Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 29
MORGU.NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 29 Kröflusvæðið flóknara en önnur þekkt jarðhitasvæði Sagt frá skýrslu iðnaðarráðherra um Kröfluvirkjun IÐNAÐARRÁÐHERRA lagði fram á Alþingi í gær skýrslu um Kröfluvirkjun, sem m.a. cr svar við beiðni nokkurra þing- manna um að ráðherra gæfi skýrslu um virkjunina. Skýrsl- an er yfirgripsmikil greinar- gerð um alla meiriháttar ákvarðanatöku og framkvæmd- ir við Kröfluvirkjun, allt frá því er rannsóknir hófust þar og fram að þeim tíma að reynslu- rekstur hófst í febrúar síðast- liðnum. Greinargerðin er 221 blaðsíða, sem skiptist í 5 kafla> 1. Rannsóknir til undirbúnings virkjunarframkvæmda við Kröflu, 2. Ákvörðun um jarð- gufuvirkjun í Námafjalli eða við Kröflu, 3. Virkjunarfram- kvæmdirnar við Kröflu, 4. Áhrif eldsumbrota og annarra náttúruhamfara á framkvæmd- ir við Kröflu og 5. Byggingar- kostnaður Kröfluvirkjunar. í formála að skýrslunni segir: „Skýrsla þessi, sem hér er lögð fram á Alþingi, er ekki aðeins hugsuð sem svar við fyrirspurn á þingskjali 81, heldur einnig og þó miklu fremur sem greinar- gerð, eins yfirgripsmikil og talið var fært, um alla meiriháttar ákvarðanatöku og framkvæmdir við Kröfluvirkjun, allt frá því er rannsóknir hófust þar og fram að þeim tíma er reynslurekstur hófst í febrúar s.l. Samningu skýrsla þessarar hefur verið háttað á þann veg, að Júlíus Sólnes prófessor hefur dregið saman efni frá Orku- stofnun, Kröflunefnd, ráðuneyti og öðrum þeim aðilum, sem staðið hafa að ákvarðanatöku og framkvæmdum. Á það ber að leggja áherzlu, að sjónarmið þau, er koma fram hjá þeim, er lagt hafa til efni í skýrsluna, eru ekki alltaf þau sömu og skoðanir og afstaða ráðuneytisins til hinna ýmsu þátta. Rétt hefur þó verið talið að þessi sjónarmið, t.d. Orku- stofnunar og Kröflunefndar, fengju að standa, þótt víða hafi orðið að stytta innlegg þessara • aðila, ella hefði skýrslan orðið óhæfilega löng. í svari við umræddri fyrir- spurn ætti að vera óþarft að geta ástæðu þess, að Alþingi samþykkti vorið 1974 lögin um Kröfluvirkjun, en hún var öðru fremur sú, að alvarlegur orku- skortur var yfirvofandi á Norð- urlandi. Norðurlínan hefur nú bægt þessum skorti frá í bili, en kaflanum fyrir Hvalfjörð, sem var hinn veiki hlekkur línunnar, var hraðað, og lokið á árinu 1977, en á fjárlögum og lánsfjár- áætlun hafði verið gert ráð fyrir að ljúka þessum kafla á þessu ári. Engu að síður er nauðsyn- legt, að Kröfluvirkjun verði tekin í notkun til frambúðar hið fyrsta. Nefna má til þess m.a. tvær ástæður. Önnur er sú, að öryggi orkuflutnings eftir svo langri línu sem Norðurlínu, er auðvitað ekki það sama eins og að hafa virkjun nær markaði á sjálfu svæðinu, og það er eðlilegt að Norðlendingar æski meira öryggis heldur en fæst með svo löngum línum. Hin ástæðan er sú, að ef Krafla kemst ekki fljótlega í notkun, þá er búizt við rafmagnsskorti, aflskorti, í landinu veturinn 1979 - 1980. Á árinu 1974 ríkti mikil bjartsýni á að hægt væri að reisa jarðgufuaflstöð, er gæfi verulega lægra orkuverð en vatnsaflsstöðvar gefa og einnig að byggingartími slíkra stöðva væri mun styttri." Síðan er í formálanum vísað til töflu, sem Orkustofnun birti í skýrslu árið 1973, en Oar kom fram, að orkuverðæið lækkaði mjög með stærð stöðvar og var áætlað með 55 MW stöð 35 aurar á kwh. Á sama tíma áætlaði Landsvirkjun að orkuverð frá Sigölduvirkjun yrði ríflega helmingi hærra. Þótti stjórn- völdum því eftir. miklu að slægjast hér. „Tveim dögum eftir að núver- andi ríkisstjórn tók við,“ segir í formála að skýrslunni, „hélt iðnaðarráðherra fund með Páli Lúðvíkssyni verkfræðingi, þá- verandi formanni