Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiösla Aöalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands.
Í lausasölu 100 kr. eintakið.
Gjaldmiðilsbreyting
Dr. Jóhannes Nordal, formaöur bankastjórnar Seðlabank-
ans, lagði bunga áherzlu á skaðvænlegar afleiðingar
veröbólgunnar í ræöu sinni á ársfundi Seðlabankans í gær.
Bankastjórinn sagði aö „sá tími væri kominn að bað verður
að setja Það markmið aö draga stórlega úr verðbólgunni öllu
ofar í stjórn íslenzkra efnahagsmála, ef ekki á illa að fara“.
Jóhannes Nordal sagði ennfremur um verðbólguna: „Eftir bví
sem lengra líður skilur hún eftir sig dýpri spor í sálarlífi
manna og afstööu peirra til hvers konar verðmæta. Þegar
menn sjá fyrir augunum hraðminnkandi gildi peninganna,
sem prátt fyrir allt eru mælikvarði margra hluta hér í heimi,
hlýtur bað aö hafa áhrif á afstöðuna til margra ánnarra
verömæta."
Það er rétt hjá bankastjóra Seölabankans, að verðbólgan
er orðin sá meginvandi í íslenzku bjóðlífi, sem lausn verður
að finnast á. Afleiðingar hennar í efnahags- og atvinnulíf
Þjóðarinnar eru orðin svo geigvænleg og áhrif hennar á
sálarlíf bjóðarinnar svo djúpstæð, að ekkert verkefni í
íslenzkum Þjóðmálum er nú mikilvægara en Það að ráða
niðurlögum veröbólgunnar. Kosningabaráttan fyrir Þing-
kosningarnar í vor hlýtur aö snúast aö mjög verulegu leyti
um Þaö hvaða ráð eru tiltæk til Þess að ná Þeim árangri.
í ræðu seðlabankastjórans vekur áreiðanlega mesta athygli
sú yfirlýsing hans, aö Seðlabankinn hafi kannað, hvort
hagkvæmt gæti veriö aö taka upp nýjan gjaldmiðil, sem yröi
100 sinnum verömeiri en núgildandi króna og að bankinn teldi
unnt aö koma slíkri breytingu á í upphafi árs 1980, ef ákvörðun
yrði tekin um hana ekki síðar en á komandi hausti. Jóhannes
Nordal undirstrikaöi að gjaldmiðilsbreyting í sjálfu sér heföi
engin áhrif á próun veröbólgunnar, engu að síður væri
bankastjórn Seðlabankans henni eindregið meðmælt. Sú
áherzla, sem dr. Jóhannes Nordal leggur á Það í ræðu sinni,
að tekizt verði á við veröbólguna meö ráðum, sem duga, er
mikilsverö. Oft er um Þaö rætt með réttu, að ákvarðanir í
kjaramálum skipti miklu um framvindu veröbólgunnar. En Því
má ekki gleyma að stefnan í peningamálum, sem
Seölabankinn hefur mest áhrif á, ræöur hér einnig miklu, svo
og stjórn ríkisfjármála. Það er alveg sama, Þótt gerðir væru
skynsamlegir kjarasamningar; ef samræmdar aðgerðir í
peningamálum og ríkisfjármálum fylgja ekki með, hefur lítið
áunnizt. Þetta ber okkur að hafa í huga á næstu mánuðum.
Verðbólgan og skiln-
ingur almannasamtaka
■ * r 1«
'• m iH
fsraelski söngflokkurinn sem sigraði óvænt í Söngvakeppni Evrópu fagnar hér árangri sfnum. Frá
vinstri á myndinni eru Isaac Okev 23 ára, Nehama Shutan 24 ára, Lisa Gold 22 ára, Izhar Cohen
27 ára, Esther Zuberi 22 ára og Reuven Erez 22 ára. — Símamynd AP
ísraelsmenn sigrudu í
söngvakeppni E vrópu
París. 23. aprfl. Reuter. AP.
ÍSRAELSKA hljómsveitin
Izhar Cohen og Alpha-
Beta bar sigur úr býtum í
23. Eurovision-söngva-
keppninni sem háð var í
París á laugardag, og er
það í fyrsta sinn í sögu
keppninnar að land utan
Evrópu ber sigur úr být-
um. í öðru sæti voru
Belgar og Frakkar í
þriðja.
Mikill fögnuður ríkti í Tel
Aviv er úrslit keppninnar voru
ráðin, mannfjöldinn söng og
dansaði á götum borgarinnar og
var augljóst að Israelsmenn litu
á þetta sem mikinn sigur.
Hljómsveitarmeðlimirnir sögðu
að þeir vonuðu að hinn óvænti
sigur þeirra myndi auka siðgæð-
isþrek Israelsmanna, og texta-
höfundurinn Ehud Manor sagði:
„Þetta er mesti sigur Israels-
manna, frá því að Sadat kom til
Jerúsalem í nóvember."
Lagið sem hljómsveitin lék og
söng í keppninni hét „A-
ba-ni-bi“ og er ástarsöngur
sunginn á barnamáli. Alfa-Beta
skipa fimm ungmenni en hljóm-
sveitin var stofnuð fyrir aðeins
þremur mánuðum og sérstak-
lega til að keppa fyrir ísraels
hönd í söngvakeppninni.
Belgiska lagið, sem varð í
öðru sæti heitir „L'amour ca fait
chanter" (Ástin kemur lífinu til
að syngja). Frakkinn Joel Pro-
vost var þriðji með lagið „II y
aura toujours les violins" (Það
verða alltaf til fiðlur).
