Morgunblaðið - 11.04.1978, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 1978
31
— Skip
Framhald af bls. 47.
Eystrasalti. Ekki var sagt hvenær
atburðurinn átti sér stað.
Skipið var fært til hafnar í
Gdynia, en á því var fjögurra
manna áhöfn.
Þetta er í fyrsta sinn sem skip
er tekið í landhelgi Póllands í
Eystrasalti frá því hún var færð út
1. janúar. Landhelgin miðast nú
við miðlínu í Eystrasalti.
— Nýtt’
dagheimili
Framhald af bls. 3.
Með tilkomu hins nýja dag-
heimilis verður nú ráðinn fulltrúi
að félagsmálastofnun Kópavogs í
hálft starf er annast á alla
innritun á dagheimili svo og önnur
málefni er þau snerta og málefni
gæzluvalla og sumardvalar-
heimilisins í Lækjarbotnum. For-
stöðukona dagheimilisins er
Jóhanna Thorsteinsson og vinna
þar auk hennar 5 fóstrur,
aðstoðarstúlkur og matráðskona.
— Marcos
Framhald af bls. 46.
Manilla og voru ailir mótmælend-
urnir handteknir. Lögregla sagði
að göngumennirnir hefðu borið
mótmælaspjöld, þar sem á voru
letruð slagorð um byltingu, og
hrópað vígorð. Vitnum ber þó
saman um að gangan hafi farið
friðsamlega fram, engin spjöld
hafi verið sýnileg, en hins vegar
hafi mótmælendurnir borið tvær
líkkistur skreyttar blómum. Var
vafinn borði um kisturnar sem á
stóð „Dauði lýðræðisins syrgður".
Meðal þeirra sem handteknir
hafa verið er áróðursstjóri stjórn-
arandstæðinga Lorenzo Tanada,
fjórir frambjóðendur Stjórnarand-
stöðunnar, sex nunnur og lögfræð-
ingur. Nunnunum var sleppt
skömmu síðar.
— Niður með ...
Framhald af bls. 20
sem annarra. Kommúnistar
hefðu setið í tveimur ríkis-
stjórnum án þess að reka
varnarliðið úr landi. Deilt hefði
verið á viðreisnarstjórnina
fyrir vanrækslu, en Vest-
firðingar vissu það, að afla-
sælustu skuttogarar þeirra,
Sæbjörg, Júlíus Geirmundsson
og mörg fleiri, hefðu verið
keyptir á viðreisnarárunum.
Deilt væri á Sjálfstæðisflokk-
inn fyrir orkusölu til út-
lendinga, en Magnús Kjartans-
son hefði skrifað frægt bréf til
„Mr. Malone" og staðið að
samningum um slíka orkusölu.
Orkusala væri sjálfsögð, ef
hagstæðir samningar næðust.
Deilt væri á ríkisstjórnina
núverandi fyrir ráðstafanir
hennar í efnahagsmálum, én
ráðstafanir vinstri stjórnar-
innar og Alþýðubandatags-
manna 1974 hefðu verið miklu
harkalegri. Allar þessar ádeil-
ur væru því rakalausar. Ungir
kommúnistar væru án hug-
mynda, án raunhæfrar stefnu,
þeir kysu ekki þróun og um-
bætur eins og ungir Sjálf-
stæðismenn, heldur kyrrstöðu.
Mestu máli skipti, að íslenzka
þjóðin leysti vanda sinn sjálf
og sameinuð. Sjálfstæðis-
flokkurinn væri flokkur stétta-
samvinnunnar. Hann væri
flokkur allra stétta. Hann væri
sameiningaraflið í íslenzkum
stjórnmálum.
Unnar Þór sagði, að risa-
veldin hefðu skipt heiminum í
áhrifasvæði eftir síðari heims-
styrjöldina. ísland væri á
áhriasvæði Bandaríkjanna, og
bæði risaveldin hefðu hag af
óbreyttum aðstæðum. Sóðaleg
starfsemi þeirra, sem lifðu á
hernum, væri til vansæmdar.
Braskaralýðurinn í Sjálf-
stæðisflokknum hefði engan
skilning á þjóðlegum verðmæt-
um, sannir Islendingar væru
Alþýðubandalagsmenn.
