Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 37 3800 börn í spurninga- keppni um umferðarmál SPURNINGAKEPPNI um umferðarmál meðal 12 ára nemenda í flestum grunnskólum landsins fór fram í marz s.l. Alls tóku um 3800 börn þátt í keppni þessari, sem var fyrsti þáttur í áfanga að hjólreiðakeppni. Þeir nemendur sem náðu bezt- um árangri í spurninga- keppninni öðluðust rétt til þátttöku í hjólreiða- keppni er var tvískipt, í góðaksturskeppni á ak- brautum og hjólreiðaþrautir. Keppt var í tveimur riðlum, 1. april s.l. við Austurbæjarskól- ann í Reykjavík og 6. apríl við Oddeyrarskólann á Akureyri. Guðfinnur Bergsson, lögreglu- stjóri í Grindavík, útskýrir fyrirkomulag fyrir keppendum frá Suðurnesjum. Alls tóku 82 nemendur þátt í hjólreiðakeppninni frá 54 skól- um. Þeir sem unnu við keppnina voru kennarar, löggæzlumenn og elztu nemendur grunnskóla undir stjórn námsstjóra í um- ferðarfræðslu, Guðmundar Þor- steinssonar. Eftirtaldir nemendur skipuðu 12 efstu sætin: 1. Þór Eiríksson, Víðistaðask. Hafnarfirði 476 stig. 2. Hrafnkell Sigtryggsson, Kárs- nessk. Kópavogi 340 stig. 3. Gústaf Jóhannsson, Barna- skóla Akureyrar 290 stig. 4. Þórarinn Sturla Halldórsson, Fossvogssk. Rvk. 277 5. Jóhannes Ófeigsson, Skútu- taðask. Mývatnssv. 276 stig 6. Jón Þorgrímsson, Kársnessk. Kópavogi 275 stig 7. Jóhann Einarsson, Langholtssk. Rvk. 273 stig 8.-9. Agúst Birgisson, Barna- skóla Akureyrar 271 stig Séð yfir hluta svæðis fyrir hjólreiðabrautirnar við Austurbæjar- skólann. 8.-9. Siggeir Magnússon, Breiðagerðissk. Rvk. 271 stig 10.—12. Ásbjörn Jensson, Voga- skóla, Rvk. 269 stig 10.—12. Benedikt Svavarsson, Víðistaðask. Hafnarfirði 269 stig 10.—12. Haraldur Á. Hjaltason, Lækjarsk. Hafnarfirði 269 stig Þeir sem skipa fjögur efstu sætin hljóta að verðlaunum ferð til Portúgal, þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegri hjólreiða- keppni er haldin verður í Lissabon 17,—19. maí n.k. Það eru alþjóðasamtökin P.R.I. (La Prevention Routiere Inter- nationale) sem standa fyrir þessari keppni en þau samtök vinna að bættu umferðaröryggi og samræmdum aðgerðum til varnar slysum í umferð. — Tryggingakerfið er í sífelldri endurskoðun Framhald af bls. 39 til að tannréttingar greiðist að þrem fjórðu hlutum og það í lok meðferðarinnar, enda hafi hún hafist áður en sjúklingurinn varð 17 ára. Með þessu er talið að gengið sé til móts við röksemdir tannréttingasérfræðinga með von um að þá verði ákvæðin virk. Ennfremur er gert ráð fyrir því hvað snertir breytingar á 44. gr. að heimila megi þátttöku í tann- læknakostnaði 17 og 18 ára unglinga, samkvæmt fyrirfram- gefnu samþykki, þegar rétt er talið að fresta nauðsynlegri aðgerð, m.a. til þess að fullum vexti verði náð. Einnig er gert ráð fyrir því að heimilt verði samkvæmt reglum, settum af tryggingaráði, að hækka greiðslur vegna elli- og örorkulíf- eyrisþega svo og fyrir vangefna. Er þetta fyrst og fremst gert með það fyrir augum að slíkt fólk geti haft fjárhagslegt bolmagn til þess að gangast undir slíkar aðgerðir. Að lokum er lagt til að felldar verði niður greiðslur tannlækn- inga fyrir vanfærar konur, þ.e. að heita ágreiningslítið álit tann- lækna, að ekki séu nægjanleg rök til slíkra greiðslna og að þær geti jafnvel haft óæskilegar verkanir, auk Oess sem vissar grunsemdir hafa vaknað um það, að þær