Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978 23 Player lék snilldarlega GARY PLAYER lék snilldarlega síðasta dag „Masters-golfkeppninn- ar" og S-Afríkumaðurinn tryggði sér sigur í þessari miklu keppni. Fær Player 45 þúsund dollara í sinn lilnt fyrir sigurinn. Hann lék samtals á 277 höggum (72 -72 -69 - 64) á hinum 7000 metra langa golfvelli í Augusta í Georgíu, en par vallarins er 72. Þrír kylfingar komu síðan jafnir í næstu sætum, þeir Hubert Green, Tom Watson og Ron Funseth sem allir léku á 278 höggum. Bill Kratzert og Wally Armstrong léku á 280 höggum, Jack Nicklaus varð 7. á 281 höggi. Nicklaus var sérstaklega gætt tvo síðustu keppnisdagana, en hótað hafði verið tilræði gegn honum og óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdu honum hvert fótmál. Nicklaus hefur fimm sinnum unnið þessa miklu keppni, en sigur Players núna var hans þriðji í „Masters" og er hann fyrsti útlendingurinn, sem vinnur keppn- ina. Sigurvegarinn í keppninni í fyrra Hubert Green, virtist lengi vel ætla að verja titil sinn, en brást bogalistin í lokin. angmn hefur unnið Masters-golfkeppnina eins oft og Jack Niklaus, en hann varð f 7. sæti að þessu sinni. Myndin er tekin er Nicklaus slær úr sandgryfju fyrsta keppnisdaginn. Sigurður í fremstu röð SIGTJRÐUR Jónsson, skíða- maðnr frá ísafirði, varð í 4. og 5. sæti á svigmótum í Bærum, rétt utan við Osló, um helgina. Meðal keppenda voru skíðamenn víðs vegar að úr Evrópu og auk Sigurðar 6 aðrir íslenzkir skíða- menn. Sigurður var sá eini íslendinganna, sem varð í fremstu röð, en auk hans voru þau Steinunn Sæmundsdóttir, Ásdís Alfreðsdóttir, Ása Hrönn Sæmundsdóttir, Karl Frímanns- son, Björn Olgeirsson og Gunnar Jónsson með í mótunum. ís- lenzka skíðafólkið heldur nú til ítalíu tii keppni þar. Vals- stúlkur unnu Þórsara VALUR vann Þór í 1. deild kvenna á Akureyri á laugardag- inn og er Valur því enn í toppbaráttunni í deildinni. Úr- slitin urðu 12>9, eftir að staðan hafði verið 7<5 í hálflcik. Leikur- inn var frekar slakur í heild, en Þórsliðið hefði þó getað veitt meiri mótspyrnu með meiri heppni. Auk þess varði Sigur- björg Pétursdóttir stórvel í marki Vals að þessu sinni. MÖRK VALS, Halldóra 5, Oddný 3, Harpa 2, Elín og Hulda 1 hvor. MÖRK ÞÓRS. Soffía 5, Magnea .2, Sigríður Dýrfinna 1 hvor. v Skiptir um félag ínnan Svíþjóðar GUÐMUNDUR Sveinsson, hand- knattleiksmaðurinn kunni úr Fram, dvelur hér heima um þessar mundir. Guðmundur hefur leikið í Svíþjóð í vetur, og allar líkur eru á að hann muni fara utan aftur í júní og gera samning við 2. deildar liðið Aranes, sem er í Suður-Svíþjóð, og leika með liðinu næsta vetur. Guðmundur lét vel af dvbl sinni ytra, hann lék með Malmberget í 2. deild síðasta keppnistímabil og hafnaði liðið í öðru sæti í sfnum riðli á óhagstæðara markahlut- falli. Þrír íslenskir handknatt- leiksmenn, þeir Viðar Símonar son, Ililmar Björnsson og Hörður Harðarson hafa leikið með