Þetta var í fyrsta sinn sem
keppendurnir urðu að syngja á
móðurmáli sínu, og sögðu ísra-
elsku listamennirnir að það
hefði valdið þeim nokkrum
kvíða fyrir keppnina. Sá ótti
reyndist þó ástæðulaus og „A-
ba-ni-bi“ hlaut 32 stig í keppn-
inni og sigraði örugglega. Eigi
að síður hafði hljómsveitin
hljóðritað lag sitt á ensku og
frönsku og mun nú á næstunni
halda til Sviss og Bretlands til
að leggja síðustu hönd á þá
útgáfur, sem út koma innan
skamms. Sigur í Euro-
vision-söngvakeppninni hefur
jafnan fært sigurvegurunum fé
og frama, og er skemmst að
minnast ABBA-flokksins
sænska sem sigraði í keppninni
1974, en flokkurinn nýtur nú
mikilla vinsælda um allan heim.
Sigur ísraelska listafólksins
hefur í för með sér að keppnin
verður haldin í ísrael næst, og
hafa stjórnvöld þar þegar lýst
sig fús til að halda hana.
Söngvakeppninni á laugardag
var sjónvarpað beint til 30 landa
og er gizkað á að á milli 400 og
500 milljónir manna hafi horft
á hana. Islendingar njóta að
vísu ekki þeirra hlunninda, en
við munum sjá keppnina á
sunnudaginn kemur.
Jean Vallée frá Belgíu syngur lagið sitt „L Amour, Ca Fait
Chanter La Vie „(Ef ást, þá syngur lífið).
Iræöu sinni á ársfundi Seðlabankans í gær vék dr.
Jóhannes Nordal að samstarfi ríkisstjórnar og almanna-
samtaka gegn verðbólgunni og minnti á, að í skýrslu
verðbólgunefndar er sérstaklega bent á nauðsyn samræmdr-
ar stefnu í efnahagsmálum, sem styðst ekki aöeins við
Þingfylgi ríkisstjórnar heldur nýtur einnig viðurkenningar og
skilnings hagsmunasamtaka almennings. Um Þetta sagði
seðlabankastjórinn í ræöu sinni: „Er hér stuðzt við reynslu
margra nágrannaÞjóöa íslendinga, Þar sem verulegur árangur
hefur náðst í viðureigninni viö verðbólguna með stefnu í
launamálum, sem ríkisstjórnir hafa átt stærstan Þátt í aö
marka, en á móti hefur komiö samráö við hagsmunasamtök
um aðra Þætti hagstjórnar. Takist ekki aö marka samræmda
efnahagsstefnu með Þessum hætti, er hætt við Því, að
stjórnvöld neyðist til Þess fyrr eða síðar að reyna að ná tökum
á verðbólgunni með harðvítugum samdráttaraögeröum á sviði
fjárfestingar og opinberra útgjalda, sem dregiö gætu mjög úr
atvinnu."
Morgunblaðið vill taka eindregið undir Þessi orö dr.
Jóhannesar Nordals. Forsendan fyrir árangursríkri baráttu
gegn veröbólgunni er sú, að stefnan sem mörkuð er njóti
skilnings og að einhverju leyti stuðnings almannasamtaka á
vinnumarkaðnum. Það er eitt helzta viðfangsefni ríkisstjórn-
arinnar á næstunni að afla stefnu sinni í efnahagsmálum slíks
skilnings, Þar sem hann ekki er til staðar.
Spænska kommúnistaþingið:
Y firgnæfandi meirihluti
hafnaði lenínismanum
Madrid - 23. aprfl - AP.
J>ETTA er til marks um þaö,
aö evró-kommúnisminn er
staöreynd,“ sagöi Santiago
Carrillo, leiötogi spænskra
kommúnista, eftir aö yfir-
gnœfandi meirihluti fulltrúa
á flokksþinginu samþykkti
tillögu harts um aö hafna
kenningum Leníns í stefnu-
skrá flokksins. 968 fulltrúar
greiddu atkvæöi meö tiUögu
Carrillos, en 2U8 voru henni
andvígir. Fullljóst er aö
Carrillo verður endurkjörinn
leiötogi flokksins í lok Oings-
ins í dag og aö JLa
Pasionaria“, hin aldna og
sovétsinnaöa Dolores
Ibarurri, verður endurkjörin
flokksformaöur, sem er
áhrifalaus viröingarstaöa.
Sú ákvörðun spænska kommún-
istaflokksins að hafna kenningum
Leníns markar tímamót, en flokk-
urinn var um langt skeið háður
forsjá og aðstoð kommúnista-
flokks Sovétríkjanna. Að undan-
förnu hefur spænski kommúnista-
flokkurinn aðhyllzt hinn svokail-
aða evró-kommúnisma, sem felur
í sér viðurkenningu á lýðræðisleg-
um stjórnarháttum, og hefur sú
stefna ekki sízt náð fótfestu eftir
að flokkurinn var lögleiddur á
Spáni fyrir ári. Carrillo hefur
mjög beitt sér fyrir því að
flokkurinn hafnaði alræðis- og
kreddukenningum — ekki sízt af
hagkvæmum ástæðum, að því er
margir telja, því að sú stefna þykir
líklegri til að afla flokknum fylgis
í þeim kosningum, sem framundan
eru á þessu ári, en í þingkosning-
unum í fyrra hlaut kommúnista-
flokkurinn aðeins 8 prósent at-
kvæða. Meginandstaðan við stefnu
Carrillos kemur frá kommúnista-
flokki Katalóníu, en við atkvæða-
greiðsluna um lenínismann sátu 40
þingfulltrúar hjá.