Morgunblaðið - 11.04.1978, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGTJR 11. APRÍL 1978
Leiðtogar byltingartilraun-
arinnar í Sómalíu handteknir
Mogadishu 10. aprfl. Reuter.
AP.
TALSMENN Sómalíustjórnar til-
kynntu í dag að leiðtogar bylting-
artilraunarinnar sem „ungir liðs-
foringjar og hermenn“ gerðu í
ga“r. hefðu allir verið handteknir
og myndu síðar koma fyrir rétt.
í fréttum útvarpsins í Moga-
dishu í gærkvöldi sagði að nokkr-
ir byltingarmannanna hefðu ver-
ið felldir. aðrir handteknir og
enn aðrir væru á flótta.
Talið er líklegt að byltingin hafi
hafist þegar lítill hópur hermanna
reyndi að ná á sitt vald herbúðum
rétt við háskólasvæði við veginn til
Afgoi við Shabeleá.
Byltingarsinnarnir virðast þó
hafa átt litlu fylgi að fagna og
eftir nokkurra tíma blóðuga bar-
daga var byltingartilraunin farin
út um þúfur. Mestir urðu bardag-
arnir við lögregluvarðstöð við
veginn til Afgoi.
Skothvellir heyrðust í vestur-
hluta höfuðborgarinnar í gær-
kvöldi og öflugur hervörður gætti
forsetasetursins, en í dag var
daglegt líf í Mogadishu komið í
eðlilegt horf.
„Þetta er aðeins venjulegur
mánudagsmorgun," sagði starfs-
maður við Vestrænt sendiráð,
„allar verzlanir og skrifstofur eru
Flúðu í
flugvél tíl
Berlínar
opnar, og við verðum ekkert varir
við aukna öryggisgæzlu."
Ekkert hefur enn verið látið
uppi um fjölda hinna handteknu,
né heldur hvaða hersveitir tóku
þátt í byltingartilrauninni.
Tilraunin kom fæstum á óvart,
því allt síðan Sómalíuher dró sig
til baka úr stríðinu í Ogaden, hafa
heyrzt óánægjuraddir í hernum.
Flestir herdeildanna sem börð-
ust á Ogaden voru staðsettar í
Norður-Sómalíu, er stríðinu lauk.
Var það gert til að koma í veg fyrir
að óánægja Ogaden-hermannanna
breiddist út til annarra herdeilda.
Þó herma áreiðanlegar heimildir
að nokkrir hermenn hafi komið til
Mogadishu og gætu þeir hafa
reynt að æsa hermenn þar til
byltingar.
Engar fréttir hafa borizt um
óróa í öðrum landshlutum, og
talsmaður stjórnarinnar sagði að
stuðningsyfirlýsingar við Siad
Barre forseta og stjórn hans
streymdu hvaðanæva að af land-
inu.
Þá barst forsetanum skeyti frá
Anwar Sadat Egyptalandsforseta,
þar sem Sadat skýrði frá ánægju
sinni með að byltingartilraunin
hefði misheppnazt.
Fréttaskýrendur telja líklegt að
vinstrisinnaðir hermenn hafi stað-
ið fyrir valdaránstilrauninni, og
að þeir hafi viljað sýna stuðning
sinn við Sóvétríkin og Kúbu með
henni.
Sómalíustjórn sleit stjórn-
málasambandi við Kúbu í nóvem-
ber í fyrra og rak úr landi alla
sovéska hernaðarráðuneyta vegna
stuðnings Kúbumanna og Sovét-
manna við Eþíópíu.
Kona Benigno Aquino, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, greiðir atkvæði á kjörstað í Manila
á föstudag. Aquino situr nú í fangelsi og á yfir höfðu sér dauðadóm fyrir byltingartilraun.
Marcos segir bylting-
aröflin snúa aftur
til ofbeldisaðgerða
Manilla. Filippseyjum
10. apríl. Reuter. AP.