Kröflunefnd- ar, og Braga Þorsteinssyni verkfræðingi, varaformanni. Þar kom m.a. fram samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar, að álitið var að 15 borholur nægðu fyrir 55 MW virkjun „... og er þá miðað við meðalorkugjöf þá, er holur í Námaskarði hafa gefið." Ennfremur kom fram, að Orkustofnun hafði ákveðið að land. Það gefur því auga leið að við fyrstu meiriháttar fram- kvæmdina á háhitasvæði rækj- ust menn á ýmislegt, sem ekki var auðvelt að sjá fyrir. í fréttabréfi Verkfræðingafélags- ins er nýlega vikið að þessu. Þar er bent á að virkjunin við Kröflu sé öðrum þræði tilraun í mark- tækri stærð, sem nauðsynleg sé til öflunar þekkingar, er fors- enda sé fyrir nýtingu orku háhitasvæðanna. Hluta kostnaðar Kröfluvirkjunar ætti í raun og veru að afskrifa strax sem kostnað við öflun þekking- ar, er nýtast mun við aðrar framkvæmdir á háhitasvæðum. Gosórói og jarðhræringar, sem verið hafa í námunda við virkjunarstaðinn við Kröflu og miklu víðar á landssvæði því, sem jarðfræðingar nefna Kröflusvæðið, allt frá því rétt fyrir jól 1975, hafa að sjálfsögðu haft talsverð áhrif á fram- kvæmdir. Nokkrum sinnum hef- ur orðið að meta hvort stöðva ætti framkvæmdir og hvenær haldið skyldi áfram. Hefur það mál jafnan verið borið undir liggja frammi í iðnaðarráðu- neytinu. Fjöldi þessara skjala og stærð var miklu meiri en svo að hægt væri að prenta þau með skýrslunni." I skýrslunni kemur fram að mikill fjöldi mælinga og marg- þættar athugnar á holum á Kröflusvæðinu spanna yfir mörg fræðisvið, jarðfræði, jarð- efnafræði, jarðeðlisfræði, og hafa leitt til þess að sett var fram harðhitalegt líkan svæðis- ins í janúar 1977. Aukning þekkingar á svæðinu á árinu 1977 hefur styrkt megindrætti líkansins. Vinnsluboranir sýndu, að svæðið er flóknara að innri gerð en önnur þekkt jarðhitasvæði í heiminum. Líkanið gerir þessa flóknu mynd mun skýrari, en fyrir hendi eru tvö jarðhitakerfi, hið efra ofan við 900 til 1100 metra dýpi 220° C heitt. Neðra kerfið er líklega í suðu og hitastig þess með því hæsta, sem mælzt hefur á jarðhitasvæðum. Vegna hins háa hita er komið út fyrir þekkingarmörk jarðefnalegra eiginleika jarðhitavökvans. bora tvær 1000 metra djúpar rannsóknarholur í stað einnar 2000. í ljósi síðari þekkingar er sýnilegt að 1000 m holur sýndu ekki Oann vanda, sem hin 2 jarðhitakerfi Kröflusvæðis höfðu í för með sér við öflun gufu. Augljóst er að ákvarðanir dregnar af 1000 metra djúpum holum og reynslu af álíka djúpum holum við Námaskarð voru óraunhæfar miðað við eiginleika Kröflúsvæðisins. Þá segir í skýrslunni: .„Á því er vart lengur neinn vafi, að jarðgufan á háhitasvæðum landsins getur í framtíðinni orðið einn mikilvægasti orku- gjafi okkar. Fram að þessu höfum við ekki hafizt handa við nýtingu þessarar orku í nokkr- um mæli. Þetta er nýtt svið og það virðist miklu vandasamara tæknilega að beizla orku háhita- svæðanna en lághitans, þar sem við höfum öðlazt mjög góða reynslu með hitaveitum víða um Orkustofnun, sem ráðunaut iðnáðarráðuneytisins, og hefur í öll skiptin verið farið eftir tillögum, sem Orkustofnun gerði. I 5. lið fyrirspurnarinnar er spurt um nýtingu mannvirkja, véla og tækja Kröfluvirkjunar að hluta eða í heild ýmist á virkjunarstaðnum sjálfum eða annars staðar. í ljósi fenginnár reynslukeyrslu virkjunarinnar er grundvöllur fallinn niður fyrir spurningunni. Mikiivæg- asta verkefnið er að finna hagkvæmustu vinnsluaðferðir við gufuöflun, sem leysa þau tæknilegu vandamál, sem komið hafa fram. Við síðari athugun hefur komið fram, að aðrar þjóðir hafa lent í hliðstæðum erfiðleikum sem tæknimenn Orkustofnunar og Kröflunefnd- ar eru nú að kynna sér. Að lokum skal þess