Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 Skjöldur til minningar um heimsmet Viastimil Horts í fjöltefii fyrir rösku ári si'ðan var í gær afhjúpaður við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, en í þeim skóla vann Hort afrek sitt. Er þessi mynd tekin þegar skjöldurinn var afhjúpaður. (Ljósm. Mbl.i Friðþjófur) Mismunur á hráefnisverði: Færeyingar borga ekki útflutningsgjald, flutn- ingskostnaður lægri Nýtt nóta- og flotvörpuskip smíðað hjá Slippstöðinni Burðargetan 1250 lestir SLIPPSTÖÐIN á Akureyri hefur nú gert samning um smíði á 1250 lesta nóta- og flotvörpuskipi og á smíði þess að hefjast á þessu ári. Áætluð hurðargeta er 1250 tonn og verður þetta stærsta fiskiskip, sem til þessa hefur verið smíðað hér á landi. Smíðaverð svona skips mun vera í kringum 1200 milij. kr. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að Slippstöðin hefði áhuga á að smíða a.m.k. 3—4 skip af þessari gerð, því það væri ólíkt hagkvæm; ara að smíða nokkur skip sömu tegundar. Kaupandi fyrsta skips- ins er Ililmir h.f. á Fáskrúðsfirði, og viðra'ður væru í bígerð við kaupanda á skipi nr. 2. Gunnar sagði í samtalinu við Hafnarfjörður: Framboðslisti Sjálfstæð- isflokksins lagður fram FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins vegna bæjarstjórnar- kosninganna hinn 28. maí n.k. var samþykktur á fulltrúaráðs- fundi Sjálfstæðisfélaganna í Ilafnarfirði í gærkvöldi. Listann skipa eftirtaldir. 1. Árni Grétar Finnsson hrl., 2. Guðmundur Guðmundsson spari- sjóðsstjóri. 3. Einar b. Matthiescn framkvæmdastjóri, 4, Stefán Jónsson forstjóri, 5. Hildur Har- aldsdóttir skrifstofustjóri, 6. Jó- hann G. Bergþórsson verkfraíð- ingur. 7. Páli V. Daníelsson Framhald á bls. 32. ■ Morguablaðið að hið nýja skip yrði 55,80 metrar á lengd og 11 metra breitt og væri algjörlega hannað af starfsmönnum Slippstöðvarinn- ar, sem hefðu lagt mikla vinnu í það. Kvað hann standa fyrir dyrum að gera módelprófanir af skipinu erlendis, líklega í Ham- borg. Slippstöðin er nú með í bygg- ingu skuttogara, sem á að fara til Ólafsfjarðar og fer sá togari á flot í haust, en að sögn Gunnars þarf að byrja á nýja skipinu í sumar, þannig að hægt væri að byrja að raða því saman, strax og togarinn væri kominn á flot. Gunnar kvað mikið af verkefn- um vera framundan hjá Slippstöð- inni og senn liði að því að fleira fólk þyrfti til starfa, og þá sérstaklega plötusmiði. Auk togar- ans, sem er í smíðum fyrir Ólafsfirðinga, er Slippstöðin með skrokk af nótaskipti, sem á eftir að innrétta að mestu og er ekki reiknað með að það skip verði tilbúið fyrr en næsta vor. Mikið hcfur verið rætt og ritað um þann mikla mismun á hráefn- isverði bræðslufisks eins og kol- munna og loðnu á Islandi annars vegar og í Færeyjum og Dan- mörku hins vegar. Nú hefur verið gerð nokkurs konar úttekt á þessum mismun og virðast marg- víslegir þættir hafa hér áhrif á, en að sögn Gamalíels Sveinssonar hjá Þjóðhagsstofnun eru það einkum fjögur atriði, sem ráða mcstu hér um. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Gamalíel sagði hann að eins og kunnugt væri hefði sérstök sendinefnd farið til Færeyja, Danmerkur og Noregs í vetur til að kynna sér rekstur bræðslna og verðlagningu hráefnis og hefði margt nytsamlegt komið fram í þeirri ferð. Hann sagði, að ef hráefnisverð á Islandi og í Færeyjum væri borið saman, þá lægi mismunurinn í hærra hráefnisverði í Færeyjum í fjórum atriðum. í fyrsta lagi þyrftu Færeyingar ekki að greiða nein útflutningsgjöld, en hér væru þau 6% nema á kolmunna, þar hefðu útflutningsgjöld verið felld niður. í öðru lagi Væri flutnings- kostnaður á afurðum frá Færeyj- um miklu lægri en frá íslandi. í þriðja lagi virtist verksmiðjan í Fuglafirði í Færeyjum hafa náð hærra skilaverði að meðaltali en íslenzku verksmiðjurnar. Það næð- ist líka eðlilega hærra með lægri fragt, en allur mismunurinn væri þó ekki fólginn í því, verksmiðjan Framhald á bls. 31 Bílasýningin framlengd gestagetraun á kvöldin SVO SEM kunnugt er af fréttum átti bílasýningunni Auto ‘78 að ljúka um helgina en stjórn sýningarinnar ákvað á sunnudag að framlengja hana um viku vegna tilmæla er henni höfðu borizt. Lýkur henni því að kvöldi hins 30. apríi n.k. Stjórn