst til að leggja fram krafta sína til að sinna að úrbótum. Læknar og . opinberir aðilar verða að sjálfsögðu að vera með í skipulagningu slíkrar starfsemi. Hjá því verður ekki komizt, eins og raunar liggur í hlutarins eðli. Hér þarf að koma til samvinna fjölmargra aðila og með slíkri samvinnu er hægt að ná ótrúlegum árangri. Aðaltriðið er að allir þeir, sem vilja vinna að þessum málum, losi sig við fordóma, meting og ríg, og gangi að verkinu með opnum huga. Um leið og einhver fyndi aðferð, sem væri árangurs- ríkari en það kerfi, sem við störfum eftir, væri sjálfsagt mál að nota hana á Freeport. — En fyrst þetta er engan veginn óleysanlegt vandamál og búið er að finna árangursríkar að- ferðir til að ráða bót á áfengissýki, hvernig send- ur þá á því að læknum og öðrum sérfróðum og ábyrgum aðilum hefur ekki orðið meira ágengt en raun ber vitni? — Astæðan er fyrst og fremst sú, áð það er ekki fyrr en á allra síðustu árum, að menn eru farnir að líta á þetta sem sjúkdóma. Fordómar, kerlingabækur og hálfsannleikur hafá vaðið uppi, og það er ekki hægt að kenna læknum um, því að þeir hafa ekki búið yfir meiri vitneskju um þetta en aðrir. Þegar ég nam mina læknisfræði í háskóla var ekkert kennt um áfengi eða áhrif þess á líkamann. Nú orðið er farið að kenna þetta i sumum háskólum, og þá sem valgrein á þriðja eða fjórða ári i læknanámi. — Hvar hefur þú þá lært þín fræði? — Þetta hefur verið sjálfsnám að miklu leyti, auk þess sem ég hef nú orði mikla reynslu eftir að hafa starfað að þessu eingöngu í 15 ár. Upphafið var það að sem geðlæknir fékk ég til meðferðar allmarga, sem haldnir voru áfengissýki, og gat ekki sætt mig að að geta ekki gert neitt til að hjálpa þeim til frambúðar. Þegar þetta var hafði ég unnið sem geðlæknir í tvo áratugi, og var starfandi við nokkur sjúkrahús að staðaldri. I engu þeirra voru sjúkrarúm, sem ætluð voru fólki, sem átti við ofdrykkjuvandamál að stríða. Með miklum látum tókst mér á endanum að fá því til leiðar komið að ein sjúkrastofa með fjórum rúmum var ætluð slíkum sjúklingum. Þannig leiddi eitt af öðru unz ég festi kaup á Freeport-sjúkra- húsinu og fór að reka það sjálfur sem stofnun eingöngu fyrir áfengissjúklinga. Þegar ég hóf rekstur sjúkrahússins árið 1963 var það eina stofnunin í öllum Bandaríkjunum, sem grundvallaði starf- semina á fræðslu, en síðan hafa nokkur sjúkrahús farið að haga meðferð áfengis- sjúklinga á svipaðan hátt. Sem betur fer er skilningur að aukast á því að til þess að hægt sé að ráðast til atlögu við sjúkdóminn verður að leita orsakanna og í langflestum tilvikum eru þær djúpstæð- ar. Það er enginn vandi að láta renna af fólki, og jafnvel að halda því frá áfengi tímunum saman en með því er enginn verulegur sigur unninn. Til þess að ná árangri, sem einhver framtíð er í, þarf miklu meira, og þar er það sem framhaldsmeðferðin kemur inn í mynd- ina. Það er engin lausn að hætta að drekka en halda samt áfram að dragnast með allar sálarflækjurnar og óleystu vandamálin. Það þarf að rækta og hlúa að því fræi sem búið er að sá svo að einstaklingUrinn geti lifað jákvæðu og ánægjulegu lífi. Þess vegna er það skoðun mín að framhaldmeðferð sé úrslitaatriði. Taktu til dæmis mann, sem er búinn að þrjóta allar brýr að baki sér, en hættir síðan að drekka. Hann er búinn að drekka sig út úr vinnu, fjölskyldu og kunningja- hópi, og er að öllum líkindum orðinn eignalaus. Þegar hann kemur af sjúkra- húsinu er hann hættur að neyta áfengis, af því að nú veit hann, að ef hann gerir það verður hann veikur, alveg eins og sá sem borðar eitthvað sem hann hefur ofnæmi fyrir. Hann byrjar á þvi að verða sér úti um vinnu og samastað. Hann þarf á öllu sínu að halda til að standa sig í vinnunni, og á meðan hann er þar leiðis.t honum ekki. En þegar hann kemur heim er ekkert sem bíður hans annað en mannlaus íbúð. Er hægt að ætlast til þess að maðurinn haldi sig innan þessara fjögurra veggja öll kvöld og allar helgar? Að sjálfsögðu nægir það honum ekki. Hann þráir félagsskap og samfélag við fólk, sem hann á eitthvað sameiginlegt með. Hann hefur líka þörf fyrir að ræða sín mál við annað fólk. Fyrir þá, sem eru í þessari aðstöðu eru AA-samtökin ómetanlegur vettvangur, en þeir hafa líka þörf f.vrir það að ráðfæra sig við sérfræðinga, að minnsta kosti á meðan þeir eru að aðlaga sig breyttum aðstæð- um. Framhald á bls. 39. 9 9 Enginn vandi að láta renna af fólki og halda því frá áfengi tímunum saman en með því er enginn verulegur sigur unninn. 9 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.