sænsku liði f þriðju deild og gekk liði þeirra illa, urðu þeir um miðja deild. Ágúst Svavarsson mun hafa fengið tilboð frá nokkrum sænskum fyrstu deildar liðum og er hann að kanna þau og mun skýrast á næstunni hvaða lið hann leikur fyrir á næsta ári. -br. FYLKIR lék í gærkvöldi sinn fyrsta leik í meistaraflokki Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu. Fylkismennirnir mættu þá Val og sjást hér fyrirliðar liðanna heilsast íyrir Ieikinn. Valsmenn unnu leikinn örugglega 3.0. Fyrsta markið skoraði Hálfdán Örlygsson á 35. mínútu og á 18. mínútu seinni hálfleiks breytti Albert Guðmundsson stöðunni í 2.0 með glæsilegu marki og fimm mínútum fyrir leikslok innsiglaði Guðmundur Þorbjbrnsson sigur Vals með góðu marki. Ljósm.. Mbl. RAX. Mikið af mörkum LEIKMENN Breiðabliks og Víkings voru á skotskónum er liðin léku í litlu bikarkeppninni og Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu um helgina. Breiðablik vann Hauka 6.1 og Víkingar lögðu Armenninga að velli með 4 mbrkum gegn engu. Fá Víkingar því aukastig fyrir þennan sigur, en sami háttur er hafður á í Reykjavíkurmótinu í ár og í fyrra, 3 mörk í leik gefa eitt stig sama hver úrslit verða. Reykjavíkurmótið hófst á laugardaginn með leik KR og Þróttar og var þar um alljafnan leik að ræða þegar á heildina er litið, en aðstæður voru erfiðar. Sigurður Indriðason skoraði fyrir KR í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari jafnaði Páll Ólafsson fyrir Þróttara. Bæði mörkin voru lagleg og vel að þeim staðið. Á sunnudag léku Víkingar síðan gegn Ármanni og var þar lengi vel um mjög jafnan leik að ræða. Ármenningar voru sízt lakari meðan þeir höfðu úthald. Er leið á seinni hálfleikinn var úthald þeirra greinilega þorrið og Víkingar gengu á lagið. Fyrst skoraði Jóhann Torfason, sitt fyrsta mark fyrir Víking. Viðar Elíasson frá Vestmannaeyjum fylgdi í fótspor hans og jók muninn í 2:0. Húsvíkingurinn Helgi Helgason tryggði síðan aukastigið með 3:0 og Arnór Guðjohnsen, sá ungi og sérlega efnilegi leikmaður, rak smiðs- höggið á verkið með síðasta marki leiksins, 4:0. Helmingur marka Víkings var góður, en markvörður hefði átt að ráða við tvö skotanna, sem gáfu mörk. Sömuleiðis var leikur Breiða- bliks og Hauka lengi vel í jafnvægi í Litlu bikarkeppninni. Hinrik Þórhallsson skoraði fyrir Blikana í fyrri hálfleik og Haukarnir kvittuðu fljótlega. Um miðjan seinni hálfleikinn fór skriðan af stað. Ólafur Friðriksson, Þór Hreiðarsson (víti), Vignir Baldursson, Valdi- mar Valdimarsson og Einar Þórhallsson (víti) skoruðu fyrir UBK áður en yfir lauk. Sex leikmenn, sex mörk. Á Akranesi léku heimamenn við ÍBK og þar varð jafntefli 0:0, en leikurinn fór fram við mjög erfiðar aðstæður, rok og kalsa- veður. í leik b-liðanna unnu Keflvíkingar 2:0. Þær tölur urðu einnig uppi á teningnum í leik b-liða UBK og Hauka, Gunnar Steinn Pálsson og Guðmundur Þórðarson, þær gömlu kempur, skoruðu fyrir UBK í