Berlín 9. apríl. AP.
BREZK yfirvöld tilkynntu í
dag, að tveir Austur-Þjóð-
verjar hefðu flúið yfir landa-
mæri Austur- og Vest-
ur-Þýzkalands í lítilli eins
hreyfils flugvél. Flugvélin
lenti á brezka herflugvéllin-
um Gatrow rétt vestan við
Berlínarmúrinn.
Talið er líklegt, að Aust-
ur-Þjóðverjarnir séu bræður,
en þeir voru afhentir borgar-
yfirvöldum Vestur-Berlínar.
Þetta mun vera í fyrsta
sinn sem flóttamönnum
heppnast að fljúga yfir Berl-
ínarmúrinn. Árið 1969 rændu
tveir Austur-Þjóðverjar
pólskri farþegaflugvél og
neyddu flugstjórann til að
lenda á Tempelhof-flugvelli í
Berlín.
FORYSTUMENN Efnahags-
bandalags Evrópu (EBE) settu
sér 90 daga frest til að semja
áætlun um aðgerðir til að auka
hagvöxt í löndum EBE, minnka
atvinnuleysi og koma í veg fyrir
viðskiptahömlur á fundi sfnum í
Kaupmannahöfn um helgina.
Samþykktu ráðherrarnir þessa
leið til að sýna samstöðu banda-
lagsins á fundi sjö helztu iðnríkja
heims í Bonn í sumar.
Forystumennirnir samþykktu í
upphafi fundar síns að sýna
samstöðu um aðgerðir í efoahags-
og gjaldeyrismálum þar sem að
FORSETI Filippseyja, Ferdinand
Marcos, sagði í dag, að byltingar-
öfl í landinu hygðust grípa til
vopnaðra aðgerða í kjölfar kosn-
inganna sem haldnar voru þar á
föstudag. Kosningarnar voru þær
fyrstu á Filippseyjum í sex ár, en
þann tíma hafa herlög verið í
gildi.
öðrum kosti blasti við efnahags-
öngþveiti, í kjölfar þess umróts
sem verið hefur í alþjóðagjaldeyr-
ismálum.
Samþykkt var á fundi leiðtog-
anna að vinna að endurreisn
efnahagsmála með því að auka
hagvöxt, koma stöðugieika á gjald-
miðla bandalagslandanna gagn-
vart breytingum á Bandaríkjadal,
hafa nákvæmt eftirlit með flutn-
ingi fjármagns innan EBE, þar á
meðal aðstoð við þróunarlöndin,
auka olíu- og orkusparnað og auka
utanríkisviðskipti til að koma í veg
fyrir viðskiptahömlur.
Ráðherrarnir settu sér það
Fyrstu tölur benda til þess að
stjórn Marcosar hafi unnið nokk-
urn sigur í kosningunum.
Marcos sagði í yfirlýsingu til
stjórnarinnar að stefna hans að
leyfa frjálsa kosningabaráttu
hefði beðið hnekki og nú yrði aftur
hert að stjórnarandstæðingum.
„Það er augljóst að byltingaröfl-
in hafa aftur snúið til ofbeldisað-
takmark að hagvöxtur skyldi vera
4,5% í júlí á næsta ári. Þeir telja
það algjört lágmark svo að vinna
megi bug á því atvinnuleysi sem
ríkir í löndum EBE. Sex milljónir
manna eru atvinnulausar meðal
250 milljóna íbúa bandalagsins.
Talsverðs uggs gætir meðal
leiðtoga EBE um að þeir verði að
takmarka innflutning sinn ef
Japanir auka ekki viðskipti sín við
lönd bandalagsins. Lönd EBE
skulda Japönum nú 5.2 milljarða
Bandaríkjadala.
Á fundi leiðtoga EBE var
samþykkt hörð ádeila á hryðju-
verkamenn.
gerða og áróðurs, til að hafa áhrif
á íbúa landsins og til að koma
byltingarástandi á,“ sagði Marcos.