sýningarinnar hafði fengið staðfest hjá Flugleiðum að ekki hafði verið hægt að anna farpöntunum í innanlandsflugi segir í frétt frá henni, svo og hjá hótelum í Reykjavík að allt væri yfirfullt. Aðsókn að sýningunni hafi jafnvel verið betri en gert hafi verið ráð fyrir en hún er nú orðin yfir 50 þúsund manns. Það nýnæmi verður næstu kvöld Framhald á bls. 31 Húsnæðismálastofnunin: 523 millj. kr. lán veitt í maí og júní STJÓRN Húsnæðismálastofnun- ar ríkisins samþykkti nýlega að f maí og júní n.k. komi til greiðslu lán að upphæð samtals 523 millj. kr. Skiptast þessar lánveitingar í hluta. í fréttatilkynningu frá Húsnæð- ismálastofnun segir, að í fyrsta lagi verði veitt svokölluð frumlán (1. hluti),' en þau verða til afgreiðslu eftir 25. maí n.k. fyrir lánsumsækjendur, sem áttu full- gildar og lánshæfar umsóknir fyrirliggjandi hjá stofnuninni hinn 31. janúar s.l. og höfðu sent henni fokheldisvottorð vegna íbúða sinna eigi síðar en þann dag. Lánveiting þessi nemur alls 144 millj. kr. í öðru lagi verða veitt svokölluð frumlán (1. hluti), sem verða veitt til greiðslu eftir 15. júní n.k. þeim lánsumsækjendum til handa, sem áttu fullgildar og lánshæfar um- sóknir fyrirliggjandi hjá stofnun- Framhald á bls. .31 Rauóinúpur: Nýtt tilboð frá íslenzku skipasmíðastöðvunum ISLENZKU skipasmi'ðastöðvarn- ar. sem upphaflega buðu í viðgerð á skuttogaranum Rauðanúpi frá Raufarhöfn. ætiuðu að gera nýtt tilboð í skipið í gærkvöldi, en tryggingarfélag togarans gaf stöðvun um frest um helgina til að ganga inn í lægsta erlenda tilboðið. Forráðamenn skipa- smi'ðastöðvanna segja að þeim hafi verið gefnar rangar upplýs- ingar í upphafi. og því sé von á að nýja tilboðið verði mun lægra en hið fyrra. Járniðnaðarmenn sem unnu við bráðabirgðaviðgerð Framhald á bls. 30 Samningur um viðskipti ríkissjóðs og Seðlabankans þær skuldir jafnaðar af hálfu ríkissjóðs annað hvort með fjár- málalegum aðgerðum innan hvers fjárhagsárs ellegar með lántöku utan Seðlabankans og í samræmi við lánsfjáráætlun næsta árs á eftir. FJÁRMÁLARÁÐHERRA f.h. rík- issjóðs og Seðlabanki íslands endurnýjuðu sl. föstudag samning um ýmis fjármálaleg samskipti þessara aðila. í samningi þessum skuldbindur Seðlabankinn sig til þess að veita á hverjum tíma nauðsynlega árstíðabundna fyrirgreiðslu í sam- ræmi við greiðsluáætlanir ríkis- sjóðs. Verði skuldamyndun ríkis- sjóðs umfram það sem gert er ráð fyrir í greiðsluáætlunum munu Þá er í samningi þessum ítarleg ákvæði um vaxtakjör er gilda skulu um innistæður ríkissjóðs ogskuldir við Seðlabankann, segir í frétt frá fjármálaráðuneytinu. Iscargo kaupir nýja vél: Lockheed Elektra eða Brist- ol Britannia fyrir valinu Flutningaflugfélagið Iscargo er nú að athuga með kaup á nýrri flugvéi, og hafa forráða- menn félagsins mestan áhuga á kaupum á vél af gerðinni Lockheed Elektra eða Bristol Britannia. Að sögn Gísla Lár ussonar, framkvæmdastjóra Is- cargo, verður væntanlega gengið frá vélarkaupum á næstu tveimur vikum. „Við höfum augastað á vél af gerðinni Lockheed Elektra eða samsvarandi vél, sem er þá sennilegast Bristol Britannia," sagði Gísli Lárusson, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Iscargo á nú eina vél, af gerðinni Douglas DC6-B, sem komin er til ára sinna. „Ástæðan fyrir þessum flug- vélarkaupum okkar nú, er að það hefur aldrei verið meira að gera hjá félaginu miðað við árstíma og með nýrri vél ætlum við að taka flutning frá Hol- landi, Englandi og Danmörku til Islands tvisvar i viku. Þá er hugmyndin að nota nýju flug- Þessi mynd er af vél af gerðinni Lockheed Orion, en þær vélar notar Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli mikið sem kafbáta- leitarvélar. Orion-vélin er byggð upp úr Elektra-vél. Bristol Britannía er brezk að allri gerð og svipar mjög til Canadair CL 44, sem Loftleiðir notuðu mikið og síðan Cargolux. vélina til flugs til Bandaríkj- anna, en þangað höfum við flugleyfi." Umræddar flugvélategundir Lockheed Elektra og Bristol Britannia eru hvort tveggja skrúfuþotur. Burðargeta Elektra-vélannaer 14,5 tonn en Britanniu-vélanna 18 tonn. Þeg- ar Morgunblaðið spurði Gísla hvers vegna Iscargo hefði fengið Framhald á bls. 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.