séu misnotaðar. Þær breytingar, sem nefndin leggur til að gerðar verði í sambandi við tannlæknaþjónust- una, eiga ekki að valda neinum kostnaðarauka svo heitið geti, þar sem bæði verður um hækkanir greiðslna að ræða og lækkanir. Er ekki ólíklegt að þær jafnist nokkuð upp, nema hvað tannréttingarnar KRON velti 1776 millj. kr. í fyrra HEILDARVELTA KRON á árinu 1977 var 1.776 ntillj. kr. og er það um 35% aukning miðað við árið á undan, að því er segir í nýútkomnum Kron-fréttum. Sala matvörubúðanna nam 1.248 millj. kr., og er aukningin þar 41.5%. Rekstrarafgangur félagsins á árinu var 758 þús. kr., eftir að afskrifaðar höfðu verið tæpar 6 millj. kr. Hæsta veltu af einstök- um verzlunum höfðu Norðurfell með rúmlega 380 millj. kr. veltu og Domus sem seldi fyrir 322 millj. kr. munu valda kostnaðarauka, þ.e.a.s. ef breytingarnar verða þess valdandi að sérfræðingar í tann- réttingum fari að starfa sam- kvæmt samningi og samlögin greiði þær, eins og gildandi lög gera reyndar ráð fyrir. Sjúkradagpeningar Lagt er til að 45. gr. laganna, sem fjallar um sjúkradagpeninga verði breytt allverulega. Núgild- andi reglur hafa reynst erfiðar í framkvæmd og hefur það miklu valdið, að fjárhæð dagpeninga hefur verið jafnhá, hvort sem hinn sjúki hefur misst tekjur af fullu starfi, af minna starfi eða ekki orðið fyrir neinum beinum trekju- missi af því að niðurfellt starf var ólaunað, t.d. störf að heimilishaldi. Það hefur svo verið afleiðing af þessum reglum, að þau störf sem eru grundvölluð fulls dagpeninga- réttar, útiloka dagpeningarétt ef þau eru unnin. Hvað þetta snertir er lögð til sú aðalbreyting, að meira samband en áður verði milli þess vinnu- magns, sem niður er fellt, sem og þess, hvort niðurfellingin hefur bein áhrif á tekjur eða gjöld, annars vegar, og dagpeningaréttar hins vegar. Hvað þetta snertir vísast nánar til athugasemda með 7. gr. frumvarpsins. Lagt er til það nýmæli að heimilt verði að greiða sjúklingi í afturbata hluta dagpeninga um tíma, þótt hann taki upp allt að hálfu starfi. Felldar hafa verið inn í greinina þær bætur á dagpeningaákvæðum, sem felast í slysatryggingarfrum- varpinu, sem lagt var fram skömmu fyrir áramót. Hinar tilgreindu dagpeningafjárhæðir eru jafnar slysadagpeningum, eins og þeir eru í marsmánuði 1978. I athugasemdum við slysatrygg- ingafrumvarpið var gerð grein fyrir áætlaðri aukningu útgjalda til sjúkradagpeninga vegna þeirra breytinga, er í því frumvarpi fólust. Hin nýju ákvæði meðfylgj- andi frumvárps um greiðslu ferða- kostnaðar sjúklinga mun að sjálf- sögðu hafa í för með sér aukin útgjöld, sem á þessari stundu er erfitt að reikna nákvæmlega. Fullyrða má, að útgjaldaaukning samkvæmt frumvarpinu verði mjög lítil í hlutfalli við heildarút- gjöld sjúkratrygginga. Um er að ræða nokkrar tilfærslu útgjalda frá lífeyristryggingum til sjúkra- trygginga er fæðingarstyrkur fell- ur niður sem sjálfstæð bótateg- und. Philips kæliskápar eru til í 10 mismunandi stærðum og gerðum. Philips kæliskápar eru með álklæðningu, sem þýðir betri kuldaleiðni, vel innréttað kælirými, góða geymslu í hurð og færanlegar hillur. Philips kæliskápar fást með sér hurð fyrir frystihólf. Góður matur þarfnast góðrar geymslu, þess vegna köllum við Philips kæliskápa forðabúr fjölskyldunnar. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.