leiknum. Unglingalandsliðið lék um helgina æfingaleik við FH og úrslitin urðu 4:4, en unglingarn- ir höfðu yfir 4:2 um miðjan seinni hálfleikinn. Valur átti að leika gegn ÍBV í meistarakeppn- inni á laugardaginn, en vegna veðurs varð að fresta leiknum. -áij Þór tapaði og þarf að leika 2 leiki við Leikni KA VANN Þór í 2. deildinni í handknattleik á Akureyri á föstudagskvöldið með 20 mörkum gegn 19. Þessi úrslit þýða að Þór verður að leika gegn Leikni um það hvort liðanna mætir Breiðablik í keppni um lausa sætið f 2. deild næsta keppnistfmabil. Leikurinn á föstudaginn var jafn allan tímann og kom á óvart að Þór skyldi ekki vinna auðveldan sigur því KA-menn stilltu upp hálfgerðu b-liði. Þór hafði yfir í leikhléi, 10:8, en KA hafði jafnað eftir nokkrar minútur af seinni hálfleik og jafnt var á öllum tölum fram undir lok leiksins. Á síðustu mínútunni tókst leikmönnum KA að skora síðasta markið og tryggja sér sigur. Beztur í liði KA að þessu sinni var Friðjón Jónsson, ungur og bráðefnilegur leikmaður, sonur Jóns Stefánssonar fyrrum knatt- spyrnukappa. Af Þórsmönnum átti Sigtryggur Guðlaugsson beztan leik. Mörk KA. Friðjón 5, Jón Hauks- son 5 (2v), Alfreð 3, Hermann, Þórleifur og Jóhann 2 hver, Páll 1. Mörk Þórs. Sigtryggur 6 (2v), Einar 4, Jón og Árni 3 hvor, Gunnar 2, Valur 1. -Sigb. G. UM HELGINA var leikið í undanúr- slitum í bikarkeppninni í blakí og urðu Þar engin óvænt úrslit. Stúdentar unnu Laugdæli 3—1 (15-6,3-15,15-7 og 15-2) og Þrottur vann UMSE einnig 3—1 (15*11, 10-15,15-2 og 15-4). Þaö verða Því ÍS og Þróttur sem berjast til úrslita um bikarinn á laugardagínn kem- Uf. Laugdælir hófu leikinn gegn stúdentum al miklum krafti og komust í 5—1 í byrjun fyrstu hrinu en Þá var sem dofnaði yfir Þeim og stúdentar náóu sér á strik og unnu hrinuna auöveldlega 15—5, í 2. hrinu áttu stúdentar aldrei mogu- Eftir bókinni V í blakbikarnum leika og enda gekk spil Þeírra engan veginn upp og máttu beir Þola Þar sitt mesta tap í vetur 15—3. Í 3. hrinu mættu stúdentar ákveðnir til leiks og komust í 14—3 en Þá náou Laugdælir aðeins að rétta hlut sinn og lauk hrinunni með 15—7. Í 4. hrínunni var um atgjöra elnstefnu að ræða al hálfu stú- denta og unnu peir hrinuna 15—2. Bestur stúdenta i pessum leik var Indnöi Arnórsson eins og svo oft áour en annars átti liðiö í heiíd góðan leik el 2. hrinan er undan- skilin Þar sem allir gerðu sig seka um villur jafnframt Því sem Laug- dælir sýndu snilldartakta. i liði Laugdæla Stóo engínn einn uppúr nema Þá helst Haraldur Geír. Leikur Þróttar og UMSE var lítið spennandi og vann Þróttur nokkuð öruggan sigur. Þaö var aðeins f tveimur fyrstu hrinunum sem Eyfirðingar náðu ao vetta einhverja mótstöðu og unnu Deií 2. hrinuna 15—10 eftir að peir höfðu komist í 9—1 í byrjun. Eftirleikurínn var Þrótturum auðveldur og unnu Þeir tvær siðustu hrinurnar með yfir- burðum, 15—2 og 15—4. ke/Þ8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.