„Næst reyna byltingaröflin að
hrifsa til sín stjórn landsins með
vopnaðri byltingu."
Þrátt fyrir vísan sigur stjórnar-
innar hrósaði leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar, Benigno Aquino, sið-
ferðislegum sigri í kosningunum í
dag, og ásakaði stjórnina um að
hafa svindlað við talningu atkvæð-
anna. Aquino situr nú í fangelsi,
en hann var handtekinn 1972 er
herlög gengu í gildi. í nóvember
var hann dæmdur til dauða fyrir
byltingartilraunir, en mál hans er
nú í athugun.
Þegar lokið var við að telja
atkvæði á 1.480 kjörstöðum í
Manilla, hafði stjórn Marcos
hlotið 60% atkvæða, en hafði 90%.
Um 11.000 kjörstaðir eru í Manilla.
Ljóst þótti þá að stjórnarflokk-
urinn myndi fá öll 21 þingsæti
borgarinnar, en meðal þeirra sem
þar voru í framboði var kona
Marcosar.
Kosið er nú um 165 þingsæti af
200. Sagðist Marcos búast við að
stjórnin fengi 152 þingsæti, en
stjórnarandstæðingar fengju 13.
Síðar verða hinir 35 þingmennirn-
ir valdir og er gert ráð fyrir að
Marcos velji þá sjálfur.
Á sunnudag fóru tæplega 600
manns í mótmælagöngu um götur
Framhald ábls. 31.
EBE ráðgerir miklar
efnahagsráðstafanir
Kaupmannahofn. 10. apríl. Reuter.
Lyf til
fóstur-
eyðinga
New York.
JAPANSKIR vísindamenn
hafa fundið upp lyf sem veldur
fóstureyðingu. í tilraunum hef-
ur lyfið virkað í 86% tilfella.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun
hefur mælst til um að frekari
rannsóknir fari fram.
Mafíu-
foringi
dæmdur
Sikiley.
HÖFUÐPAUR ftölsku
mafíunnar. Luciano Liggio, var
á mánudag dæmdur til fimm
ára fangelsisvistar fyrir aðild
að glæpaverkum. Liggio hefur
verið í fangelsi frá 1974 og
afplánar nú dóm upp á 18 ára
fangelsisvist fyrir að skipu-
leggja mannrán.
Vinsœldir
Carters
óbreyttar
Washington.
50% Bandaríkjamanna eru
ánægðir með störf Carters
forseta samkvæmt sfðustu
skoðanakönnun Gallup. Er það
sama hlutfall og í tveimur
siðustu könnunum Gallup.
Óánægðir voru 35%, en 15%
tóku ekki afstöðu.
lOOOsaknað
Kalkutta.
ÓTTAST er að um 1.000 manna
hafa drukknað þegar mikið
hvassviðri sökkti um 100 salt-
flutningahátum á Bengal-flóa í
sfðustu viku.
16 fórust
í eldsvoða
Massachusettes.
SEXTÁN manns fórust í elds-
voðum í Lawrence í Massa-
chusettsfylki og New York-
fylkl á sunnudagsmorgun.
Meðal þeirra sem létust var
móðir og fimm börn hennar.
5 bœndur
féllu
Nýju Dehlí.
FIMM hændur féllu fyrir
kúlum lögreglu á Suðurlnd-
landi á sunnudag. Lögregla hóf
skothríð þegar bændur sem
voru í mótmælagöngu neituðu
að leysa upp fund sinn.
Bændurnir voru að mótmæla
handtöku leiðtoga landssam-
taka bænda.
Skipshöfn
bjargað
Canberra.
ÁHÖFN norsks flutningaskips
hjargaði á mánudag áhöfn og
farþcgum grfsks flutninga-
skips undan vesturströnd
Astralíu. Kviknað hafði í skip-
inu og það oltið á hliðina
skömmu síðar.