Sjálfstæðismenn voru í
nokkrum meiri hluta á fundin-
um, en fulltrúar beggja
kváðust ánægðir með aðsókn-
ina og undirtektirnar.
— Jón Armann
Framhald af bls. 19
mögulegt, að leggja fram frv. sem
felur í sér breytingu á kosninga-
lögum. Breytingin er fólgin í því,
að horfið verði frá þeirri reglu að
úthluta uppbótarsætum eftir hlut-
falli og að heimilt verði að fleiri
en einn frambjóðandi hvers flokks
geti hlotið landskjör í sama
kjördæmi.
Frumvarpiðer ekki sú allsherj-
arlausn, sem flutningsmenn telja
nauðsynlega. En það er spor í þá
átt og dregur að nokkru leyti úr
því hróplega ranglæti sem nú
ríkir.
Með þessu frumvarpi vilja flutn-
ingsmenn gera úrslitatilraun nú á
síðustu stundu til að fá AÍþingi til
að gegna þeirri frumskyldu sinni
að leiðrétta kosningalög til sam-
ræmis við lýðræðislegar leikreglur
og tryggja meiri hluta kjósenda
þann atkvæðisrétt sem þeim ber.
Athugasemd við 1. gr.
Svo sem sjá má eru hér gerðar
tvær breytingar á núgildandi
ákvæðum 122. gr. Hlutfallstala við
útreikning uppbótarsæta er felld
brott, og í öðru lagi er heimilað að
fleiri en einn frambjóðandi hvers
flokks geti hlotið landskjör í sama
kjördæminu.
Ahrif þessara breytinga, miðað
við kosningaúrslitin 1974, má
glögglega sjá á yfirliti því, sem
Hagstofa íslands hefur gert og fer
hér á eftir. Breytingar þessar
munu ekki hafa áhrif á þing-
mannatölu flokkanna í þingkosn-
ingunum, heldur einungis á það
hvaða frambjóðendur verða upp-
bótarþingmenn hvers flokks. Ef
ákvæðið hefði verið í lögum 1974
hefðu uppbótarþingmenn orðið 8 í
Reykjavík, en voru 4, og 3 í
Reykjaneskjördæmi, eða jafn-
margir og nú. Önnur kjördæmi
hefðu ekki hlotið uppbótarþing-
menn. Þetta getur og mun að
sjálfsógðu breytast að einhverju
leyti eftir næstu kosningar þar
sem íbúafjöldi hefur enn breyst
verulega á kjörtímabilinu.
Með þessari aðferð er unnt að
draga mjög úr misvægi frá því sem
það var 1974 milli hinna ýmsu
kjördæma, að því er gildi atkvæð-
isins varðar, og fá út hlutfall, sem
er almennt nálægt því að vera
1:2.5. Til glöggvunar er hér birt
tafla miðað við kosningatölur
1974, ef farið hefði verið eftir
þeirri reglu sem frv. þetta gerir
ráð fyrir.
Kjósendafjöldi að baki hverjum
þingmanni hefði þá orðið þessi:
Reykjanes ................ 2 876
Reykjavík ................ 2 653
Vesturland ............... 1 567
Vestfirðir ............... 1 119
Norðurland vestra ........ 1 205
Norðurland eystra ........ 2 235
Austurland ............... 1 360
Suðurland ................ 1 775
FYRIRFERÐALÍTIL EN FULLKOMIN
Olympia SGE 45 rafritvélin hefur kosti stórrar skrifstofuvélar
þótt hún sé bæði minni og ódýrari. Fram og jor
aftur dálkaval, 44 lyklaborð, 8 endurtekn - mm
ingalyklar, hálft stafabil til r .
&j&*iiíasssssssaB^ .. ..............
leiðréttinga o.m.fl.
Rétt vél fyrir þann sem
hefur lítió pláss en mikil
verkefni.
Leitið nánari
upplýsinga.
Olympia
Intemational
KJARAN HF
skrifstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8, simi 24140
Verðlaun í áskrifendaleik Dagblaðsins.
Láttu ekki happ úr hendi sleppa.
BIAÐIÐ
frfálst, úháð dagblað
Bfður hann þín ?
Chevrolet Nova 1978 bíður afhendingar 15. apríl n.k.
Sértu áskrifandi, þá andaðu rólega.
Ef ekki, þá hringdu strax og pantaðu áskrift að Dagblaðinu í
síma 27022.