getið að fylgiskjöl þau, sem vitnað er í og skráð eru aftan við hvern kafla, Aður óþekktar útfellingar af járn-og kísilefnasamböndum virðast hafa stíflað góðar gufu- holur á skömmum tíma. I efra kerfinu er eingöngu 220°C heitt vatn. Þegar þetta vatn byrjar að sjóða, hvort heldur er í bergi eða holum, eiga sér stað kalkútfell- ingar, sem gera nýtingu þess erfiða. Afl hinna einstöku vinnslu- hola er mjög mismunandi. Hol- ur, sem taka einvörðungu vatn úr efra kerfinu eru afllitlar og hafa lágan lokunarþrýsting. Gufuhlutfall er hátt í borholum, sem taka vökva úr neðra kerfi. Sumar þessar holur eru mjög aflmiklar í upphafi, en rennsli úr þeim hefur dvínað eða hætt vegna útfellinga og skemmda á fóðurrörum. I skýrslu iðnaðarráðherra um Kröfluvirkjun er skýrt frá niðurstöðum og ráðleggingum James T. Kuwada, sérfræðings frá Rogers Engineering. Helztu niðurstöður hans voru: 1. Hin nýskipaða nefnd, sem hefur verið falið að stjórn'a gufuöflunarmálum á Kröflu- svæðinu þarf að hafa forystu um aðgerðir og leiðir til þess að koma vérkinu áleiðis, en mjög hefur verið þörf slíkrar forystu. Eftir að hafa rætt við hr. Einarsson, Ragnars og Elíasson hvern fyrir sig og í hóp, er ég hrifinn af skilningi þeirra á vandamálunum og hvernig þeir hyggjast meta þau og leysa-. 2. Kalkútfellingar í borholum eru áhrifaþáttur og kann að vera aðalorsök þeirrar afl- minnkunar, sem vart hefur orðið við í holum. 3. Slíkar kalkútfellingar er ekki hægt að koma í veg fyrir með þekktum aðferðum. Hægt er að hafa stjórn á myndun og staðsetningu slíkra útfellinga, ef framleiðsla borholanna er takmörkuð við aðeins eitt fram- leiðslusvæði (vatnskerfi). 4. Áætlunin um að einangra efra vatnskerfið í holu 9 og síðan dýpka hana var mjög réttmæt. Þessi hola dýpkuð mun geta sýnt hina réttu aðferð við að fullgera og nýta borholu, sem tekur vatn úr neðra kerfinu. 5. Stíflaða holu eins og holu nr. 10 ætti að hreinsa til þess að sannreyna að hægt sé að endur- heimta afl holunnar. 6. Allar borholurnar hafa verið boraðar án þess að hafa stjórn á lóðlínu holanna. Sumar skemmdir, sem hafa komið fram á fóðurrörum má rekja til þess að holurnar hafa verið bognar. Allar holur ætti að bora með vitneskju og stjórn á fráviki frá lóðlínu. 7. Skemmdir á efri hluta fóðringa í holum eru grunsam- lega tíðar, sbr. í holum 3, 4, 5 og 7. Kanna ber fyrstu 100 metra vinnslufóðringa með tilliti til þess, hvort spænzt hafi úr veggjum fóðurröranna við það að borstengurnar hafi nuddazt við veggi holunnar af ofan- greindum ástæðum. 8. Eftir að fóðringar hafa verið steyptar fastar í holum, hefur þéttleiki steypunnar ekki verið athugaður í neinum af holunum. Léleg steypa bak við fóðurrör getur orsakað mikla hitaþenslu í fóðurrörinu, þegar holunni er hleypt í blástur. Ef fóðurrörið brotnar á slikum veikum stað getur orðið um að ræða meiriháttar gufugos, ef steypingin í holunni er slæm. Því agtti að gera stöðugar mælingar á steypuþéttleikanum, einkum ef vafi leikur á um gæði steypingarinnar. Alls voru punktar Kuwada 10 og voru hinir tveir síðastnefndu um gasmælitæki og suðu á vinnslufóðringarrörum. Síðan segir í skýrslunni að í júlí og fram í nóvember 1977 hafi holur 9, 7, 10 og 11 verið hreinsaðar og lagaðar. Hola 9 hefur „síðan blásið af fullum krafti og virðist ekkert lát á henni né óstöðugleiki," segir í skýrslunni. Hola 7 reyndist vera alvarlega skemmd í vinnslu- fóðringunni, sem stafar af mis- góðri steypu. Jafnframt voru í henni alvarlegar kalkútfelling- ar. Hola 10 var mjög stífluð af kalkútfellingum, en þegar hún fór að blása eftir hreinsun var óvenjumikið gasmagn í holunni eða um 15% í samanburði við Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.